Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Útgefandi tM&þiíþ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Á 700. ártíð Sturlu Þórðarsonar Vegna framfara í gerð fjarskiptahnatta stönd- um við nú á tímamótum. Á næsta leiti er gjörbylting í sjónvarpssendingum milli þjóða. Horfið verður frá tæknibúnaði sem er þannig úr garði gerður að almenn- ingur getur ekki nýtt sjón- varpssendingar utan úr geimnum nema fyrir tilstuðl- an endurvarpsstöðva eða kapalkerfa og hafist verður handa við að senda geisla til jarðar sem hver og einn getur nýtt milliðalaust á heimili sínu. í þessu felst meiri um- bylting í samskiptum þjóða en unnt er að gera sér í hug- arlund fyrirfram. Nábýlið um heim allan verður í raun jafn mikið og það er nú milli Sví- þjóðar og Noregs eða Banda- ríkjanna og Kanada svo að dæmi séu tekin af nágrönn- um okkar í austri og vestri. Um heim allan eru menn að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi bylting hefur í för sér. Af opinberri hálfu hér og annars staðar er þó meira fjallað um tæknilega þætti málsins en til dæmis menn- ingaráhrifin. Að hvoru tveggju er þó nauðsynlegt að hyggja og fyrir lítið málsam- félag eins og hið íslenska er sérstaklega brýnt að líta í eigin barm, skoða innviðina og meta hvernig við erum í stakk búin til að standast sjónvarpsflóðið sem óhjá- kvæmilega kemur og fer yfir alla heimsbyggðina. Þess er nú minnst meðal annars með sýningu í anddyri Landsbókasafns íslands og ráðstefnu í Háskóla íslands á vegum stofnunar Árna Magnússonar, að á þessu ári eru 700 ár liðin frá því að Sturla lögmaður og sagnarit- ari Þórðarson andaðist. Sturla Þórðarson er merkast- ur þekktra sagnaritara ís- lenskra á Sturlungaöld, að Snorra frænda hans Sturlu- syni i Reykholti undanskild- um. Staða Sturlu í íslenskri bókmenntasköpun á 13. öld er einstök. Svo vitað sé ritaði hann sögur tveggja Noregs- konunga, lauk konunga- sagnaritun með honum, hann skráði Kristnisögu um upp- haf kristins siðar á íslandi og síðast en ekki síst færði hann íslendinga sögu, kjarna Sturlungu, til bókar. Hann flutti lögbókina Járnsíðu til íslands 1271 og átti mikinn þátt í að semja hana. Fræði- menn sjá merki ritsnilldar hans í fornsögum. Hér verða ævistörf þessa snillings hvorki rakin frekar né lagt mat á listsköpun hans og ritstörf að öðru leyti enda er verkum Sturlu Þórðarson- ar gerð rækileg skil annars staðar í Morgunblaðinu í dag. Stutta yfiílitið hér að ofan sýnir að Sturla Þórðarson er í hópi þeirra er lögðu horn- steina íslenskrar menningar sem standa munu í bráð og lengd hvernig svo sem íslend- ingum tekst að rækta menn- ingararfinn og auðga hann í samtíðarátökum. Á þeirri lind sem Sturla skóp hefur ís- lenska þjóðin nærst um aldir, án hennar hefði sjálfstæðis- þráin skrælnað fyrir löngu, en sjálfstæðisbaráttu smá- þjóðar lýkur ekki fyrr en hún gefst upp sjálf. Litlar vonir standa líklega til þess að ný tækni í sjón- varpssendingum og meira menningarlegt nábýli þjóða en áður hefur þekkst leiði til þess að afrek Sturlu Þórðar- sonar verði betur kunn um heimsbyggðina en nú þegar. Lítil menningarsamfélög munu eiga meira undir högg að sækja vegna hinnar nýju tækni, en sannmenntaðir menn um víða veröld munu þó enn sem fyrr leita uppruna eigin menningar í þeim af- rekum sem á íslandi voru unnin fyrir 700 árum. Hitt skiptir þó íslendinga mestu að þeir rækti sjálfir hinn forna arf, þar með hlú þeir best að uppruna sínum og styrkja stöðu sína andspænis mögnuðum erlendum áhrif- um er berast fyrr en síðar utan úr geimnum. Á 700. ártíð Sturlu Þórð- arsonar er hollt að minnast þess að hann vann ekki verk sín einangraður og án sam- neytis við aðrar þjóðir.