Alþýðublaðið - 06.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1931, Blaðsíða 2
I &LPÝBUBLAÐIÐ Hvað er ii. Vélsmiðurinii getur ekki gert við vél, nema hann viti hva'ð úr lagi sé, og læknir getur ekki hjálpa'ð sjúkling, nemia hann sé búinn að ganga úr skugga um hvað sé að honumi. Til pess að geta greitt úr fram- leiðslu' og fjárhags-erfiðleikum þeim, sem þjóðin á nú við að stríða, er því nauðsynliegt, að við vitum nákyæmLega hvað að er. Víð nálgumst ekkert þá tíma að við getum ráðið bót á þesisu með því að hrista höfuðið og blöskr- ast yfir heimskreppunni, einkum af því hún er ekki nema að litlu leyti orsökin til vandræða vorra, því þau eiga aðallega rót sína að rekja til sérstakrar íslenzkrar kreppu, og ástandid mundi vera hér lítid befra nú pó engin heims- kr.eppa vœri. Vil ég biðjia menn að festa þessi síðustu orð vel í minni, og eins það, ad ef ékki stœdi ijfir nú liin stadbundna ís- lenzka kneppa, mundum víð verðia tiltölulega líttð varir við heimskreppuna. 1 fyrsta kafla þessarar greinar var sýnt fram á það, að krepp- urnar (heimskreppan) koma af því að neyzlia (eðia eyðsla) vex ekki jafnhratt framförunum, sem verða á framieiðsluaðferðunium, þ. e. aðallega að kaup verka- manna stígur ekki nógu hratt, miöað við framfarirnar, sem verða, og veldur hér mestu um, að framfarirnar verða ekki s;am- tímis í allri framleiðslu. En í þeirn iðngreinum, sem engar eöa litlar framfarir v-erða í, eru ekki skilyrði fyrir hen.di til kauphækk- unar, en það dregur úr kaup- hcekkun við hin iðnfyrirtækin, þar sem skilyrðin eru, svo kaupgetan vex lítið og eftir stuttan tíma eru orðnar stórar óseldar vörubitigð- ir hjá fyrirtækjum þessum. Næst kemur stöðvun fyrirtækj- anna; þúsundir manna verða at- vinnulausar, og varan, sem þessi fyrirtæki búa til, lækkar mikið í verði. Með auknu atvimnuleysi minkar verzlun hjá kaupmönn- um, einnig á þeim vörum, sem ekki var búið til of mikið af, og brátt verður einnig of mikið til af þeim varningi miðað við það, sem hægt er að selja. En kaupmenn kaupa nú minna hjá heildsölum, heildsaliar minnia hjá verksmiðjum, því hér tekur Ein- björn í Tvíbjörn, Tvibjöm í Þrí- bjöm o. s. frv. Og nú er komin af stað verðlækkunaralda. En þegar verið er að lækka vilí eng- inn kaupa, því menn búast við, að verðið læfcki enn meir, og þá er tap að vera búinn að því. En þar sem mörgurn af þeim, sem eiga vörubirgðirnar, liggur á að selja til þess að geta greitt skuld- ir, sem fcomnar eru í gjalddaga, eru vörurnar boðniar sífelt ódýr- ar, en þar sem enginn vill Ikaupa, komast þær brátt niður fyrir framleiöslukostna'ð og sífelt bæt- ist við hóp þeirra verksmiðja, er verða að takmarka framleiðsluna eða hætta alveg. Það, sem sagt er hér að fram- (an, er í stórum dráttum, hvernig kreppan. hagar sér í því landi, sem hún hefst í. En þegar hún er byrjuðíeinu iðnaðarlandiberst hún með mflúenzu-hraða til ann- ara iðnlanda, enda kemur í Jijós, þegar kreppurnar eru grandskoð- aðar, að þær auk þess að v.era fjárhagsleg meinsemd, eru and- leg og bráðsmitandi sýking, og hún svo mögnuð, að þegar íkreppa hefsit í einu landinu, getur í nágrannalandmu, þar sem fram- leiðsla og notkun raunverUlega stenzt á, verið svo komið eftir nokkra mánuði, að stór hluti verkalýðsins sé orðinn atvinnu- laus. En þetta skeður á þami hátt, að