Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 „Það er sagan sem skiptir máli í frí- merkjasöfnuninni" — segir George Sickels sem hefur safn- að íslenskum frímerkjum frá árinu 1948 „I'ú skalt koma bakdyrameg- in. Hér á Þórsgötunni er alli á hvolfi vegna skipuiagsbreyt- inganna, og ekki auðvelt að rata," svarar frú Þóra Sickles þegar Mbl. falast eftir viðtali við hana og eiginmann hennar, frímerkjasafnarann George Sickles. Hann hefur sérhæft sig í söfnun íslenskra frímerkja og póststimpla og sýndi hluta af safni sínu frá hernámi Breta og Bandaríkjamanna á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni á frí- merkjasýningunni „Nordia '84". Þar vann hann silfurverð- laun, en einnig hlaut hann sér- staka viðurkenningu fyrir safn- ið sem er einstætt hér á landi. Við spyrjum Goerge Sickles fyrst hvenær hann hóf að safna frímerkjum. „Ég byrjaði ellefu ára gamall, af einskærri tilviljun. Þegar mér var fært fyrsta frímerkið varð ég forvitinn og áhuginn hefur ekki dofnað síðan. I fyrstu safn- aði ég öllum þeim frímerkjum sem ég komst yfir en frá árinu 1948 hef ég einskorðað mig við íslensk og nú á ég næsta full- komið safn af öllum þeim fri- merkjum sem komið hafa út hér á landi, ef ég tek saman bæði notuð og ónotuð. Annars er póststimpla-safnið orðið viða- meira en frímerkin og einnig á ég þó nokkuð af fslenskum bréfspjöldum frá eldri tíð." Þegar Sickles var spurður nánar út í áhuga hans á póst- stimplum frá hernáminu kom i ljós að hann hafði verið hermað- ur hér í stríðinu. „Þessa grein í íslenskri póst- sogu hefur enginn kannað til hlítar þótt margt merkilegt sé þar að finna. Þegar flest var dvöldust hér um 100.000 her- menn frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Kanada, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Noregi svo nokkuð sé nefnt, og ófá bréf voru send heim yfir Atlantshafið. Til gamans get ég nefnt að ég var hér í tvö ár og hef líklega skrifað hátt á þriðja hundrað bréfa, en aðeins eitt heilt umslag hefur varðveist af öllum fjöldanum. Fyrir utan hvað þau eru fátíð hér, þá not- uðu margar hersveitir sömu stimpla og ameríski herinn og því er einungis hægt að rekja umslögin til sendanda ef hann hefur skilið eftir nafn sitt til kennileitis. Sem dæmi nefni ég að nú er næstum vonlaust að komast yfir bréf frá Norðmönn- um sem voru staðsettir hér því þau fóru eftir ýmsum krókaleið- um milli rfkja og var siðan smyglað til Noregs þegar færi gafst, eftir hernám nasista. Til að grafast fyrir um ferðir þess- ara bréfa sem og annarra sem skrifuð voru á þessum árum verður að blaða í fjölda skjala og rita, kunna helst allar tegundir stimpla sem voru í notkun og af- brigði þeirra. Þegar öll sú vitn- eskja bregst beitir maður hyggjuvitinu og kunningsskap frá stríðsárunum. Áhuginn fyrir þessum fræðum vaknaði þegar ég blaðaði í gegn- um umslagabunka hjá frí- merkjasala í New York og rakst á bréf frá kunningja mínum sem var staðsettur á Kaldaðarnesi í stríðinu. í Bandaríkjunum liggja þessi bréf innan um önnur sem hálfgerðir óskilamunir en hér á landi er afar erfitt að finna nokkur heilleg. Margir hafa gert þá reginskyssu að henda umslög- unum utan af bréfunum, en á þeim fæstum voru nokkur frí- merki. Hermenn bandarfska hersins þurftu nefnilega ekki að borga undir bréfin sfn heim en fengu þess í stað sérstakan stimpil frá herstöð sinni sem nokkurs konar kvittun fyrir borgun. Þannig sást alltaf hvað- an bréfið var þótt ekkert væri frímerkið. Flestum þótti umslög- in óþarfi og hentu þeim. Þegar þau vantar er vægast sagt erfitt að rekja sögu bréfanna, eða leið þeirra frá sendanda til viðtak- anda. Mér hefur samt tekist að komast yfir nokkurn fjolda bréfa og þau aýndi ég hér á frf- merkjasýningunni fyrr í sumar. Ég fer víða til að kynna mér sög- una og t.d. fór ég nokkrum sinn- um alla leið til Washington D.C. til að fara í gegnum skjöl varð- andi hersetuna á íslandi. Einnig skrifa ég greinar f tfmarit klúbbsins sem nefnist „Post- horn" um bréf hermannanna eða stimpilmerkin." Hvernig hefurðu upp á bréfun- um? „Maður fréttir af umslögum á hinum og þessum stöðum og hálft gamanið er að grafa þau upp á ólíklegustu frimerkjasöl- um eða uppboðum. Binnig er ég f frímerkjaklúbbi sem nefnist „Scandinaviau Collectors Club" en þar hittast þeir safnarar sem sérhæfa sig í frímerkjum Norð- urlandanna. Þangað fréttist oft