Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 35 Austurstefnan Árið 1965 þegar Willy Brandt hafði verið kjörinn formaður SPD, þýska jafnaðarmannaflokksins, var hann í fyrsta sinn í framboði sem kanslaraefni í Sambandslýð- veldinu. Eftir kosningar var mynduð samsteypustjórn kristi- legra demókrata og jafnaðar- manna og Brandt tók sæti í henni sem utanríkisráðherra og vara- kanslari. Það var á þessum árum sem Brandt mótaði hugmyndir sínar um „evrópskan frið“, sem koma átti á með gagnkvæmri viður- kenningu á óbreyttu ástandi, stat- us quo. Heiti á ræðum hans og ritgerðum um þetta leyti eru lýs- andi fyrir hina nýju stefnu hans: „Friður ofar öllu“, „Þýskaland og Sovétríkin: Upphaf viðræðna“, eða t.d. „Slökunarstefna: Að reisa brú milli austurs og vesturs". Nú var það ekki lengur siðferðileg sann- færing hans að ekki væri hægt að starfa að „brúarsmíði" með þeim mönnum.sem frumkvæði áttu að griðrofum. Og sú skoðun sem Brandt hafði margsinnis látið í ljósi, að Kremlverjar væru einu óvinir Evrópu, þ.á m. Austur- Evrópu, andstæðingar friðar, frelsis og öryggis, breyttist í hneigð til að varpa sök á „bæði risaveldin", en það slagorð hefur í hálfan annan áratug þyrlað ryki í augu fólks. Brandt varð kanslari Vestur- Þýskalands árið 1968 þegar jafn- aðarmenn og flokkur frjálsra demókrata (FDP) mynduðu sam- an ríkisstjórn. Báðir flokkarnir studdu austurstefnuna og Brandt hóf „pílagrímsferðir" sínar til höf- uðborga kommúnistaríkjanna, Moskvu, Varsjár, Austur-Berlínar og Prag og í heimsóknum hans var fólgin opinber viðurkenning Vestur-Þýskalands á landamær- um og búsetuskipan sem sovéskt hervald hafði þvingað fram. „Dramatískasti" atburður píla- grímsferða Brandts í austurveg varð í Erfurt í Austur-Þýskalandi í mars 1970 þar sem hann hitti að máli leiðtoga austur-þýskra kommúnista, Willi Stoph. Hegðun Brandts þar er dæmigerð fyrir sinnaskipti hans. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman til að sjá þann mann sem í þeirra aug- um var hetja Vesturlanda, tákn þess Þýskalands þar sem lýðræði ríkir og vonar um lausn úr fjötr- unum. Jafnvel hin þaulreynda lögregla Austur-Þjóðverja gat ekki haldið aftur af mannfjöldan- um; er þeir nafnarnir Brandt og Stoph komu að hótelinu þar sem kanslarinn bjó brustu öll bönd og fagnandi mannhópurinn um- kringdi hann hrópandi: „Willy! Willy!“ og til að ekki færi milli mála við hvorn valdsmanninn væri átt var íirópað: „Willy Brandt\ Willy Brandt\“ Varla er unnt að ímynda sér skýrari og skorinorðari yfirlýs- ingu um þær tilfinningar sem búa í brjóstum Austur-Þjóðverja og þá virðingu sem borin var fyrir þá- verandi kanslara Vestur-Þýska- lands. En „hinn nýi“ Brandt brást við á annan hátt en „hinn gamli" Brandt hefði væntanlega gert. í stað þess t.d. að ávarpa mann- fjöldann yppti hann öxlum og gekk greitt inn í gistihúsið án þess að mæla orð af vörum. Síðar lét hann að vísu sjá sig í glugga hót- elherbergisins, en þá var hann líka þögull og hreyfingarlaus. Á meðan á viðræðum leiðtog- anna stóð notaði Stoph tækifærið til að flytja langa tölu