Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 54
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 Jón Hjaltalín Magnússon: Handbolta- menn að losna við þreytuna Los Angeles 29. júlí. Fré Þórarni Ragnars- syni, blaðamanni Morgunblaðsins. KLUKKAN 21.00 aö íalenskum tíma á þriðjudag hetst leikur Is- lendinga og Júgoslava í riöla- keppninni í handbolta. Júgoslav- ar eru meö mjög sterkt lið og aö mati blaöamanns Mbl. á íslenska liðiö ekki mikla möguleika á sigri, en allt getur þó gerst ef vel geng- ur. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maöur HSÍ, sagöi íslenska lands- liöiö vera mjög vel undirbúiö og aö sér virtist sem liöið væri aö losna viö þá þreytu sem setiö heföi í leik- mönnum eftir mjög erfiöar æfingar og leiki að undanförnu og liðiö væri því tilbúiö í slaginn og von- andi yröi uppskeran eins og sáö heföi verið til. Jón sagði aö liöinu ætti aö tak- ast aö ná þriöja sæti í riölinum og yröi þaö mjög viöunandi árangur ef þaö tækist. Takist þaö leikur liö- iö til úrslita um fimmta sætiö á Ólympíuleikunum og tryggir sér jafnframt sæti í A-riöli heimsmeist- arakeppninnar • handknattleik, en þangaö fara sex efstu liö Ólympíu- leikanna. Blaöamaöur Mbl. hefur fregnaö eftir mjög áreiöanlegum heimildum aö liö Japans sé mjög sterkt. Jap- anir gætu því reynst íslendingum skeinuhættir — Japanir leika handknattleik sem íslendingar eiga oft erfitt meö aö verjast, mjög hraöan og beita hraöaupphlaupum miskunnarlaust. "S. ( Forsætisrað- herra viðstadd- ur athöfnina í þorpinu ÍSLENSKA Ólympíuliöiö var formlega boöiö velkomiö í Ólympíuþorpiö síöastliöinn laugardagsmorgun ásamt keppnisliöum Costa Rica og Kongó — en Kongó tekur nú þátt í sínum fyrstu Ólympíu- leíkum. Athöfnin var stutt en viröu- leg, þjóöfánar ríkjanna voru dregnir aö húni og stuttar ræö- ur fluttar. Meöal viöstaddra var forsætisráöherra islands, Steingrímur Hermannsson og eiginkona hans, en þau hjón komu gagngert til Los Angeles til aö fylgjast meö Ólympíuleik- unum i sumarfríi sínu. Halla Linker, ræöismaöur islands í Los Angeles, var einnig viö- stödd athöfnina. • Jón Hjaltalín. Kristján tvítugur á sunnudag: „Get ekki hugsað mér betri afmælisgjöf“ Frá Svnni Sv»m»»ym, tráttamanni Morgunbl»ð«in» f Lo» Angolo*. KRISTJAN Haróarson lang- stökkvari varð tvítugur á sunnu- daginn, setningardag Ólympíu- leikanna. „Mér líöur frábærlega vel, ég heföi ekki getaö hugsaö mér betri afmælisgjöf. Þaö er ekki al- gengt aö hafa alla helstu íþrótta- menn og fyrirfóik heimsins, um 8.000 manns, í afmælisveislunni sinni," sagöi Kristján. Hann tók undir þaö sem flest íþróttafólkiö sagöi um aöstööuna á staönum: „Þetta er mjög góö aðstaöa, maturinn frábær, starfsfólk og öryggisveröir vina- legir og keppendur frá öörum löndum gera allt til aö ná sam- bandi hvorir viö aöra.“ Kínverjar byrja vel ÞAO MÁ meö sanni segja aó Kín- verjar, sem nú taka í fyrsta skipti þátt í Sumarólympíuleikunum síðan áriö 1952, hafi byrjaö vel. Ku Haifeng vann fyrstu gullverð- laun leikanna aó þessu sinni og voru þaó jafnframt fyrstu gull- verölaunin sem Kína hefur unniö á Ólympíuleikum. Ku Haifeng sigraöi í skotfimi meö skammbyssum og hlaut hann 566 stig af 600 mögulegum. „Keppendur okkar vissu aö þeir áttu möguleika á aö vinna hérna og þeir komu hingaö meö þvt hug- arfari aö láta þaö ekki trufla sig og þaö tókst,“ sagöi Zhao Changjun, þjálfari skotmanna Kína, eftir aö Ijóst var að þeir höföu oröiö hlutskarpastir í skammbyssu- keppninni. Þetta var þó aöeins upphafiö af góöum degi hjá kínversku kepp- endunum því seinna á sunnudag- inn sýndi Li Ning stórkostleg tilþrif í fimleikum og fékk hann 10 i ein- kunn í tvígang og félagar hans i liöinu stóöu sig einnig vel, svo vel aö Kína sigraöi Japan í flokka- keppninni sem var fyrst á fimleika- dagskrá Ólympíuleikanna. „Mér líkar mjög vel aö keppa hérna. Áhorfendur hafa tekiö vel á móti okkur og okkur fynnst eins og viö séum hjartanlega velkomin hérna. Þetta er hér um bil eins og aö keppa heima,“ sagöi Lou Yun