Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 39 Ljósm. Torfi Haraldsson. WL 5éra Kjartan Örn Sigurbjörnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum flutti ávarp eftir ifhjúpun listaverksins „Fæðing sálar“ eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Sísli Ólafsson forstjóri Tryggingamiðstöóvarinnar hf. flutti ávarp fyrir hönd gefenda töggmyndarinnar. inna á nóttina komið hingað seint að kvöldi 23. janúar. Fyrst var lögð áhersla á frysta fiskinn. Mörg skip komu í kjölfar- ið og miklum verðmætum var forðað. Þá var og unnið mikið starf við að bjarga mannvirkjum. Mun ég ekki rekja þá björgunar- sögu. Meðan á dvöl minni stóð skrapp ég austur á eyjuna og sá með eigin augum það mikla gjöreyðingarafl er lá í glóandi hraunflóði og fljúg- andi hraungrjóti. Alla dagana í Eyjum var ótti innra með mér. Að vaicna í niðamyrkri við þessar hamfarir hlýtur að hafa verið mikil lífsreynsla því enginn vissi hvað næsta augnablik gæti haft i för með sér. Einstakir menn geta sýnt hugprýði við hvaða aðstæður sem vera skal en það hlýtur að vera einsdæmi að heilt bæjarfélag sýni þá stillingu og hugprýði sem Vestmanneyingar gerðu aðfara- nótt 23. janúar 1973. Eldar voru ekki kólnaðir þegar uppbyggingin hófst, t.d. fór Fiski- mjölsverksmiðjan í gang til að vinna loðnu meðan hraunflóðið rann og ógnaði höfninni og aska spýttist úr iðrum jarðar. I upp- byggingastarfinu öllu kom fram kjarkur, áræði, dugnaður, vilja- festa og óbilandi trú Vestmanney- inga. Við sem höfum fylgst með þessu mikla starfi úr fjarlægð töldum rétt að hér yrði reistur bauta- steinn til að minna alla íslendinga um ókomna framtið á þá hug- prýði, sem Vestmannaeyingar sýndu gosnóttina og hve trú á landið, atorka, kjarkur og dugnað- ur fær áorkað til heilla fyrir land og þjóð. Þetta er hlutverk þessa minn- isvarða. Megi hann vera hvatning fyrir íslenska þjóð um ókomin ár.“ AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir VLADIMIR SCHLAPENTOKH og BORIS RUMER Hvernig athyglin í Pravda beinist að Reagan forseta frumkvæði af hálfu Vesturveld- anna, er skoðað sem hluti fyrir- fram þaulskipulagðrar áætlunar í því skyni að hindra manninn í Hvíta húsinu í að verða þar um kyrrt. Sjálfur virðist Reagan vera hlynntur þessari kenningu. Samkvæmt þessari skoðun er stefna stjórnvaldanna í Moskvu mótuð af sérfræðingum, sem kynna sér innanlandsstjórnmál í Bandaríkjunum gaumgæfilega, reikna út möguleika hvors fram- bjóðandans um sig í væntanleg- um forsetakosningum og leggja síðan tillögur sínar á borð fyrir forystumennina. Atvinnusér- fræðingar í málefnum Banda- ríkjanna verða þannig að lykil- mönnum við stefnumótunina. Aðrar aðstæður nú? En þetta er ekki endilega rétt við núverandi aðstæður í innan- landsmálum Sovétríkjanna. Þetta kann að hafa átt við, er einn forystumaður réð öllu í Kreml og gnæfði svo yfir aðra meðlimi stjórnmálaráðsins, að þeir urðu lítið meira en háttsett- ir varðmenn kerfisins. Þetta kann líka að hafa átt við í þrjá áratugi eftir dauða Stal- íns, er sovézkir leiðtogar hirtu um að bæta sambúðina við Vest- urlönd, en þá varð vegsömunin á afrekum þeirra í utanríkismál- um að leiðandi stefi í persónu- dýrkuninni og það jafnt, hvort sem leiðtoginn var Nikita Khrushchev eða Leonid Brezhn- ev. Á þeim tímabilum, er utanrík- isstefna Sovétríkjanna hefur verið virk, sveigjanleg og jafnvel móttækileg einstaka sinnum fyrir málamiðlunum (eins og gerzt hefur með tilliti til brott- flutnings Gyðinga frá Sovétríkj- unum), þá hlustaði sá, sem mestu réð, á ráðleggingar ráð- gjafa sinna og þeirra stofnana, sem falið var að rannsaka málið hverju sinni. En það sem gerzt hefur síðan Brezhnev leið (eða jafnvel frá fyrstu árum þessa áratugar, er Brezhnev var í reynd hættur að vera virkur leiðtogi), verður ekki skýrt með sama hætti. Eins og glöggt hefur komið fram, þá