Þessi höfundur sagna um tvo Nor- egskonunga samdi jafnframt fslendinga sögu. Hér er ekki mælt með því að íslendingar fylgi einangrunarstefnu og leitist við að útiloka sig frá öðrum þjóðum, síður en svo, heldur hvatt til varðstöðu um söguna, tunguna, ljóðið og menninguna svo að við eigum þó örk þar sem við getum leitað skjóls í sjónvarpsflóð- inu mikla. Lögum samkvæmt eru Þing- vellir við Öxará og grennd- in þar friðlýstur helgistað- ur allra íslendinga. Þing- vallanefnd, skipuð þrem alþingismönnum, hefur fyrir hönd Alþingis yfir- stjórn hins friðlýsta lands og ræður um- sjónarmann á Þingvöllum til fimm ára í senn. Öll óhjákvæmileg útgjöld við vernd- un Þingvalla skulu greiðast úr ríkissjóði. í Þingvallanefnd sitja nú alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson, Þorsteinn Pálsson og Hjörleifur Guttormsson en séra Heimir Steinsson er þjóðgarðsvörður. í byrjun sumars komu skipulagsmál þjóðgarðsins til umræðu vegna þess að fréttir bárust af því að í landi Þingvalla- bæjar skyldi reist hús yfir starfsmenn sem annast umhirðu og eftirlit á þjóðgarðs- svæðinu. í raun liggur ekki fyrir neitt staðfest skipuiag á þessum „friðlýsta helgistað allra íslendinga". Þingvalla- nefnd beitti sér á árunum 1971 og 1972 í samvinnu við Skipulagsstjórn ríkisins og Arkitektafélag tslands fyrir samkeppni um skipulagstillögur fyrir Þingvallasvæð- ið. Nokkrar þeirra tillagna sem fram voru lagðar hlutu viðurkenningu en ekki varð um neitt framhald á vinnu við aðalskipu- lag að ræða. Nú eru á döfinni áform um það hjá Þingvallanefnd að gert verði aðalskipulag fyrir þjóðgarðinn og verði við þá vinnu meðal annars höfð hliðsjón af hugmyndum um stækkun Þingvallasvæðisins og vernd- un annarra svæða við Þingvallavatn. Von- andi tekst nefndinni að afla fjár til þessa verkefnis þannig að það verði unnið af þeirri reisn sem Þingvöllum sæmir. Hér er um að ræða viðfangsefni sem alltof lengi hefur setið á hakanum og leitt til þess að margt hefur í raun verið gert í þjóðgarðin- um til bráðabirgða og því ekki með þeim hætti sem menn kysu ef um staðfest skipu- lag væri að ræða sem breið samstaða er um. Ástæða er til að leggja áherslu á að sem víðtækust samstaða takist um allt er lýtur að skipulagi Þingvalla, þótt í því efni eins og flestum öðrum sé nauðsynlegt að taka af skarið og gera annað en öllum líkar. Besta tryggingin fyrir því að sem flest sjónarmið fái að njóta sín felst í því að stjórn þjóðgarðsins sé á hendi Alþingis eins og verið hefur síðan 1930 þegar Þing- vellir voru friðlýstir. Þingmönnum er skylt að búa þannig um hnúta þótt þröngt sé í búi að skipulagsvinna vegna Þingvalla strandi ekki á fjárskorti. Er ekki vansa- laust að Þingvallanefnd skuli telja sig knúna til að sækja um fjárstyrk til ann- arra en ríkissjóðs til að vinna að þessu verki, eins