Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 „Dómurinn ekki fordæmi í máli Aðalsteins“ — segir Jón Steinar Gunnlaugsson um ummæli Gunnars Guðbjartssonar JÓN Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur Aðalsteins Árnasonar á Hýrumel í Borgarfirði, vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í Mbl. sl. sunnudag um gjöld Aðal- steins til Stofnlánadeildar landbún- aðarins: „Dómurinn sem framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðsins nefnir er ekki fordæmi í máli Aðalsteins. í gamla málinu var deilt um hvort yfirleitt mætti innheimta skatt af bændum til að fjármagna Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Aðal- steinn byggir ekki á því að slíkt sé yfirleitt óheimilt. Hann byggir hinsvegar á því, sem ekki reyndi á í hinu málinu að skilyrði gjaldtök- unnar sé að allir bændur njóti jafns réttar til lánafyrirgreiðslu. Að öðru leyti er athyglisvert við ummæli framkvæmdastjórans að hann tjáir sig ekkert um hvort hann telji það standast að skylda Aðalsteins til aðildar að hags- munafélögum bænda með vald- boði. Bendir það til þess að erfitt sé um rökstuðning með þeirri skipun." Vigdís Finnbogadóttir sett inn í embætti í annað sinn á morgun VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti ís- lands, verður sett inn f embætti I annað sinn á morgun, en þá hefst annað kjörtímabil hennar sem for- seti fslands. Athöfnin hefst með því að geng- ið verður frá Alþingishúsinu til dómkirkju, þar sem guðsþjónusta verður haldin og hefst hún klukk- an 15.30. Séra ólafur Skúlason vígslubiskup prédikar og blandað- ur kór undir stjórn Marteins Hunger syngur. Að guðsþjónustunni lokinni er gengið til Alþingishúss, þar sem forseti Hæstaréttar lýsir forseta- kjöri og útgáfu kjörbréfs og fer með eiðstafinn, sem forseti ís- lands undirritar. Að undirritun lokinni gengur forseti íslands fyrir forseta Hæstaréttar sem af- hendir honum kjörbréfið. Forseti fslands gengur þá fram á svalir Alþingishússins með kjörbréfið í hendinni, minnist ættjarðarinnar og flytur ávarp. Síðan syngur dómkirkjukórinn þjóðsönginn. Auk þess að kórinn syngur við Alþingishúsið mun lúðrasveit leika á Austurvelli. Morgunblaðið/Július. Þyrla kemur með hina slösuðu í Borgarspítalann um kl. 23.30 á sunnudagskvöld. Alvarlegt umferðarslys í Norðurárdal á sunnudag: Átta fluttir í sjúkrahús ATTA farþegar úr tveimur bifreið- um voru fluttir í sjúkrahús á sunnudagskvöld eftir að þær höfðu rekist harkalega saman í Norður- árdal um kl. 19 um kvöldið. Sex farþeganna voru strax fluttir með sjúkrabifreiðum í Sjúkrahús Akraness en þyrla frá varnarliðinu sótti tvo á slysstað að beiðni Borgarneslögreglunn- ar. Þyrlan lenti síðan á Akranesi til þess að taka einn sexmenn- inganna með áleiðis í Borgar- sjúkrahúsið sökum alvarlegra áverka. Aðeins einn farþeganna slapp með minniháttar meiðsl, hinir hlutu skurði og beinbrot. Einn farþeganna var enn í lífs- hættu síðast er Mbl. frétti. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi, sem fékk tilkynningu um slysið um kl. 19.20, er erfitt að segja nákvæmlega til um tildrög slyssins að svo komnu máli, þar sem enn hefur ekki verið hægt að yfirheyra bílstjórana af skilj- anlegum ástæðum. Svo virðist þó, sem önnur bifreiðin hafi ver- ið að taka fram úr vöruflutn- ingabifreið með tengivagn á suð- urleið er slysið varð. Hafi bif- reiðirnar rekist mjög harkalega saman, nánast beint framan á hvora aðra. Sem fyrr segir kom þyrla varnarliðsins á staðinn um kl. 22.30 en hafði þá eitthvað villst af leið áður sökum ónákvæmrar staðarákvörðunar slyssins. Ekki sagðist lögreglan í Borgarnesi gera sér grein fyrir hvað hefði farið úrskeiðis en þyrlan hefði verið komin í loftið um kl. 21.10. Fljótlega gekk fyrir sig að koma hinum slösuðu um borð í þyrluna og var hún lögð af stað áleiðis til Reykjavíkur fáeinum mínútum eftir lendingu. Lögreglan í Borgarnesi óskar eftir að koma á framfæri þakk- læti til vegfarenda, sem veittu ómetanlega aðstoð við aðhlynn- ingu hinna slösuðu. Þetta alvar- lega umferðarslys fylgdi í kjöl- far annars í Norðurárdalnum fyrr á sunnudaginn. Rétt er að minna vegfar- endur á það hér í lokin að fara að öllu með gát því framundan er mesta umferðarhelgi ársins. Óyenjumiklar gangtruflanir í bflum: Bensínið talið orsökin 'O INNLENT ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um gangtruflanir í bifreiðum á höfuð- borgarsvæðinu undanfarnar vikur. Haliast viðmælendur Mbl. helst að því að einhver sveifla í oktantölu bensínsins, sem selt er hér á landi, kunni að vera orsök þessa. Oktan- tala