Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 Ný bóluefni fundin upp VÍSINDAMENN í læknLsfra-ði hafa fundið upp ný bóluefni gegn margs konar sjúkdómum. Nú heíur í fyrsta sinn tekist að varna því, að börn fái hlaupabólu, segir í New England Journal of Medicine. Læknar við Pennsylvaníuhá- skóla og rannsóknastöð Merck Sharp & Dohme í West Point f Pennsylvaníu notuðu bóluefni, sem þeir höfðu framleitt úr hlaupabóluvírus, á 468 börn og gáfu 446 börnum sprautu án bólu- efnisins. Á níu mánaða tímabili eftir bólusetninguna fékk ekkert af bólusettu börnunum hlaupaból- una, en 39 úr samanburðarhópn- um. Bólusetningunni fylgdu eng- ar aukaverkanir. „Ég býst fastlega við, að bólu- efni þetta verði komið í mjög al- menna notkun innan fárra ára," segir dr. Robert Weibel, sem stjórnar rannsóknunum í Penn- sylvaníuháskóla. Þá er verið að framleiða bólu- efni gegn lifrargulu B (hepatit- is-B), eftir erfðatæknifræðilegum aðferðum, og á það að veita jafn- góða vernd og bóluefni það sem búið er til úr blóðplasma. Rit bandarísku læknasamtak- anna segir frá því, að 12 sjálf- boðaliðar, sem bólusettir voru þrisvar á sex mánaða tímabili með fyrrnefndu bóluefni, mynd- uðu ónæmi án þess að verða fyrir aukaverkunum. Er þetta fyrsta tilraunin sem gerð er á mönnum með bóluefni, sem framleitt er á þennan hátt. Það voru vísinda- menn hjá Merck-rannsókna- stofnuninni, sem unnu að gerð bess. Aðilar innan heilsugæslu hafa vaxandi áhyggjur af bólusetning- um gegn kíghósta. Er það vegna nokkurra tilfella, þar sem vart varð við alvarlegar aukaverkanir, m.a. heilaskemmdir. Wyeth-rannsóknafyrirtækið tilkynnti um miðjan júní, að það væri u.þ.b. að hætta framleiðslu á þessu bóluefni, þar sem málsókn- um færi fjölgandi á hendur fyrir- tækinu vegna meints skaða af völdum efnisins. Embættismenn í heilbrigðis- þjónustunni benda hins vegar á, að kostir kíghóstabóluefnisins séu langtum þyngri á metunum en gallarnir. I könnun, sem birt er í fyrrnefndu riti læknasamtak- anna, er því slegið föstu, að kíg- hóstasjúklingum fækki úr u.þ.b. 356.500 í 34.000 á ári og dánartal- an lækki úr 457 i 44, sé bóluefnið notað. Embættismennirnir segja, að eina skynsamlega leiðin sé að halda áfram að nota lyfið, en hafa „fulla gát á, að út af geti brugðið". \ Pappírsrúllu- gluggatjöld Pappírsaillugluggatjötó beint frá Taiwan. Stæröir: 76, 90, 120 og 150 sm. Verö frá kr. 400.- GLUGGATJOED SKIPHOLTI 17A. SIMI 12323 ! Ver ke fnaáætlun ríkisstjórnarinnar Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins héldu fund sl. fimmtudag á Laugarvatni, þar sem rædd var verkefnaáætlun ríkisstjórnarinnar, en vidræður um hana hefjast um miðjan ágúst. Hér á eftir fara viðtöl við þær Ester Guðmundsdóttur og Björg Einarsdóttur, sem eiga sæti í miðstjórn, og Alberi Kemp, sem er formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, um verkefnaáætlunina. Ester Guðmundsdóttir: „Sparnaðar verði gætt í ríkisrekstri" „í fyrsta lagi verður að gæta sparnaðar i ríkisrekstri og draga verulega úr opinberum fram- kvæmdum og jafnvel stöðva þær um stundarsakir, en slíkt mundi draga verulega úr þeirri þenslu sem hefur orðið á vinnumarkaðin- um hér i suðvesturhorninu," sagði Ester Gudmundsdóttir, sem sæti á í miostjórn Sjilfstæðisflokksins, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hana eftir áliti hennar á því hvað Sjálfstæðlsflokkurinn ætti að l<'KRJa áherslu á í viðræðum við Framaóknarflokkinn um nýja verkefnaáætlun. „í annan stað verða sjálfstæð- ismenn að standa fastir fyrir og koma í veg fyrir að lán verði tek- in erlendis nema til arðbærra framkvæmda, en ekki til eyðslu eða neyslu. Þá verður að halda fast við þá gengisstefnu sem fylgt hefur verið undanfarið ár. Vandi sjávarútvegsins er mik- ill og hann verður að leysa fljót- lega, þó það verði ekki með öllu