Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 Átök við landamæri Kína og Víetnams Banekok. 30. júlí. AP. VÍETTNÖMSK stjórnvöld sögöust um helgina hafa rekiö af höndum sér 15 kínverska hermenn, sem ráö- ist höföu inn í héraöið Ha Tuyen við landamæri ríkjanna. Hefðu Kínverjar flúið til síns heima þegar víetnamskir eftir- litsmenn komu á staðinn. Nokkuð hefur borið á átökum milli Kín- verja og Víetnama á landamærum ríkjanna að undanförnu. Sendiherra á Taiwan flæktur í eiturly fjasmy gl ? Tókýó, 30. júlí. AP. „ÞETTA eru verstu lygar sem ég hef heyrt,“ sagði Duluc sendiherra Dóminikanska lýöveldisins á Tawan í örstuttu símaviðtali viö AP-frétta- stofuna á laugardaginn. Sendiherrann er grunaður um að hafa aðstoðað eiturlyfjasmygl- Jackson flytur lögheimili til S-Karólínu Chicago, 30. júlí. AP. JESSE Jackson kunngeröi um helgina, að hann heföi gert ráö- stafanir til aö flytja lögheimili sitt frá Chicago til Suður-Karólínu svo að hann geti keppt aö því að komast í framboð til öldunga- deildarinnar í nóvember að því er fréttaskýrendur telja. Núverandi þingmaður S-Karólínu er Storm Thurmond. Jackson mun veröa að bjóöa sig fram utan flokka þar sem frambjóðandi Demókrata- flokksins hefur verið ákveöinn. Thurmond þykir sterkur fram- bjóðandi og hefur setið á þingi til fjölda ára. Jackson hefur sjálfur ekki staðfest, að hann ætli aö gefa kost á sér, en sagöist telja kosningahátt og reglur þar órétt- látar og þörf að breyta þeim. Jackson ætlar að greina frá ákvörðun sinni síðar í vikunni. ara að koma eiturlyfjum, sem eru að verðmæti á sölumarkaði um 110 milljónir dollara, til Japans. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu um helgina. Fréttamenn reyndu árangurs- laust að ná í Duluc í dag, mánu- dag, en ráðskona sendiherrans sagði, að hann væri fjarverandi. Að sögn frétta í japönskum blöð- um, sem eru hafðar eftir lögreglu- yfirvöldum, á Duluc að hafa flutt 140 kg af eiturlyfjum í diplómata- farangri á tímabilinu marz-apríl á þessu ári. Háttsettur starfsmaður Dómin- ikanska lýðveldisins i Santo Dom- ingo kvaðst ekki hafa heyrt um þessar ákærur. í höfuðborg Taiw- ans sögðu starfsmenn Interpols, að þeir hefðu fengið skýrslur um málið, en þeir fengju ekki séð, að sendiherrann væri flæktur í mál- ið. Eitt af fórnarlömbum mannsins, sem skaut fimm manns til bana f Hot Springs í Arkansas, flutt í sjúkrahús undir lögregluvernd. Ozal sækist eftir sáttum við Grikki Papandreu lætur sér fátt um finnast Ankara, 30. júlí. AP. TURGUT Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fréttamenn um helgina, að vopnakapphlaupið milli Tyrkja og Grikkja væri hvorugri þjóðinni í hag og til þess eins fallið að viðhalda stirðri sambúð milli ríkjanna. „Hvert getur þetta leitt? Og ætlum við að nota þau? Ef ekki þá er þetta fáránlegur peningaaustur, sem hvorug þjóðin hefur nokkur efni á,“ sagði Ozal. ERLENT Hann sagði að Tyrkir sæktust ekki eftir fermetra af grísku landi hvað þá meira og ítrekaði að full- trúar þessara landa legðu þau vandamál til hliðar um sinn, sem sýnilega væri ekki fært að leysa í bili. Reynt yrði að byggja upp traust milli þjóðanna og aukinn ferðamannastraumur milli þeirra væri æskilegur, enda persónuleg • • Okumaðurinn geðsjúkur Los Angeles, 30. júlf. AP. DANIEL Lee Young, sem ók á mannþröng á gangstétt skammt frá Kaliforníu-háskóla á laugardag með þeim afleiðingum að einn dó og 54 slösuðust, þar af þrír alvarlega, átti við geðræn vandamál að strfða. Að sögn bróður Youngs hefur hann verið mjög taugaveiklaður síðustu mánuði. Eftir að hann var handtekinn í fyrra fyrir innbrot hefur hann verið haldinn ofsókn- arbrjálæði og sakað alla um að reyna að stela frá honum. kynni á við gagnsemi margra ráðstefna. Hann sagðist leggja til að Tyrkir legðu til rafmagn og vatn á nokkrum grískum eyjum á austurhluta Eyjahafsins, sem eru aðeins fáar sjómílur undan ströndum Tyrklands. Andreas Papandreu, forsætis- ráðherra Grikkja, sagði að Grikk- ir myndu ekki aflétta vegabréfs- áritunarskyldu Grikkja, sem færu til Tyrklands, þótt Tyrkir hefðu gert það fyrr á þessu ári. Pap- andreu gerði lítið úr tilboði Ozals Turgut Ozal um að Tyrkir legðu nokkrum grískum eyjum til vatn og raf- magn og sagði að þetta væri bragð af Tyrkja hálfu til að grafa undan fullveldi Grikklands. Hermaður frá N-Kóreu flýr Seoul, 30. júlf. AP. NORÐUR-kóreskur liðþjálfi flúði á laugardag til Suður-Kóreu, skammt frá vopnahléslínunni svokölluðu, sem skilur ríkin tvö að. Liðhlaupinn er fyrsti hermaður- inn, sem flúið hefur frá Norður- til Suður-Kóreu á þessu ári, en hinn 96. í röðinni frá lokum Kóreustríðsins árið 1953. Hann gaf sig fram við suður-kóreska landamæraverði skammt frá Kwanghwa-héraði, sem er um 40 km. frá Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu. Liðþjálfinn komst gegnum gaddavírsgirðingu, sem raf- straumur er leiddur í, og synti yfir fljótið Han. Við yfirheyrslu kvaðst liðþjálfinn hafa flúið frá Norður- Kóreu vegna „óbærilegra lífsskil- yrða og erfiðisvinnu f hernum". íran segir sig ekki úr OPEC Nikósiu, Kýpur. AP. ÍRANIR vísuðu um helgina á bug fréttum um að þeir hefðu sagt sig úr Samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC. Talsmaður íranska olíumála- ráðuneytisins, sagði að orðrómur- inn um að íranir hefðu hætt aðild að OPEC væri með öllu tilhæfu- laus, enda hefðu íranir ætið lagt sig í líma við að styrkja samtökin og forðast allar aðgerðir, sem gætu veikt þau. Fyrr í þessum mánuði fóru ír- anir fram á það á fundi OPEC- ríkja að verð hráolíutunnu hækk- aði upp í 25 dollara, eins og það var þangað til í mars á síðasta ári, en án árangurs. Samtökin ákváðu að hækka ekki verð hráolfu að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.