Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 Framleiðsluráð skorar á utanríkisráðherra: Varnarliðið verði skyldað að kaupa íslenskar búvörur FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins samþykkti ályktun á fundi sínum fyrir skommu þar sem minnt er £ þau ákvæði framleiðsluráðslaganna að innflutn- ingur landbúnaðarvara megi því aðeins fara fram, að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfum. f ályktuninni er skorað á utanríkisráðherra að beita ikvæðum íslenskra laga og skylda varnarliðið á Keflavíkurflugvelli nú þegar til að kaupa íslenskar búvörur til neyslu bæði á flugvellinum sjálfum sem og utan hans. í ályktuninni segir að umrædd lagaákvæði hafi verið brotin árum saman með innflutningi til varn- arliðsins, þó að nægar íslenskar búvörur hafi verið til í landinu, sem fullnægt hefðu þörfum varn- arliðsins. Jafnframt hafi ákvæði tollalaga verið brotin með flutn- ingi búvara og fleiri neysluvara út af flugvallarsvæðinu til varnar- liðsmanna og ef til yill fleiri aðila, sem búa utan flugvallarins. I ályktuninni segir einnig „Með til- vísun til þess að nú beitir stjórn Bandaríkjanna gömlum laga- ákvæðum til að útiloka íslensk skipafélög frá því að flytja vörur frá Bandaríkjunum til Keflavíkur, skorar Framleiðsluráð landbúnað- arins á utanríkisráðherra, hr. Geir Hallgrímsson, að beita ákvæðum íslenskra laga og skylda varnarliðið nú þegar til að kaupa islenskar búvörur til neyslu, bæði á flugvellinum sjálfum sem og utan hans." Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að varnarliðið keypti neyslumjólk hér á landi en flytti inn allar aðr- ar búvörur. Þetta hefði verið svona alla tíð þrátt fyrir að Fram- leiðsluráð hafi margsinnis minnt á þau ótvíræðu lagaákvæði sem bönnuðu innflutning búvara og hefði því verið borið við að Banda- ríkjamönnum væri heimilað þetta í varnarsamningnum. f----------- Eru þeir að fá 'ann 7 ¦ Löndunarstopp í Vestmannaeyjum Vestmannmeyjum, 28. júlí. f GÆR var síðasti löndunardagur hjá bátum og togurum fyrir þjóðhá- tíð og munu fryst ihúsin ekki taka á móti fiski aftur fyrr en 20. ágúst nk. Löndunarstoppið nú varir því í þrjár vikur sem er einni viku styttra en undanfarin ár. Mikill afli hefur bor- ist á land síðustu dagana þannig að næg vinna verður í frystihúsunum alla þessa viku. Ástæður þess að frystihhúsin loka eru fyrst og fremst þær að undanfarin ár hefur mikill meiri- hluti starfsfólks þeirra yfirleitt tekið sín sumarfrí um og eftir þjóðhátíð og auk þess loka barna- heimilin á þessum tíma vegna sumarleyfa. Þ6 svo húsin hætti að taka við fiski þessar þrjár vikur þýðir það ekki að öll vinna í þeim leggist niður. Fastráðnu starfs- fólki gefst kostur á vinnu við ýmis lagfæringarstörf og viðhald. Vegna löndunarstoppsins mun bátaflotinn vera bundinn við bryggju næstu vikurnar og fjórir af togurunum munu verða í höfn næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. Þrír togarar hafa haldið til veiða og munu sigla með aflann til Englands og Þýskalands. — hkj. Líflegt í Andakflnum Veiði í Andakílsá hefur verið betri nú en á sama tíma í fyrra, bara nokkuð lífleg á köflum. Um helgina voru komnir milli 70 og 80 laxar á land. Veiðimenn sem voru í ánni á laugardaginn færðu tíðindin, þeir veiddu ekk- ert, en sáu eitthvert líf, lítið þó. Á hinn bóginn var áin vatnsmik- il. Laxarnir hafa bæði veiðst á maðk og flugu, en i ánni ku vera mjög skemmtilegir fluguveiði- staðir. Vænn lax, einkum fram- an af, upp í 14 til 15 pund, en svolítið smærri upp á siðkastið. Álftá þrumugóð Álftá hefur ekki svikið í sumar, þar er mikið af Iaxi og alltaf að ganga nýr fiskur. Til dæmis komu sex laxar á land á föstudaginn, fjórir grálúsugir. Áin var þá að jafna sig eftir mikið flóð aðfaranótt fimmtu- dagsins og langt fram eftir þeim degi. Mikið og gott vatn hefur verið í ánni og laxinn veiðst víða, mest þó á þremur stöðum, í Kerfossi, Stekkjarkvörn og Hrafnshyl. Laxinn í Álftá er iðu- lega geysivænn, mikið um 10 til 14 punda laxa og þeir stærstu 17 til 19,5 pund, sex slíkir voru komnir á land á föstudaginn. Meðalþunginn hefur dvínað ögn síðustu vikurnar