rík- ir nú spenna innan stjórnmála- nefndarinnar og jafnvægið þar er ekki meira en svo, að það gæti þegar í stað snúizt i fjandskap og átök. íhaldssamur hópur Þróunin nú hnígur í þá átt, sem hentar bezt þeim hópi, er þeir Chernenko, Ándrei Grom- yko utanríkisráðherra og Dmitri F. Ustninov varnarmálaráð- herra tilheyra. Þessi íhaldssami hópur er afar andvígur umbót- um heima fyrir og baráttunni gegn spillingu innan flokks og stjórkerfis. En þetta er ekki það sem Sovétþjoðirnar vilja. Þær brugðust af áhuga við tilraunum Yuri Andropovs til þess að „hreinsa til“ og svo virðist sem almenningur vilji, að haldið sé áfram á þeirri braut. Chernenko og félagar hans í Kreml gera sér fulla grein fyrir því, að eina leiðin fyrir þá til þess að halda völdunum er að skapa spennu, ótta og hræðslu við, að stríð sé yfirvofandi. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að þeir óska nú eftir versnandi sambúð við alla mögulega andstæðinga sina eins og Bandaríkin, Vestur- Evrópu, Kína og Japan. Sú miskunarlausa meðferð, sem Andrei Sakharov hefur mátt sæta svo og aðrir andófs- menn, er hluti af þeirri aðferð að auka á spennuna. Þegar ástandið er farið að nálgast umsáturs- ástand, yrði það banvænt hverj- um þeim manni, sem reyndi að taka upp andstöðu við Chern- enko. Breytir þar engu hversu hættuleg núverandi utanríkis- stefna kann að virðast andstæð- ingum hans. Og auðvitað verður hlutverk sérfræðinganna um Bandaríkin ekki gert að neinu. Reagan geröur að skotmarki Við þessar aðstæður verður Ronald Reagan að hreinni himnasendingu fyrir Kreml- verja. Stalin notaði Trotsky sem skotmark. 1 dag er það Reagan. Sovézku leiðtogarnir vita, að áróður sem byggður er á hatri, er miklu virkari en áróður byggður á jákvæðum tilfinning- um, og miklu auðveldari að fara með en óljós hugtök eins og heimsvaldastefnu. Þetta „já- kvæða“ hlutverk, sem Reagan hefur gegnt gagnvart Kremlv- erjum, skiptir miklu máli, og við skulum ekki gera ráð fyrir því, að þeir sigrist svo auðveldlega á því, ef hann verður endurkjör- inn. Yladimir Shlapentokh er kennari í íélagsfræði við Michigan-háskóla. Boris Rumer starfar við deild þá við Harvard-háskóla, sem vinnur að rannsóknum á málefnum Sov- étríkjanna. Grein þeirra birtist í The New York Times. Vilja hindra endurkjör Reagans Tilgáta okkar er sú, að þetta sé liður í þeim tilgangi að leiða athygli Sovétþjóðanna frá inn- anflokksdeilum, spillingu og efnahagsvandamálum innan- lands. Margir vestrænir stjórn- málafréttaritarar túlka þetta aftur á móti á annan veg. Að þeirra áliti hefur herferðin gegn Reagan, þar sem stefna hans er sett á bekk með stefnu Hitlers og Göbbels, eitt markmið, það er að koma í veg fyrir endurkosn- ingu Reagans. Allar meiri háttar aðgerðir sovézku leiðtoganna á erlendum vettvangi að undan- förnu svo sem að hætta viðræð- unum um takmarkanir á kjarn- orkuvígbúnaði, hætta við þátt- töku í Olympíuleikjunum og snú- ast öndverðir við hvers konar ÞAÐ er ótrúlegt en staðreynd engu að síður. Pravda veitir Rcagan Bandaríkjaforseta mun meiri athygli en Konstantin Chernenko, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins og forseta Sovétríkjanna. Fyrri hluta júlí- mánaðar var Reagan þannig nefndur á nafn 8 sinnum beint og 7 sinnum óbeint í hverju tölublaði Pravda að meðaltali en nafn Chernenkos aftur á móti aðeins 4 sinnum í hverju tölublaði. Hinn 7. júlí birtist nafn Reagans L d. 26 sinnum en nafn Chernenkos 4 sinnum. Auðvitað var Reagans alltaf getið á neikvæðan hátt. Dæmigerð ummæli um hann birtust í Pravda 3. júlí si.: „Reag- an ber í raun og veru alla ábyrgð á núverandi lotu kalda stríðs- ins.“ En hvernig stendur á því, að Pravda ver meiri tíma í að skapa neikvæða mynd af Reagan en í að innleiða dýrkun á nýja leiðtoganum? Reagan og Chernenko.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.