Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 59 W M ~ VELVAKANDI ^ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS Bréfritari vill heldur fá að horfa i „kanann" sem er sjónvarpað á Keflavíkurflugvelli en norska sjónvarpið. „Kanann" frekar en norska sjónvarpið 3648—7720 skrifar: Mig langar til að koma hér nokkum orðum á blað um ýmislegt í þjóðfélaginu sem okkur verka- mönnum er boðið upp á. Til að byrja með eru það launin. Fyrir einu ári hafði ég um tvö þúsund krónum meira í laun á mánuði en sá sem var að byrja að vinna á sama stað. Það gerðu þrepin sem við unnum okkur inn fyrir hvert ár. Eins og allir vita voru sett sem lágmarkslaun yfir landið tæpar þrettán þúsund krónur. En hvað gerðist. Launin mín duttu niður fyrir lágmarkslaunin, þannig að þeir sem eru nýbyrjaðir á sama stað, með enga reynslu, fá sömu laun og ég. Fyndist ykkur ekki öll- um réttlátt að þrepin sem við öðl- uðumst, héldu sínu striki og hækkuðu í samræmi við starfsfer- il? Svo komu þessi tvö prósent sem áttu að leggjast á launin, en þá hækkuðu landbúnaðarvörur um átta til tíu prósent. Okkur var boðið upp á óætar kartöflur og fokdýrar, aðeins vegna einokunar Grænmetisverslunarinnar. Hve- nær fáum við að velja og kjósa? Þurfa þeir sem eru á þingi sífellt að taka fram fyrir hendurnar á okkur? Við eigum að heita sjálf- stæð og hljótum því að geta tekið ákvarðanir. Finnst mér það öllu nær en að 60 manns ákvarði allt fyrir tæplega tvö hundruð og fjörutíu þúsund íbúa þessa lands. Það er næstum eins og ef ein fjöl- skylda fengi yfirráðarétt yfir öllu landinu. Þegar herinn steig hér á land, máttum við engu ráða um það hvort við vildum hafa hann eða ekki. Þeir höfðu reyndar yfir út- sendingum frá ameríska sjónvarp- inu að ráða, en ekki máttum við horfa á það. Til hvers er herinn annars hér? Erlendis greiða Bandaríkjamenn fyrir herstöðvar sínar í öðrum löndum, sem jafn- gilda árlegum skattgreiðslum allra {slendinga. Ameríska sjónvarpið er laust við ofbeldi en það er hins vegar að færast í aukana í því íslenska. Oft vill jafnvel gleymast að tilkynna það ef myndir eru bannaðar börn- um. íslenska sjónvarpsdagskráin er líka með fádæmum léleg. Flest- ir hafa heyrt um Nordsat, þ.e. norska sjónvarpið, en nú er gælt við þá hugmynd að leyfa okkur að fylgjast með því. Hefur nokkur hugmynd um, að norska sjónvarp- ið er enn lélegra en það íslenska? Þetta kostar okkur tslendinga sæg af seðlum og fyndist mér miklu nær að leyfa okkur að fá afnot af „kananum", það kostar okkur ekk- ert. Ég legg hér með til, að fram fari atkvæðagreiðsla í þessum efnum, þ.e. hvort menn kjósa heldur „kan- ann" eða norska sjónvarpið. Þessir hringdu . . Aðeins raunhæfar kjarabætur koma að gagni Athugull hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ríkisútvarpið flutti þá frétt í fréttatíma 19. þ.m., að verka- mannafélagið Dagsbrún hefði ný- lega á félagsfundi sagt upp kaup- samningum félagsins, en ekki var þess getið að fundinn sótti aðeins lítið brot félagsmanna, eða 60 manns. Félagsmenn í Dagsbrún munu hins vegar vera um fimm þúsund. Hér er því um mjög villandi frétt að ræða og varla Ríkisút- varpinu samboðna. Útvarpið hefði frekar átt að nefna nafn Guð- mundar Jaka og telja hann hafa tekið áðurnefnda ákvörðun. Ríkis- útvarpið getur þess jafnan, þegar órói er á vinnumarkaðinum en sjaldan er fréttin hlutlaus, né heldur það hvernig hlutföllin skiptast milli fundarmanna og meðlima hinna ýmsu félaga. Voanandi greiðist betur úr en nú horfir í atvinnumálum lands- manna, undir það taka flestir velviljaðir menn og þá um leið, að ekki megi stefna málum í verð- bólguátt. Við ættum að vera orðin reynslunni ríkari. Fyrir hinn al- menna launþega er ekkert verra en aukin dýrtíð og er það skamm- sýni mikil, að halda að krónu- hækkun jafni þar metin. Allir verða að vera minnugir þess, að ekki má eyða meiru en aflað er og það þýðir lítið að hafa þann hátt- inn á, eins og gert var í tíð fyrr- verandi stjórnar, að lofa öllum gulli og grænum skógum en svíkja síðan allt. Svavar og hans félagar voru kokhraustir í upphafi valda- ferils síns en efndir urðu engar. Verkalýðsfélög eða BSRB verða vonandi minnug þess, að aðeins raunhæfar kjarabætur koma að gagni og geta fært launþegum bættan hag. Hver er sam- viska fólks? 9771—7176 hringdi og hafði eftir- farandi aö segja: Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort fólk, sem verður fyrir því að finna glataða hluti, hafi samvisku í sér til að hirða þá sjálft. Sannleikurinn er sá að ég tapaði dýrindis Seiko-armbandsúri ein- hvers staðar á Laugaveginum nú í sumar. Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir því og hef verið með annan fótinn hjá lögreglunni en það hefur engan árangur borið. Vona ég nú að finnandi úrsins sjái að sér og skili því hið bráðasta til Lðgreglunnar í Reykjavík. S3=> SIGGA WöCr* í AiLVtRAW Lokað vegna sumarleyfa 30. júlí—6. ágúst. Verk- stæöi — skrifstofur. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 Útsala Útsala HINGAÐ 0G EKKI LENGRA Þegar þig vantar vönduð sófasett á hagstæðu verði VISA Utborgun meö greiöslukorti. ¦ ¦ HDSGAGNAHOLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK « 91-81199 OQ 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.