þar eð smálax hefur gengið í talsverðum mæli. 136 laxar voru komnir á land á föstudagskvöld og þeir sem veitt hafa um helgina hafa átt við ána í sinum skemmtilegasta ham; að jafna sig eftir flóð og fulla af laxi! Stórir sjóbirtingar í Leirvogsá Talsvert hefur borið á sjóbirt- ingi í Leirvogsá síðustu daganna og eru margir þeirra rokvænir. Þannig veiddi Kristinn Jör- undsson einn 5 punda á svarta Frances i Helguhyl á sunnudag- inn og sagði hann að fimm aðrir slíkir hefðu verið skráðir í veiði- bókina. Nokkuð á þriðja hundrað laxa eru komnir á land úr Leir- vogsá, sem er afar gott. Laxinn veiðist um alla á og er sagt mikið magn af fiski í gljúfrunum fyrir ofan Ketilhyl, en þangað nenna ekki allir, enda brattlendi mikið og strembin ganga. Punktar úr Borgarfirði. Milli 70 og 80 laxar hafa veiðst i Straumunum og þar er sagt talsvert af laxi. Ætti það að gleðja veiðimenn og eigendur veiðiréttar i Norðurá og Gljúf- urá, því búast má við því að Straumalaxinn gangi í þær ár. Fyrir skömmu veiddist 23 punda lax í Straumunum, en obbinn af laxinum er þó smár. Enn er heldur slök veiði víða í Borgarfirði, einkum í Norðurá og Þverá. Frétti blm. Mbl. að eitt holl i Þveránni fyrir skömmu hafi aðeins fengið 7 laxa á 7 stangir á 3 dögum. Ekki burðug veiði það. Heldur er frískara í Norðurá þó ekki sé hún_góð á eigin mælikvarða. Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Carlsberg, missti þann stóra þar fyrir skömmu, þreytti ferlíkið, sem tók flugu í Veiðilækjar- kvörn, í 50 mínútur áður en aust- urriskur veiðifélagi hans brá miklum háf og sterklegum undir ekki síður sterklegan laxinn. En í stað þess að renna höfðinu fyrst inn í háfinn eins og Magn- ús hafði sagt fyrir um, smeygði sá austurríski háfnum undir lax- inn miðjan, hífði svo. Háfurinn brotnaði , taumurinn slitnaði, Magnús varpaði stönginni frá sér og hljóp út í skóg til að halda ró sinni. „Ég var smeykur um að ég myndi henda honum í ána, en auðvitað rann mér reiðin strax. Þetta var mér bærilegra er ég mundi eftir orðum skosks vinar míns, er hann sagði: „Þú missir ekki laxinn ef þú setur ekki í hann." Sem sagt, hefði ég heldur viljað að ævintýrið hefði aldrei gerst? Auðvitað er svarið nei. Ég svaf því vært um nóttina, en ég efast um að félagi minn hafi gert svo," sagði Magnús. Við Gljúfuri í Borgarfirði. Árekstur báts og ísjaka VÉLBÁTURINN Happasæll lenti í árekstri við ísjaka sjó' sjómílur vest- ur af Grímsey nú um helgina. Rifa kom i bitinn fyrir ofan sjólínu og hélt hann inn til Grímseyjar, þar sem hann hafði skamma viðdvöl meðan gert var við skemmdimar til briðabirgða. Báturinn hélt að lokinni viðgerð á veiðar aftur, en hann er á grá- lúðuveiðum. Happasæll er um 200 lestir að stærð. Hárgreiðslusveinar: Gott verkfall VERKFALL hirgreiðslusveina á föstudag gekk vel að sögn Stellu Hauksdóttur, formanns llár greiðslusveinafélags íslands, en þó gerðu örfiar stofur sig sekar um verkfallsbrot með því að lita nema ganga í verk sveina. Enginn nýr fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara en Stella sagðist búast við að hann yrði upp úr helginni. Lítið hefur enn miðað til lausnar í kjaradeil- unni og verður verkfall að nýju næstkomandi föstudag hafi samn- ingar ekki tekist. Við erum komnir í Olympíu- liðið ^ OffídalRknof ^\ I theLos Angeies ^5 í 1984 Otymptcs <&P FUJI-liðiö er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympiu- leikanna í Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur í sambandi við Olympiuleikana 1984 Á Olympiuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - í þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOR HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litrikari myndir en áður hefur þekkst. Nýja FUJICOLOR HR filman markar timamót í litfilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Þess vegna á FUJI vel heima á OLympíuleik- unum - því þar eru aðeins þeir bestu l Á 0**mf*t S^nooJ, C IMOLA Of Cam JV HKjH resolution FUJI PHOTO FILM CO, LTD. Tokyo, Japan < 1983 / Ný i;L» FUJICOLOR KjH33333íaarm m a HRJ00/HR400 SKIPHCXTI 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.