Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 51
51 prýði hvers heimilis eru þó góð og mannvænleg börn og þau af- sprengi þeirra, sem þau færa að knjám foreldra sinna. 1 þvi hlut- verki var Kristín í essinu sínu, svo sem og heimili hennar og hjarta- þel stóð ætíð opið ástvinum, gest- um og gangendum. Þetta teldist þó vart til afreka, hefði það orðið án átaka. Liðin eru hartnær þrjátíu ár frá því að Kristín hreppti bráða liðagigt, sem öll þekkt heilbrigðis- og lækn- ingaráð fengu ekki unnið bug á, heldur bæklaði hana því meir sem frá leið, og þvingaði hana til fjöl- margra sárra og örðugra læknis- aðgerða. Þetta varð henni þó ekki tilefni þess að sýta sárt, svo sem vænta hefði mátt, heldur brást henni aldrei glaðsinni og hlýja, og hafði hún ætíð að gefa og miðla af sér og sínu. Bækluð hún gekk um beina með blíðuorð á vörum. Hjartans var þelið hreina og hlýja í öllum svörum. Fyrir samvistir og viðkynningu við Kristínu hljóta allir að vera þakklátir. Blessuð veri sál hennar og minning og blessun fylgi öllum hennar ástvinum. Bjarni Bragi Jónsson. Þegar við verðum að sjá á bak einhverjum sem okkur er kær er okkur gjarnt að staldra við og líta til baka. Minningarnar þyrpast að um samverustundir i erli daglegs lífs, í sorg og í gleði, samveru- stundir sem allar eiga það sameig- inlegt að vera gefandi á einhvern hátt. Kynni okkar Kristínar Páls- dóttur hófust fyrir aldarfjórðungi þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar og var tekið af þeirri hlýju og einlægni að mér fannst frá upphafi sjálfsagt að ég væri hluti af fjölskyldunni. Böndin hafa styrkst í gegnum árin og hefur þar aldrei borið skugga á. Kristín átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem hún bar með ein- stöku æðruleysi. Hún horfðist í augu við þá staðreynd að batavon- ir væru engar, en hélt engu að síð- ur reisn sinni og léttri lund sem hún miðlaði þeim sem áttu sam- leið með henni. Hún var félags- lynd og gestrisin með afbrigðum, enda vinmörg alla tíð og náið sam- band með henni og ættingjum hennar. Að leiðarlokum er mér söknuður í huga, en jafnframt þakklæti fyrir að fá að kynnast heilsteyptri og góðri konu, sem reyndist mér stoð og stytta sem tengdamóðir og skilur börnunum mínum eftir dýrmætar minningar um elsku- lega ömmu, sem sárt er saknað. Erla. í dag verður til moldar borin Kristín Pálsdóttir, sem lést í Borgarspítalanum 17. júlí eftir stutta en þunga legu. Um fáa hef- ur mér þótt jafn vænt og Stínu, móðursystur mína. Kristín Pálsdóttir fæddist á Eyrarbakka 29. júní 1908, dóttir Páls Grímssonar bónda og hrepp- stjóra í Nesi I Selvogi, var hann formaður í fjörutíu vertíðir í Þor- lákshöfn (d. 1928). En Páll var sonur Gríms óðalsbónda í óseyr- arnesi og konu hans Elínar Bjarnadóttur. Kemur Grimur MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 mjög við sögu Stokkseyrarhrepps, en á hans dögum náði hreppsfé- lagið yfir núverandi Eyrarbakka- hrepp og Stokkseyrarhrepp. Frá framtaki Gríms bónda og niðjum hans hefur faðir minn, Guðni Jónsson, sagt í bók sinni Grímur Gíslason í óseyrarnesi (Rvík 1%1). Þá hefur Sigurgrímur í Holti gert grein fyrir hlutdeild Gríms í framfarasögu Stokkseyr- arhrepps í Sunnlenskum byggðum (Rvík 1981). Páll var þríkvæntur og eignað- ist 11 börn með þremur konum. Kristín var af miðhjónabandi, móðir hennar var Valgerður Hin- riksdóttir frá Ranakoti í Stokks- eyrarhreppi og er Kristín síðust alsystkina sinna, sem burtkölluð er, hin voru Jónína Margét, móðir mín, Víglundur Bjarni og Kristín yngri, er dó í fyrra. Á lífi eru Grímheiður Elín og Guðný af fyrsta hjónabandi og Páll og Val- gerður af hinu síðasta. Þetta er Bergsætt og vísast til bókar föður míns um þá ætt (Rvík 1966). Kristín var tvígift. Fyrri maður hennar var Þórður skipstjóri Þorsteinsson útvegsbónda á Meiðastöðum í Garði. Var Þórður kominn í beinan karllegg frá Snorra presti og skáldi á Húsa- felli. Börn þeirra Kristínar og Þórðar eru Kristín og Valur Páll. Kristín er húsfrú í Keflavík og er maður hennar Magnús Axelsson framkvæmdastjóri og eiga þau fjögur