Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 60

Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 Fyrr má hundur bita og bær brenna en KR-ingur deili úr aski sínum — eftir Ólaf Öm Ólafsson Ég vil byrja á því að lýsa yfir furðu minnl og meðaumkun með Ólafi Sigurgeirssyni fyrir lágkúru- leg og ósönn ummæli í minn garð í Mbl. í gær en slíkt hefur þó oft verið háttur KR-inga. Ólafur Sigurgeirsson er for- maður kraftlyftingadeildar LSÍ og ætti því ekki aö skipta sér af mál- efnum ólympískra lyftinga sem hann hefur ekki sýnt áhuga á hingað til og eru honum óviö- komandí. Ummæli Ólafs eru framsett af vanþekkingu og grunnhyggni ásamt æði sem grípur KR-inga stöku sinnum og viröist hann ekki skilja oröiö ólympíuhugsjón, alla vega ekki hvaö varöar drengilega framkomu. Ólafur neyöir mig til aö svara ummælum sínum sem eru ósönn, rangfærö og í þeim tilgangi aö sverta tilstand farar á Ólympíu- leika og hann neyöir mig til aö opna mál sem ég haföi ekki ætlaö mér aö íþyngja stjórn LSÍ með, næg eru innanstjórnarvandamálin fyrir. Haraldur Ólafsson einsetti sér aldrei aö fá mig meö sem farar- stjóra en taldi þaö æskilegast og eölilegast, en í samtali viö Birgi Borgþórsson, gjaldkera LSÍ, bar hann fram þá ósk sína aö fá mig meö, ef þaö yröi ekki samþykkt þá vildi Haraldur fá hann meö, þ.e. Birgi Borgþórsson. Nokkru áöur haföi Baldur Borgþórsson, vara- formaöur LSÍ, komiö aö máli viö Harald er hann var staddur á Ak- „Ef Ólafur Sigur- geirsson heldur því fram aö aldrei hafi veriö ætlunin aö breyta um fararstjórn þá veit hann ekki hvaö fer fram innan stjórnar LSÍ eöa aö stjórnin hafi ætlaö sér aö halda Haraldi í biöstööu þar til ekki var hægt aö skipta um fararstjórn ... “ ureyri og sagöi honum aö hafa ekki áhyggjur af fararstjórn því (jessu yröi breytt. Ef Ólafur Sigurgeirsson heldur því fram aö aldrei hafi veriö ætlun- in aö breyta um fararstjórn þá veit hann ekki hvaö fer fram innan stjórnar LSÍ eöa aö stjórnin hafi ætlaö sér aö halda Haraldi í biö- stööu þar til ekki var hægt aö skipta um fararstjórn, en þaö var 18. júlí. Upplýsingar Ólafs varöandi far- arstjórn mína á EM á Spáni viröast í meira lagi brenglaöar og lýsir vanþekkingu hans á þessu máli, en sannleikurinn er hins vegar sá aö ég lét Guðmund Þórarinsson for- mann LSÍ hafa númer á lyfjapruf- unni umræddu í vitna viöurvist og sanna þaö ef meö þarf. LSÍ telur aö sögn Ólafs mestu máli skipta aö sitja þing alþjóöa- lyftingasambandsins, ég vildi aö LSÍ teldi jafn mikilvægt aö borga félagsgjöld til þeirra sambanda sem þaö er aöili aö. Ég hef ekki áhuga á aö þurfa aö borga félags- gjöld fyrir LSÍ eins og á EM, sem þó haföi veriö fullyrt viö mig aö búiö væri aö borga. Ef stjórn LSÍ telur fundahald skipta meira máli en keppnina sjálfa þá þurfa þeir enga keppend- ur og ættu aö breyta LSi í mál- fundafélag sem veröur reyndin ef haldiö veröur á málum lyftinga- íþróttarinnar í framtíö eins og gert hefur veriö hingaö til. Staöan er sú í dag aö telja má keppnismenn í ólympískum lyftingum á hendi annarrar handar og stjórn LSÍ væri nær aö vinna aö uppbyggingu íþróttarinnar