Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 5 600 milljónir til skuld- breytinga útvegsins - rúmlega 300 fyrirtæki hafa sótt um breytingu á lausaskuldum BREYTING lausaskulda útgerðarinnar utan bankanna er nú að hefjast, en áætlað er að hlutur ríkisins í henni nemi um 250 milljónum króna. Rúmlega 300 fyrirtæki sóttu um breytingu á skuldum sínum, en hún er meðal annars háð þeim skilyrðum, að fyrirtækin semji við viðskiptaaðila sína um skuld- breytingu upphæðar, sem er 1,5 sinnum hærri en hið sérstaka skuldbreyting- arlán. Þá er fyrirhuguð breyting á skuldum fiskvinnslunnar með um 200 milljóna króna framlagi frá ríkissjóði. Fyrirkomulag skuldbreytingar- innar af hálfu ríkisvaldsins er með þeim hætti, að til hvers skips renna 6% af áætluðu aflaverð- mæti þess árið 1984. Til þess, að fá þessa upphæð þurfa útgerðir skip- anna að semja við viðskiptaaðila sína um áðurnefnda skuldbreyt- ingu, þannig að alls mun upphæð samsvarandi 15% aflaverðmætis skuldbreytt. Vegna þessara skil- yrða, sem eftir á að uppfylla, er endanleg upphæð skuldbreytinga óljós. Þá eru þau skilyrði sett fyrir skuldbreytingu, að viðkomandi fyrirtæki setji tryggingu fyrir greiðslu skuldbreytingarlánanna. Stjórnvöld leggja til að lánstími vegna breytinga lausaskulda út- gerðar við viðskiptaaðila verði að minnsta kosti þrjú ár, en lán stjórnvalda verða að jafnaði til 10 ára. Fyrstu 24 mánuðir verða af- borgunarlausir, en kjör á þeim eru enn ekki ákveðin, miðað verður við gengi annars vegar og hins vegar við kjör þess láns, sem til þessara hluta verður tekið. Ríkisstjórnin tók í vor erlent lán vegna ráðstaf- ana í ríkisfjármálum og af því fara 150 milljónir króna til þess- arar breytingar og sama upphæð til breytinga stofnlána. Þá á eftir að ákveða með hvaða hætti 100 milljónir til viðbótar verða fengn- ar að láni. Talið er að 150 milljónir nægi til skuldbreytinga stofnlána. Samkvæmt ákvæðum um skuld- breytingarnar fá þau skip ekki skuldbreytingu, sem skulda hærri upphæðir en nema 90% af vá- tryggingaverði þeirra. Hvað varðar skuldbreytingu lausaskulda fiskvinnslunnar hefur verið talað um, að verja til þeirra upphæð, sem svarar til 6% af framleiðsluverði einstakra fyrir- tækja að frádregnu hráefnisverði, en það er rúmur helmingur fram- leiðsluverðmætis. Lánsupphæð miðast því við verðmætasköpun fyrirtækjanna. Miðað verður við áætlað framleiðsluverðmæti þessa árs og því er heildarupphæðin óljós, en talið er að hún muni nema um 200 milljónum króna. Ekki er enn fyllilega ljóst hve margir hafa sótt um breytingu lausaskulda útgerðarinnar en tal- ið er að á þriðja hundruð fyrirtæki hafi gert það. Hjá Landsbankan- um sækja 130 til 140 fyrirtæki um breytingu lausaskulda, 50 til 60 hjá Útvegsbankanum, hjá Sam- vinnubankanum og Búnaðarbank- anum samtals um 20. Óljóst er enn hve margir sækja um hjá spari- sjóðum. Ráðstafanir Seðlabanka í peningamálum: Útlánaaukning heft og stuðlað að sparnaði Morgunblaðinu barst I gær frétta- tilkynning frá Seðlabanka íslands vegna aðgerða í peningamálum, og fer hún hér á eftir í heild: Mikilsverður árangur hefur náðst í efnahagsmálum á undan- förnum 12 mánuðum, sem einkum hefur komið fram í mikilli lækkun verðbólgu og minni viðskiptahalla. Árangri í þessum efnum er nú stefnt í hættu vegna vaxandi eftir- spurnarþenslu innanlands og rekstrarerfiðleika sjávarútvegs- ins. Hefur ríkisstjórnin í dag gert grein fyrir aðgerðum, sem hún tel- ur nauðsynlegar nú þegar til þess að ráða bót á þessum vanda, en veigamikill þáttur í þeim eru ráðstafanir í peningamálum, sem nú hafa verið ákveðnar af banka- stjórn Seðlabankans. Tilgangur þessara ráðstafana er að draga úr hinni óhóflegu aukningu útlána, sérstaklega til neyzlu og fjárfest- ingar, sem einkennt hefur útlána- þróunina að undanförnu. Jafn- framt verði ráðin bót á hinni erf- iðu lausafjárstöðu