börn. Páll Valur er deildar- stjóri hjá Hafskip, kvæntur Erlu Þórðardóttur félagsráðgjafa og eiga þau einnig fjögur börn. Síðari eiginmaður Kristínar var Jón Bjarnason aðalféhirðir hjá Sláturfélagi Suðurlands. Jón var sonur Bjarna læknis Jenssonar rektors, bróður Jóns Sigurðssonar forseta, af þeirri ætt eru ýmsir þjóðkunnir menn. Jón Bjarnason féll frá 1975 og áttu þau Kristín eina dóttur barna, Þórhildi, sem er skrifstofumaður. Hún bjó með móður sinni og var samband þeirra einkar náið. Jón Bjarnason átti einn son frá fyrra hjónabandi, sem ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Jens að nafni, og er hann hús- gagnabólstrari. Hann er kvæntur Valdísi Kristmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Kristín var svo lánsöm að eiga góð börn, sem hafa hjartahlýju móður sinnar, og mannvænleg barnabörn, sem voru yndi hennar og gleði. Þórður, fyrri maður Kristínar, var skipstjóri á togaranum Verði, sem var í eigu þeirra Vatnseyr- arbræðra, sem voru kunnir at- hafnamenn á sinni tið. Þau hjónin bjuggu því um tíu ára skeið á Patreksfirði og reistu sér þar veg- legt hús. Þórður sigldi hvað eftir annað skipi sínu til Englands á stríðsárunum og má nærri geta hvernig hinni ungu konu hefur oft liðið, þegar hún beið eftir því með óþreyju að hann kæmi heill á húfi úr beim háska. Arið 1943 hugðist fjölskyldan flytjast búferlum suður til Reykjavíkur og fór Þórður á und- an fjölskyldu sinni og tók sér far með vélskipinu Þormóði frá Bfldu- dal og flutti Þórður búslóð fjöl- skyldunnar. Þetta var í febrúar- mánuði. Mörgum mun eflaust í fersku minni að þessi óhappa- fleyta týndist í hafi og komst eng- inn lífs af. Þar fórst margur góður drengur, og Þórður skipstjóri sem ávallt hafði stýrt sinu skipi heilu i höfn fórst nú sem farþegi á ann- arra skipi. Þetta var kaldhæðni örlaganna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvílíkt reiðar- slag það var að sjá á eftir manni sinum í djúpið á svo sviplegan hátt. En lífið heldur áfram hvað sem á dynur. Flutti hún nú ein suður ásamt börnum sinum og settist að i eignaríbúð sinni á Kaplaskjólsvegi 11 og bjó þar alla ævi siðan. Þar var gott að koma, og var mjög gestkvæmt þar. Allir hændust að húsfreyju jafnt ungir sem gamlir. Það var oft glatt á hjalla á Kapló i þá daga. Og hús- freyjan hrókur alls fagnaðar. Kristín átti við heilsuleysi að stríða á efri árum. Þegar hún var hálffimmtug fékk hún liðagigt, sem ágerðist með árunum. Þessum sjúkdómi fylgdu að sjálfsögðu þjáningar, tíðir uppskurðir og mikil lyfjanotkun, sem smám saman braut niður þrótt líkam- ans. En Kristín bar þennan kross eins og hetja, aldrei lét hún bug- ast, var ætíð hugrökk, glöð og full af lífsvilja. Frá henni stafaði hlýja og ástúð, sem yljaði öllum i návist hennar. Hún var með af- brigðum ósérhlífin og henni var það skapfelldara að gefa en þiggja. Kærleikurinn var ríkur þáttur í fari hennar. Kristín trúði staðfastlega á annað líf, og ég treysti því að al- máttugur guð muni veita henni þá líkn, sem hún vænti sér. Við Stína vorum miklir mátar, í vissum skilningi var hún mér eins og móðir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég hana með sárum söknuði. Gerður Guðnadóttir. Lífshlaup Kristínar Pálsdóttur er á enda. Hún er gengin á vit ástvina, sem á undan eru gengnir. Endurfundir hinum megin, í landi hinnar eilífu sælu. Eftir stöndum við hin og vitum að einhvern tímann kemur röðin að okkur. Hvenær og hvar veit enginn fyrr en kallið kemur. Á meðan ættum við öll að reyna að láta eitthvað gott af okkur leiða. Þannig yrði mannlífið allt fallegra og betra. En æði er það misjafnt hvað hver og einn skilur eftir sig. Eitt er víst að Kristín amma mín hefur skilið mikið eftir sig. Nær allar samverustundir með henni mörkuðu djúp spor í huga minn og get ég nærri um að svo hafi verið með flesta þá sem um- gengust hana. Enda var hún, með mildi sinni, heiðarleika og sann- girni, ein af þeim, sem bættu og fegruðu mannlífið f kringum sig. Lífsreynsla hennar var lærdóm- ur út af fyrir sig og kennir þeim er til þekktu, að meðlæti í lífinu er