um vammir Vesturlanda og Brandts sjálfs, en í svarræðu sinni sá Brandt ekki ástæðu til að óska eftir afsökun- arbeiðni né heldur að hrekja ósannindi kommúnistaleiðtogans. Hann áréttaði aðeins góðan vilja sinn og áhuga á frekari viðræðum: engin yfirlýsing var gefin um grundvallarsjónarmið Vestur- Þjóðverja, réttmætar kröfur eða siðferðilegan rétt. Hinn „lýðræð- issinnaði andkommúnisti" sjötta áratugarins virtist horfinn af sjónarsviðinu og í stað hans kom- inn sáttasinni, sem alla áherslu lagði á samninga, viðræður, mála- miðlun, nánast hvaða verði sem slíkt yrði keypt. Sjálfur kjarni ágreinings valdamanna í austur- og vesturhluta Þýskalands, sund- urlimun ríkisins, virtist orðinn að aukaatriði. Bætt samskipti við kommún- istaríkin var loks orðin slík þrá- hyggja kanslarans að þegar hon- um var greint frá því að nánasti samverkamaður hans, ritari hans Giinter Guillaume, væri njósnari Austur-Þjóðverja, neitaði hann að taka mark á því. Guillaume fékk því að starfa áfram við hlið kansl- arans óáreittur um nokkurt skeið. Sprengjan sprakk ekki fyrr en síðla í apríl 1974 þegar Guillaume var tekinn höndum og Brandt varð nauðugur viijugur að beygja sig fyrir hinum auðmýkjandi stað- reyndum og segja af sér embætti kanslara Vestur-Þýskalands. Hann var hins vegar áfram for- maður Jafnaðarmannaflokksins og er það enn. „Hvernig gátu þeir gert mér þetta, eftir allt sem ég hafði gert fyrir þá?“ er hermt að Brandt hafi spurt. Að kommúnistar hegði sér eins og kommúnistar var ekki lengur sjálfsagður hlutur í augum þess manns sem fyrir aldarfjórð- ungi hafði sagt að lýðræði og kommúnismi gætu ekki þrifist saman. Gegn hagsmunum Vesturlanda Enda þótt Willy Brandt hafi hrakist úr embætti kanslara fyrir áratug er stjórnmálaafskiptum hans ekki lokið. Sem fyrr segir er hann formaður flokks jafnaðar- manna og þar hefur hann skipað sér í fylkingu hinna róttækari og m.a. snúist gegn fyrrum samherja sínum og vini, Helmut Schmidt. Raunar má segja að það hlutskipti sem Brandt hefur nú hlotnast hafi verið það sem hann hafi lengi m Herbert Frahm alias Willy Brandt nokkru áður en hann hélt til Noregs. þráð. Hann hefur verið formaður Alþjóðasambands jafnaðarmanna síðan 1976 og Óháðu alþjóðanefnd- arinnar um þróunarmál (ICIDI) frá 1977. Hann segir gjarnan að raunveruleiki sósíalismans í aust- urvegi sé ósamrýmanlegur frelsi og réttlæti, en ekki verður séð að í störfum sínum fyrir þessi samtök hafi hann eflt vestræna hagsmuni og þær siðferðishugmyndir sem hann segist hafa að leiðarljósi, þvert á móti hefur hann gengið erinda andstæðinganna. I starfi sínu sem formaður Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna hefur hann t.d. margsinnis lýst stuðningi við ólýðræðislegar og andvestrænar hreyfingar s.s. einræðisstjórn Sandinista í Nicaragua og skæru- liða kommúnista í E1 Salvador. Eina undantekningin frá þessu sem vert er að nefna er stuðningur hans við Mario Soares og jafnað- armannaflokk hans í Portúgal 1974—1975, sem átti þátt í að hindra valdarán kommúnista í landinu. Óháða alþjóðanefndin um