Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 Rœtt við Tómas Zoega, geðlœkni á geðdeild Landspítalans „Sýnt hefur verið fram á að um þriðjungur manna sem komast til vits og ára verður fyrir barðinu á geðsjúkdómi af einhverju tagi á lífsferli sínum. Tómas Helgason prófessor gerði eitt sinn könnun á tíðni geösjúkdóma á íslandi og komst að þeirri niðurstöðu að líkur á því að karlmenn, sem ná 60 ára aldri, og eigi einhvern tíma ævinnar við geðrænt vandamál að stríða, séu 32 prósent, en hjá konum er hlutfallið nokkuð hærra, um 35 prósent. Annars er hugtakið „geðræn vandamál“ víðtækt og felst í því bæði tímabundnir smákvill- ar sem oft læknast af sjálfu sér, og meiriháttar geðveiki, sem gerir viðkomandi einstakling óhæfan til að taka þátt í venjulegu lífi stóran hluta ævinnar. Enginn vafí er á því að geðsjúkdómar eru með stærri heilbrigðisvandamálum. Við íslendingar höfum staðið okkur nokkuð vel á þessu sviði og sótt mikið í okkur veðrið undanfarin ár. Má nefna í því sambandi byggingu geðdeildar Landspítalans, sem var mikið átak og bætti úr brýnni þörf. Við leggjum sífelit meiri áherslu á endurhæfingu og nú stendur fólki til boða bráðaþjónusta, ýmist á geðdeild Landspítalans eða Borgarspítalans, sem er mikið öryggisatriði. Á síðasta ári var 850 sinnum leitað til bráöaþjónustunnar, sem sýnir svart á hvítu hvflík nauðsyn hún er.“ Þ etta eru orð Tómasar Zoega, ungs geðlæknis á geðdeild Landspítal- ans, sem hlotið hefur menntun sína í Bandaríkjunum. Blaðamaður Morgunblaðsins átti nýlega samtal við Tómas um „geð- ræn vandamál" vítt og breitt, tíðni þeirra á íslandi sem annars stað- ar, helstu meðferðarform, árangur meðferðar og þar með batahorfur, skilgreiningu á geðveiki, sjúk- dómsgreiningu, orsakir og fleira. Geðsjúkdómar hafa löngum ver- ið feimnismál í hugum almenn- ings og öll umræða um þetta efni hlaðin fordómum og fáfræði. Af- staða fólks hefur þó verið að breytast hægt og sígandi í seinni tíð, menn eru farnir að horfast í augu við vandann og skipa geð- sjúkdómum á bekk með öðrum sjúkdómum. Tómas Zoéga telur að það hafi ekki verið nein tilviljun á sínum tíma að Kleppsspítalinn var reistur svo fjarri borgarmiðj- unni sem raun ber vitni og bendir á, að hvarvetna í heiminum hafi það verið eitt helsta keppikefli þeirra sem að geðheilbrigðismál- um vinna að koma á sérstökum geðdeildum innan hins almenna spitala. Það eitt hafi verið mikil- vægt skref í þá átt að breyta við- horfum fólks til þessa vandamáls. Geðræn vandamál eru, eins og Tómas vék að í inngangsorðunum, fjölþættur hópur vandamála, sem mörg hver eiga lítið annað sam- eiginlegt en það að taka til huga mannsins en ekki líkamans. Og það er lítið vit í því að ræða um svo fjölbreytilega kvilla undir einu og sama formerkinu. Fyrsta skref- ið hlýtur því að vera að biðja Tóm- as að gera grein fyrir helstu teg- undum geðsjúkdóma og megin- einkennum þeirra: Flokkun geð- sjúkdóma „Meiri háttar geðveiki er fyrst og fremst „schizophrenia", sem kallað hefur verið „geðklofi" á ís- lensku, og „manic-depressive psychoses", eða geðhvörf. Einnig eru ýmsar tegundir geðveiki sem eiga sér kunnar líkamlegar orsak- ir og fara vaxandi með hækkandi aldri. Löng hefð er á því að flokka áfengissýki og lyfjavandamál með geðsjúkdómum. Aðrir flokkar eru „neuroses" eða taugaveiklun, sér- stök vandamál tengd börnum og unglingum, persónuleikabrestir og fleira sem of langt mál yrði að telja upp. Annars getur flokkun á geðveiki verið með ýmsum hætti og það eru ekki allir sáttir við þessa sundurliðun, sem ég hef hér rétt drepið á. Schizophrenia Schizophrenia (geðklofi) er stundum greind í marga undir- flokka, en margir telja að frekar beri að líta á það sem við