ekki sjálfsagður hlutur. Öldur mótlætisins urðu henni oft háar og gátu virst óyfirstígan- legar. Hún missti mikið og marga í lífinu, en þeim mun meira gaf hún af sjálfri sér með manngæsku sinni og mildi. Hún missti líka lík- ama sinn, stig af stigi, á vald sjúkdóma, sem settu lífi hennar svo ótal takmörk. Og hún, sem öðrum fremur unni að starfa og lifa. Kahlil Gibran segir í Spá- manninum: „Til eru þeir sem eiga lífið og gefa það allt. Þetta eru þeir sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur. Til eru þeir sem gleðjast þegar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra." Gleðin var laun hennar, þó því sorgin hafi svo oft knúið dyra hjá henni, náði gleðin alltaf yfirhönd- inni að lokum. Gleðin yfir að gleðja aðra og sjá aðra gleðjast. Gleðin yfir að sjá að afkomendum og öðrum ástvinum farnaðist vel, því alltaf var hún vakandi yfir vel- ferð þeirra. Nú hefur almættið líknað henni og hafið sálina úr hrjáðum líkama hennar. Nú getur hún ferðast um sársaukalaust, þvi eins og Kahlil Gibran segir ennfremur: „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá munt þú fyrst hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, munt þú dansa í fyrsta sinn.“ Svo mörg voru þau orð og hvað er dauðinn annað en upphafið að öðru betra? Þökk sé elsku ömmu, fyrir allar stundirnar, elsku hennar og um- hyggju og allt og allt. Hvíli hún í friði. Margrét In memoriam: Anna Erna Friðriks- dóttir f. Zierke Fædd 22. júní 1913 Dáin 16. júlí 1984 Nú er hún farin, blessuð Erna. Rósin úr Svartaskógi bliknuð. Eft- ir lifir minningin um litlu síð- hærðu kórtelpuna. Dökka yfirlit- um, fallega. Fædd var hún í Berlín. Móður- ættin þýsk. Faðirinn Spánverji af sígaunaættum. Bar hún þess suð- ræn einkenni. Eldur í æðum. ólst mest upp hjá móðurafa og ömmu, strangtrúarfólki af gamla skólan- um. Var þó um tíma sem barn á Spáni. Svo komu slæmu árin — stríðs- árin. Henni þung í skauti. Missti þá ung unnusta sinn. Fáum árum síðar tvíburasyni þeirra. Yndis- lega drengi. Syrti þá að. í stríðslok komum við til ís- lands. Fyrsti hópur Þjóðverja til vinnu hér. Vann hún þá fyrir sér á mörgum stöðum í misjöfnum vist- um. Þar til hún kynntist manni sínum, Sigurjóni Kristjánssyni matsveini. Hún var líka útlærð matreiðslukona. Þau giftust 1954. Missti hann árið 1972 eftir 18 ára sambúð. Umhyggju hennar fyrir honum var viðbrugðið. Aðhlynn- ingin heimafyrir frábær. Heim- sótti hann daglega í löngum veik- indum hans. Tíður gangur að leiði hans sýndi ást hennar og tryggð. Á stærstu hótelum borgarinnar vann hún lengi. Fyrst með manni sínum á Loftleiðum. Siðan nú mörg seinustu árin við eftirlit með kvennasnyrtingu á Sögu. Minnast hennar margir þaðan fyrir elsku- legheit og hjálpsemi. Gekk hún þar um sem prinsessa, vel búin, síung og fögur. Vakti athygli og aðdáun. Erna var einstök sál. Svo gegn- góð og blíð. Átti þó annað til, væri henni misboðið. Stolt, stygg og skapmikil. Hún fann gleði sína í hinu smáa. Heima, í litlu íbúðinni sinni á Ásvallagötunni, frá glaumi fjölmennis, naut hún friðsælla stunda. Hlustaði mikið á úrvals músík. Spilaði sjálf og söng fyrir fuglinn sinn, sem hún gældi og hjalaði við sem barn. Skildi hans mál. Ræktaði garðinn sinn. Gaf þar fuglum að vetri. Allir hændust að henni. Menn og málleysingjar. Ekki síst börn og gamalmenni. Gjafmild með afbrigðum. Mokaði snjó frá eigin og annarra dyrum. Granna átti hún góða. Tók spretti á hjólinu sínu. Eða gekk. Oft bara í portinu heima, en oftast með- fram sjó. Þráði stundum út, á heimaslóð. Fór sjaldan. Nú er hún flogin til fegri heima. Megi hún finna þar fagnendur. Fari hún vel á Guðs síns fund. K. Alltaf á fostudöguin „Mála undir óperusöng alla daga“ — Rætt við Guðrúnu Tryggva- dóttur listakonu í Munchen. „Persónulega kemur mér þetta ekki viö“ — segir P.W. Tibbits, sem varpaði sprengjunni á Hiroshima. Hvaö kostar sami hlutur hér og þar? — Samanburður á verölagi í 20 heimsborgum Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina ÍH MVNIiSMM VJOJSVQNISAlOnV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.