Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 27 mættur til leiks hinn frægi hlaupagikkur Lehtinen frá Finn- landi. Hann bar af öllum á hlaupabrautinni, nema einum, og var það nær óþekktur bandarískur hlaupari, og hlupu þeir samsíða allan tímann, langt á undan hin- um. Ég sá ekki greinilega til þeirra síðasta sprettinn en svo virtist sem Finninn færi ekki al- veg eftir reglunum og héldi Bandaríkjamanninum fyrir aftan sig. Það var farið að púa á hann, allur þessi mikli skari þarna á leikvanginum, og varð mikill há- vaði af. Þá sagði „spíkerinn“ í há- talarunum að Finnar, sem væru gestir okkar, ættu þarna í hlut og væri óviðeigandi að sýna þeim lít- ilsvirðingu. Nær samstundis hættu öll læti. Þeir komu hníf- jafnt í mark, en Lehtinen var dæmdur sigurinn. Finnar þóttu standa sig vel á þessum ólympíuleikum, áttu t.d. 3 beztu í spjótkasti og unnu tvö af hlaupunum. { sambandi við spjót- kastið man ég eftir skemmtilegri sögu. Einhvern tíma áður en leik- arnir hófust voru bandarískir íþróttamenn að æfa sig í spjót- kasti þegar finnskir íþróttamenn áttu leið hjá. Þá leggur einn Finn- inn frá sér töskuna, fær spjótið og kastar því miklu lengra en nokkur Bandaríkjamannanna hafði gert. Nú, þeir fóru að forvitnast um manninn og spyrja hann út úr en Finninn sagði þá bara að hann „keppti ekki í spjótkasti" — hann keppti í einhverri annarri grein sem ég man ekki hver var. Þetta þótti nokkuð dæmigert fyrir yfir- burði Finna í spjótkastinu þarna. Einkennilegt þótti mér það, að þegar kvikmyndastjörnur frá Hollywood komu á leikvanginn, var það viss passi að fólk þyrptist að þeim með miklu írafári og reyndi að komast sem næst þeim og snerta þær. Ég var alveg hissa á þessu og gat ómögulega skilið hvers vegna fólkið lét svona. Enginn pólitískur ágreiningur Annars var þarna vel fyrir öllu séð og undirbúningur góður af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrir utan Los Angeles hafði verið byggt þorp fyrir íþróttamennina sem var alveg sér og lokað al- menningi. Ég komst þangað inn fyrir kunningsskap og svipaðist þar um. Þar var vel frá öllu gengið og höfðu verið reist lítil hús handa íþróttamönnunum og svo voru þar æfingavellir fyrir hinar ýmsu greinar. — Voru einhverjar þjóðir sem reyndu að nota sér ólympíuleik- ana í pólitískum tilgangi á þessum tíma? Nei, það var held ég engin póli- tík í sambandi við þessa Ólympíu- leika og ég minnist þess ekki að nokkur þjóð hafi neitað að taka þátt í þeim af pólitískum ástæð- um. Það var alveg ógleymanlegt að fylgjast með þessum ölympíuleik- um 1932. Mig langaði mikið að sjá Ólympíuleikana núna og ætlaði mér reyndar að fara en það gat ekki orðið. Bróðir minn sem bjó þarna vestra dó fyrir skömmu og þegar það gerðist hætti ég alveg við að fara. Annars hefur margt breytzt þarna síðan ég var ungur — Los Angeles hefur stækkað svo gífur- lega síðan og þarna er orðin svo mikil mannmergð. Ég var þarna fyrir tveim árum og ég segi það alveg eins og er að þarna vildi ég ekki eiga heima núna. — Þú varst búsettur í nokkur ár í Bandaríkjunum er það ekki? Jú, ég fór fyrst til Bandaríkj- anna þegar ég var 17 ára með bróður mínum en var rúmlega tvítugur þegar ég kom heim aftur. Ég bjó þar í litlu þorpi, Solvang, í Santa Barbara-héraði. íbúarnir í Solvang voru næstum allir dansk- ir innflytjendur og þar á meðal var nokkuð af skyldfólki mínu í móðurættina. Ég vann almenna verkamannavinnu og byrjaði að keppa þarna í knattspyrnu fljót- lega eftir að ég kom. Ég keppti fyrst í kanttspyrnu með Solvang- knattspyrnuliðinu sem var áhuga- mannalið í 3. deild. Við spiluðum einu sinni á móti Santa Barbara- liðinu og eftir þann leik vildu þeir fá mig í liðið, og spilaði ég einnig með Santa Barbara eftir það. Santa Barbara-liðið var í fyrstu deild og að mestu skipað skozkum innflytjendum því bandaríkamenn voru lítið farnir að stunda knattspyrnu á þessum árum. Jú, þetta var nokkuð strembið því þá var unnið sex daga vikunn- ar, og sunnudagarnir fóru alltaf í keppnir hjá mér. Gat ómögulega hugsað mér að skipta um þjóðerni Ég hafði mjög gaman af knattspyrnu og stóð mig nokkuð sæmilega — tókst oft vel þó ég segi sjálfur frá. Þetta útheimti mikil ferðalög og fórum við allt til