innlánsstofn- ana. Ráðstafanir þær, sem nú hafa verið ákveðnar, hafa því þann til- gang að draga úr útlánaaukningu og auka sparifjármyndun. Ákveð- ið hefur verið, að vextir af al- mennum sparifjárbókum hækki um 2%, en jafnframt verður inn- lánsstofnunum frjálst að ákveða vexti af öðrum innlánum, svo og almenna útlánsvexti. Þær skulu þó hafa samráð við Seðlabanka, áður en nýir vextir taka gildi. Með þessum hætti er stefnt að því, að framboð og eftirspurn ráði við- skiptakjörum á peningamarkaðn- um og þannig verði stuðlað að betra jafnvægi en verið hefur. Jafnframt hafa verið settar mun strangari reglur en áður um viðskipti innlánsstofnana við Seðlabankann, er miða að því að koma í veg fyrir óumsaminn yfir- drátt og stuðla að bættri lausa- fjárstöðu. Mikilvægur þáttur í þeim aðgerðum er að koma í veg fyrir að innlánsstofnanir fjár- magni lánveitingar sínar með skuldasöfnun erlendis, eins og mjög hefur borið á að undanförnu. Loks hefur ríkisstjórnin heimil- að Seðlabankanum að beita ný- fenginni lagaheimild til innláns- bindingar allt að 5% af heildar- innstæðu. Seðlabankinn mun þó ekki nota þá heimild nema í sam- ráði við viðskiptaráðherra og verða ákvarðanir teknar um þessa innlánsbindingu með hliðsjón af þróun peningamarkaðsins og lausafjárstöðu innlánsstofnana. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn leggja á það mikla áherzlu, að nauðsynlegt sé að innlánsstofnan- ir beiti ítrasta aðhaldi um aukn- ingu útlána á næstu mánuðum, og mun Seðlabankinn stuðla að því með samningum við einstakar innlánsstofnanir. Sérstaklega er mikilvægt að dregið verði úr lán- veitingum til neyzlu og fjárfest- ingar og rekstrarlán atvinnuveg- anna látin ganga fyrir um lánveit- ingar. Á undanförnum mánuðum hef- ur verið unnið að skipulagsbreyt- ingu á sviði afurðalána, þar sem stefnt er að því að Seðlabankinn hætti endurkaupum afurðalána, en þau verði alfarið á vegum viðskiptabanka og sparisjóða. Ráðgert er, að þessari skipu- lagsbreytingu verði komið á þegar í haust. BflveJta í Hjaltadal: Bifreiðin brann AÐFARANÓIT sunnudagsins ók bifreið útaf Hjaltadalsvegi í Hjalta- dal og brann þar til kaldra kola. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í henni þegar óhappið varð og slapp hann við meiriháttar meiðsli. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki virðist sem ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreið- in því ratað beinustu leið útaf veg- inum. Ormurinn langi sást oft á götum borgarinnar. Ljósm. Mbi. G.Berg. Akureyri: Stórkostlegur sumarafsláttur Suðræn stemmnmg í hryssingskulda Akureyri, 30. júlí. „VEÐRIÐ setti vissulega strik í reikninginn og svo er þvf ekki að leyna að eftir á sjáum við að skipu- lag hefði mátt vera betra á þessari uppákomu okkar, en væntanlega höfum við lært eitthvað á þessu og ég vona, að merkið verði ekki látið niður falla, þótt ekki hafí allt geng- ið upp að þessu sinni. Vonandi verður þetta fastur liður í bæjarlífinu árlega, líkt og öskudagurinn er hér í bæ,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson, einn forustumanna þess hóps áhuga- manna, sem gekkst fyrir karni- valhátíð að suðrænum hætti á Akureyri á laugardag og sunnu- dag. Margir bæjarbúar höfðu uppi vissar efasemdir um að slík úti- hátíð myndi heppnast í okkar íhaldssama bæjarfélagi, en eftir á verður að viðurkennast að skemmtun þessi tókst að mörgu leyti ágætlega, lífleg tilbreyting í bæjarfélaginu og vonandi að veðurguðirnir leiki við aðstand- endur karnivalsins á næsta ári. En látum myndirnar tala sínu máli. GBerg Skrautbúningar og glaðværð settu svip sinn á mannfólkið. Aðeins það besta er nógu gott fyrir barnið PAMPERS fást íverslunum um land allt <zMn\e.riótza. r PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum og með nýja „lásnum“ getur þú opnað og lokað að vild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.