köllum schizophreniu í dag sem marga sjúkdóma. Helstu sjúkdómsein- kennin eru truflun á hugsun, bæði formi hugsunar og innihaldi, sem oft og einatt kemur fram í mynd- un ranghugmynda af ýmsu tagi og ofskynjana. Samfara þessari truflun á hugsun minnkar starfs- geta viðkomandi á öllum sviðum og samskipti við annað fólk eru í molum. Þetta er lýsingin í mjög GEÐ- SJÚK- DÓMAR n Tómas Zoega geðlcknir. Horgunbla&iS/Friðþjðfur Helgason. með stærri heilbrigðisvandamálum grófum dráttum, en ótal önnur einkenni eru fyrir hendi í einstök- um tilvikum. Geðhvörf Geðhvörfin lýsa sér í sveiflu milli þunglyndis og oflætis. öll þekkjum við þessa tilfinningu af eigin raun upp að vissu marki. Það veit hver einasti maður hvernig það er að vera langt niðri, geta varla drattast í vinnuna og þurfa að taka sig taki til að gera einföld- ustu hluti. Og vonandi þekkja flestir þá tilfinningu að vera „hátt uppi“, hressir og kátir. En þetta eru eðlileg geðbrigði og öllum mönnum sameiginleg. f geðhvörf- um verða sveiflurnar hins vegar það öfgakenndar að útilokað verð- ur fyrir fólk að lifa eðlilegu lífi. Þunglyndið getur orðið svo yfir- gengilegt að fólk segir ekki orð dögum saman, situr hreyfingar- laust og sýnir ekki nokkrum hlut hinn minnsta áhuga. Það missir oft matarlyst og sefur illa. Lífs- leiðahugmyndir sækja á og stund- um finnst fólki að sjálfsmorð sé eina lausnin. Vægt oflæti, eða oflæti í upp- sveiflu, er kannski ekki svo óþægi- legt ástand, jafnvel nokkuð gott og eftirsóknarvert. Fólk öðiast aukið þrek, verður virkara, hefur mikið álit á sjálfu sér og tekur til hend- inni af krafti á öllum sviðum. Hins vegar kemur að því að oflæt- ið keyrir um þverbak, dómgreind- in sljóvgast, og fólk tekur upp á því að gera hluti sem það mundi aldrei gera undir eðlilegum kring- umstæðum. Oft hefur þetta í för með sér verulega eyðslu á pening- um, sem er gjörsamlega úr takt við persónuleikann, eða menn ráð- ast í fráleit og óraunhæf verkefni. Á milli þessara sveifla er þetta fólk alveg eðlilegt og lifir sínu lífi eins og hver. annar. Tíðni geð- sveiflanna er mjög breytileg, allt frá einum eða tveimur sveifíum á ævinni upp í nokkrar á ári. Trufl- un á hugsun getur átt sér stað, bæði í þunglyndis- og oflætis- köstunum. Taugaveiklun Það sem nefnt er taugaveiklun er stór hópur geðkvilla, sem hafa viss sameiginleg einkenni. Sá sem þjáist af taugaveiklun hefur óskert raunveruleikamat, en ýmis einkenni sem há honum í daglegu lífi og geta dregið úr starfsget- unni. Án meðferðar er hætt við að einkennin verði iangvarandi. Ann- ars er athyglisvert, að Banda- ríkjamenn hafa sleppt hugtakinu „neuroses" eða taugaveiklun í síð- ustu flokkun sinni á geðsjúkdóm- um. Þeir fokka þetta frekar eftir einkennunum, sem eru aðallega þunglyndi, framtaksleysi og kvíði. Þunglyndið er mun vægara en I geðhvörfum, en kvíðinn getur tek- ið á sig ýmsar myndir. í sumum tilvikum er um ofsafengna hræðslu að ræða við ákveðna staði eða dýr, fólk getur ekki farið í lyftu, inn í stórmarkað, má ekki sjá könguló og annað í þeim dúr. Þessi fælni, sem svo er nefnd, er oft bundin við sérstakar aðstæður, en vill stundum breiða úr sér og teygja sig út yfir stóran hluta þess umhverfis sem fólk hrærist í. Og er þá auðvitað farin að spilla veru- lega fyrir daglegri tilveru þessa fólks.