San Diego að keppa, en sú borg er við landamæri Mexíkó og var það um 800 mílna leið frá Santa Bar- bara. — Og þú hélst áfram í knatt- spyrnunni eftir að þú komst til ís- lands aftur. Já, ég keppti lengi með Knatt- spyrnufélagi Akureyrar, í ein 20 ár — og sjálfsagt allt of lengi. Fyrstu árin voru nú ekki mörg knattspyrnufélög að keppa við — ég man að á stríðsárunum keppt- um við við setuliðið en svo fór knattspyrnuliðum að fjölga hér á landi. — Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir að þú komst heim? Ég starfaði sem lögregluþjónn hér á Akureyri til að byrja með. Það þótti mér heldur tilþrifalítið starf og lítið að gera. Það var helst ef maður lenti í illindum við menn sem var heldur óskemmtilegt. Samt er margt gott við lögreglu- starfið — mér féll t.d ágætlega við lögreglustörfin í sambandi við umferðina. Síðan gerðist ég bóndi, keypti jörðina Hólshús í Éyjafirði og bjó þar í ein 30 ár. Nú er sonur minn tekinn við búinu — þetta er kúabú eingöngu, með 50 mjólkandi kýr og ætli hann hafi ekki eitthvað um 100 nautgripi alls. Þegar ég lét af búskapnum fluttist ég til Húsavíkur og þar bjuggum við í sjö ár. Kona mín, Sigríður Schiöth, var organisti við kirkjuna þar en sjálfur vann ég hjá kaupfélaginu unz ég varð sjö- tugur. Þá vildu þeir hjá kaupfélag- inu ekki hafa mig lengur og við fluttumst hingað til Akureyrar fyrir u.þ.b. ári. Nú er ég orðinn 72 ára og lagstur í leti að mestu, — ég dríf mig samt stundum út í Hólshús til að hjálpa syni mínum við búskapinn þegar mér leiðist aðgerðarleysið. — Þér hefur ekki dottið í hug að setjast að í Bandaríkjunum á sín- um tíma? Jú, víst datt mér það í hug, en ég gat bara ómögulega hugsað mér að skipta um þjóðerni og fannst það einhvern veginn í alltof mikið ráðist. Ég þóttist vita að ef ég ílentist þarna miklu lengur sneri ég aldrei heim aftur. Það var gengið svo langt að mér var orðið tamt að hugsa á ensku og þurfti að gera átak til að hætta því. Ég vildi heldur fara heim til íslands. — bó Aðgöngumiði Helga að setningarathöfn Ólympíuleikanna 1932. Eins og á miðanum má lesa kostaði hann aðeins 3 dollara. Solvang-knattspyrnuliðið sem Helgi spilaði með í Bandarfkjunum. Helgi er fyrir miðri mynd og heldur á bikar. Gram fyrirtækiö var stofnað í Danmörku ár- ið 1907. Framleiðsla fyrirtækisins er fyrir löngu heimsþekkt. Nú bjóðum við plötufrysti- tæki og frystivélar frá Gram á mjög góðu veröi. Gram er leiðandi merki í sinni grein. Dorin er ítalskt fyrir- tæki stofnaö 1907. Vörur fyrirtækisins eru seldar í fleiri en 60 löndum. Með tilkorrtu Dorin á íslenskum markaði hefur mörgum fyrirtækjum tekist að spara stórfé í stofn- kostnaði kæli-og frysti- kerfa. Siarco framleiðir kæli- og frystielement í nýrri fullkominni verksmiðju á Ítalíu. Vörurnar frá Siarco er á góðu verði og i mjög háum gæða- flokki. Castel fyrirtækið á Ítalíu framleiðir ventla og rakaeyða i miklu úr- vali. Castel leggur mikla árherslu á vand- aða framleiöslu. Fyrir- tækið starfrækir eigin þróunardeild og rann- sóknarstofu til að mæta kröfum notenda um allan heim. Radlon er virt fyrirtæki í sinni grein. Radlon merkið tryggir gæði og endingu. Radlon er engu að siður ódýrasta merkið á markaðnum i dag. Vörukaup hefur nú opnað Kæli- & Frystideild í húsnæði fyrirtækisins að Skipholti 15 Rvík. Þessi deild er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis, sé miðað við vöruval og umfang þjónustunnar. Þjónustan byggist á sölu varnings til kæli- og frystikerfa. Vöruvalið byggist á heimsþekktum vörumerkjum, sem hafa reynst vel hérlendis sem og annarsstaðar i heiminum. Hjá okkur færðu einnig nauðsynlega ráðgjöf, veitta af fagmanni. Deildarstjóri nýju deildarinnar er Erling Hermannsson, sem um áratuga skeið hefur starfað að ráögjöf og við uppsetningar á kæli- og frysti- kerfum um allt land. — Sérþekking sem kemur þér að notum. Við vekjum athygli á nýju símanúmeri deildarinnar 91-24137. Önnur helstu vörumerkin: ÍmibcoI >B< éLL banninger Fittings ,Eir fittings Blöndunartæki V/Virax ▼SCHMOLE Verkfæri Eir rör /6 BONOMI Kúlulokar Plast rör Kæli- & frystideild sími 91-24137 vörukouphf Skipholti 15 Rvík. Símar 91-12666 Bog 91-12393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.