Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum: Dregið úr þenslu og stuðlað að lausn á vanda sjáyarútyegsins Morgunblaðid/Árni Sæberg. Frá blaðamannafundi ríkLsstjórnarinnar í gær, þegar kynntar voru aðgerðir hennar í efnahagsmálum. Á myndinni eru frá vinstri Magnús Torfi Ólafsson, blaóafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, Jón Helgason, landbúnaöarráðherra. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og settur forsætis- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, og Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Hér fer á eftir í heild fréttatil- kvnníng ríkisstjórnarinnar um að- gerðir í efnahagsmálum, sem gefin var út í gær: Framvinda efnahagsmála á fyrri hluta þessa árs sýnir, að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur þegar skilað miklum árangri. — í fyrsta lagi hefur verðbólga hjaðnað geysimikið. Þegar ríkisstjórnin tók við störf- um í fyrravor, var árshraði verð- bólgunnar 130% en er nú innan við 15% og fer lækkandi. í öðru lagi hefur tekist að tryggja fulla atvinnu. í þriðja lagi hefur kaup- máttur tekna almennings ekki rýrnað frá því, sem var á síðasta fjórðungi fyrra árs. En hagtölur fyrstu sex mánaða þessa árs sýna einnig hættumerki. Innflutningur hefur aukist mun meira en áætlað hafði verið og því horfur á, að viðskiptahalli stefni i 4% af þjóðarframleiðslu í stað 2% í fyrri spám. Þá hafa komið æ skýrar í ljós rekstrarerfiðleikar í sjávarútvegi, einkum í togaraút- gerðinni. Hvort tveggja stefnir í hættu þeim mikla árangri, sem náðst hefur á einu ári í því að koma á betra jafnvægi í efna- hagsmálum, sem er forsenda góðra lífskjara og framfara í land- inu. Um þessar mundir er því við tvö meginvandamál að etja í íslensk- um þjóðarbúskap, aukinn við- skiptahalla við útlönd og erfiða stöðu sjávarútvegsins. Orsakir þessa vanda eru annars vegar vax- andi eftirspurnarþensla innan- lands vegna jafnvægisleysis í peningamálum og hallarekstrar í ríkisbúskapnum, en hins vegar aflaminnkun og markaðserfiðleik- ar í sjávarútvegi, ásamt þungri skuldbyrði vegna mikillar fjár- festingar fyrri ára. Mikið er í húfi að ráðist verði án tafar að þessum vanda með að- gerðum, er bæði dragi úr þenslu og stuðli að lausn rekstrar- og skipulagsvanda sjávarútvegsins. Rikisstjórnin hefur því ákveðið að beita sér þegar í stað fyrir marg- víslegum ráðstöfunum til þess að snúast gegn þessum tvíþætta vanda. Annars vegar er hér um að ræða aðgerðir í ríkisfjármálum, peninga- og lánamálum, en hins vegar aðgerðir í sjávarútvegsmál- um. Fer hér á eftir yfirlit yfir að- gerðir þessar, en jafnframt er við undirbúning fjárlagafrumvarps og lánsfjáráætlunar fyrir árið 1985 unnið að því að koma á jafnvægi í fjármálum ríkissjóðs og annarra opinberra aðila. Einnig er unnið að frekari lausn á rekstrar- og skipulagsvanda sjávarútvegsins eftir því sem aðstæður krefja og við mótun fiskveiðistefnu næsta árs. Aðgerðirnar í ríkisfjármálum, peninga- og lánamálum eru allar byggðar á gildandi lagaheimildum og fela í sér tvennt: Annars vegar miða þær að því að draga úr þenslu með tiltækum ráðum, þ.e. frestun ríkisframkvæmda og lækkun útgjalda, breytingu á til- högun vaxtaákvarðana og tíma- bundinni hækkun sparisjóðsvaxta, aukinni innlánsbindingu og tak- mörkun á erlendum lántökum við- skiptabankanna. Hins vegar er auknu lánsfé beint til útflutningsatvinnuveg- anna með tilfærslu afurðalána til viðskiptabanka og hækkun þess- ara lána en jafnframt verður inn- lend lánsfjáröflun til íbúðalána- kerfisins aukin. Aðgerðirnar í sjávarútvegsmál- um eru þríþættar auk hækkunar afurðalána í 75%: í fyrsta lagi eru sett bráða- birgðalög um aukið fé til skuld- breytingar í sjávarútvegi. Til ráð- stöfunar í þessu skyni verða nú 500 millj. kr., auk þess sem gert er