sú vara, sem lækkar í landinu, sem kreppan hefst í, verður til þess að lækka sams íkonar vöru í öðrum löndum. Hér fcemur aftur fyrirbrig'ðið, að menn eru hræddir við að kaupa vöru, sem er að falla, vörur safnast því fyrir og . verksmiðjur eru stöðvaðar. En af þessu má sjá, að krieppan snertir ekki beinlínis nema ipn- aaarlöndin. Önnur lö.nd, t. d. is- land, snertir hún að eins óbeint, þ. e. á þann hátt, að almenn kaupgeta minkar, en það skaðax okkur tiltölulega lítið, eins og sjá má af því, að þrátt fyrir hið bágborna ástand, sem. er nú í Englandi, selst nýr fiskur sæmi- liegu verði þar, og er fiskur af dr. Addison, sem var ráðherra í fráfarandi ráðuneyti, talinn ein verðvissastia vörutegundin þar I landi, enda meyzla á nýjum físki þar mjög að fara i vöxt og mem- ur hún þó ekki enn þá nema á að gizka 1/16 hluta á móts við kjötneyzlu almennimgs í Englaindi. Af því, sem hér á undan er sagt, má sjá, að hræðslan við verðlækkunina veldur meiru um útbreiðslu kreppunnar land úr landi, heldur en hin raunveruliega lækkun kaupgetummar. Þar af leiðir, að kreppan kemur aðallega niður á þeim löndum, sem hafa sams koniar framleiðslu og landið (eða löndin), sem kreppan hefst í. Þar af leiðir, að beimskreppan kemur tiltölulega lítið við okkur Islendinga, af því við erum lekki iðnaðiarþjóð. Má í þvi siambandi benda á, að kreppan var i fyrra ikomin í algleyming erlendis, en hér urðum við tiltölúiega lítilla erfiðleika varir, en þeir erfiðleik- ar, er voru, áttu ekki rót sína að rekja til meinma heimsviðburða, heldur til þess eins, að byrjað var að draga saman í lofti á okkar eigin íslenzka viðskiftahimni, þ. e. sú blika, er boðaði þú formyrkv- un, sem nú er á honunt og stafar nær eingöngu af staðbundinni ís- lenzkri kreppu. Þessi síðusrtu orð veröa sízt of oft undirstrikuð, því jafnframt og að í þeim felst ásökun,-felst í þeim fyrirheit um að við getum hér að miklu Ieyti sjálfir við ráðið, en séum ekki eins og tappi, er viljalaust berst íuim í hafróti hins mikla alheims- aúðvalds, eins og segja má um smærri iðnaðarlöndin, er standa .varnarlaus gegn heimskreppunni. 1 En áður en við ranmsökum nán- ar íslenzku kreppima, þá skulum við virða nokkuð fyrir okkur hmdbúnaðarkreppuna, s.em eins og iðnaðarkreppan einnig er .heimskreppa, en er búin að standa langtum lengur en hún, og mun enn standa löngu eftir áð núverandi iðnaðarkreppa er hjá liðin. (Frh.) Ólafur Friðriksson. Atvimmbótani^ilið á bæjarstjórnarrfundi, Á bæjarstjórniarfundiniu'mi í gær urðu allmiiklar umræður um at- vinnubótamálið. Víttu Alþýðim flokksfulltrúarnir að maklegieik- um hinn mxkla drátt, sem orðinn er á því að koma hér á atvimnur bótavmnu, — hve íhaldsmenn, sem ráða því, hvað gert er I bæj- arstjórninni, bafa dregið málið á langinn. íhaldsmenn reyndu aft- ur á móti að afsaka sig og keudu um peninga-s'korti og fíéirú. Stefán Jóh. Stefánsson lagði þá til, að lögð verði á aukaniður- jiöfnun útsvara og því fé varið til atvinnubótavinnu í.bænum. — Þá sýndu íhaldsimenn enn, hve ant þeim er um að hraða atvinnu- bótunum. I stiað þess að sam- þykkja þá tillögu þegar í sitað vísuðu þeir henni með öllum sín- um 8 atkvæðum tii fjárhagsnefnd- ar og 2. umræðu, og Aðalbjörg Sigxxrðardóttir lagði þeim til 9. atkvæðið. Var þannig frestað til næsta fundar að taka ákvörðun