Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1984 49 Kappróður einkennir þjóðhátíðina. setur það ekkert fyrir sig og dans- ar færeyska dansa undir berum himni. Það er heilmikið gert fyrir börnin, tívolí,lukkuhjól o.s.frv. Og svo eru þau flest klædd í þjóðhá- tíðarbúninga og það gera reyndar sumir sem eldri eru líka. Kappróðurinn er nú samt i rauninni það sem allt snýst um og er hápunktur Ólafsvökunnar. Undirbúningurinn að honum hefst í raun miklu fyrr með stefnum um allt byggðarlagið þar sem keppt er í kappróðri. A Olafsvökunni fer einhver á báti út á sjó og fylgist með og lýsir róðrinum þannig að þeir á landi geti fylgst með gaumgæfilega. Þetta er eins og verið sé að lýsa úrslitaleik í heimsmeistarakeppni svo mikill er nú spenningurinn. Trúarsamkomur eru haldnar alla hátíðina og skiptast þá á hinir ýmsu trúflokkar og einnig eru messur í kirkjum. Ég held að það sé ekki mikið fyrir útlendinga að gera á ólafs- vökunni í sjálfu sér því þetta gengur svo mikið út á mannleg samskipti og ef maður þekkir eng- an er lítið gaman. Hérna á 17 júní t.d. er eiginlega heppni ef þú þekk- ir einhvern, en í Færeyjum gengur allt út á það. Ég held að það mætti að sumu leyti líkja þessu við þjóð- hátíðina í Vestmannaeyjum, a.m.k. eins og hún var hér áður fyrr. Við fórum í fyrra á Ólafsvökuna og vorum í raun að vinna. En það var ekkert svo mikilvægt að það mætti ekki bíða þegar kappróður- inn fór fram.“ Ef til vill er margt í þessum há- tíðahöldum Færeyinga sem við gætum tekið til fyrirmyndar þeg- ar við höldum okkar þjóðhátíð. Gömlum siðum er haldið við og mannleg samskipti höfð í háveg- um. Eitt er víst að þetta virðist vera hátíð sem flestir aldursflokk- ar líta með tilhlökkun til í Færeyj- um. Á Ólafsvöku er raikill mannfjöldi saman korainn. Goðsögur Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Joseph Campbell: The Masks of God — Primitive Mythology — Oriental Mythology — Occidental Mythology — Creative Mythology. Penguin Books 1982. Joseph Campbell hefur sett saman fjölmargar bækur um goð- sögur. Hann tók sér snemma fyrir hendur að kanna uppruna og eðli goðsagnanna. Því meir sem hann kannaði efnið því fleiri spurningar vöknuðu. Goðsagan er venjulega skilgreind sem tilraun til útskýr- ingar á fyrirbrigðum umhverfis og uppruna og tilgangi mannlegs lífs. Malinowski taldi að goðsögnin væri réttlæting valdakerfis eða stofnana sem því væru nátengdar. Levi-Strauss hefur manna mest ritað um goðsöguna á síðari hluta þessarar aldar og hann telur m.a. að goðsögnin sé öðrum þræði til- raun til þess að sætta og skilja mótsagnirnar í mennskri tilveru og að merking goðsögunnar sé alltaf falin í frásögninni og verði ekki fundin nema með nákvæmri útlistun hverrar goðsögu og öllum smáatriðum hennar. Thomas Mann skrifar í „Jósep og bræður hans“: „Brunnur fortíð- arinnar er hyldjþur. Er hann botnlaus? Því dýpra sem við köf- um því greinum við skýrar að grundvöllur sögu og menningar er ekki mælanlegur ... “ í þessum ritum leitast Campbell við að kafa þessi djúp goðsögunnar. Hann fjallar fyrst um goðsögur frumstæðra þjóða, en meðal þeirra birtist hátterni, sem á sér samsvarandi hegðunarmáta meðal vissra dýrategunda, vissar hreyf- ingar í sambandi við makaleit eiga sér stað meðal fugla og