Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 1
88 SIÐUR STOFNAÐ 1913 172. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enn möguleikar á viðræðum í Vín? Washin(ton, 28. júlí. AP. BANDARÍSKIR embættismenn kváðust í dag ekki saroþykkir um- mælum sóveáka varautanrfkisráð- herrans, Victors G. Komplektovs, um að geimvopnaviðneður risaveld- anna sem hefjast áttu í Vínarborg í haust séu úr sögunni. Larry Speakes, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að enn væru möguleikar á að viðræðurnar færu fram og Bandaríkjamenn tækju þátt i þeim. Samt hefðu Bandarísk stjórnvöld ekki látið af þeim ásetningi sínum að vekja máls á takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í þessum viðræðum, enda væri það mjög mikilvægt, „ekki aðeins fyrir Bandaríkjamenn heldur og fyrir allan heiminn". Sovétmenn slitu sem kunnugt er viðræðum í Genf um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í nóvember i fyrra eftir að hafist var handa um að koma fyrir meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í Vestur- Evrópu á vegum NATO. Einn helsti fréttaskýrandi sov- ésku fréttastofunnar TASS ásak- aði í dag Bandarikjamenn fyrir að reyna að koma í veg fyrir geim- vopnaviðræðurnar. Sagði hann að þær gætu ekki hafist fyrr en Bandaríkjamenn gengju að kröf- um Sovétmanna um að einskorða þær við geimvopn. Fimmburar í Noregi Osló, 28. júlí AP. FYRSfrU fimmburarnir í Noregi - fjórir drengir og ein telpa - fæ- ddust f Ullevaal-sjúkrahúsinu á föstudag. Fimmburarnir fæddust þremur mánuðum fyrir tímann og voru aðeins um 4 merkur á þyngd hver. Einn þeirra dó snemma f morgun. Líðan hinna var hins vegar talin sæmileg f morgun og þeir ekki í neinni hættu að svo komnu. Fimmburarnir voru teknir með keisaraskurði, sem hafði verið ákveðinn löngu fyrir fram, þar sem gert hafði verið ráð fyrir fjórburum. Móðirin Ir- ene MacQueen Ovesen er 30 ára gömul en faðirinn Jack T. Oves- en er 33. Þau áttu einn son fyrir, sem nú er 4 ára. Haft var eftir Asbjörn Lang- slet, aðstoðaryfirlækni Ulleva- al-sjúkrhússins, að mesta hætt- an væri fyrstu dagana eftir fæðingu. Ef þeir fjórir af fimmburunum, sem lifa, næðu að lifa næstu daga af, hefðu lífslíkur þeirra aukizt verulega. Sprenging í Peshawar IsUmabad, 28. júlí. AP. FJÓRIR slösuðust og 12 særðust þegar sprengja sprakk í bfl fyrir utan höfuð- stöðvar afganskra andspyrnuhópa f bænum Peshawar f Pakistan. Ekki er vitað um hvort sprenging- una megi rekja til innbyrðis deilna hópanna, sem eru um 20 talsins. For- ingi Hezby-hópsins, sem ekki var í höfuðstöðvunum þegar sprengjan sprakk sakaði þó sovésku leyniþjón- ustuna KGB um að hafa staðið á bak við tilræðið, og pakistanskir em- bættismenn útilokuðu ekki þann möguleika. tjóam. Mbl. Jón Karl Snorrmaon. Gott tíðarfar hefur verið f Grímsey það sem af er árinu, gæftir ágætar, en afli í slrkara lagi. Síðustu daga hefur verið þar mikil þoka og er hún sennilega fylgifiskur hafíssins. Smájakar hafa sést umhverfis eyna og nokkuð befur kólnað. 23. Ólympíuleikarnir settir seint í gærkyöldi f Los Angeles: Tíu þúsund þátttakendur í setningarathöfninni ^ Loa Angeles, 28. júlí. Frá Þórarni Ragnarasyni, blaóamanni MorjfunblaAsins. Á MEÐAN brennheit Kaliforníusólin hnígur til viðar í faðm Kyrrahafsins fer setningarathöfn 23. Ólympíuleikanna fram hér í Los Angeles í dag. Athöfnin hefst kl. 16.30 að staðartíma, kl. 23.30 að islenskum tíma, á Los Angeles Memorial leikvanginum, en þar fóru leikarnir fram árið 1932. Eftir fimmtíu og tvö ár eru Ólympíuleikarnir aftur komnir til Los Angeles og borgin verður sú þriðja i röðinni sem heldur Ólympíuleika tvfvegis. Um leið og setningarathöfnin hefst verður öllum kirkjuklukkum f borginni og nágrenni hringt. Setningarathöfn leikanna mun standa yfir f þrjár klukkustundir og tuttugu mínútur og munu tíu þúsund manns taka þátt í henni. 