Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Lögtaksmál gegn bóndanum á Hýramel: Hæstiréttur dæmdi gjaldtökuna löglega — segir framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs „STRAX eftir setningu laganna um framleiðslugjaldið 1962 kom fram mikil óánægja meðal bænda með það og mörg búnaðarsambönd — þar á meðal það sem ég veitti forystu þá — sameinuðust í málaferlum gegn landbúnaðarráðherra til að fá lögunum hnekkt, enda töldum við þau ekki samrýmast stjórnarskránni. Málið fór á endanum fyrir hæstarétt, sem dæmdi okkur í óhag — niðurstaða hans var sú, að setning laganna stríddi ekki gegn stjórnarskrárákvæðum,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbún- aðarins, í samtali við blaðamann Mbl. um lögtaksmál ráðsins gegn bóndanum á Hýrumel í Hálsasveit, sem sagt var frá í Mbl. á fimmtu- dag. Bóndinn, Aðalsteinn Árnason, neitar að greiða umrætt fram- leiðslugjald vegna þess að hann njóti ekki eðlilegrar fyrirgreiðslu hjá Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, sem gjaldið rennur til, og einnig neitar hann að greiða svo- nefnt búnaðarmálasjóðsgjald, sem rennur til búnaðarsambandanna og heildarsamtaka bænda. Telur Aðalsteinn að með gjaldinu sé ver- ið að skylda sig til þátttöku í „póli- tísku baráttufélagi" og að það sam- rýmist ekki ákvæðum stjórnar- skrárinnar um félagafrelsi. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins inn- heimtir gjöldin skv. lögum. „Mér sýnist augljóst, með hliðsjón af hæstaréttardómnum sem ég gat um, hver niðurstaðan verður í málinu vegna fram- leiðslugjaldsins," sagði Gunnar. „Um hitt er það að segja að full- yrðingar eins og að búnaðarmála- sjóðsgjaldið renni til „pólitísks baráttufélags" eru auðvitað tómir sleggjudómar. Það er hægt að kalla allt pólitísk samtök en hér er einungis um að ræða venjuleg stéttarsamtök. Þau eru kannski pólitísk á sinn hátt en alls ekki flokkspólitísk og hingað til hefur mönnum frekar þótt akkur í því að vera í stéttarsamtökum og njóta þeirra réttinda, sem samtökin semja um.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg. Þessi litli hnokki er í hópi bandarískra skrykkdansara, sem hér eru staddir um þessar mundir og sýna þennan sérstæða dans, sem farið hefur eins og eldur um sinu um heiminn undanfarin ár. Walter heitir hann og í vikunni heimsótti hann ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins. Sýndi hann mikinn áhuga á setningartölvum blaðsins og á myndinni situr hann við eina þeirra og brosir blítt til Ijósmyndarans. Nánar er sagt frá skrykkflokknum á bls. 53. Páll Pétursson alþingismaður um upprekstrarbannið: Hlífí mér ekki við að verja bændur og gróðurlendið EINS og kunnugt er af fréttum voru hross frá fjórum bæjum í Svínavatns- hreppi rekin á Auðkúluheiði í trássi við upprekstrarbannið. Meðal þeirra sem ráku var Páll Pétursson, alþingismaður og þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Var hann spurður álits á upprekstrarbanninu. Morgunblaftið/Berharð. Stórlaxinn í kerinu Eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu I gær veiddi Banda- ríkjamaður 28 punda hæng í Grímsá I Borgarfirði á fimmtudag. Stórlaxinn var settur I ker I Fossatúni og í haust á að kreista hann vegna klaks. Myndin er af laxinum 1 kerinu. „Ég held að þarna hafi tekist slysalega til með fækkun hrossa á afréttarlöndum. Aðgerðir land- búnaðarráðuneytisins og Land- græðslunnar voru framúrskarandi klaufalegar. Þegar samið var um Blöndu- virkjun var talið að beit væri til fyrir 20.000 ærgildi og töidum við okkur ekki mega missa land þá og var skýrslan því notuð gegn okkur. Landgræðslan tók að sér upp- græðslu fyrir Landsvirkjun I stað þess sem fer undir vatn vegna Blönduvirkjunnar. Leita þeir nú allra ráða til að minnka beitarálag á heiðina