og hún gerði í vor. Lögum sam- kvæmt ber ríkissjóði að greiða öll óhjá- kvæmileg útgjöld við verndun Þingvalla. Griðastaður Óþarft er að fara mörgum orðum um gildi Þingvalla í augum fslendinga. Helgi staðarins er síst minni nú en fyrr á tímum. Eðlilega eru skiptar skoðanir um margt er þjóðgarðinn og nýtingu hans varðar. Til dæmis varð jafn sjálfsögð ráðstöfun og sú að banna bílaumferð um Almannagjá að nokkru deilumáli fyrir tæpum tveimur áratugum og var þá oftar en einu sinni um það mál fjallað hér á þessum stað, þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, skrifaði Reykjavíkurbréf en hann beitti sér fyrir því að gjánni var lokað fyrir bíl- um. Sjónarmiðin gegn þeirri ráðstöfun skulu ekki rifjuð upp hér og nú, heldur er aðeins á deilurnar minnst til áminningar um að flestar tillögur um skipulag og um- ferð á Þingvöllum kunna að vekja umræð- ur og deilur, sem staðfestir enn hve hugur íslendinga leitar þangað oft og staðurinn er þeim hjartfólginn. Nú hefur vegur með varanlegu slitlagi verið lagður austur fyrir Stardal að Bugðu en á þessu ári er áætlað að verja að minnsta kosti ellefu milljónum króna til Þingvallavegar, áætluð fjárveiting 1985 er 16,8 milljónir og 14 milljónir 1986. Varla líða því mörg ár þar til „skotvegur" verður kominn frá höfuðborgarsvæðinu til Þing- valla og er ekki að efa að við það munu ferðir borgarbúa enn aukast þangað. Er því brýnna nú en áður að búa svo um hnúta að aðstæður fyrir ferðamenn verði þannig að þeir geti notið þar dagstundar þegar vel viðrar og gefist jafnframt tæki- færi til að kynnast sögu og helgi staðarins með auðveldum og aðgengilegum hætti. Leiðbeiningaskiltum í þjóðgarðinum hefur fjölgað og á vegum séra Heimis Steinssonar, þjóðgarðsvarðar, hefur með ýmsum hætti verið brugðist við vaxandi straumi ferðamanna svo sem með því að senda leiðsögumenn með þeim í gönguferð- ir inn í hraunið að Skógarkoti, svo að dæmi sé nefnt. Það var skynsamleg ráð- stöfun hjá Þingvallanefnd að banna mönn- um að leggja hjólhýsum sínum sumar- og jafnvel vetrarlangt í þjóðgarðinum eins og gert var í vor. Vonandi hefur henni verið tekið með skilningi af eigendum hjólhýs- anna. Líklegt er að hinn nýi vegur hafi í för með sér að Þingvellir verði griðastaður þar sem menn leiti sér oftar hvíldar og hressingar með skyndiferðum en til þessa. Að öllu þessu þarf að hyggja og verður best gert með þeirri skipulagsvinnu sem Þingvallanefnd vill að nú hefjist fái hún til þess fé. Ástæðulaust er að hrófla við yfir- stjórn þjóðgarðsins, hún er best komin í höndum Alþingis enda hljóta þingmenn að þekkja sinn vitjunartíma í þessu efni sem öðrum. Útihátíð í Viðey í Morgunblaðsviðtali á dögunum taldi Davíð Oddsson, borgarstjóri, það réttilega til merkustu tíðinda á þeim tveimur árum sem hann hefur verið í sínu virðulega emb- ætti að eftir áratuga viðleitni náðust við- unandi samningar um kaup borgarinnar á stærstum hluta sögueyjunnar Viðeyjar, eins og borgarstjóri orðaði það og bætti við: „Hefur sá samningur mælst vel fyrir hjá borgarbúum og er ég viss um að þeir eiga eftir að njóta þessarar eignar með margvíslegum hætti." Fyrstu almennu not borgarbúa og lands- manna almennt af hinni nýju eign Reyk- víkinga hafa nú verið ákveðin með