Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29 JÚLÍ1984 31 Konur vinna öll verk, hér eru þær að fara heim með hávaxin grös, sem eru notuð til að endurbæta húsþökin. bundið og þeir komi til með að taka þessa starfsemi í sínar hend- ur, skólarnir og þær byggingar sem við reisum eru eign ríkisins frá byrjun og verða því aldrei byrði á okkur." Konurnar gera allt En hvert er starf konu kristni- boðans? Valdís svarar. „Konurnar eru líka vígðar sem kristniboðar og við förum út í von um að gera eitthvert gagn, konan hefur líka mikil tækifæri til þess. Við höfum þá skyldu að sjá um heimilið og taka á móti gestum. Hjá okkur var mikill gestagangur og gisti fólk oft næturlangt, heim- ilið var stundum eins og nokkurs konar hótel. Ég hafði námskeið fyrir konur í saumakennslu, heilsufræði, hreinlæti, biblíusögum og að hugsa um börnin. Þegar við kenndum þeim sem hvorki voru læsir né skrifandi biblíusögur, lét- um við þá hafa biblíumyndir og sögðum þeim sögurnar sem við áttu. Þar sem ég er kennari að mennt hóf ég kennslu í lestri og skrift fyrir fullorðna, en það var mikið basl. Þetta fólk hefur aldrei sest á skólabekk fyrr og þekkir ekki þann aga sem því fylgir. Það er erfitt að koma því í skilning um mikilvægi þess að mæta í alla tíma og hversu nauðsynlegt er að mæta á réttum tíma. Það þarf eig- inlega að passa þau eins og ung- börn, jafnvel sækja þau í tíma. Þetta fólk hefur mikinn áhuga á því að læra en það hugsar öðru- vísi, lifir einungis fyrir augnablik- ið. Ég kenndi bæði konum og körl- um, en konurnar sóttu tímana miklu betur, þær hafa meiri ábyrgðartilfinningu en karlarnir." Hvernig er staða konunnar í þessum þjóðflokki? „Konan er kúguð í þessu samfé- lagi; þær sjá um heimilið og þær vinna fyrir því, það má segja að þær geri bókstaflega allt, það lendir allt á þeim. Manngildi kon- unnar fer líka eftir því hve mörg börn hún getur átt og því fleiri því betri er konan." „Það er traðkað á konunni þarna, mér fyndist að rauðsokkur ættu að fara þangað, þar myndu þær gera gagn,“ skýtur Kjartan inn í. En hvað gera karlarnir ef kon- urnar gera allt? „Þeir spila og drekka. Þetta er hirðingjaþjóðfélag og það tekur langan tíma að breyta hugsunar- hætti manna. Þarna eru stór drykkjusamfélög manna og hittist fjöldi manna daglega. Áður fyrr ferðuðust þeir um og áttu t.d. margar konur á mörgum stöðum, hittust og drukku saman. Núna eru hirðingjarnir á undanhaldi og flestir eru bændur, en hugsunar- hátturinn er enn við lýði. Núna hafa þeir hins vegar meira efni til að brugga úr, enda brugga þeir gjarnan í 200 lítra tunnur." Hjálpum þeim sem varðveita sína eigin menningu En á að troða vestrænni menn- ingu upp á þetta fólk? „Vestræn menning hefur flætt yfir þessi lönd og það þykir fínt að taka allt upp eftir hvíta mannin- um. Þetta kemur ekki fyrst og fremst til með kristniboði heldur viðskiptamönnum og hermönnum, þetta voru líka nýlendur Evrópu- veldanna. Ef litið er á þessi frum- stæðu þjóðfélög er mörgu ábóta- vant. Með kristniboðinu koma skólar og heilsugæsla. Staða kon- unnar er mjög slæm en kristnin leitast við að bæta stöðu hennar, Kristur boðar að allir menn séu jafnir. í trúarbrögðum þessara þjóðflokka er ekki boðað neitt líf eftir dauðann, enda er ekkert eins hryllilegt og dauðinn í hugum þessa fólks. Þetta þjóðfélag er að mörgu leyti mjög grimmt, og fólk- ið býr við mikinn ótta. Virðingin fyrir lífi mannsins og náunganum er oft lítil. Kristnin gefur fólki von um líf eftir dauðann, boðar ná- ungakærleik og virðingu fyrir líf- inu. Við höfum reynt að benda mönnum á að velja það besta úr báðum menningarheimunum, hjálpa þeim að varðveita það sem gott er í þeirra menningu, t.d. tungumálið. Kristniboðar hafa bú- ið til ritmál og málfræði, þar sem þeir hafa orðið að þýða bibliuna, og einnig vísi að orðabók. Við reynum að fá fólkið til að varð- veita menninguna með því að skrá sögur sínar og siði niður. Þetta fólk hefur ekki heldur tilfinningu fyrir þjóðerni en við reynum að vekja með því þjóðerniskennd." Sjáið þið árangur af starfi ykk- ar? „Það er mjög erfitt að meta árangur í starfi sem þessu á svona stuttum tíma, árangur í andlegum efnum næst miklu hægar en í efn- islegum. En við sjáum árangur, það er alveg augljóst. Markmiðið er að gera okkur ónauðsynleg, þannig að þeir geti séð um útbreiðslu og prestsefni og alla kennslu, starfinu miðar þó að hægt fari. Kannski eftir 15 ár verðum við nær markinu." Helgistund hjá Kjartani eftir vinnu á kirkjuakrinum. Námskeið ffyrir ieiðbeinendur í almennings íþróttum veröur haldiö 10., 11. og 12. ágúst n.k. í Kennara- háskóla íslands og hefst föstudaginn 10. ágúst kl. 18.00. Kennari veröur dr. Kenton Finanger prófessor viö Lúther Colleg í Bandaríkjunum. Þátttaka vinsamlegast tilkynnist skrifstofu Í.S.Í., sími 83259 þar sem nánari uppl. veröa veittar. íþróttasamband íslands, íþróttanefnd ríkisins. Vegna sídustu vaxtabreytinga eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfa- veltu okkar allt að 9% umfram verðtryggingu 30% Ávöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri verðbréfaveltu okkar eru allt að 30% Ávöxtunartími er eftir samkomulagi. Kynnið ykkur ávöxtunarþjónustu Ávöxtunar s.f. -Óverðtryggð veðskuldabréf Ár 1 2 3 4 5 6 20% 80,1 72.5 66,2 61,0 56.6 52,9 21% 80,8 73,4 67,3 62,2 57,8 54,2 -Verðtryggð — veðskuldabréf Ár Söhig. 2 afb/ári. 1 95,9 6 84,6 2 93,1 7 82,2 3 91,9 8 79,8 4 89,4 9 77,5 5 87,0 10 75,2 Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur # * * AVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ 10 - 17 Spqrifjáreigendur látið Avöxtun sf. ávaxta sparifé yðar 9% ÁVÖXTUNSf-gy VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.