ráð fyrir þátttöku annarra aðila í þessu efni. í öðru lagi er í bráðabirgðalög- unum ákvæði um tímabundnar greiðslur úr Aflatryggingasjóði, sem nema 3% af aflaverðmæti næstu þrjá mánuði. Þetta fé verð- ur endurgreitt úr ríkissjóði. Fyrir lok október nk. mun svo liggja fyrir með hvaða hætti og í hvaða mæli varanleg lækkun útgerðar- kostnaðar mun leiða af þeirri endurskoðun á skattlagningu og verðlagningu á olíuvörum sem nú stendur yfir. í þriðja lagi mun ríkisstjórnin greiða fyrir aukinni hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsins með því að gera útvegsmönnum kleift að taka óhagkvæmustu skipin úr rekstri, á þann hátt, að greiðslubyrði af stofnlánum, sem á þeim hvíla, verði af þeim létt. Þessi ákvörðun er liður í þeirri endurskipulagn- ingu á fjárhag og rekstri útvegs- ins, sem nú er jiauðsynleg svo hann geti framvegin verið traust undirstaða atvinnu og lífskjara. Yfirlit yfir aðgerðir I. Kíkisfjármál, peninga- og lánamál 1. Frestun ríkisframkvæmda og lækkun útgjalda. Ekki verður ráðist í nýjar framkvæmdir eða fram- kvæmdaáfanga á vegum ríkis- ins, ríkisfyrirtækja eða ríkis- bankanna á þessu ári, hvort sem þær hafa verið ákveðnar í fjárlögum eða á annan hátt, nema ríkisstjórnin samþykki þær með sérstakri ákvörðun. Ríkisstjórnin mun við þessa frestun framkvæmda hafa hlið- sjón af atvinnuástandi og sér- staklega leitast við að draga úr staðbundinni þenslu á vinnu- markaði. Verksamningar um nýjar framkvæmdir eða fram- kvæmdaáfanga verða ekki gerðir og reynt verður eftir því sem frekast er unnt að hægja á þeim ríkisframkvæmdum, sem þegar eru hafnar, og draga úr útgjöldum. Með þessari ákvörðun er frestað framkvæmdum og út- gjöldum að fjárhæð 150 millj. kr. á árinu 1984, sem draga mun úr þörfinni fyrir erlendar lántökur. 2. Lífeyrissjóóir og tryggingafélög Gert verður átak til þess að tryggja með samningum nauð- synleg verðbréfakaup af hálfu lífeyrissjóðanna til þess að full- nægja fjárþörf íbúðalánakerf- isins, ella verði dregið úr íbúða- lánum eða þau veitt félögum í lífeyrissjóðum í formi veðdeild- arbréfa, er þeir geta síðan sjálf- ir selt sjóðunum. Auk þess verður leitað eftir samningum við lífeyrissjóði og tryggingafélög, um að þessir aðilar kaupi skuldbreytingar- bréf sjávarútvegsfyrirtækja með milligöngu viðskiptabanka og með stuðningi Framkvæmdasjóðs. 3. Vextir Ríkisstjórnin vill hvetja til aukins sparnaðar og er því samþykkt að Seðlabankinn hækki vexti af almennum sparisjóðsbókum tímabundið um 2%. Jafnframt veitir Seðla- bankinn innlánsstofnunum svigrúm til sjálfstæðrar ákvörðunar annarra innláns- vaxta og útlánsvaxta, en þess verði þó gætt, að þetta leiði ekki til aukins vaxtamismunar. 4. Innlánsbinding Ríkisstjórnin heimilar Seðla- bankanum að beita nýfenginni lagaheimild til innláns- bindingar allt að 5% af heildar- innstæðu. Þessari heimild verð- ur þó aðeins beitt í áföngum og að höfðu samráði við viðskipta- ráðherra. Heimildin verður ekki notuð til þess að skapa grundvöll nýrra útlána úr Seðlabankanum, heldur til þess að greiða fyrir þróun milli- bankamarkaðs og til þess að innlánsstofnanir geti veitt sjávarútveginum nauðsynlega fyrirgreiðslu við núverandi að- stæður, án þess að valda þenslu. 5. Erlendar skuldir viðskiptabanka Settar verða nýjar reglur um erlend viðskipti innlánsstofn- ana, er koma í veg fyrir að þær fjármagni lánveitingar sínar með skuldasöfnun erlendis. Jafnframt verður sainið um þann hluta erlendra skulda inn- lánsstofnana, sem þegar hefur verið stofnað til umfram eðlileg mörk. 6. Aðhald að útlánum bankanna Ríkisstjórnin er þess hvetj- andi, að Seðlabankinn hlutist til um, að dregið verði úr lán- veitingum innlánsstofnana til neyslu, til afborgunarviðskipta, svo og til almennrar fjárfest- ingar. Settar verða mjög hertar reglur um viðskipti innláns- stofnana við Seðlabankann, er miði að því að koma í veg fyrir skuldasöfnun og veita aðhald í útlánum. 