Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 25 Að vinna að því með áhugasömu að gera góða borg Rætt við Þorvald S. Þorvaldsson arkitekt nýjan forstöðumann Borgarskipulags „Það lóðaframboð sem verður tilbúið til úthlutunar í sumar, er langt komið í úthlutun og það þarf að fara að huga að því að gera næstu áfanga á Grafarvogssvæð- inu tibúna til úthlutunar. Lóðir á því svæði duga næstu 3—5 ár og þegar það verður fullbyggt verður þar milli 7 og 8 þúsund manna byggð,“ sagði Þorvaldur S. Þorvalds- son, arkitekt og forstöðumaður Borgarskipulags, er blaðamaður hitti hann að máli fyrir skömmu og ræddi við hann vítt og breitt um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Tískusveiflur í skipulagsmálum. „Úthlutun á Selássvæðinu hef- ur gengið hægar, en þar hefur Byggung til að mynda fengið stórum reitum úthlutað, þar sem ætlunin er að fjölbýlishús rísi og hefur þegar verið hafist handa um að reisa þau. Um 15% þess húsnæðis, sem er í úthlutun á þessum tveimur svæðum, verður í fjölbýlishúsum, og er þar hlutur verkamannabústaða nokkuð stór en afgangurinn eru raðhús og einbýlishús. Er hlutur fjölbýlis- húsa f þessum hverfum miklu minni en í þeim hverfum sem byggð hafa verið á undanförnum árum, enda var orðinn skortur á lóðum undir einbýlishús og rað- hús. Það eru sveiflur í skipulags- hugmyndum, sem næstum því má kalla tískusveiflur og bera íbúðahverfi hér í borginni þess ljósan vott. Það er tiltölulega auð' elt að lesa í ólíkum hverfum borgarinnar ólíkar hugmyndir um á hvað skuli lögð áhersla í skipulagsmálum. Til skamms tíma var til siðs að reisa fjölbýl- ishús og háhýsi, eins og Breið- holtið er gleggsta dæmið um, en mjög hefur dregið úr þessari til- hneigingu upp á síðkastið, hlut- fall fjölbýlishúsa er minna og ríkari áhersla lögð á einbýlis- og raðhús," sagði Þorvaldur. Nýtt aðalskipulag. -Hver verða helstu verkefni borgaskipulags næstu árin. „Aðalverksviðið á næstu árum verður að endurskoða aðalskipu- lag borgarinnar og undirbúa nýtt aðalskipulag. Það felur í sér með- al annars að ákveða verður land- nýtingarmöguleika í borgarland- inu og koma skikk á umferðina í borginni. Eitt meginverkefnið hvað það snertir er að taka ákvarðanir um meginumferðar- æðar inn og út úr borginni, en þær umferðaræðar sem fyrir eru, eru fullnýttar. Málið þolir því ekki mikla bið, ef ekki eiga að skapast þeim mun stærri um- ferðarvandamál og þau kalla á samræmda lausn og að hægri höndin viti hvað sú vinstri geri, því þar helst hvað í hendur við annað. Kemur Fossvogsbraut? Stóra spurningin stendur um það hvort Fossvogsbrautin kem- ur eða ekki og það er brýnt að ákvörðun um hana verði tekin strax, svo hægt sé að hefja undir- búning að þvi að bregðast við f samræmi við það hver niðurstað- an verður. Miklabrautin er þegar fullnýtt og ef ekki verður brugð- ist við og umferðin leidd á nýjar brautir, myndast einfaldlega stifla með fyrirsjáanlega aukinni umferð. Strax á næsta ári er fyrirhug- uð brú yfir Kringlumýrarbraut í framhaldi af gömlu Reykjanes- brautinni, sem tengir hana við Bústaðaveginn. Það er strax til bóta, en verður aldrei nema bráðabirgðalausn, til að leysa meginvandann. Sætúnið er stærsta umferðar- æðin sem getur hjálpað til, ef það verður ofaná að Fossvogsbraut komi ekki. Hún gefur möguleika til þess að taka við hluta þeirrar umferðar sem annars hefði farið um