750 manna lúðrasveit mun leika, 1000 manna kór mun syngja Ólympíusálminn og fleiri söngva, Mubarak vill friðarviðræður við hvaða stjórn sem mynduð verður í ísrael Kairó, 28. jálí. AP. HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands skoraði í dag á Bandaríkin og ísrael að hafa frumkvæðið að nýjum friðarviðræðum milli ísraela og Arabaþjóðanna í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. Eftir að úrslit voru kunn í þingkosningunum, sem fram fóru í ísrael sl. mánudag, hafa Egyptar beitt sér mjög fyrir meiri þátttöku Bandaríkja- manna við lausn deilumálanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Ég vonast til þess, að allt kapp verði lagt á að flýta fyrir friðar- samningum á þessu svæði, eftir að ný stjórn hefur verið mynduð i ísrael og kosningunum f Banda- ríkjunum í haust er lokið,“ sagði Mubarak á fundi með frétta- mönnum í Alexandríu f morgun. Mubarak kvaðst vera reiðubú- inn til þess að taka upp viðræður við hvaða ríkisstjórn, sem mynduð yrði í Israel og skipti ekki máli, hvort það væri Likud-bandalagið eða Verkamannaflokkurinn, sem að henni stæði. En hann gerði það ljóst, að Egyptar myndu ekki senda sendiherra sinn til Tel Aviv á ný, nema því aðeins að lsraelar kalli her sinn burt frá Líbanon og geri átak i því að leysa mál Palest- ínumanna og landamæradeiluna við Egypta á Sínaieyðimörkinni. 84 píanóleikarar munu leika, 300 dansarar sýna, og fram fer 1700 manna skrúðganga. í henni verða m.a. konur í þjóðbúningum þeirra landa sem taka þátt f leikunum — þar á meðal 27 íslenskar konur sem búsettar eru í Los Angeles. Þá verður hin hefðbundna innganga íþróttamannanna, 8000 að tölu frá 140 þjóðum. Fyrstir munu fara Grikkir eins og venja er til en síð- astir gestgjafarnir, Bandarfkja- menn. 1000 blöðrum verður sleppt og 2700 dúfum, meðan á athöfn- inni stendur. Það verður forseti Bandaríkj- anna, Ronald Reagan, sem setur Ieikana. Hinn frægi grindahlaup- ari Edwin Moses mun fara með ólympiueiðinn fyrir hönd kepp- enda en á þessari stundu er það ekki vitað hver hleypur sfðasta spölinn með Ólympiueldinn, inn á leikvanginn. Það er hins vegar vit- að að það verður Bandaríkjamað- ur. Áður en íþróttafólkið hefur inngöngu sina verður ólympiufán- inn borinn inn á leikvanginn og fulltrúi frá Moskvu, þar sem leik- arnir voru síðast haldnir, mun af- henda hann forseta alþjóða ólympfunefndarinnar, Spánverj- anum Juan Antonio Samaranch. Hann afhendir fánann sfðan formanni skipulagsnefndar leik- anna, Peter Ueberroth, og að því loknu veður fáninn dreginn að húni. { næstu sextán daga munu augu alheimsins beinast að ólympfu- leikunum, þúsundir æskufólks frá 140 þjóðum er komið saman f friði til að etja kapp saman og ná sínu besta fram. Ekki munu allir upp- skera eins og þeir hafa sáð til — margir eru kallaðir en aðeins fáir útvaldir. Hér í Los Angeles verður keppt um 660 verðlaun í 220 keppnis- greinum, i alls 21 fþróttagrein. Keppt verður á 26 stöðum í Suð- ur-Kaliforníu og reiknað er með því að um 860 þúsund áhorfendur fylgist með keppninni daglega. Þá munu milljónir manna um allan heim sjá keppnina f beinni sjón- varpsútsendingu. 1 dag er spáð 32 stiga hita i Los Angeles og létt- skýjuðu. Fyrir löngu er uppselt á setningarathöfnina. Henni verður sjónvarpað beint um allan heim og gert er ráð fyrir því að 2,5 millj- arðar manna muni fylgjast með athöfninni í sjónvarpi. Slys við Ól-þorpið Los Angcles, 28. júli. AP. BIFREIÐ ók á mannþröng á gangstétt viö götu tæpa tvo kíló- metra frá Ólympíuþorpinu f Los Angeles meó þeim afleiðingum , að þrír biðu bana og 39 aðrir slösuð- ust, þar af 12 alvarlega. Því var haldið fram, að öku- maðurinn hefði valdið slysinu af ásettu ráði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.