sársaukalaust. Hópur sjálfstæð- ismanna er starfa að sjávarút- vegi hefur verið að ræða leiðir til úrbóta, og er það von mín að þær verði raunhæfar og geti lagt grunn að nýrri stefnu í sjávar- útvegsmálum. Jafnframt verður að gera mönnum kleift að fara út í áhættuatvinnurekstur með einhvers konar lánum og hvetja til stofnunar fyrirtækja og gefa atvinnurekstur frjálsari. Vegna þess að búast má við óróa á vinnumarkaðinum, er nauðsynlegt að sjálfstæðismenn haldi sömu stefnu og mótuð var við sfðustu kjarasamninga, þ.e. að bæta hag þeirra lægst laun- uðu og varðveita kaupmátt n Ester (ludmundsdóttir launa. En síðast en ekki síst verða sjálfstæðismenn að leggja áherslu á breytta stefnu í land- búnaöarmálum. Nú þegar hefur nefnd innan flokksins gert til- lögur að breytingum, það er brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að hrinda þeim i framkvæmd," sagði Ester Guð- mundsdóttir að lokum. Albert Kemp: Berum fullt traust til okkar manna „Við fyrir austan hófum auðvit- að miklar ihyggjur af stöðu sjávar- útvegs, en jafnframt benim við fullt traust til okkar manna, að þeir leysi þann vanda þannig að hjólið stöðvist ekki," sagði Albert Kemp, þegar blaðamaður innti hann eftir áliti hans á stöðu út- gerðarinnar, en Albert er fonnaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Austfjarðakjördæmi. „Ég efast ekki um að ríkis- stjórninni auðnist að finna leiðir út úr ógöngunum, en það hvílir einnig ábyrgð á herðum fyrir- tækjanna, þau verða einnig að taka til hendinni. Ein leið sem ríkisstjórninni er fær er að gefa olíuinnflutning og sölu algjörlega frjálsa, þannig að raunveruleg samkeppni verði milli oliufélaganna. Þannig mun verðlag þessara vörutegunda lækka, og olíukostnaður útgerð- arinnar þar af leiðandi einnig." Aðspurður sagði Albert Kemp Austfirðinga binda miklar vonir við fyrirhugaða kísilmálm- vinnslu á Reyðarfirði. Þá sagði Albert að stóriðjunefnd undir forustu Birgis ísleifs Gunnars- sonar alþingismanns hefði unnið Albert Kemp stórgott verk, eins og nauðsyn- legt var að gera eftir að hafa misst úr fimm dýrmæt ár, þegar Hjörleifur Guttormsson gegndi embætti iðnaðarráðherra. Björg Einarsdóttir: Fylgja verður eftir með raunhæfum aðgerðum „Stórsigur ríkisstjórnarinnar að ná i einu iri verðbólgunni úr um 130 stigum niður fyrír 20 er aðeins ifangasigur sem fylgja verður eftir með raunhæfum aðgerðum," sagði Björg Einarsdóttir, sem i sæti í miðstjórn Sjilfstæðisflokksins, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hana ilits i stöðunni í efnahags- milum og þeim aðgerðum er hún teldi nauosynlegar að gerðar yrðu. „Vísiíðlubinding kaupgj a!ds og verðlags á nýjan leik er skref til baka í hringiðu þenslunnar, sem við erum rétt búin að forða okkur úr. Vísitölubindingu skammtímalána verður einnig að skera niður. Kaupmætti launa verður að halda uppi með bættum almennum kjörum, svo sem hagstæðara verðlagi á nauð- synjum. Þar skiptir miklu að endurskoða verðmyndun á land- búnaðarvörum. Þá verður að halda fast við stefnuna frá síðustu kjarasamn- ingum, að þeir sem hafa lökust kjörin beri meira úr býtum við skiptingu þjóðartekna, hvort sem það er gert með tilfærslu í launastiga, breyttri reiknitölu í aíkastahvetjandi iaunakeríurn, gegnum tryggingarkerfið eða með öðru móti. Einnig verður að tryggja það öryggi sem eigið íbúðarhúsnæði veitir með stuðn- ingi við lánakerfi til húsbygg- inga. öllum ráðum verður að beita til að veita fjármagni frá ríkis- Björg Einarsdóttir geiranum tii hins frjálsa mark- aðar og þannig auknir möguleik- ar til endurnýjunar og nýsköp- unar atvinnulifsins. Og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að fylgja eftir stefnunni í gengis- málum sem árangur ríkisstjórn- arinnar grundvallast á," sagði Björg Einarsdóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.