Fossvogsbrautina. Enda- punktur hennar er fyrirhugaður f miðbænum og þar er eitt vanda- mál sem kallar á lausn, að koma umferðinni að miðbænum og leysa bílastæðaþörfina. Umferðin í miðbænum Hin mikla umferð niður í miðbæ skapar ákveðin vandamál, bæði hvað snertir umferðaræðar og bílastæði, þvi það er erfitt að koma svo miklum fjölda bfla fyrir á jafn litlu og þéttbýlu svæði. Það er vilji okkar að lífga upp á gamla miðbæinn, en til þess að svo megi verða, þarf að leysa umferðarvandamálin og koma fólki til hans og frá honum. Það er forsenda þess að hægt sé að byggja hann upp. Verður höfnin lögð niður sem stórf lutningahöfn ? Höfnin og framtíð hennar spil- ar í þessu sambandi stærsta hlutverkið. Við erum nú að at- huga umferðina í kringum hana og þá kosti sem við höfum á því að leysa þau umferðarvandamál sem þar eru á ferðinni. Þar er fyrst og fremst um það að ræða hve hratt Kleppsvíkin verður byggð upp sem framtíðarhöfn borgarinnar og hvenær Hafskip geta fengið þar aðstöðu og flust þangað inneftir, þvi þarna er um samspil umferðarskipulags og hafnarmannvirkja að ræða. Þá myndi skapast þar rými fyrir aukna umferð auk bílastæða. Annar möguleiki sem til greina hefur komið til lausnar á um- ferðarvanda miðbæjarins er Geirsbrúin svonefnda, en þar er um alldýrt mannvirki að ræða. Þá myndi koma brú frá Tryggva- götunni og upp á núverandi bíla- stæði Tollstöðvarhússins og það- an áfram og niður hjá Hafnar- búðum. í samhengi við þessa hugmynd er einnig gert ráð fyrir byggingu bílageymsluhúss. Hafnir hafa færst út úr miðbænum En það er hugsanlegt að leysa þetta á jörðu niðri, ef Hafskip fær aðstöðu inn í Kleppsvík, en það byggist á þvl að ákvörðun sé tekin um hraðari uppbyggingu hafnarinnar þar. Sá kostur er sennilega miklu ódýrari og það er ljóst að höfnin í Kleppsvíkinni þarf og hlýtur að koma hvort eð er fyrr eða síðar. Það ástand sem er í dag er óhagstætt hvað um- ferð snertir. Það er mjög óheppi- legt að hafa höfn svo nálægt mið- bæ, eins og gamli miðbærinn er byggður upp. Höfn gerir kröfu um mikla flutninga, og því mikið álag á umferðaræðar. Því hefur þróunin verið sú í borgum um víða veröld að hafnir hafa færst út úr miðbæjum og mesta um- ferðin, sem er nóg fyrir þó flutn- ingar vegna hafna bætist ekki við,“ sagði Þorvaldur. Skúlagötureiturinn skipulagður sem ein heild — Hvernig tengist nýtt skipu- lag Skúlagötunnar þessu sem og deilurnar varðandi það að Hafn- arhúsinu sé breytt og þar inn- réttaðar íbúðir? „Það hefur verið ákveðið að vinna nýtt deiliskipulag að reitn- um milli Snorrabrautar og Skot- húsvegar annars vegar og Hverf- isgötu og Skúlagötu hins vegar, þannig að þetta andlit borgar- innar verði skipulagt sem ein heild en ekki teknir út einstaka hlutar og þeir skipulagðir án til- lits til heildarinnar. Að þessu er unnið af fullum krafti undir yfir- stjórn Borgarskipulags, en það er hópur sjálfstætt starfandi arki- tekta sem vinna að þvf að endur- skipuleggja allt þetta svæði. Skúlagatan íbúðargata Það hefur komið fram mikill áhugi hjá stærstu lóðareigendum á svæðinu að hefja framkvæmdir sem fyrst, en ég tel það mjög heillavænlegt að það sé gert skipulag að öllu svæðinu áður en ráðist er I nokkrar einstakar byggingar. Borgin hefur sam- þykkt landnýtingarbreytingu allt að 2,0 fyrir sitt leyti, en það þýðir að byggja má allt að tvöfaldri fermetratölu sumra reitanna. Vegna