Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Keyptí mér finnska fánann og veifaði honum Rætt við Helga Schiöth sem fylgdist með Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 * Arið 1932, fyrir rétt rúmlega 50 árum, voru ólympíuleikarnir haldnir í Los Angeles dagana 30. júlí til 14. ágúst. Þá tók enginn íslendingur þátt í ólympíuleikunum en við höfðum hins vegar spurnir af íslendingi er var viðstaddur þessa Ólympíuleika — Helga Schiöth, knattspyrnumanni frá Akureyri, sem búsettur var í Bandaríkjunum á þeim tíma. Blm. Mbl. gerði sér ferð norður á dögunum til að spjalla við hann og fengum við Helga til að rifja ýmislegt upp í sambandi við þessa ólympíuleika fyrir hálfri öld. 105 þúsund manns viö setninguna Ég hafði mikinn áhuga á öllum íþróttum og þú getur ímyndað þér hvort maður var ekki spenntur að fylgjast með þessu úr því maður var svo heppinn að ólympíuleik- arnir komu þarna til manns, sagði Helgi. Ég mætti á hverjum ein- asta degi — enda var það fyrir- hafnarlítið fyrir mig. Móðurbróðir minn, sem var danskur og bjó í einni útborga Los Angeles, leyfði mér að búa hjá sér, en þaðan var stutt að aka. Þannig hafði ég frítt uppihald og stutt að fara fyrir mig að sjá leikana. Það kostaði heldur ekki mikið inn — 2—3 dollara á hvern sýningardag. Ég var að lesa í Mogganum að þaö kosti 200—300 dollara að fylgjast með ólympíu- leikunum núna. Það hefur þá hækkað mikið síðan i gamla daga. Þarna var afskaplegur mann- fjöldi saman kominn eins og þú sérð hér á myndinni — það voru 105 þúsund manns á Rose Bowl—leikvanginum við setning- una fyrsta daginn og hvert sæti skipað. Það voru mikilfenglegar serimóníur viðhafðar við setningu leikanna — m.a. var sleppt fleiri þúsund dúfum sem fluttar höfðu verið í kössum inn á leikvanginn. Ríkisstjóri Kaliforníuríkis, Garn- er að nafni, hélt langa og mektuga ræðu en ég man ekkert hvað hann talaði um. Þá lék lúðrahljómsveit sem skipuð var 1500 manns, hvorki meira né minna. Þessi lúðrahljómsveit lék alltaf þjóð- söng þess lands sem sigraði í ein- stökum greinum, þannig að þeir hafa orðið að vera vel að sér í þjóðsöngvum sem hana skipuðu. Á þessum leikvangi var keppt í Helgi Schiöth frjálsum íþróttum, en svo var keppt í einstökum íþróttagreinum s.s. hnefaleikum, glímu, sundi o.fl. á öðrum stöðum. Eg fylgdist fyrst og fremst með frjálsum íþróttum sem voru mitt aðaláhugamál fyrir utan knattspyrnuna. Þá fylgdist ég með nokkrum sundkeppnum — en sá hins vegar ekkert af hnefa- leikakeppnum eða þessum hrotta- fengnu glímum sem svo mikið er til af. Hitti aldrei íslending Veðrið er alltaf jafn yndislegt og stillt þarna, það bregst varla að það sé logn og sólskin á hverjum degi. Það er bjart þarna fram til kl. 6 á kvöldin en svo dimmir á tuttugu mínútum. Þá var leik- vangurinn lýstur upp með rafljós- um og var þannig hægt að keppa frá morgni og langt fram á kvöld. Það var lítið um keppni fyrsta daginn — aðeins keppt í kúluvarpi minnir mig — og var það írskur maður sem þar sigraði. Það var mjög spennandi að fylgjast með Finnunum — þeir stóðu sig mjög vel í frjálsum íþróttum á þessum Olympíuleik- um. Ég varð að halda með Skand- inövum úr því að íslendingar Frá setningu Ólympíuleikanna í Los Angeles 1932. kepptu ekki. Því keypti ég mér finnska fánann og veifaði honum eins og aðrir veifuðu fánum sinna þjóða. — Voru það fleiri íslendingar sem sáu þessa ólympíuleika? Ég veit ekki til þess að nokkur annar íslendingur hafi fylgst með þessum ólympíuleikum — en þetta var mikið mannhaf og ekki ólíklegt að einhverjir íslendingar hafi verið þarna. Sjálfur hitti ég aldrei neina íslendinga í Kali- forníu meðan ég var þar. Það kom t.d. aldrei fyrir að íslendingar kæmu að tala við mig eftir leiki, sem ég var þó alltaf að vonast eft- ir. Þó var því mikið hampað að ég væri íslendingur þegar eitthvað var skrifað um liðið sem ég lék með í blöðin er alloft kom fyrir. En því miður hitti ég aldrei ís- lending í Kaliforníu. Að vísu hitti ég einn Vestur-íslending — hann var fæddur í Kanada en talaði ágæta íslenzku. Það var í eina skiptið sem ég fékk tækifæri til að tala íslenzku við einhvern ókunn- ugan þarna úti. — Manstu eftir einhverju sér- stöku atviki öðru fremur sem gerðist á ólympiuleikum 1932? Það sem gerði hvað mesta lukku á þessum ólympíuleikum hefur sennilega verið kínversk stúlka sem tók þátt í grindahlaupi. Henni gekk ekki vel — var óheppin þegar í upphafi hlaupsins, skellti grind- unum og hálfdatt. Flestir hefðu eflaust gefist upp en hún hélt áfram af fullum krafti. Þetta vakti feikna athygli og hún náði mikilli samúð meðal áhorfenda. „Spíkerinn" sagði í hátalarakerfið, að þarna hefði birst hinn rétti keppnisandi ólympíuleika, að leggja áherzlu á heiðarlega keppni fremur en sigur. Það var geysilegt klapp sem hún fékk, og lá við að hún skyggði alveg á sigurvegar- ann. Hæpinn sigur í 5000 m hlaupi Þarna urðu nokkrar deilur varð- andi 5000 metra hlaupið. Þar var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.