vegna þessa. í fyrra voru rétt rúmlega tíu þúsund fjár á heiðinni og í skýrslunni frá því í vor var hinsvegar gert ráð fyrir aðeins 10.500 fjár, en nú eru þar 8000—8500, þannig að rúm er fyrir nokkuð af hrossum jafnvel þó við tryðum nýju skýrslunni sem við raunar höfum allan fyrirvara á. Síðan reynir Landgræðslan að minnka beitarálagið svo betur gangi með uppgræðsluna og neytt er allra bragða til að losna við hrossin. Mér finnst að það megi alls ekki rugla þessu saman við venjulegar gróðurverndar aðgerð- ir sem Landgræðslunni ber að sinna. I þessu tilfelli sem hér um ræðir er Landgræðslan að græða land I umboði Landsvirkjunnar og tel ég ástæðulaust að bændur eigi að líða fyrir það þótt Landsvirkjun sé að undirbúa skaðabótagreiðslu til handa þeim. Ég hefði talið eðli- legra að girða uppgræðslusvæðin ef ástæða þætti til að verja þau fyrir hrossum. Éinnig tel ég óeðli- legt að landbúnaðarráðuneytið reyni að ganga á rétt bænda og ég lít svo á að iðnaðarráðuneytið sé rétti aðilinn til að gæta hagsmuna Landsvirkjunnar. Ofbeit og gróð- ureyðing er alvarlegt mál og er það siðleysi að sökkva grónu landi að ástæðulausu eða fyrir skamm- vinnan stundarhagnað. Það er líka slæmt að eyða gróðurþekjum eða misbjóða þeim með ofbeit. Þetta er ekki bara siðlaust því bændur bera af því efnahagslegt tjón ef beitilönd eru ofnýtt. Við viljum ekki stuðla að ofbeit og teljum við að ekki sé um það að ræða í þessu tilfelli. Reiðhestarækt er vandasamasta búgreinin, þar er ekki nóg að fá stóran skrokk því það þarf að vera sál í þjálfuðum skrokk, kjarkur, áræði og athyglisgáfa þarf að vera í reiðhestinum. Þessvegna er nauðsynlegt að trippin eigi þess kost að búa við frelsi og við meg- um ekki rækta þessa eiginleika úr hrossakyninu. Heiðin er nú vafin grasi og ef í ljós kemur seinna 1 sumar að sneiðist um beit og gengið er of nærri landinu er allra hagur að taka búpening fyrr en ella. Það var veruleg ofbeit á Auðkúluheiði ’79, en síðan hefur aldrei orðið mjög snöggt." Þá var Páll spurður hvort hann hafi ekki framið lögbrot með því að reka upp í trássi við bannið. „Ég hef fullkomnar efasemdir um að lögformlega hafi verið að þessum aðgerðum staðið. Lands- virkjun bauðst til að kaupa upp- rekstrarrétt af okkur í Svína- vatnshreppi, en því var hafnað á almennum fundi og tel ég mig því hafa rétt til upprekstrar. Ég hef ekki hlíft mér við átökum til verndar gróðurlendi í Auðkúlu- heiði eða annarsstaðar á landinu. Einhverjir muna sjálfsagt eftir þeim orrustum sem háðar hafa verið þar. Ég hef ekki hlíft mér við að verja réttindi bænda og mun ég halda því áfram. Ég tel að land- búnaðarráðuneytið sé með aðgerð- um sínum að ganga á rétt bænda." í lokin var Páll spurður hvort það skipti engu máli að í ráðherra- stóli landbúnaðarráðuneytisins sæti Jón Helgason, sem væri sjálf- ur bóndi og flokksbróðir Páls? „Það er leiðinlegt að hann skuli láta hafa sig út í þetta." Norræna sundkeppnin: Unnt að synda um allan heim Magnús E. Guðjónsson framkyæmdastjóri: Línur ekki nógu skýrar milli aðal- og sérkjarasamninga „GALLINN við þessa samningagerð er sá, að það eru ekki nógu skýrar línur varðandi það, hvað á að vera í aðalkjarasamningi og hvað í sér- samningi og því hefur orðið vart við þá tilhneigingu sveitarfélaga aö fara með mál í sérsaraninga, sem ættu að vera í aðalkjarasamningi, og það gerðist m.a. í Kópavogssamningun- um,“ — sagði Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, er Morgun- blaðið spurði hann um gerð sérkjara- samninga sveitarfélaga að undan- förnu. í þeim samningum hefur tals- vert borið á að samið hafi verið út fyrir þá ramma sem gert var ráð fyrir í heildarkjarasamningum og hefur það valdið óróa á vinnu- markaði innan raða starfsmanna ríkis og bæja og m.a. haft áhrif á launakröfur