Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLf 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson 6. sunnudagur eftir þrenning- arhátíð. „Ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti faríseanna og fræðimannanna, komist þér alls ekki inn í himnaríki." Mt. 5:20. Kona nokkur sagði við mig nýlega: „Ein af hugvekjunum þínum, sem ég las var svo há- fleyg að ég skildi ekkert í henni." Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Það hendir mig eins og fleiri ur stéttinni að tala af svo miklu viti að úr því verður tóm vitleysa. En hún átti erindi við mig þessi kona til þess að segja mér fleira. Hún er liðlega sjötug, hefur ekki getað unnið lengi vegna lasleika, en er þó fær um að vera sjálfs sín. Hún leigir íbúð fyrir kr. 6.500 á mánuði, en það sem hún hefur í tekjur er tæp- lega 11 þúsund. Svo að segja hver dagur er henni sífelld áhyggja sökum peningaleysis. Og þegar hún les þessar línur þá veit ég að hún skilur á sjálfri sér hvað guðspjallsorð- in þýða, sem hér er vitnað til: „Ef að réttlæti yðar tekur ekki langt fram ...“ Hún ásakar það samfélag um óréttlæti og níðingsskap, sem gerir henni ekki kleift að vera til án kvíða og vonleysis. Kannski finnur hún til eins og eitt sinn var kveðið: Lífið er leið um fjöll sem lögð er fönnum. Hríðin er aðköst öll frá öðrum mönnum (Sv.Har.) Ég ræddi líka við ung hjón fyrir skömmu. Þau eiga fjög- urra mánaða gamalt barn. Þau greiða í húsaleigu fjögur þús- und krónur á mánuði fyrir dágóða íbúð og er húseigandi sennilega ekki ofsæll af þeirri leigu. En ungu hjónin eiga samt harla erfitt. Húsbóndinn fær í kaup um 12 þúsund á mánuði og hefur engar auka- tekjur. Það væri eins og að slíta hjartað úr brjósti þeirra að láta barnið í fóstur á daginn svo að konan gæti unnið úti. Þau eiga enga nákomna að til þess að létta undir með sér. Þegar fastar greiðslur hafa verið teknar af kaupinu hús- bóndans í hver vikulok þá eru eftir 700 krónur til vikunnar framundan. Ég þarf ekki að orðlengja það að þessi hjón eru sveltandi af og til. Ég þarf ekki að lýsa sársauka þeirra og bit- urleika vegna þeirra lífsskil- yrða sem þeim eru sköpuð í upphafi samleiðar. Nú má segja sem svo að fyrr hafi fólk haft það erfitt og ævinlega séu til leiðir fyrir duglegt fólk að bjarga sér. Þetta er alveg rétt, en það bætir ekki nútíðina þó að svart hafi það verið á árum áður og þó að duglegir geti ávallt sargað að sér búbót þá eru bara ekki allir með þann dugnað í blóðinu og manni er spurning hvort að þeir sem deigari eru hafi ekki líka rétt til að lifa. „Ef að réttlæti yðar tekur ekki langt fram ...“ Eg gæti haldið áfram að telja upp dæmi um fólk, sem telur á sér brotin lög, bæði Guðs og manna, sem telur sig útundan í velferðarríkinu, tel- ur sig annars flokks þegna og veit sig ekki eiga sér uppreisn- ar von. Þetta fólk er úr öllum stjórnmálaflokkum og það deilir sjaldnast á einstaka menn fyrir kjör sín, né heldur álítur það núverandi stjórn- Hvílíkt réttlæti völd vera verri en þau voru áð- ur. Það einfaldlega skilur ekki það skipulag þar sem ekki er unnt að fæða sig og klæða og vera til á meðan þjóðin rífst um það hvort sólarlandaferðir séu of dýrar, eða sagt er frá því að bílainnflutningur hafi aukist um helming á liðnu ár. Það er ójöfnuðurinn, þetta skaðlega óréttlæti, sem virðist haldast við án viðnáms eins og náttúrulögmál, sem er of mörgum í landinu sár. „Ef að réttlæti yðar tekur ekki langt fram...