um málið með 9 atkv. gegn 5 atkv. Alþýðuflokksfulltrúanna. Það kom í ljós á fundinum, að borgarstjóri var enn ekki for- inn ao sœkja um oivinnubótafé úr ríkissjóði. Nú var að tillögu fjárhagsnefndar samþykt að fela honum að sækja um 150 þús. kr. af atvinnubótafé ríkisins. Frá því fékst aftur á móti ekki gengið, hvernig bærinn útvegi það fé, er honuni her að leggja á nxóti tillagi ríkisins. Á fundinum var lagt fram bréf með ýmsum kröfum frá fundi ariinnu'ausra nxanna, er kommún- istar höfðu boðað til. V.ar því vís- að til fjárhagsnefnd.ar. Jafnframt flutti Héðinn Valdimarsson, — er var á fundinum sem varafull- trúi —, svo hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin felur fjárhags- nefnd að leggjia fyrir næsta bæj- afstjórnarfund tiHögur viðvíkj- andi atvinnuleysisstyrkjum,, niður- fellingu útsvara og ófceypis gasi, koksi og rafmagni til handa at- vinnuleysingjum þeim, er ekki komast að atvinniubótavinnu.“ íhald. menn Isomu sér undan þvl að greiða atkvæði um tillöguna. Lagði Jakob Möller til, að henni væri vísað til fjárhagsnefndar, Samþyktu íhaldsmenn það tmleð 8 atkv. gegn atkvæ'ðum jafnaðar- mannanna 5. Samþykt var tillaga frá Ste- fáni Jóh. Stefánssyni (breyting- artillaga við tillögu vatnsnefnd- ar) um, að bæjarstjórnin kysj þriggja manna nefnd til að gera endanlegar ákvarðanir um hvaða verk skuli unnin í atvinnubóta- vinnu. íhaldið vildi að eins veita nefndinni tillöguréft um það mál (þannig kom tiILagan fram í vatnsniefndinni), svo að ekkert yrði endanlegt þar um fyrri en eftir annan bæjiarstjórnarfund, og þ,ar með væri þá heldur ekki hægt að fullnægja þeim skilyrð-T um fyrri en eftir hálfan mán'uö enn, sein sett eru Fyrir því, að ríkið veiti atvinnubótastyrk, að atvinnubótaverkm séu tiitekin ' ' ' ' ' ,A ' • ' ' / N þegar sótt er um styritínn. En nú voru Jakob og Einar Arnórs- son ekki viðstaddir, V,ar tillaga Stefáns þá saimþykt með 7 at- kvæðum, gegn íhaldsiatkvæðunum 6. Á sama hátt fór kosning á rnönnum í nefndina, að listi Al- þýðuflokksins fékk 7 atkvæði og‘ ikom að tveimur, Ágústi Jósefs- syni og Kjartani Ólafssyni, eit listi íhaldsins fékk 6 atkvæði og kom einum að, Magga Magnúsá. Þá greip Knútur horgarstjóri til þess dð úrskurðu kosninguna 6- gilda, af því að Maggi Magnús sé varafulltrúi, en ekki aðaifull- írúi í bæjarstjóminni. Stefán Jó- hann mótmælti þeim úrskurðí sem röngum og óheimilum, sér- staklega að því er snertir kosn- ingu Ágústs og Kjartans, og: fcrafðist þess, að stjórnarráðið' staðfesti kosninguna, en felli úr- skurð borgarstjóra úr gildi. Þar með fer það mál til úrskurðár stjórnarráðsins. Nánar á morgun! Fundinn sátu Sigurjón Á. Ólafs- son og Héðinn Valdimarsson, i stað Sigurðar Jónassonar, sem fór iutan í gær með „Lyru“, og Óliafs Friðrikssonar, siem var veikur. „Boib“ ob „Skjaldbreið‘‘. Björn Björnsson bakari sótti til bæjarstjómarinnar xxm leyfí til gistihússhalds, — til að tafca við „Borg“ þá 6 mánuði, sem Jó- hannes Jósefsson hefir verið sviftur veitingaleyfinu. Friðgeir' Sigurðsson, Ásvaiilagötu 27, sótti söxnuleiðis um leýfi til gistihúss- hálds, til að geta tekið við „Skjaldbreið". Viar Friðgeiri veitt leyfið með samhljóða atkva/öum, en Birni með 6 atkv. gegn 4’atkv. A1 þýðuflokksmanna. Nánar á morgun!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.