fiska. Táknin og kerfisbundinn hegðun- armáti við vissar aðstæður lifir oft í öðrum myndum en þeim upp- haflegu. Þessi frumtákn virðast lifa í undirdjúpunum, djúpvitund- inni og eru talin koma fram í draumum (Freud og Jung), einnig í frumstæðri myndgerð. Campbell vitnar í kenningar Jungs um arktýpurnar, frum- minni, sem hann telur sameigin- lega erfð allra þjóða og tíma, myndir sem orka til vissrar hegð- unar, hliðstæður er að finna í dýraríkinu. Viðbrögð smáfuglsins við fálkanum benda til innprent- aðrar myndar af ógnvaldinum, meðfæddrar myndar. Höfundurinn segist hafa varið tólf árum ævi sinnar í samantekt þessara rita og þau eru ætluð nú- tímamönnum til upplýsingar. Hann safnar hér saman miklum fjölda goðsagna, flokkar þær og tengir og dregur ályktanir af boðskap þeirra og táknmáli. Hann rannsakar ekki aðeins goðsögurn- ar sjálfar heldur tengir þær hliðstæðum fundum fornleifa- fræðinnar og skráðum heimildum. Þetta safn er öðrum þræði einnig saga þróunar frummannsins. Campbell rekur einnig kenning- ar djúpsálfræðinnar og þá einkum kenningar Jungs í þessu sam- bandi. Ritið er alls á þriðja þúsund blaðsíður, bókaskrár fylgja. 2000 ÚT ER komið 2. tbl. 1. árg. tíma- ritsins 2000. Útgefandi er Ný menning sf. og ritstjóri er Baldur Hermannsson. í ritinu eru ýmsar greinar t.d. eftir Ólaf H. Torfason, sem nefnist Hin vanrækta Akur- eyri, frásögn af för 20 íslendinga til Rómaborgar eftir Björgu Karlsdóttur. Baldur Hermannsson skrifar grein er nefnist Nýr stíll á Bessastöðum, fjallað er um hesta- ljósmyndun Eiríks Jónssonar og margt fleira. kveðjunni því þeim finnst þeir vera áhlýóendur og áhorfendur að því sem fer fram í messunni. En hver er hinn raunverulegi tilgangur með messunni? Hann kemur fram strax í bæninni í upphafi messunnar. En hún byrjar þannig: „Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla og til að heyra, hvað þú, Guð faðir, skapari minn, þú Drottinn Jesús, frelsari minn, þú heilagi andi, huggari minn, vilt við mig tala í þínu orði.“ Við erum þar af leiðandi komin í kirkju til að eiga samfé- lag við Guð og einnig aðra kirkjugesti í húsi Guðs. Þegar kirkjuklukkurnar hringja þá er það í raun Guð sjálfur sem er að kalla á þig, til að tala við þig í sínu eigin húsi. Presturinn er þjónn Guðs. Þegar hann talar við Guð, fyrir hönd safnaðarins, þá snýr hann sér að altarinu. En þegar hann talar við söfnuðinn fyrir hönd GUðs, þá snýr hann sér að söfn- uðinum. Og þegar hann veitir heilagt sakramenti og boðar fyrirgefningu syndanna þá gerir hann það ekki í sínu eigin nafni, heldur I nafni og umboði Jesú Krists. Ens og áður er getið er messan samfélagsathöfn, þar af leiðandi eiga allir að taka þátt 1 henni hvort sem það er að syngja lof- söngva eða svara prestinum. Eftir þessa litlu umfjöllun um kirkjugöngu þá hvetjum við ykk- ur til að halda áfram að hugsa um málið. Sumarpakkarnir okkareru 5ér útbúnir fyrirOpel, C5M, Isuzu og V/auxhall bíla. Komið við á leið úr bænum í þjónustumiðstöð Bílvangs sf. að Möfðabakka 9. bendum hvert á land sem er. Hringið í síma: 84710, 84245. SumarpaKKinn inniheldur: Kerti — kveiKjuloK — platínur (hamar) reim(ar) — tvist — splendo töflur. Sumarpakkarnir Kosta frá 600 — 950.00 kr. BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.