“ Jesús var að flytja fjallræð- una. Fólkið þyrpist að til þess að hlusta á hann. En hann seg- ir margt, sem kemur á óvart. Hann ræðst að faríseum og fræðimönnum og segir fólkinu sem situr austur þar á bölum í blíðunni að það verði að gera betur í réttlætis málum en fyrrnefndir hópar. Hvernig átti slíkt að gerast? Farísear og fræðimenn stóðu fremstir í þjóðfélaginu hvað reglusemi og réttlæti varðaði. Hjá þeim var allt í föstum skorðum, þeir máttu í rauninni ekki vamm sitt vita, þeir fylgdu lögmálum samfélagsins út í ystu æsar. Jesús nefndi ekki misindis- mennina, þá sem voru við þjóðvegina og rændu, eða aðra þá sem allir vissu að voru vafasamir pappírar. Nei, hann tók þá til bæna, sem höfðu skipulagið í hendi sér. Og hvað var það sem hann sagði, sem getur komið okkur við, sem getur komið því fólki við, sem á í erfiðleikum og hvað segir hann þeim sem fjalla um mál- efni samfélags okkar af mest- um dug og vilja eins og fyrir- mennirnir til forna. Það sem hann var að segja var þetta: Réttlætið er ekki fólgið einasta í reglum þó að góðar geti verið. Réttlæti er afsprengi kærleika. Þið eruð sem kalkaðar grafir þó að þið uppfyllið allar mannasetningar og reglur ef að þið getið jafnframt horft upp á að einhver líði nauð eða sé settur hjá. Það er ekki nóg að skjóta sér á bak við lagas- etningar og klásúlur þegar dæmt verður um jöfnuð að- búnaðar og heilla hjá almenn- ingi, því það verður líka spurt hvort að hjarta þitt hafi brunnið af vanlíðan ef að þú vissir um einhvern nálægt þér sem átti erfitt uppdráttar og var markaður vonleysinu á meðan þú hafðir nægjanlegt til alls eins og reglur samfé- lagsins sögðu til um. Það er erfitt að stjórna og það kann að líta út eins og draumsýn að ætlast til þess að hver og einn í samfélaginu uni glaður við sinn hlut. En svo lengi sem við eigum að teljast kristin þjóð, þá hlýtur sú brýn- ing ætíð að hljóma, sem hvetur okkur til þess að sinna einstök- um og öllum sem einni fjöl- skyldu í þessu landi. Það rétt- læti í skiptum okkar hvert við annað, sem tekur fram því sem farísear og fræðimenn sýndu, það er komið til okkar sem gjöf frá Guði í Honum sem Fjall- ræðuna flutti. Fyrir Hann vit- um við, að ekki er nóg að full- nægja einhverjum kröfum sem skipta litlu máli, í stað þess að sinna því sem nákomnara er og snertir náunga okkar. Náð- argjöfin sem Guð hefur helgað með fyrir sitt réttlætisverk er að við megum minnast þess fyrst alls, sem miður fer í af- stöðu okkar til meðbróður eða systur, minnast þess að við er- um þátttakendur í þeirri draumsýn guðs að við eigum það hjartalag hvert fyrir ann- að, sem þarf ekki einu sinni á reglum að halda til að una í því sem gott er og rétt. Hvernig tiltekst er undir því komið hversu tengsli okkar eru náin og hversu þau eru rækt við þann Guð, sem hefur rétt okkur hjálp til að breyta að hans vilja og hvort við tökum á því mark fyrst og fremst í líf- inu að réttlæti okkar tekur þá fyrst fram réttlæti sýndar- mennskunnar þegar við vitum það satt vera, sem séra Hall- grímur mælti að „almáttug Drottins augsýn skær allt þitt hjarta rannsakað fær“. ^IDSTÖÐ VERÐBREFA- VIÐSKIPTANNA SÍItS köU- rtieð rkoði 7'***£&»* þírtu? Samanburöur á ávöxtun Júlí 1984 Ávðxtun é én Tcgund Bindi- Árt- 15% 20.0% 25% fjádntingar tími ávöxtun vtröbölg* v«röbóiga vDrðbólga Verðtr. veðskuldabr 1—10 ár 11-12,00% verötr. 