“ Tíðni geðsiúkdóma — Hver er tíðni þessara ein- stöku geðsjúkdóma hér á fslandi? Og ennfremur: er einhver munur á tíðninni hér á landi og annars staðar í hinum vestræna heimi? Eða eru sjúkdómarnir mismun- andi tíðir eftir þjóðfélagsháttum eða að einhverju leyti bundnir því hvernig ástand ríkir í þjóðfélaginu — til dæmis algengari á kreppu- tímum? „Svo ég svari seinni spurningun- um fyrst, þá virðist vera sem tíðni geðsjúkdóma sé nokkuð svipuð milli landa og þjóðfélaga. Það er þó erfitt að skera úr um þetta af öryggi. því mælikvarðar manna á geðsjúkdóma eru mismunandi og því er ekki alltaf ljóst að verið sé að bera saman sama hlutinn. En nokkur rök hníga að hinu að í löndum þar sem stéttaskipting er mikil sé geðklofi algengari í lægri stéttunum. Hins vegar hefur ekk- ert hefur komið í ljós sem bendir til að tíðni geðsjúkdóma sé breyti- leg eftir því hvaða stjórnskipun menn búa við, eða hvort velsæld eða kreppa ríki í þjóðfélaginu. Og þá á ég við geðsjúkdóma í hefð- bundinni merkingu þess orðs, en ekki „geðveiki" sem lýsir sér ekki í öðru en því að hafa skoðanir sem eru stjórnvöldum ekki þóknanleg- ar. Könnun Tómasar Helgasonar Fynr um það bil 25 árum gerði Tómas Helgason prófessor könnun á tíðni einstakra geðsjúkdóma hjá öllum fslendingum sem fæddust á árunum 1895—97 og voru á lífi 1910. Alls voru það 5395 manns sem rannsóknin tók til. Fyrsta könnunin var gerð þegar hópurinn hafði náð 60 ára aldri en síðar hafa Tómas Helgason og Hall- grímur Magnússon læknir fylgst með þessu fólki og síðast tók at- hugunin til 1000 manna hóps sem náð hafði áttræðisaldri. Niður- stöður þessarar athugunar notar Tómas síðan til að spá fyrir um líkur á því að menn verði fyrir barðinu á geðsjúkdómi. Eins og ég gat um í upphafi eru samkvæmt þessu 32% lfkur á að karlmaður sem náð hefur 60 ára aldri eigi við geðrænt vandamál að stríða ein- hvern tíma á ævinni, en 35% líkur hjá konum. Tiðni psychoses er 5% hjá körlum, en 7% hjá konum, þar af er geðklofi vel innan við 1%, en geðhvörf um 2% hjá körlum á móti 3% hjá konum. Geðveiki sem ekki á sér kunnar líkamlegar orsakir, eins og blæðingar I heila, hrörnunarsjúkdómar ýmiss konar og annað af því tagi var um 2%,' en aðrar tegundir psychoses voru hverfandi. Tíðni taugaveiklunar reyndist vera um 10% hjá körlum, en 18% hjá konum. Það er athyglisvert, að í könnuninni 1957 var alkóhólismi um 9% hjá körlum en aðeins 1% hjá konum. Menn geta svo dregið þær ályktanir af þessu sem þeir vilja! Samkvæmt skilgreiningu taldist greindarskortur til geð- sjúkdóma í þessari rannsókn og er um 2—3% af heildartölunni, og tíðni persónuleikagalla var svipuð. Þótt heildartalan, 32—35%, sé ansi há verða menn að hafa það í huga að margt af þessu er ekki alvarlegs eðlis sem sést kannski best á því að einungis tæplega 10% af þeim sem geðræn vanda- mál þjaka stíga nokkurn tíma fæti inn á geðsjúkrahús. Oft leita menn sér aðstoðar annars staðar f helbrigðiskerfinu, ýmist á einka- stofum hjá sálfræðingum eða geð- læknum, eða hjá heimilislækni. Eins er öruggt að stór hópur kemst yfir meinið án aðstoðar, ef það er ekki þeim mun alvarlegra." Orsakir geð- sjúkdóma — Hvað vita menn um orsakir geðsjúkdóma? „Það er nú satt að segja ósköp lítið. Langflestir hallast þó að þvf að schizophrenia og geðhvörf eigi sér að verulegu leyti vefrænar rætur, þótt umhverfisáhrif þurfi sennilega einnig að koma til. Það eru tífaldar líkur á því að barn verði geðklofi ef annað foreldrið er það, miðað við barn sem á heil- brigða foreldra. Og enn meiri lík- ur ef báðir foreldrarnir eru schizo- phren. Rannsóknir á eineggja tví- burum styðja einnig þá skoðun að erfðaþættir ráði miklu um sjúk- dóminn. Það hefur komið á daginn að sé annar tviburinn schizophren, þá eru 30—40% líkur á að hinn verði það einnig. Raunar segir þetta okkur lika að það eru ekki einungis líffræðilegir þættir sem sjúkdómnum valda: ef svo væri ætti sjúkdómsfylgnin hjá eineggja tvíburum að vera 100%, því þeir eru erfðafræðilega eins. í gegnum tfðina hafa verið sett- ar fram ýmsar kenningar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.