um góða gripi sem vert er að athuga, en oftast finn ég bréfin af einskærri tilviljun. Til gam- ans minnist ég þess einu sinni þegar systir konu minnar kom f heimsókn til okkar. Samferða henni f flugvélinni var ungur læknir sem hafði lært í Skot- landi og við buðum honum að vera samferða til New Jersey sem hann þáði. I ljós kom að samverkamaður hans í Skot- landi hafði verið staðsettur her- maður á Kaldaðarnesi í stríðinu og ég bað hann blessaðan kanna Þóra og George Sickels kynntust í stríðinu þegar hann var hermaður hér i vegum bandaríska hersins. hvort maðurinn væri reiðubúinn að senda mér nokkur umslög. Stuttu seinna fékk ég þrjú bréf í póstinum frá honum." Er fímerkjasöfnun tímafrekt eða dýrt áhugamál? „Hjá mér tekur hún ekki mik- inn tima og ég sinni henni aðeins þegar mig langar til. Þegar söfn- unin verður að „rútínu"-vinnu þá er hún ekki lengur áhugamál og verður meira eins og hvert ann- að starf. Nú orðið getur verið ansi kostnaðarsamt að vera safnari, en það er líka hluti af gamninu að finna ódýr frimerki sem hafa eitthvert gildi. Þó vil ég taka það fram að mér finnst margir safnarar hugsa of mikið um verð merkjanna. Eins og þróunin hefur verið i Bandaríkj- unum upp á síðkastið líst mér ekki á framtíðarsafnarana okkar. Það eina sem virðist vekja áhuga þeirra er fyrir hversu mikið væri hægt að selja þetta eða hitt merkið. Áhuginn fyrir frímerkinu sjálfu virðist fara dvfnandi, enda bætast fleiri frímerkjasalar í hópinn á hverj- um degi. Ánægjan hefur alveg gleymst í þessu braski og þá finnst mér vanta grundvöllinn fyrir söfnuninni." Hvað viltu segja um safnara- ímyndina af grúskaranum sem aldrei getur slitið sig frá áhuga- málinu? „Ég vil ekki viðurkenna að ég falli undir þá lýsingu, en það eru eflaust þó nokkrir sem eru ein- mana í frímerkjasöfnun sinni og blanda lítið geði við annað fólk. Sem félagi f frfmerkjaklúbbi þá kynnist ég fjölda fólks og ég ferðast vfða um Bandarfkin til að grafa upp bréf eða sýna safn- ið mitt. Þannig hefur áhugamál- ið haft öfug en enn betri áhrif en margir hefðu ætlað í fyrstu." Að lokum, hvaða eiginleika telur þú að góður frfmerkjasafn- ari verði að hafa til að geta haft gagn og ánægju af áhugamáli sínu? „í fyrsta lagi verður safnari að vera forvitinn og hafa lifandi áhuga á þvi sem hann hefur und- ir höndum. Ef vel er aðgætt er hægt að lesa sögu lands og þjóð- ar úr frfmerkjunum og póst- stimplum, ef til vill nokkuð sem fáir hafa leitt hugann að. Einnig verður hann að vera þolinmóður þvi að oft tekur langan tfma að fylla í eyðurnar sem vilja mynd- ast þegar merkin safnast héðan og þaðan. Siðast en ekki sist verður safnarinn að geta aflað heimilda við rannsóknir og unn- ið úr þeim af skynsamlegu viti. Því að þekkingin á bak við hvert stykki er engu minna virði en frimerkið sjálft." Við bjódum^r \ikuferð "" London ámánu- daghm kemur! frá kr. 15.573.- pr. mann. Innlfallð flug, gisting og morgunmatur. Ferðaskrifstofan Farandi verður með sérstakar vikuferdir (pakkaferðir) til Lundúnaborgar á hverjum mánu- degi í allt sumar. Verðið er afskaplega gott, — frá kr. 15.834.-pr. mann. Innifalið í verðinu er flug, gisting og morgunmatur. Auk þess útvegum við aðgöngumiða á hljómleika, í leikhús, á íþróttaleiki næturklúbba o.m.fl. Hægt er að velja á rmlli eftirfarandi hótela: Cavendish, Regent Crest, Leinster Towers, Park Lane. Komið og rabbið við okkur sem fyrst Pað er alltaf gaman að fá gott fólk í heimsókn. Ifavandi 'l'esturqötu 4, si'mt '744J Bjarnveig Kristjánsdóttir afhendir Ólafi Kristjánssyni björgunarnetin fyrir hönd kvennadeildar Slysavamafélagsins. MorguDbkoía/ Guddu Kvcnnadeild slysavarnafé- lagsins í Bolungarvík gef- ur björgunarnetið Markús BoiuDgarvfii, 17. júif. sðgðu við það tækifæri að deildin í SÍÐUSTU viku færði kvennadeild hefði áhuga á að kynna nemend- Slysavarnafélagsins hér í Bolungar- um grunnskólans þessi og önnur vík hafnarsjóði að gjö'f tvö stykki björgunartæki sem til staðar eru á bjórgunarnet Markúsar. hafnarsvæðinu. Gefendur óska eftir að netunum Ólafur Kristjánsson form. hafn- verði komið fyrir á hafnarsvæð- arnefndar þakkaði gjöfina og fyrir inu, öðru á brimbrjót og hinu á það starf sem kvennadeildin hefur Lækjarbryggju. Fulltrúar kvenna- unnið í öryggismálum byggðar- deildarinnar sem afhentu gjöfina lagsins. _ (junnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.