BSRB nú. Sérsamningar þeir, sem bæjar- stjórn Kópavogs gerði við starfs- fólk bæjarfélagsins nú nýverið, ollu talsverðum óróa og ennfrem- ur má nefna sjúkrahúsadeiluna á Norðurlandi, en upphaf hennar má rekja til samninga, sem gerðir voru við starfsfólk sjúkrahússins á Húsavík. Að sögn Magnúsar er ekki vitað um aðra sambærilega samninga þótt nokkur frávik hafi orðið við gerð sérsamninga hjá hinum ýmsu sveitarfélögum, en ekkert þó í likingu við þau dæmi sem nefnd eru hér að framan. Magnús sagði, að ósamræmi þetta stafaði fyrst og fremst af tvennu: í fyrsta lagi að valdið til að gera sérsamninga væri I höndum sveit- arstjórna og einstakra starfs- mannafélaga, en þó starfsmanna- félögin hafi að forminu til samn- ingsvaldið, væru þau innan vé- banda BSRB, sem mótar stefnuna og stendur þar á bak við. Kerfið væri því veikt og gæti hæglega farið úr böndunum, eins og dæmið úr Kópavogi sýndi. I öðru lagi væri þessu skipt upp í aðalkjara- samninga og sérkjarasamninga og þróunin hefði verið sú að fleiri og fleiri atriði hefðu verið dregin undir sérkjarasamninga, sem í eðli sínu ættu bara að vera niður- röðun í flokka eftir starfsheitum. NORRÆNA sundkeppnin, sem hófst í byrjun júní og stendur yfir fram í nóvember, hefur gengið vel til þessa. Alls hafa um 3.100 manns synt 200 metrana í júnímánuði og hver þeirra rúmlega 12 sinnum. Þátttakendur fá í hendur kort á sundstöðunum og merkja á það í hvert sinn sem þeir synda 200 metra, en slfkt má gera einu sinni á dag. I hverjum mánuði er rifið af kortinu og þeim hluta skilað til Sundsambands íslands, sem síðan sér um að telja þátttakendur og sundferðir þeirra. Það Norðurland- anna, sem stendur sig best, vinnur keppnina og er þá raiðað við íbúa- tölu landsins. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppninni þurfa ekki að synda hér heima, heldur geta þeir synt hvar sem er, Ld. á suðrænum sólarströndum. Það skiptir því engu máli hvar í heiminum menn eru staddir eða bvort þeir synda í sjó eða sundlaug. íslendingar, sem flykkjast til sólríkari landa geta því tekið með sér sundkortið og fyllt það út á Spáni, í Grikklandi, Italíu eða Egyptalandi, ef þeim býður svo við að horfa. Hrönn Harðardóttir hjá Sund- sambandi íslands veitti þær upp- lýsingar að þeir 3.100 sem syntu í júní hafi synt rúmlega 37.200 sinnum. Eins og áður segir gerir það rúm 12 sund á hvern og einn. En sundkeppnin er ekki einungis keppni milli Norðurlandanna, heldur og milli einstakra staða hérlendis. 1 Reykjavík voru 200 metrarnir syntir um 16.500 sinn- um í júní, í Garðabæ og í Sand- gerði um 1.500 sinnum, Akureyri 2500 sinnum og á Selfossi tæplega 3.000 sinnum. Sundkappar á Bol- ungarvík hafa ekki staðið sig sem skyldi, því þar voru sundin 770. Stöðvarfjörður er hins vegar framarlega, því þar hafa sund- kappar lagt 200 metrana 1.160 sinnum að baki. íslendingar unnu Norrænu sundkeppnina þegar hún var hald- in fyrst og ef allir drífa sig í sund- ið, hvort sem það er í Laugardaln- um eða Lignano, þá á landinn góða möguleika nú. Kærur bíða Hæstaréttardóms í MAÍMÁNUÐI síðastl. birtist hér i Mbl. grein eftir Ólaf Þorsteinsson viðskiptafræðing. Var tilefnið hið títtnefnda „Skaftamál", sem kunn- ugt er úr fréttum fjölmiðlanna frá i vetur er leið. Skömmu eftir að greinin birtist kærði Jón Oddsson hrl. greinarhöfund til Rikissaksókn- ara. Samkv. uppl. frá embættinu liggur þessi kæra óhreyfð hjá emb- ættinu, ásamt fleiri sem lögmaður- inn hefur sent því og leitt hafa af þessu máli. Munu þær verða látnar bíða unz dómur er gengin i Skafta- málinu, sem hefur verið áfrýjað. Myndabrengl Morgunblaðið biður lesendur sina afsökunar á þeim augljósu mistök- um sem urðu á forsíðu blaðsins í gær, þegar myndir víxluðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.