Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 Hnefaleikari skotinn til bana. Lík atvinnuhnefaleikarans Cesar Romero, sem féll í skotbardaga við Isidro Casanova. Romero var talinn sjötti bezti hnefaleikari heims í lögreglu í Buenos Aires fyrir nokkrum dögum. Lögreglan segir að millivigt. Romero og þrír menn aðrir hafi brotizt inn í fyrirtæki í útborginni Carrington lávarður: Segir Sovétmenn ekki til viðræðu sem stendur Wa«hington, 30. júlí. AP. Carrington lávarður, hinn nýskip- aði aðalframkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins sagði í samtali við fréttamenn í dag, að Ijóst væri að Sovétmenn væru ekki reiðubúnir til viðræðna um afvopnun af neinu tagi. Stafaði það sennilega fyrst og fremst af því að óreiða væri í stjórn landsins, þ.e.a.s. að í annað skiptið í röð væru þeir með æðsta ráðamann sem ekki væri ætlað annað hlutverk en að halda hlut- unum í horfinu uns yngri maður Vícchio, ftalíu. 3«. júlf. AP. UNGUR maður var myrtur og ung unnusta hans særð skotsárum og stungin hrottalega í ítalska bænum Vicchio í dag. Var það í sjöunda skiptið síðan 1968, að ráðist er á 11 ákærðir Mimmi, júlí. AP. ELLEFU manns hafa verið ákærðir f dag fyrir áform um að smygla kókaíni til Bandaríkjanna. Einn þeirra er talinn náinn sam- starfsmaður innanríkisráðherra Nicaragua. Hinir ákærðu heyra all- ir þeim hópi til, sem ætlaði að smygla kókaíni frá Kólombíu og Nicaragua. Carrington lávarður. ung pör með þessum hætti. Þetta er þó í fyrsta skipti sem fórnar- lamb kemst lífs af, en það var talið vera vegna þess að svo illa var unga stúlkan leikin að morðinginn hafi talið hana látna. Unga fólkið hafði lagt bifreið í vegarkanti er á þau var ráðist, pilturinn skotinn til bana á staðn- um, en stúlkan dregin út úr bif- reiðinni nokkurn spöl, skotin þar og stungin. Tveir menn eru í haldi og hafa verið það um nokkurt skeið, grunaðir um fyrstu morðin. Þeir hafa haldið fram sakleysi sínu og í raun hefur lögreglan fremur lítið fyrir sér sem bendir til sektar þeirra. væri tilbúinn að taka við og marka stefnu. „Chernenko er aðeins til upp- fyllingar, það verður einskis að vænta af Sovétmönnum við við- ræðuborðið meðan hann er forseti og aðalritari. Það má búast við því að hlutirn- ir fari að gerast þegar nýr maður tekur við. Við hefðum hvort eð er þurft að bíða fram yfir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum, Rússar hafa mikinn áhuga á út- komunni þar,“ sagði Carrington. Margaret Thatcher Ef allar þreifingar af því tagi renna út í sandinn munum við ráðfæra okkur við þær þjóðir sem málið varðar mest, svo og Banda- ríkin, um hvað gera skal. Það gæti orðið hernaðarleg íhlutun til að halda siglingaleiðunum opnum," sagði Thatcher. Afganskir skæruliðar í búðum í Pak- istan. Afganir bíða bana í sprengingum l.slamabad, 30. júlí. AP. TÍU manns létust og hátt á fimmta tug manna slasaðist þegar sprengjur sprungu í tveimur landamærabæjum skammt frá landamærum Afganist- an. Fimm manns, þar af fjórir Afg- anir létust þegar bílsprengja sprakk við skrifstofur afgönsku neðanjarðarhreyfingarinnar í bænum. Tveimur klukkutímum seinna sprakk önnur í Sadda, sem er ekki ýkja langt frá. Þar létust sex og margir slösuðust. Mikil skelfing hefur gripið um sig meðal afganskra flóttamanna á þessum slóðum, þar sem sýnt er að einhverjir þeirra, sem telja sig flóttamenn eru í reynd sendimenn stjórnvalda í Kabul. Þá hafa pakistönsk yfirvöld einnig áhyggjur af þessum atburð- um, enda vekja þeir upp deilur milli Pakistana innbyrðis um hversu langt eigi að ganga í því að hleypa afgönskum flóttamönnum inn í landið. Fréttir herma að afganska leynilögreglan hafi staðið fyrir sprengingunum. Þar munaði mjóu Rómaborg, 30. júlí. AP. ÞAÐ MUNAÐI sannarlega mjóu í háloftunum út af ströndum norð- vesturhluta Ítalíu í dag, en þá tókst naumlega að afstýra árekstri DC 9-farþegaþotu og danskrar flugvélar sem var í útsýnisflugi. 