28,8% 34,4% 40,0% Bdri spariskirt. 2m-4ár 5,80% + verötr. 21,7% 27,0% 32,3% Happdr skuldabr 5 m-3 ár 8,00% + verötr. 24,2% 29,6% 35,0% Ný spariskírt. 3 ár 5,08% + verötr. 20,8% 26,1% 31,4% Genr-fstr. sparisk. 5 ár 9,00% + gengist ? ? ? Rikisvixlar 3m 25,57% 25,6% 25,6% 25,6% Banka + sparisj.skirt. 6m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1% lönaöarb + bónus 6m 21,60% 21,6% 21,6% 21,6% Sparisj.reikn. 3 m 17,70% 17,7% 17,7% 17,7% Alm. sparisj.bók 0 15,00% 15,0% 15,0% 15,0% SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 30. júlí 1984 Spariskírteini 09 happdrættislán ríkissjóðs Veðskuldabréf — verðtryggð Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun-1 Dagafjöldi arkrafa | til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. i Seölab. 5.02.84 1971-1 16.042,04 5,80% 1 ár 45 d. 1972-1 14.539,71 5.80% 1 ár 175 d. 1972-2 11.701,50 5,80% 2 ár 45 d. 1973-1 8.793,47 5.80% 3 ár 45 d. 1973-2 8.516,35 5,80% 3 ár 175 d. 1974-1 5.495,84 5,80% 4 ár 45 d. 1975-1 4.318,95 5,80% 160 d. 1975-2 3.224,34 5,80% 175 d. 1976-1 2.974,94 5,80% 220 d. 1976-2 2.413,68 5,80% 175 d. 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seölab 25.03.84 1977-2 1.837,54 5,80% 40 d. 1978-1 1.438.89 Innlv. í Seölab. 25.03.84 1978-2 1.173,92 5,80% 40 d. 1979-1 988.70 5,80% 205 d. 1979-2 762,61 5,80% 45 d. 1980-1 656,41 5,80% 255 d. 1980-2 504,04 5,80% 1 ár 85 d. 1981-1 430,88 5,80% 1 ár 175 d. 1981-2 317.09 5,80% 2 ár 75 d. 1982-1 302,14 5,80% 211 d. 1982-2' 223,25 5,80% 1 ár 61 d. 1983-1 171,77 5,80% 1 ár 211 d. 1933-2 111,45 5,80% 1 ár 121 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. í Seölab. 984 1974-E 3.876,93 8,00% 121 d. 1974-F 3.876,93 8,00% 121 d. 1975-G 2.478,69 8,00% 1 ár 121 d. 1976-H 2.284,28 8,00% 1 ár 240 d. 1976-1 1.738,56 8,00% 2 ár 120 d. 1977-J 1.551,80 8,00% 2 ár 241 d. 1981-1. »l. 332,38 8,00% 1 ár 271 d. Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umfram verötr. 1 ár 95.46 4% 10.75% 2 ár 92.56 4% 10.87% 3 ár 91,27 5% 11,00% 4 ár 88.94 5% 11,12% 5 ár 86.67 5% 11,25% 6 ár 84.49 5% 11,37% 7 ár 82.36 5% 11,50% 8 ár 80,32 5% 11,62% 9 ár 78.34 5% 11,75% 10 ár 76.45 5% 11,87% 11 ár 74.61 5% 12,00% 12 ár 72,87 5% 12,12% 13 ár 71.17 5% 12,25% 14 ár 69.57 5% 12,37% 15 ár 68.03 5% 12,49% Veðskuldabréf óverðtryg gö Sölug.m/v 1 afb á an 18% 20% (Hlv) 21% Þak 20% 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 84 72 62 54 48 85 74 64 56 51 86 75 65 57 52 82 69 58 49 43 Sölug.m/v 2 afb á ári 18% 20% \m 21% Þak 20% 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 88 78 68 60 54 90 80 70 62 56 90 80 71 63 58 87 75 64 56 49 Daglegur gengisútreikningur fltatgmflrlfifcfto Gódan daginn! Veróbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.