í landinu í staö þess aö sitja veislur á kostnaö annarra og vera meö fagurgala um funda- höld. Um áramótin síöustu lak út úr LSÍ aö lyftingamenn yröu aö taka þátt í alþjóölegu móti erlendis til aö eiga möguleika á aö komast í ólympíuliö islands og f því skyni fórum viö Haraldur til Svíþjóðar. Ekki haföi stjórn LSi áhuga á aö skipa fararstjóra meö Haraldi og því síöur aö styrkja mann til farar- stjórnar. Ég fór sem fararstjóri meö Haraldi og greiddi sjálfur all- an kostnaö viö feröina, dýr fjöl- skylduferð þaö. Þegar Ijóst var aö KR-ingar væru dottnir út úr myndinni hvað varöaöi Ólympíuleikana og keppni á EM missti stjórn LSi allan áhuga á EM og haföi ekki áhuga á aö senda mann til fundahalda hvaö þá aö styrkja einhvern sem farar- stjóra. Meira aö segja höföu KR-ingar í stjórn LSÍ meiri áhuga á aö hindra okkur í aö komast á EM og beyttu í því skyni fjármagni sem viö feng- um seint og illa. Ennfremur fannst þeim ófært aö viö fengjum aö eyöa öllum þessum peningum í Akureyr- inga og tóku því tæpar 20.000 kr. af peningum Ólympíunefndar til aö borga fyrir veislu handa kraftlyft- ingamönnum eftir NM í kraftlyft- ingum, eftir því sem formaöur LSÍ tjáöi mér þegar ég gekk á hann til aö fá þessa peninga fyrir feröina til Spánar. Sem sagt stjórn LSi misnotaði fé þaö sem Ólympíunefnd haföi ætlaö til styrktar ólympíukandídöt- um. Þegar ekki fékkst nægt fé til aö fara á EM tók ég þá ákvöröun aö gera allt sem í mínu valdi stæöi til aö koma Haraldi á Ólympíuleik- ana og lagöi fram 45.000 kr. til aö borga upp í. Til aö gæta sannmæl- is fékk ég til baka mánuöi seinna 27.000 kr. sem var aö mestum hluta viöbótarstyrkur frá ólympíu- nefnd. Nokkuö dýr fjölskylduferö þaö fyrir námsmann viku fyrir próf. Árangur Haraldar á EM var á þá leiö aö hann setti þrjú islandsmet og er þaö í fyrsta sinn sem íslensk- um lyftingamanni tekst þaö. Þenn- an árangur þakka ég fyrst og fremst frábærri samvinnu okkar viö upphitun og keppni, árangur Haraldar varö til þess aö takmark- inu var náö, þ.e. aö vera valinn í íslenska ólympíuliöiö. Staöa Har- aldar í dag er hreint út sagt frábær gagnvart Ólympíuleikunum og álít ég aö hann heföi orðiö þar í allra fremstu röö og því er þaö ábyrgö- arhluti gagnvart íslensku þjóöinni aö láta Harald ekki hafa meö sér mann sem gjörþekkir þann talna- leik, hraöa og sekúnduspursmál sem viögengst viö erfiöa keppnl. Til íhugunar fyrir Ólaf Sigur- geirsson lögfræöing vil ég benda honum á aö hann situr í ólögmætrj stjórn. Samkvæmt 5. gr. laga LSi skal halda ársþing LSf í október ár hvert og boöa skal til fundar skrif- lega meö 2ja mánaöa fyrirvara. Fyrir síöasta ársþing voru kjörbréf og fundarboö send út dagsett 1. des. og þingiö haldiö 11. des. Þar meö hafa lög LSÍ veriö brotin og þingiö ólögmætt enda eins og seg- ir í lögunum: Ársþing er aöeins lögmætt sé löglega til þess boöaö. Því miöur er þaö staðreynd aö KR-ingar í stjórn LSÍ eru þar ein- göngu sér til hagsmuna, ekki lyft- ingunum á íslandi og nægir aö benda á ferö KR-inga á HM í Kaíró en sú ferö var borguö aö fullu, jafnt fyrir fararstjóra sem aöra. Áöur höföu þeir á hinn lúalegasta hátt fengiö tvíburabræöurna frá Akureyri dæmda í ólöglegt keppn- isbann til aö útiloka þá frá þátt- töku á HM og gátu þar af leiöandi fengiö hærri styrki sjálfum sér til handa, enda er sjóöur LSÍ nú kall- aöur feröasjóöur KR og sannast enn hiö fornkveöna: „Fyrr má hundur híta og bær brenna en KR-ingur deili úr aski sínum.