100 manns voru um borð í þotunni en sex til viðbótar í dönsku vélinni. „Ég sá litlu vélina fyrst í svona 200 metra fjarlægð og stefndi hún beint á okkur. Það kann að hljóma sem mikil vegalengd, en í DC 9-þotu hefur maður í mesta lagi eina og hálfa sekúndu til aðgerða. Ég sveigði þotunni til hægri og lækkaði flugið, afstýrði þannig stórslysi," sagði flugmaður þot- unnar, Enrico Solazzo. Atvikið átti sér stað í 3200 metra hæð, en yfirleitt er smávélum eins og þeirri dönsku ekki heimilað að fljúga svo hátt í ítalskri lofthelgi. Hún hafði þó af sérstökum ástæð- um fengið til þess leyfi og virðist sökin á atburðinum liggja hjá flugumferðarstjórum í Genúa, sem gáfu danska flugmanninum leyfið, en vöruðu þotuflugmanninn ekki við. Thatcher um Persaflóastríðið: „Til íhlutunar gæti vei komið U lAindúnum, 30. júlí. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráóherra Bretlands, sagði á fundi meó fréttamönnum í dag, að því miður sæi hún fram á að til íhlutun- ar Vesturlanda þyrfti að koma til að halda siglingaleiðum við Persflóa opnum. Hún tók þó fram, að slík af- skipti yrðu alger þrautalending, til slíks myndi ekki koma nema í óefni væri komið. Frú Thatcher sagðist hafa al- varlegar áhyggjur af ófriðnum milli frændþjóðanna fran og írak og Bretland hefði allt frá byrjun freistað þess að stilla til friðar eft- ir diplómatískum leiðum, en það hefði takmarkaðan árangur borið. „Við styðjum allar friðartillög- ur sem lagðar eru fram, með engu tilliti til þess hverjir eiga í hlut. Ítalía: Enn eitt „paramorð" Mannskæð skriða Nýja Delhi, 30. júlí. AP. 23 MANNS létu lífið og nokkr- ir slösuðust eða voru hætt komnir er skriða féll á smá- þorp í austurhluta Indlands. Miklar rigningar áttu sök á þessu, en þær hrundu brattri brekku fram með umræddum afleiðingum. UNITA- menn herskáir Lúsaboii, 30. júlí. AP. TALSMENN skæruliðahreyf- ingarinnar UNITA greindu frá því í dag, að sveitir þeirra hefðu drepið 98 hermenn stjórnvalda í Angóla í bardög- um að undanförnu. Einnig 20 kúbanska hermenn. Sögðu þeir 12 skæruliða hafa fallið, en 23 hefðu særst. Fuglaþjófar í steininn Stokkhólmi, 30. júlí. TVEIR Vestur-Þjóðverjar hafa verið dæmdir í átta mán- aða fangelsi hvor eftir að hafa verið gómaðir á leið frá Sví- þjóð með unga sjaldgæfra ránfugla í farangri sinum. Þeir viðurkenndu að starfa fyrir alþjóðleg samtök sem hefðu miðstöð í Vestur- Þýskalandi og útvega sjald- gæfa ránfugla fyrir fjársterka kaupendur. Samtök þessi hafa teygt arma sína um nær alla Skandinavíu, einnig til ís- lands. Ræningjarnir tveir hafa áfrýjað dómnum. Óeirðir í Hyderabad Nýju Delhí, 30. júlí. AP. LÖGREGLAN efldi öryggis- eftirlit í borginni Hyderbad um helgina, en þar hafa bar- dagar geisaö milli Múham- eðstrúarmanna og Hindúa undanfarna daga. Hafa nokkrir fallið í þessum átök- um, en talið er að hundruð hafi særst. Hjartaþegi klífur fjöll London, 30. júli. AP. BRETINN Jim Kelly, fimm- tugur hjartaþegi, hefur klifið þrjú hæstu fjöll Englands á þremur dögum. Þeirra hæst er Scafell nú á sunnudaginn, 963 metrar á hæð. Jim Kelly fékk nýtt hjarta fyrir fjórum árum og hefur lifað lengur flestra hjartaþega í Bretlandi. Kelly sagði, að færi svo að hann fengi engin eftirköst eft- ir fjallgöngurnar, myndi hann gera meira af slíku, enda heiisusamlegra en hann hefði getað ímyndað sér. Skotland: 13 fórust Polmont, Skotlandi, 27. júlí. AP. ÞRETTÁN manns fórust og yfír hundrað slösuðust, er hraðlest fór út af sporinu í suðaustur Skotlandi síðdegis í dag. Fremsti vagninn fór á hvolf og lenti þannig úti í skóglendi, eftir að hafa brotið skarð í hlaðinn steinvegg, sem fyrir honum varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.