þess að um breytingu á aðalskipulagi er að ræða urðu skipulagsstjórn ríkisins og fé- lagsmálaráðherra að samþykkja þessa breytingu. Hamarshúsið inn á íbúðarreit Samkvæmt þessum hugmynd- um verður Skúlagatan íbúðar- gata, en Sætúnið kemur fyrir neðan, sem stórumferðaræð og áfram sjávarmegin við Tollstöð- ina, verði sú hugmynd ofan á að færa höfnina inn í Kleppsvík. Mikið rými myndi við það skap- ast fyrir bílastæði á hafnarsvæð- inu og áfram yrði ágætis hafnar- aðstaða fyrir minni skipaflutn- inga, ferjuflutninga og annað slíkt. Stórflutningarnir, sem kalla á þyngstu umferðina, myndu hins vegar flytjast burt. Hvað Hamarshúsið snertir þá breytir engu hvort verður ofan á brúin eða bakkinn, Hafnarhúsið verður landmegin við þessa meg- inumferðaræð. Húsið er inn á reit sem er íbúðarreitur og þess vegna eðlilegt að þarna séu íbúð- ir,“ sagði Þorvaldur. Knýjandi nauðsyn að ákvarðanir séu teknar „Skipulagsnefnd samþykkti 1982 að hafa tilbúið nýtt aðal- skipulag árið 1986 á 200 ára af- mæli borgarinnar og að því er auðvitað stefnt að þessi sam- þykkt geti orðið að veruleika. Hins vegar hefur aðalskipulagið setið mjög á hakanum á undan- förnum árum og það þarf stórt átak ef það á að takast. Ákvörð- un um Fossvogsbraut og framtfð- arlegu flugvallarins eru þættir sem hljóta að móta aðalskipu- lagið mjög og ákvarða hvaða land borgin hefur úr að spila. Því er það knýjandi nauðsyn að ákvarðanir séu teknar hvað þetta varðar, svo hægt sé að taka mið af þvi og vinna í samræmi við það. Ég lít á þetta sem mjög spenn- andi og beillandi verkefni að reyna að koma heildarskipulagi á land borgarinnar í nánu sam- starfi við borgarverkfræðing og Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. Samvinna við nágrannasveitar- félögin mikilvæg Ég vil leggja áherslu á það að öll samvinna og tengsl við ná- grannasveitarfélögin er afskap- lega þýðingarmikil. Allir þessir aðilar verða að meira og minna leyti að vinna saman að upp- byggingu umferðarkerfis á svæð- inu, því sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Álfta- nes og Mosfellssveit eru smám saman að renna saman í eina heild og minna meira og meira á samfellda stórborg. Skipulag borga hlýtur eðli sínu samkvæmt stöðugt að vera í end- urskoðun og þróun. Aldurssam- setning íbúa í hverfum breytist í samræmi við aldur hverfana. Börnin eldast og fljúga úr hreiðr- inu og það verður stöðugt til- flutningur og þynning í hverfun- um, en einnig nokkur endurnýjun með aðflutningi nýs fólks. Állt þetta verða skipulagshöfundar að hafa í huga og breyta í sam- ræmi við það. Það er margt að gerast í skipu- lagsmálum og uppbyggingu höf- uðborgar okkar nú og því brýnt að góð samstaða og samstarf sé um þau mál. Við viljum bæta, fegra og endurlífga gamla miðbæinn, gera „Kringlubæ", nýja miðbæinn í Kringlumýri, að lifandi kjarna og leggja áherslu á að í íbúðahverfum sé skapað gott og fjölbreytilegt íbúðahverfi. Áætlun er þegar í gangi um að rækta upp Hólmsheiðina, planta í hana skógarbeltum á næstu ár- um og þannig hjúpa borgina skjólgróðri í framhaldið Heið- merkur. Það er skemmtilegt að fá að vinna með áhugasömu fólki um að gera góða borg betri,“ sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarskipulags að lokum. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur. Horgunblaðið/Július.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.