sam- þykki réttra yfirvalda við tilmæium fram- takssamra aðila um að halda útihátíð í Viðey um verslunarmannahelgina. Úti- hátíðir á íslandi eru sérkennilegt fyrir- bæri sem hljóta að gefa eitthvað í aðra hönd fjárhagslega og þykja skemmtilegar af þeim sem þær sækja. Best þykir til tak- ast á þessum hátíðum þegar mestum fjölda fólks er smalað saman og hann læt- ur sig hafa það að vera við „hátíðarhöld" utan dyra þótt veðurguðirnir sýni ekki á sér ánægjulegustu hliðina. Hér skal dregið í efa að það hafi verið rétt ákvörðun hjá yfirvöldum að sam- þykkja að heimila útihátíðina í Viðey um verslunarmannahelgina. Eins og Davíð Oddsson komst að orði í Morgunblaðinu er Viðey „sögueyja". Það er furðuleg árátta að þurfa alltaf að sækjast eftir því að breyta sögustöðum landsins í mótsstaði fyrir útihátíðarfólk en í hugum lands- manna tengjast slíkar hátíðir öðru en virðingu fyrir sögulegum verðmætum. Fyrirfram er ástæðulaust að vera með hrakspár um útihátíðina í Viðey. Fegurð staðarins, veðurblíða, gott skipulag, virð- ing fyrir náttúrunni og hugblær vegna magnaðs umhverfis kunna að valda því að með hátíðinni í Viðey verði brotið blað í sögu íslenskra útihátíða. Gerist það er til- raunin þess virði að í hana sé ráðist. Verði annað uppi á teningnum og mótsgestir reyni til dæmis að treysta stöðu sína í samkvæmislífinu með vanhugsuðum Viðeyjarhúsin MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 29 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. júlí Frá Þingvöllum Morgunblaftið/Árni Sæberg. hetjudáðum á sjó og landi er betra heima setið en af stað farið. Framtíð Viðeyjar í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var rætt við Þór Magnússon, þjóðminja- vörð, um varðveislu Viðeyjarhúsanna, Stofunnar og kirkjunnar, en íslenska ríkið keypti þau 1968 og síðan hefur verið unnið að endurbótum á þeim undir forystu Þjóð- minjasafns. Er ekki vansalaust hve langan tíma það verk hefur tekið og af orðum þjóðminjavarðar má ráða að safnið megi hafa sig allt við til að reyna að verja húsin enn meiri skemmdum nú 15 árum eftir að ríkið eignaðist þau. Ef umferð um Viðey fer að aukast er ekki aðeins brýnt að ljúka viðgerð á hinum sögufrægu húsum í eyj- unni heldur þarf einnig að taka um það ákvörðun til hvers á að nýta þau. Um nýtingu á Viðey hefur Þór Magnús- son, þjóðminjavörður, meðal annars þetta að segja: „Mér vitanlega hefur ekki verið tekin um það ákvörðun af hálfu borgarinn- ar hvernig eignarhluti hennar verður nýtt- ur í framtíðinni og þar sem húsunum hef- ur heldur ekki verið fengið hlutverk má segja að framtíð Viðeyjar sé með öllu óráðin. Hins vegar er þetta svo merkilegur staður að miklu skiptir að hér takist vel til. Ég vildi helst að hér yrði óbyggt úti- vistarsvæði, nokkurs konar ósnortin vin í bæjarlandinu, enda er óþarfi að hafa MorKunblaAið/Árni Ssberg. þennan fagra stað einungis til augnayndis úr fjarlægð. Viðey mætti vel nýta á þann hátt án þess að virðingu hennar yrði mis- boðið." Blaðamaður spurði þjóðminjavörð síðan hvernig þeir gengju um sem legðu leið sína í Viðey og Þór Magnússon svaraði: „Yfir- leitt vel nú orðið, enda er þá um að ræða fámenna hópa sem koma í þeim tilgangi einum að skoða sig um og njóta fegurðar staðarins