Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 1 Konan mín og móöir okkar, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Salfossi, lést 27. júlí. Guömundur Jónsson og börn. i Eiginmaöur minn. h HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON, Faxatúní 30, Garóabas, voröur jarösettur frá Garðakirkju mánudaginn 30. júli kl. 13.30. Hulda Siguröardóttir og börn hins látna. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, ÁGÚST LÍNDAL PÉTURSSON, Framnesvegí 16, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriöjudaginn 31. þ.m. kl. 14.00. Haraldur Ágústsson, Fjóla Eiríksdóttir, og barnabðrn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG ÁSTA BLOMSTERBERG, Ási, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriöjudaginn 31. júlí kl. 14.00. Bragi f. Ólafsson, Ásta Erlíngsdóttir, Ólafur Bragason, Guömunda Magnúsdóttir, Bragi f. Ólafsson yngri. t Ástkær eiginkona mín og systir okkar, GUDRÚN JÓNSDÓTTIR frá Gilsfjaröarbrekku, Mjóuhliö 16, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí kl. 13.30. Óskar Guölaugsson, Kristin Jónsdóttir, Eggert Th. Jónsson, Jón Kornelius Jónsson, Ragnheióur Jónsdóttir, Kristrún S. Jónsdóttir, Anna Guörún Jónsdóttir. t Sambýliskona mín og móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Engihjalla 3, Kópavogi, veröur jarösungin frá Áskirkju þriöjudaginn 31. júlí kl. 15.00. Jón Meyvantsson, Hilmar Leifsson, Fjóla Pálmadóttir, Helgi Leifsson, Hildur Leifsdóttir, Ólafur Andrésson, Sævar Leifsson, Þórdis Garöarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRÚN HALLFRfÐUR PÉTURSDÓTTIR, Heimahvammi, Blesugróf, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí kl. 15.00. ölver Kristjánsson, Guömundur Yngvason, Guðrún Lára Yngvadóttir, Yngvi Yngvason, Atli Hraunfjöró, Ásta Yngvadóttir, Pétur Yngvason, Jóhanna Kristin Yngvadóttir, Guömundur Yngvi Yngvason, barnabörn og t Gunnar Eyiólfsson, Valgeröur Óla Þorbergsdóttir, Sigríóur Guömundsdóttir, Njáli Sigurjónsson, Þóra Óskarsdóttir, fvar Valgarösson, Þrúóur A. Gísladóttir, Guðrún Jónsdóttir frá Gilsfjarðar- brekku - Minning Það er komið að leiðarlokum. Við erum að kveðja hana Gunnu móðursystur mína. Hugurinn staldrar við i önn dagsins og minningarnar streyma fram. Ég minnist barnsáranna, hve alltaf var gott að koma til Gunnu frænku, sem tók okkur opnum örmum. Og þegar eitthvert okkar varð veikt, var venjan að spyrja mömmu hvort hún væri búin að hringja í Gunnu, sem aldrei taldi eftir sér að koma til okkar og segja okkur sögur og biðja fyrir okkur. Ég heyrði aldrei minnst á að hún hefði ekki tíma til þess, þó að hún hefði báða foreldra sína og ömmu háaldraða til að hugsa um. Auk þess, sem mjög gestkvæmt var, enda var hún höfðingi heim að sækja. Ég minnist líka fullorðinsár- anna. Alltaf var hún stoð og stytta systkina sinna og systkinabarna. Tilbúin að hugga og hjálpa og hughreysta. Eg minnist með þakklæti ár- anna sem ég og fjölskylda mín bjó í sama húsi og hún. Hve góð hún var börnunum minum. Og meðan hún gaf þeim mjólk og kökur sagði hún þeim „Jesú sögur", sem við krakkarnir kölluðum svo, en það var það besta, sem hún gat gefið þeim að veganesti. Og þegar litli drengurinn minn fæddist, sem var svo lítill og ófullburða að honum var vart hug- að líf, þá kom hún með litla skó, sem alltaf eru geymdir, og lítinn miða, sem á stóð: Á Guðs góða vegi gakk elskulegi sól er hann sinna svo skalt þú vinna vel að hans verki vörðurinn sterki stjórna vill hann og styrkja starfsmenn er víngarð hans yrkja. Og þó að skórnir séu nú löngu orðnir of litlir, þá gengur drengur- inn nú á Guðs góða vegi, sem frænka mín orti svo fallega um. Gunna frænka mín var mikil bænakona, sem elskaði Frelsara sinn og var ófeimin við að boða öðrum fagnaðarerindið um Hann. Ég veit að núna er hún komin heim í dýrðina til Hans, þar sem hvorki er sorg né þjáning og þar fáum