einn kínversku keppendanna eftir aö keppni lauk á sunnudaginn. Mikiö var um Kínverja á áhorf- endapöllunum og létu þeir vel heyra í sér og hvöttu landa sína til dáöa. Morgunblaölö/Símamynd AP. • Kínverski fimleikameistarinn Fei Tong fékk hæstu einkunn sem gefin er — 10 — fyrir æfingar á svifrá á Ólympíuleikunum á sunnudag. Hér sést hann á svifránni. Zola Budd hélt fréttamannafund í Bandaríkjunum: Notar ekki skó í úrslitahlaupinu Dímo. 30. iúli. AP. • Zola Budd. Sveinn Björnsson, aðalfararstj. ísl. hópsins: „Líst nokkuð vel á Ólympíuþorpiö“ „MÉR LÍST nokkuð vel á Ólympíuþorpiö svona í fyrstu en þaö tekur alveg þrjá til fjóra daga að kynnast hér öllum aðstæö- um,“ sagöi Sveinn Björnsson, aö- alfararstjóri íslenska hópsins, er blm. Morgunblaósins spjallaói viö hann í Ólympíuþorpinu á sunnu- dag. „Viö erum reyndar ekki mjög ánægöir meö vistarverurnar. Þær eru frekar þröngar og húsgögnin ekki glæsileg, og í fyrstu höföum viö ekki nógu mörg herbergi, en nú er búiö aö leysa úr öllum okkar vandamálum," sagöi Sveinn. Ólympíuþorpiö sem íslend- ingarnir dveljast í er á risastóru svæöi og til marks um stæröina má geta aö á svæöinu eru reglu- legar strætisvagnaferöir. Allur matur er eins og best veröur á kosiö — menn geta hvenær sem þeir vilja farið inn á veitingastaö og drukkiö og borðað aö vild. San Diago, 30. júli. AP. Hlaupadrottningin Zola Budd hélt sinn fyrsta fréttafund í Bandaríkjunum í gær, sunnudag, og sagöi þar m.a. aó vel gæti far- ió svo að hún hlypi á íþróttaskóm í Ólympíukeppninni — en þaö er óvenjulegt hvaö hana varöar. Budd, sem upprunnin er ( Suö- ur-Afríku, en fékk breskan rfkis- borgararétt fyrir örfáum vikum, hleypur venjulega berfætt. Budd er aöeins 38 kg aö þyngd — lítil og nett, en hún er 18 ára. Hún fór frá Suður-Afríku í marz til Bretlands og fékk ríkisborgararétt þar — en ákvöröun bresku stjórn- arinnar um aö veita henni réttinn hlaut misjafnar undirtektir víöa um lönd, þar sem menn töldu þaö ein- ungis hafa veriö gert tll aö hún gæti tekiö þátt í Ólympíuleikum fyrir Bretlands hönd. íþróttafólk frá Suöur-Afríku fær ekki aö taka þátt í Ólympíuleikum vegna aöskilnaö- arstefnu ríkisstjórnar landsins — og var Budd talsvert spurö um stjórnmál á fundinum hér í San Di- ego. Budd, greinilega feimin og held- ur óframfærin, vék sér undan því aö svara slíkum spurningum og vildi aöeins ræöa íþróttir. Budd átti aö hlaupa í fyrsta sinn í Bandaríkjunum þann 6. ágúst í fyrri riðli 3.000 metra hlaupsins — en ekkert veröur úr riölakeppninni vegna fæöar keppenda í greininni. Hún hleypur því fyrst í undanúrslit- um 8. ágúst — og úrslitakeppni hlaupsins fer síöan fram 10. ágúst — á föstudegi. „Þaö er of mikil áhætta aö láta hana hlaupa berfætta í riöla- keppni,“ sagöi þjálfari Budd, Piet- er Labuschagne. „Viö ætluöum því aö láta hana nota skó þá — en í úrslitunum veröur hún örugglega berfætt. Þaö eru hreinar línur.“ Hann sagöi ástæöuna fyrir þessum mismun aö hún leiddi yfirleitt hlaup sin því væri hætta á því aö aörar hlaupakonur gætu meitt hana — stigiö ofan á hana t.d., en í úrslita- hlaupum næöi hún aö aölaga sig betur kringumstæöum — keyröi ekki upp hraöann of snemma held- ur „héngi“ í hinum keppendunum. „Þá er hættan á meiöslum mun minni." Michael Jackson á Ólympíuleikana? BANDARÍKJAMENN leggja nú allt upp úr því aö lokaathöfn Ólympíuleikanna veröi enn stór- fenglegri en setningarathöfnin. Hér úti í Los Angeles er mikió rætt um aö á lokaathöfninni veröi notast vió leysigeislatæknina og á hún aó sögn aö gefa enn meiri möguleika á aó gera lokaathöfn- ina aó enn stærri skrautsýningu en setningarathöfnin var. Raddir eru einnig á kreiki um aö á lokaathöfninni eigi 200 bestu break-dansarar Bandaríkjanna aö sýna listir sínar. Lionel Richie mun skemmta áhorfendum og kepp- endum og nú eru mjög háværar raddir uppi um aö rúsinan í pylsu- endanum á lokaathöfninni veröi sjálfur Michael Jackson, en þetta á allt saman eftir aö koma í Ijós. — ÞR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.