en ef þessum ferðum fjölgaði til muna þannig að mjög gestkvæmt yrði hér, þá þyrfti að gera ráðstafanir til þess að um átroðning yrði ekki að ræða. Það þyrfti að hafa hér vörð og hreinlætisaðstöðu en á meðan ekkert slíkt er fyrir hendi, þá eru menn vitaskuld mótfallnir mikilli um- gengni hér. Náttúrulíf í eynni er fjölskrúð- ugt en það er viðkvæmt og má við lítilli truflun." Af þessum orðum Þórs Magnússonar verður ekki annað ráðið en að næsta hæpið sé að stefna miklu margmenni til Viðeyjar eins og gert verður um næstu helgi. Hljóta þó að verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að bæta úr þeim aðstöðuskorti sem hann lýsir og einnig til að gæta Viðeyjar- húsanna svo að 15 ára starf til að gera þau regnheld verði ekki eyðilagt. Sovétmenn og Blönduvirkjun Fyrir réttum tveimur árum urðu miklar umræður hér í blaðinu um alla þætti við- skipta íslands og Sovétríkjanna í tilefni af því að í byrjun júlí 1982 var ritað undir nýjan efnahagssamvinnusamning Islands og Sovétríkjanna. í stuttu máli snerust þessar umræður um það að Morgunblaðið hélt því fram að hinn nýi efnahagssam- vinnusamningur sem gengið var frá án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis væri til kominn fyrir óvenjulegan þrýsting Sovétmanna sem notuðu verslunarvið- skipti við íslendinga í pólitískum tilgangi og þrýstu á þá að gera vegna þeirra samn- inga um óskyld mál samanber samninginn um efnahagssamvinnu; hann ætti ekkert skylt við hefðbundin viðskipti þjóðanna heldur myndi koma í ljós að Sovétmenn ætluðu að nota hann meðal annars til að fá ítök í virkjunum og stjóriðju á íslandi. Þessum sjónarmiðum blaðsins var harð- lega mótmælt af þeim sem fyrir gerð samningsins stóðu og var látið í veðri vaka að hann breytti engu í samskiptum þjóð- anna heldur væri einungis hinum hefð- bundnu viðskiptum til styrktar. f Staksteinum Morgunblaðsins á fimmtudag var vitnað í Fréttir frá Sovét- ríkjunum, blað Maríu Þorsteinsdóttur og sovéska sendiráðsins í Reykjavík, þar sem fram kom að í augum Sovétmanna þjóna verslunarviðskiptin við ísland fyrst og síð- ast pólitískum markmiðum. Og nú hefur í sama blaði birst skilgreining á efnahags- samvinnusamningnum frá 1982 sem sann- ar að Morgunblaðið hafði rétt fyrir sér þegar það varaði við honum á þeim for- sendum að Sovétmenn myndu nota samn- inginn til að færa sig upp á skaftið á nýj- um sviðum. í 13. og 14. tölublaði Frétta frá Sovét- ríkjunum, júlí 1984, er birt viðtal við Vla- dimír Símakov, yfirmann viðskiptadeildar við vestræn lönd í utanríkisviðskiptaráðu- neyti Sovétríkjanna, sem var fyrir sov- éskri nefnd sem var hérlendis í byrjun júlí og ræddi um verslunarviðskipti. Þar lýsir Símakov tilgangi efnahagssamvinnusamn- ingsins frá 1982 meðal annars með þessum orðum og skilur á milli aðgerða á grund- velli hans og hefðbundinna verslunarvið- skipta: „Að okkar mati eru fyrir hendi ásamt verslunarviðskiptunum, sem eru hefð- bundið og helsta form þessara tengsla milli Sovétríkjanna og íslands, möguleikar á að þróa frekar þessi tengsl, sem eru fólgnir í samkomulagi, sem undirritað var þann 2. júlí 1982 um efnahagssamstarf milli Sovétríkjanna og íslands. Grundvöll- ur þessa samkomulags er stöðug og hag- stæð þróun viðskiptatengsla