er mælikvarði á gæði bensfns og er það þeim mun betra því hærri sem talan er. Bensín hérlendis er yfírleitt 93 oktan. Friðgeir Indriða- son, stöðvarstjóri hjá Olís, sem m.a befur eftirlit með sýnatöku af öllu því bensíni, sem félagið flytur inn, taldi þessa skýringu hins vegar ekki líklega. „Svo gott sem hver einasti bíl- eigandi, sem komið hefur inn með bíl til stillingar hjá okkur að und- anförnu, hefur kvartað undan því hversu erfitt hefur verið að gang- setja bílinn heitan. Mörg dæmi eru þess, að bílarnir hafi drepið á sér á gatnamótum og ekki farið í gang aftur,“ sagði Loftur Hauks- son, verkstæðisformaður hjá P. Samúelsson, Toyota-umboðinu. „Ég var nú að frétta það fyrir helgina frá kollega mínum hjá Bílaborg að þeir hjá olíufélögun- um hefðu verið að blanda 92 og 98 oktan bensíni saman," sagði Loft- ur ennfremur. Mbl. ræddi við verkstæðisfor- menn hjá Mazda-umboðinu, Bíla- borg, Toyota-umboðinu, P. Sam- úelsson og Volvo-umboðinu, Velti, í gær og bar þeim öllum saman um að óvenjulega mikið væri um gangtrufianir, ekki sfst ef tekið væri mið af árstima. Lýsing eig- endanna á truflununum væri nær alltaf hin sama; bíllinn færi í gang strax á morgnana á fullu innsogi en ef drepið væri á vélinni eftir að hún væri orðin heit væri nær ómögulegt að koma bifreiðinni í gang á ný. „Það er að sjálfsögðu engin leið fyrir mig að fullyrða um hluti sem þessa, en okkur hefur óneitanlega dottið þetta í hug,“ sagði Sigurður óskarsson, verkstæðisformaður hjá Bílaborg, og vísaði þá til bens- ínsins. Sigurður Kristófersson hjá Velti sagðist oftlega hafa velt því fyrir sér hvort það gæti verið, að sveiflur væru á oktantölu bensíns. Sér væri í mun að komast að þvf því þar með mætti e.t.v. skýra stóran hluta þeirra gagntruflana, sem verkstæðið hefði þurft að glfma við. Þorsteinn Pálsson um aðgerðir rikisstjórnarinnar: Stærsta skref frá miðstýr- ingu í peningakerfinu í 25 ár — bjargföst ákvörðun að hefja ekki gengisfellingarleikinn „MIKILVÆGASTA atriðió í þess- um ákvöróunum er sú algjöra breyting sem geró er á vaxta- ákvöróunum. Bankarnir fá nú sjálfstæói til að ákveóa vexti á inn- lánum og útlánum aö öóru leyti en því að Seólabankinn ákveður lág- marksvexti á sparisjóðsinni- stæóum. Þetta er að mínu mati stærsta skref frá miöstýringu í peningakerfínu frá því að viðreisn- araögerðirnar voru ákveónar fyrir 25 árum,“ sagði Þorsteinn Páis- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar í gær, sem teknar voru að loknum þingfíokksfundum stjórnarfíokkanna. „í ákvörðunum ríkisstjórnar- innar felst í senn frelsi fyrir bankana og ábyrgð þeirra á því að viðhalda jafnvægi á fjár- magnsmarkaðnum. En þar hafa hlutirnir gengið úrskeiðis sfð- ustu vikur. Um leið er ákveðið að auka aðhald að bönkum og skipt- ir þar mestu að stefnt er að því að draga úr sjálfvirkum aðgangi viðskiptabanka til að stofna til yfirdráttarskulda í Seðlabank- anum. Bankarnir eiga nú f aukn- um mæli að gera þetta í við- skiptum sín á milli. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að stemma stigu við jafnvægisleys- inu sem hefur verið að myndast á þessu sviði undanfarnar vik- ur,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Um aðgerðirnar sem miða að þvf að rétta hag sjávarútvegsins sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins: „í því efni á að hraða fram- kvæmd þeirrar skuldbreytingar sem þegar er ákveðin og auka fjárútvegun til viðbótarskuld- breytingar á lausaskuldum hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum. Þorsteinn Pálsson Þá verða útgerðinni tíma- bundið endurgreiddir skattar sem hún hefur greitt. Er þetta gert á meðan verið er að vinna að breytingum á verðmyndun og fyrirkomulagi í olíusölu í því skyni að geta þegar í stað gripið á aðsteðjandi vanda. Loks er það veigamikil ákvörðun að gera þeim fyrir- tækjum sem vilja ganga undir fjárhagslega og rekstrarlega endurskipulagningu tilboð um að leggja skipum. Það er ljóst að það þarf víða uppskurð í rekstri fyrirtækja i sjávarútvegi og rfk- isstjórnin vill fyrir sitt leyti stuðla að því að það geti orðið með þessum hætti. Með öllu er útilokað að halda öllum flotan- um úti til jafn lítilla veiða og raun ber vitni. Þetta tilboð ríkis- stjórnarinnar um að aðstoða fyrirtæki við fjárhagslega og rekstrarlega endurskipulagn- ingu, tel ég merkilegt nýmæli." Að lokum sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins: „Það er bjargföst ákvörðun að verða ekki við nein- um kröfum um að hefja gengis- fellingarleikinn að nýju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.