“ Ólafur er bróöir Haraldar Ólafssonar, lyftingamanns, og þjálfari hans. Melbourne ‘ReykjavMj Dokor Hofáaborg HNATTSUND íslensku þjóðarinnar 1984 Nú syndum við 26.470 sjómílur í kring um jörðina NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Ein sjómíla er 1852 metrar. Ef þú syndir 200 metra á dag í níu daga ertu búinn að synda tæpa eina sjómílu. Hvað nærðu að synda margar sjómílur fyrir ísland til 30. nóvember? — Markmiðið er að synda tvo hringi í kring um jörðina. • Nú er í ráöi aö synda boðsund í kringum jöröina. 26.470 sjómílur er venjuleg siglingaleíó. 1. júní lögöum við af staó út úr Reykjavíkurhöfn og liggur leiðin til írlands, þaðan til Dakar í Afríku síðan suöur fyrir Góörarvonarhöfóa og til Melbourne í Ástralíu. Þá liggur leióin yfir Kyrrahafiö til Panama og í gegnum Panama-skuröinn yfir Atlantshafiö og venjulega siglingaleiö inn í Reykja- víkurhöfn á ný. Þessi vegalengd er sem áóur segir 26.470 sjómílur, hver sjómíla er 1.852 metrar, þannig aö sá sem syndir 9 sinnum í mánuói eóa aó jafnaói 2-svar til þrisvar í viku nær aó synda eina sjómílu. Nú hafa um 9.000 manns synt 200 metrana í júní aö meðaltali um 9 sinnum svo vió erum komin vel á staö. En hvaö komumst viö langt? Forstööumenn sundstaóa eru hvattir til aö senda inn þátttöku sem allra fyrst og ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Þátttakendur, það er mjög mikilvægt aó skila sundspjöldum hvers mánaöar inn strax um hver mánaóamót og þió sem ekki hafiö byrjað aö synda, hefjió æfingar og veriö meö í bOÖSUndínU Og takiö þátttÖkUSpjÖld á SUndStÖÖUnUm. (Fré Sundsambandlnu.) Morgunblaölð/Simamynd AP. • Diego Maradona, dýrasti knattspyrnumaöur í heimi, mun leika meö Napólí á ftalíu á næsta keppnistímabili sem kunnugt er. Kapp- inn kom til Rómar frá Argentínu í fyrradag og flykktust þá aö honum aödáendur hans ólmir í að fá eiginhandaráritun goösins. Myndin var tekin viö það tækifæri. Propac vann firmakeppni Vals FIRMA- og félagahópakeppni Vals í knattspyrnu er nýlokió. Rúmlega 40 lið tóku þátt í mótinu og þurfti tvær helgar til aö fá fram úrslit. Úrslitakeppni 9 liöa fór fram á grasvelli Vals aö Hlíöarenda í blíöskaparveöri og tókst mjög vel. Sigurvegarar mótsins uröu Prop- ac, liö frá fyrirtækinu Pökkun og flutningar. Meö liöinu léku margir kunnir íþróttamenn, s.s. 1. deild- arleikmenn KR í knattspyrnu, Will- um Þórsson og Sævar Leifsson, körfuknattleiksmaöurinn Leifur Gústafsson, Val, og handknatt- leikskappinn Guömundur Al- bertsson úr KR. i ööru sæti varö liö frá Bifreiöasmiöju Sigurbjörns og Sanitas varö í 3. sæti. Öll þessi liö hlutu verölaunapening, auk þess sem Propac fékk áletraöan silfurplatta, kampavín og veglegan farandbikar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.