við að hittast aftur. Þess vegna ríkir nú söknuður en ekki sorg í hjarta mínu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." (V.Briem.) Elín Pétursdóttir Gunna frænka er dáin. Manni finnst það svo ótrúlegt að hún skuli ekki vera lengur á meðal okkar þessi góða frænka, sem var einskonar ættmóðir. Hún var góð- um gáfum gædd og mikilhæf kona. Hún fæddist að Brekku í Gilsfirði 29. september 1902, dóttir hjón- anna Elínar Magnúsdóttur og Jóns Theodórssonar. Hún var elst átta systkina, eftir lifa sex. Mar- grét lést 1967. Gunna frænka lifði í trúnni á Frelsara sinn alla tíð. Enda alin upp í mikilli Guðstrú á æskuheimili sínu og var það áreið- anlega hennar besta veganesti út í lífið. Ekki mun hafa verið mikið um veraldlegan auð á Brekku, en börnin uxu úr grasi og þeim farn- aðist vel í lífinu bæði hvað snertir veraldleg gæði og andleg. Hún giftist Óskari Guðlaugs- syni frá Siglufirði en þeim varð ekki barna auðið. En af systkinabörnum sínum var hún alltaf elskuð enda reynd- ist hún þeim alltaf éins og besta amma. Hún var búin að vera rúmliggj- andi síðustu árin mest heima hjá sér í Mjóuhlíð 16 í umsjá Eggerts bróður síns og önnu systur sinnar. Þar unnu þau mjög óeigingjarnt starf. Og hafi þau þökk fyrir það. Guðrún lést i öldrunardeild Landspítalans 21. júlí 1984 tæp- lega 82 ára. Megi hún hvíla í friði og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ruth Margrét Hallgríms- dóttir — Minning Fædd 13. desember 1916. Dáin 18. júlí 1984. Við biðjum þér blessunar Drottins, við þökkum þér samfylgdarárin. Við samgleðjumst þér, kæra vina, því nú ertu komin heim. (Georgsgildisbókin.) Við minnumst Margrétar, sem í okkar hópi var ævinlega kölluð Magga, sem hæglátrar og prúðrar konu. Hún var hlý og brosmild, virðuleg í framkomu, vingjarnleg við alla, glettin og gamansöm. Okkur leið alltaf vel i návist henn- ar og við mátum hana mikils. Hún varð snemma félagi í Kvenskátafélaginu „Valkyrjan" á Akureyri, sem frú Guðríður Norð- fjörð hafði stofnað árið 1923. Ung t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar míns, bróöur okkar og mágs, MAGNÚSAR H. RICHTER. Haraldur Þ. Richter, Samúel Richter, Sigurjón Richter, Vera Kristjánsdóttir, Soffía Richter, Baldur Kjartanason. t Þökkum samúö og hlýhug vlö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, EINARS M. ÞORVALDSSONAR, fyrrverandi skólastjóra, Austurbrún 4, Reykjavík. Guóný Einarsdóttir, Páll H. Ásgeirsson, Höröur Einarsson, Sigrföur Antonsdóttir, Þorvaldur Einarsson, Sigrún Gísladóttir og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR verður lokaö á morgun, 30. júlí, frá kl. 12.00. Háberg hfM Skeifunni 5A. að árum varð hún flokksforingi og síðan sveitarforingi og hóf að gegna ýmsum ábyrgðarstörfum innan félagsins. Eftir að Brynja Hlíðar lést árið 1947 varð hún félagsforingi Val- kyrjanna og gegndi hún því starfi um áraraðir. Síðustu árin starfaði hún í St. Georgsgildi Akureyrar, samtökum gamalla skáta. Hún var traustur og góður liðs- maður, og hafði brennandi áhuga á þvi að hinn sanni og rétti skáta- andi mætti ríkja. Við söknum hennar úr hópnum en um leið samgleðjumst við henni því nú er hún komin heim eins og við skátar segjum um þá sem látnir eru. Nú er hún laus við þjáningar og erfið- leika þess sjúkdóms sem varð henni að aldurtila. Við vitum að það kemur maður í manns stað, og að það er leiðin okkar allra að yfirgefa þessa jarð- vist. Það er dýrmætt að eiga fagr- ar minningar um góða vini og samherja. Margrét var heilsteyptur per- sónuleiki og vann verk sín með hlýju og einbeitni, ákveðin í því að þeir sem hún hafði afskipti af skyldu fá að njóta sín sem best. Það eru því margir sem hugsa hlýtt til hennar að leiðarlokum. Hlýhugur samferðamanna er gott veganesti. Með skátakveðju, Áslaug Guðlaugsdóttir, Sigríður Lárusdóttir, Hrefna Tynes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.