þró- unarmál var sett á fót fyrir nokkr- um árum til að rannsaka orsakir örbirgðar í „þriðja heiminum" svonefnda og gera tillögur um hvernig bæta megi úr. Niðurstöð- ur nefndarinnar voru gefnar út á bókinni Norður-Suður fyrir fjór- um árum og ganga venjulega und- ir nafninu Brandt-skýrslan\ þar er lítinn vott af frumiegri hugsun að finna: Vesturlönd eru talin bera ábyrgð fátækt „suðurþjóða", og í nefndarálitinu er varað við því að ef fjármagnskerfi heimsins verði ekki endurskipulagt sé ekki unnt að hindra að óeirðir og styrjaldir brjótist út. Á þessum vettvangi er afstaða Brandts enn andstæð hagsmunum frjálsra Vesturlanda, því miðstýrt alþjóðlegt fjár- magnskerfi felur í sér að markaðs- frelsi, sem er forsenda einstakl- ingsfrelsis, er lagt fyrir róða. Enn er að nefna aðild Brandts að hinum svokölluðu „friðarhreyf- ingum" í Evrópu, en hann var fremstur í flokki þeirra jafnað- armanna í Vestur-Þýskalandi sem börðust gegn uppsetningu meðal- drægra bandarískra kjarnorku- flauga í landinu, flauga sem sam- herji hans og eftirmaður á kansl- arastóli, Helmut Schmidt, hafði óskað eftir til mótvægis við SS-20-kjarnorkuflaugar Sovét- manna sem beint er að stórborg- um álfunnar. Harmsaga Ástæða er til að harma sinna- skipti Willy Brandts, manns sem öllum ber saman um að er einkar geðfelldur og glæsilegur á velli og vakti miklar vonir í upphafi stjórnmálaferils síns. Hann hóf feril sinn að styrjöldinni lokinni sem jafnaðarmaður sannfærður um að siðferðisviðhorf lýðræðis- legs sósíalisma og stjórnmála- hagsmunir Þýskalands leiddu af sér samstöðu með Vesturlöndum og andspyrnu gegn útþenslustefnu Sovétmanna, en breyttist síðan í formælanda hlutleysisstefnu, sem vart er unnt að segja að geri upp á milli austurs og vesturs. Það er kaldhæðnislegt að svo virðist sem upptök sinnaskipta hans í stjórn- málum megi rekja til djúpra vonbrigða með vanmátt og vilja- leysi forystumanna í Bandaríkj- unum andspænis yfirgangi komm- únista í Berlín. En — og það skipt- ir meginmáli — þótt sá veikleiki kunni að vera ástæðan getur hann ekki verið afsökun fyrir að bregð- ast skyldu sinni. GIM tók saman og byggði einkum á grein David (Jress: „Whatever Happened to Willy Brandt?“ í tímaritinu ('ommenlsry í júlí 1983. Einnig stuóst vió greinar í The German Tribune og The Times í desember 1983 og janúar 1984. Willy Brandt ásamt síðari konu sinni, Brigitte, sem hann kvæntist nokknim dögum fyrir sjötugsafmæli sitt í desember á síðasta ári. Sjálf er hún aðeins 37 ára að aldri. Brandt með John F. Kennedy Bandaríkjaforseta við Berlínarmurinn 1962 þegar hinn síðarnefndi mælti hin frægu orð: „Ich bin ein Berliner“. FASTIIR PjJNKTUR IFERÐÆ LAGINU Hvort sem þið eruð á hraðferð eða viljið slappa af þá er Þyrill upplagður áningastaður sem öll fjöl- skyldan getur sætt sig við. Þar fæst allt frá ein- földu viðbiti upp í gimi- legan veislumat. Á Þyrli má ennfremur fá ýmiss konar smá- varning sem ferðalögum fylgir. Veitingastofan Þyríll Opið frá kl. 8:00 til 23:30 Sími 93-3824 > C A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.