Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 7 Mika með hreindýrið Ossian. Sjónvarp kl. 18.35: Mika í dag kl. 18.35, hefur göngu sína nýr sænskur framhaldsmynda- flokkur fyrir börn og unglinga. Þátturinn, sem nefnist „Mika“, er í tólf þáttum og er byggður á sögu eftir Arne Stivell. „Mika“ er samastrákur sem fær það hlutverk í hendur, að fara með hreindýrið Ossian frá Lapplandi í dýragarð í París. Á leiðinni lendir hann í hinum ýmsu ævintýrum, sem byrja með því að hann týnir flugmiðanum sinum. Hann ákveður því að ferðast „á puttanum" ásamt hreindýr- inu, og fáum við að sjá nánar um afdrif ferðaianganna í þættinum í dag. Mika er leikinn af Per Ola Svonni. Sjónvarp kl. 21.00: Hin bersynduga „Hin bersynduga" (The Scarlet Letter), nefnist nýr bandarfskur framhaldsmyndaflokkur sem hef- ur göngu sína í sjónvarpinu i kvöld. Flokkurinn, sem er byggður á samnefndri skáldsögu eftir Nathaniel Hawthorne, er f fjórum þáttum. Sagan hefst í Boston árið 1642, þar sem mjög siðfágað fólk býr. Söguhetjan er ung kona, Hester Prynne að nafni, sem neitar að gefa upp nafn barnsföður síns. Það veldur að vonum, miklu fjaðrafoki og að lokum er Prynne dæmd til að sæta varð- haldi auk opinberrar smánar. Það verður þó til þess eins að hún verður andlega sterkari og lætur engan bilbug á sér finna. Með aðalhlutverk í mynda- flokknum fara Meg Foster, Kev- in Conway og John Heard. Sjónvarp mánudag kl. 21.00: Eitt sannleikskorn Á mánudag verður á dagskrá sjónvarps sjónvarpsmyndin „Eitt sannleikskorn** (One Word of the Truth), sem byggð er á hátíð- arræðu Alexanders Solzhenitsyn, en hann var eins og kunnugt er, fangi í sovéskum vinnubúðum. Solzhenitsyn hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1970 en gat ekki verið viðstadd- ur verðlaunaafhendinguna og flutt hátíðarræðu sína, sem flutt verður af breska leikaran- um Tom Cortenay i myndinni á mánudag. Auk hennar verða sýndar myndir úr sovéskum vinnubúðum o.fl. Alexander Solzhenitsyn Útvarp kl. 10.25: Út og Þátturinn „Út og suður“ er á dagskrá útvarps í dag f umsjón Friðriks Páls Jónssonar. í þættinum spjallar Friðrik við Davíð Scheving Thorsteins- son, framkvæmdastjóra. Mun hann segja frá hópferð sem hann fór í sl. febrúar, til Austurlanda fjær. Ferðin tók þrjár vikur og kynntu menn sér atvinnumál og stjórnun fyrirtækja í Singapore, Hong Kong og í Japan. Davfð mun reifa þessi mál og lýsa því markverðasta sem fyrir augu bar í ferðinni. suöur Davfð Scheving Thorsteinsson VILTU 0KEYPIS TIL H0LLANDS 31. AGUST Viljirðu fara ókeypis í stórglæsi- lega golfferð til Hollands þá er tækifærið nákvæmlega núna! Og viljirðu sameina ósvikna golfferð og upplagða fjölskylduferð í einum og sama pakkanum þá er tækifærið ekki síðra. Taktu fjölskylduna með til sæluhúsanna í Hollandi 31. ágúst nk. og í eina eöa tvær vikur þræðir hinn góð- kunni kylfingur, Kjartan L. Páls- son, fararstjóri okkar i Kemper- vennen, með þér hvern glæsi- golfvöllinn á fætur öðrum. Fjölskyldan er að sjálfsögðu velkomin á völlinn á hverjum degi en það væsirheldurekkiumhanaí sæluhúsunum með sundlaugina, iþróttavellina, reiðhjólabrautirnar, sólbaðsaðstöðuna og öll hin þægindin (seilingarfjarlægð. ÓKEYPIS FYRIR EINN! Nú söfnum við saman áhuga- sömum kylfingum af öllum gæða- flokkum, förum í golf á hverjum degi og efnum að sjálfsögðu til SL-golfmóts með forgjöf og öllu tilheyrandi. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu: Ókeypis flug og gisting fyrir þann sem ber sigur úr býtum og sá hinn sami fær ferðakostnaðinn endurgreiddan strax við heimkomu! Verð frá kr. 9.670 miöað viö 6-8 manns saman i sumarhúsi (t.d. tvær fjölskyldur sem slá sér saman). Innifaliö er flug Keflavik - Amsterdam - Keflavík, akstur til og fráflugvelli erlendis og gisting i sumarhúsunum í Kempervennen i eina viku. Möguleiki er á aö framlengja dvölina um eina viku. Barnaafsláttur kr. 3.600 fyrir börn 2ja - 11 ára. PÁLSSON Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 8 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.