Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 51 Hallgrímur Hall- grímsson — Minning Laugardaginn 30. júní sl. bárust mér þau hörmulegu tíðindi, að Hallgrímur, góðvinur minn og samstarfsmaður, hefði verið lagð- ur inn á sjúkrahús þann dag vegna heilablæðingar. Sannfærður um öruggan bata er frá liði leit ég vongóðum augum til framtíðarinnar. En eftir erfiða skurðaðgerð hrakaði heilsu hans svo að ljóst var hvert stefndi. Hann lést 23. júlí sl. Hallgrímur fæddist 28. janúar 1931 og er því aðeins 53 ára er hann deyr. Kynni mín af Hall- grími hófust fyrir 10 árum. Ég hafði auglýst eftir starfsmanni og umsókn hans var ein af mörgum sem bárust. Hæverskt orðalag í umsókn hans bar eitthvað það með sér sem mér féll svo vel, að hann var einn af fjórum sem ég ákvað að fá til persónulegs viðtals. En svo fór að eftir viðtal mitt við Hallgrím sá ég enga ástæðu til þess að leita frek- ar. Á þeim árum sem eftir fylgdu varð ég ótal sinnum vitni að þeim traustvekjandi persónuleika sem í Hallgrími bjó og fékk sönnun þess að ég hafði borið gæfu til að skynja það gull af manni sem í honum bjó. í míhum huga var Hallgrímur einn af þessum hæ- versku, hugprúðu mönnum sem flíkaði ekki tilfinningum sínum að fyrra bragði en hafði til að bera ríka umhyggju og ábyrgðartilfinn- ingu, ekki aðeins gagnvart fjöl- skyldu sinni, heldur einnig gagn- vart samstarfsmönnum og starfi. Hann lifði samkvæmt þeirri sannfæringu, að sérhver maður ætti að vera ábyrgur gerða sinna. Hann var forkur duglegur í þeim verkum sem hann tók að sér og þoldi illa hálfkák og sérhlífni, enda úrræðagóður sjálfur og hert- ur af mikilli vinnu, allt til síðustu stundar. Hallgrímur var handlaginn með afbrigðum og kunni mjög góð skil á öllu sem viðkom vélum og bílum, enda kom það viðskiptavinum fyrirtækisins vel hve ráðhollur hann var í slíkum málum. Gagnvart ókunnugum kom Hallgrímur fyrir sem hlédrægur og alvörugefinn, en við nánari kynni eða jafnvel í einlægum sam- ræðum við viðskiptavin kom fljótt upp á yfirborðið, sú allt of sjald- gæfa blanda af alvöru og kímni, sem gefur samtali manna per- sónulegt gildi og skilur eitthvað eftir sig. Vinum hans verða frásagnar- snilld og spaugilegar samlíkingar á góðri stund ógleymanlegar. Sem vinnuveitandi, harma ég missi jafn ágæts starfsmanns og Hallgrímur var, en þó sakna ég enn sárar að fá ekki framar glaðst með sönnum glöðum dreng á góðri stund. Hann var sú manngerð, sem manni leið vel að hafa sér við hlið, hvort heldur var í starfi eða leik. Mér er efst í huga þakklæti til Hallgríms fyrir þau ár sem hann helgaði fyrirtæki mínu starfs- krafta sína og þá fágætu lifs- reynslu að aldrei skyldi koma til ágreinings í okkar samstarfi. Um- hyggja hans fyrir hag fyrirtækis- ins var slík, að ég vissi það í ör- uggum höndum þótt ég þyrfti að fara frá dögum saman þá er við vorum aðeins tveir við rekstur þess. Blessuð sé minning hans. Hulda mín, við Kristín vottum þér og börnunum, okkar innileg- ustu samúð á þessari sorgarstund. Guð blessi ykkur og styrki. Kolbeinn Pétursson Kveðja frá vinnufélögum Á morgun verður til moldar borinn vinur okkar og vinnufélagi Hallgrímur Hallgrímsson úr Garðabæ. Skjótt skipast veður í lofti og engan okkar grunaði er við skild- um í lok vinnudags 29. júní að einn okkar ætti ekki afturkvæmt á vinnustaðinn. Hallgrímur, sá okkar sem lengst hafði starfað hjá Háberg hf. og nýlega átti 10 ára starfsafmæli, lést eftir stutta sjúkralegu 23. þ.m. Við sem unnum með Hallgrími munum fyrst og fremst minnast hans sem góðs drengs, í starfi og leik og manns sem var mjög hæfur í starfi sínu enda oft til hans leit- að um lausn mála, er okkur hinum varð ráða fátt. Hann var ákaflega þægilegur og góður vinnufélagi, prúður og hógvær, sem vildi leysa hvers manns vanda. Og mikið munum við sakna kímni Hall- gríms enda á fárra færi að segja eins vel frá atburðum og mönnum og honum var lagið, þegar hann var í essinu sínu. Þó Hallgrímur væri dulur og bæri ekki „sín mál“ á torg duldist t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar mannsins mins og fööur, JAKOBS A. STEFÁNSSONAR, Ásvallagötu 10. Ráöhildur Guðmundsdóttir, Valgsröur Jakobsdóttir. engum sem hann þekkti hve annt honum var um og hve stoltur hann var af fjölskyldu sinni. Eiginkonu, Huldu Sigurðardótt- ur, og fjölskyldu, vottum við inni- lega samúð. t Innilegar þakkir þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur vináttu, hlý- hug og samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, VILBORGAR ÞJÓÐBJARNARDÓTTUR frá Akranesi. Kristján Þorsteinsson, Sigríóur Kristjánsdóttir, Jón Otti Sigurösson, Óskar Indriðason, Selma Júlíusdóttir, Valdimar Indriðason, Ingibjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON, byggingameistari, Efstasundi 37, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 31. júlí kl. 13.30. Valgeröur Steingrímsdóttir, Kolbrún Steingrímsdóttir, Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Guörún Steingrímsdóttir, Guömunda Steingrímsdóttir, Þórlaug Steingrímsdóttir, Sigþór R. Steingrímsson, Þorvaldur Björnsson, Elís Guömundsson, Pétur Ingi Ágústsson, Guömundur Jensson, Jón Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, GUNNARS TRYGGVASONAR frá Skrauthólum, Teigaseli 5, Reykjavík. Hallfríður Ásmundsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Þóra Siguröardóttir, Gunnar Smári Tryggvason. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur minnar, ömmu og systur, VALGERÐAR GÍSLADÓTTUR frá Vagnsstööum. Sérstakar þakkir tll starfsfólks delldar II G á Landspítala fyrir góöa umönnun. Þórunn Gísladóttir, Gyöa Kristinsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Ógmundur Jónsson, Gísli Jónsson, Gunnar J. Gislason. Kolbeinn Baldursson, Magnús Sveinþórsson, Henríca Jónsson, t Þakka innilega veitta samúö vegna fráfalls eiginmanns míns, REYNIS GUÐMUNDSSONAR, Brúsastööum. Sigrún Þóröardóttir, löunn Vaka Reynisdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, UNNAR JÓNSDÓTTUR, Silfurgötu 32, Stykkishólmi. Auöur Eiríksdóttir, Nína Eiríkadóttir, Helgi Eiríksson, Sesselía Eiríksdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Aöalheiöur Eiríksdóttir, Benedikt Sigurósson, Þorvaldur Ólafsson, Elínborg Karlsdóttir, Óli Jósepsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, örn Alexandersson og barnabörn. Láttu Samvinnubankann sjá um gjaldeyrisviðsklptln Samvinnubankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.