7. Afurðalán Venjuleg afurðalán frá við- skiptabönkum út á útflutnings- framleiðslu verða framvegis ekki lægri en 75%. Gert er ráð fyrir að þessi lán geti verið með gengisákvæði, hvort sem þau eru endurkeypt af Seðlabanka eða ekki. Jafnframt verður sú skipulagsbreyting gerð í haust, að hætt verður endurkaupum afurðalána af hálfu Seðlabank- ans, og þessi viðskipti að öllu leyti færð til viðskiptabanka og sparisjóða. 8. Verðbréfamarkaður og ríkisvíxlar Haldið verður áfram að efla markað fyrir ríkisvíxla og opinber verðbréf. Stefnt verður að því að koma á formlegum markaði fyrir slík verðbréf á vegum Seðlabankans. II. Sjávarútvegsmál 1. Skuldbreyting í sjávarútvegi Allt kapp verður lagt á að hraða skuldbreytingu í sjávar- útvegi og aukið lánsfé að upp- hæð allt að 350 millj. kr. útveg- að til viðbótar þeim 150 millj- ónum, sem nú eru til ráðstöfun- ar til skuldbreytingar utan bankanna. Skuldbreytingin mun ná bæði til veiða og vinnslu. Lögð er áhersla á það, að viðskiptafyrirtæki sjávar- útvegsins, einkum olíufélög, taki þátt í skuldbreytingunni, en skilyrði verða sett bæði um viðunandi tryggingar og að- gerðir til endurskipulagningar og umbóta í rekstri. Einnig verður leitað samninga við tryggingafélög og lífeyrissjóði um þátttöku í skuldbreyting- unni með milligöngu viðskipta- bankanna og með stuðningi Framkvæmdasjóðs. Þegar hefur verið ákveðið, að auk þeirrar lengingar stofn- lána, sem nú er unnið að á veg- um stofnlánasjóða, verði lausa- skuldabreyting framkvæmd þannig að til hennar verði lán- að til útgerðarfyrirtækja allt að 6% af áætluðu ársaflaverðmæti og til fiskvinnslu allt að 6% af framleiðsluverðmæti á árinu 1984 að frádregnum hráefnis- kostnaði, auk þess sem gert er ráð fyrir þátttöku viðskipta- aðila útvegsins í lausaskuld- breytingunni. 2. Endurskoðun á verðlagningu á olíu og endurgreiðsla olíuskatta til fiskiskipa Á vegum ríkisstjórnarinnar er nú unnið að endurskoðun á verð- og skattlagningu á olíu- vörum með það fyrir augum að lækka olíukostnað útvegsins. Þessari endurskoðun verður lokið fyrir lok októbermánaðar. Þótt ekki sé greiddur söluskatt- ur af brennsluolíu fiskiskipa er í verði hennar nú reiknað með nokkrum opinberum gjöldum á óbeinan hátt. Þá er talið að opinber gjöld af smurolíu til fiskiskipa nemi um 20 millj. kr. á ári, en á hana leggst sölu- skattur. Til þess að bæta af- komuna þegar í stað þykir rétt að veita útgerðinni þegar endurgreiðslu til bráðabirgða með 3% viðbót í næstu þrjá mánuði við bætur úr hinni al- mennu deild Aflatrygginga- sjóðs, samkvæmt lögum nr. 21/1984, sem nú nema 4% af aflaverðmæti. Þéssi tíma- bundna viðbót verður endur- greidd úr ríkissjóði, en fellur niður, þegar framangreind endurskoðun á verð- og skatt- lagningu olíu kemur til fram- kvæmda, enda ráð fyrir því gert að hún og aðrar ráðstafanir muni létta kostnað af útgerð- inni. 3. Endurskipulagning á fjárhag og rekstri útvegsins Sjávarútvegsráðuneytið hefur falið Framkvæmdastofnun, Byggðasjóði og viðskiptabönkum að aðstoða fyrirtæki í sjávarút- vegi við rekstrarlega og fjár- hagslega endurskipulagningu. Til þess að greiða fyrir aukinni hagkvæmni í rekstri mun ríkis- stjórnin gera útvegsmönnum kleift að taka óhagkvæm skip úr rekstri, á þann hátt að greiðslu- byrði stofnlána verði létt af þeim, eftir því sem um semst í hverju tilfelli. Fjárhagslegt bolmagn stofnlánasjóða útvegs- ins verður tryggt til þess að þeir geti risið undir þessu. 4. Afuróalán Afurðalán frá viðskiptabönk- um út á útflutningsframleiðslu sjávarútvegsins verða framvegis ekki lægri en 75%, samanber lið I. 7., hér að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.