milli Sovét- ríkjanna og íslands, vaxandi þörf á þróun efnahagssamstarfs á breiðari grundvelli. í dag er framtíðin fólgin í samstarfi á sviði byggingar raforkuvera, þar sem þegar er fyrir hendi góð reynsla, er „Sigalda" var reist. Sovéska utanríkisviðskipta- fyrirtækið „Energomashexport" býr sig undir í félagi við fyrirtæki í Austurríki og Vestur-Þýskalandi að taka þátt í við- skiptum varðandi byggingu raforkuvers við Blöndu. Sovéskir aðilar eru reiðubúnir til margþætts samstarfs, þ.m.t. verkfræði- þjónustu, sölu einkaleyfa o.s.frv." Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort og þá hvenær Sovétmenn byrja að ræða um að annað skuli gilda um fyrirtæki í þeirra eigu en annarra þegar metin eru tilboð í Blönduvirkjun af því að þeir einir hafi samning við íslendinga um efna- hagssamvinnu. Félagi Molotov endurreistur Fréttirnar sem berast úr myrkviðum sovéska stjórnkerfisins eru oft hinar furðulegustu. Til dæmis var skýrt frá því í Moskvu hinn 5. júlí síðastliðinn, að Vyach- eslav M. Molotov, sem var annar valda- mesti maðurinn í Kremlarkastala á valda- tíma Stalíns en var bolað ur valdasessi af Krútsjoff 1957, hefði verið endurreistur og tekinn aftur í kommúnistaflokkinn 94 ára að aldri. Molotov var samstarfsmaður Leníns á sinum tíma og gegndi embætti utanríkisráðherra hjá Stalín. f því starfi ávann Molotov sér heitið „hinn hroðalegi herra Niet“ vegna þess hve oft hann sagði nei við Vesturlönd og þótti gæta utanrík- ishagsmuna Sovétríkjanna af mikilli þvermóðsku og hörku. Um Molotov var sagt: „Hann sagði aðeins einu sinni já, þegar hann þurfti að staðfesta að hann hefði sagt nei.“ Alræmdasti samningurinn sem Molotov gerði í ráðherratíð sinni var griðasáttmál- inn milli Stalíns og Hitlers sem undirrit- aður var í Moskvu 23. ágúst 1939 en í skjóli hans réðust nasistar á Pólland og þar með hófst síðari heimsstyrjöldin. Af sovéskri hálfu hefur ekki verið skýrt frá því hvers vegna gripið var til þess nú að endurreisa Molotov en vestrænir sér- fræðingar í sovéskum málefnum geta sér þess meðal annars til, að upphefð hans nú staðfesti mikil völd Andrei Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, innan Kremlarmúra um þessar mundir. Grom- yko hefur verið utanríkisráðherra í 27 ár og hóf feril sinn ungur að árum í utanrík- isþjónustu Sovétmanna en 1943 skipaði Molotov Gromyko sendiherra Sovétríkj- anna í Bandaríkjunum og þremur árum síðar sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um, þar sem Gromyko bergmálaði afstöðu „hins hroðalega herra Niet“ samvisku- samlega. Við endurreisn Molotovs minna vinnu- brögð Gromykos í embætti sovéska utan- ríkisráðherrans sannarlega á starfshætti læriföðurins, því að undanfarin misseri hefur Gromyko ekki haft annað að segja en „niet“, þegar viðræður um afvopnun við Bandaríkin og Vesturlönd ber á góma. „Ástæda er til að leggja áherslu á að sem víðtæk- ust samstaða takist um allt er lýtur að skipulagi Þingvalla, þótt í því efni eins og flest- um öðrum sé nauðsynlegt að taka af skarið og gera annað en öllum lík- ar. Besta tryggingin fyrir því að sem flest sjónarmið fái að njóta sín felst í því að stjórn þjóð- garðsins sé á hendi Al- þingis . . .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.