Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLl 1984 29 Þekktir siglingamenn skoðuðu bát íslendinganna: Héldu eitthvað ólöglegt við hann — svo vel haföi strákunum gengið á æfingum Los Angeles, 30. júli. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaösins. íslensku siglingamennirnir, þeir Jón og Gunnlaugur, sem hafa æft af miklu kappi hér í Long Beach síðustu 10 daga, taka í dag, mánudag, þátt ( sinni fyrstu æfingakeppni — en aðalkeppnin hefst síöan á morgun, þriðjudag. Þeir keppa sjö sinnum og hafa þeir rétt til aö fella verstu keppnina af þessum sjö út þannig aö aöeíns sex gilda. Þeir sigla í 14 sjómílna braut sem er aó þeirra eigin sögn nokkuö erfið á köflum en vindur og öldur eru hér nokkuö ööru vísi en þeir eiga aö venjast. Gunnlaugur sagöi aö öldurnar væru íviö lengri en heima og vind- urinn á stundum léttari. Ari Berg- mann, sem hefur aöstoöaö sigl- ingamennina, sagöi aö allar að- stæður i Long Beach væru frá- bærlega góöar, og síöustu dagar heföu fariö í það aö gera bátinn alveg kláran fyrir keppnina, en á honum þurfti aö gera nokkrar breytingar. „Það er mikili hugur í strákunum," sagöi Ari, „og ég get ekki séö annaö en aö þeir séu í góöu jafnvægi, en þetta er þeirra fyrsta verulega stóra keppni.“ Ari bætti því viö aö strákarnir heföu staöiö sig þaö vel á æfingum aö kunnir siglingamenn heföu komiö til þeirra og skoöaö bátinn, og leitað grannt eftir því hvort eitthvaö væri ólöglegt viö hann. En siglingamenn heföu jafnan allan fyrirvara á því og kæröu hispurs- laust ef eitthvað kæmi í Ijós sem ólöglegt er. Sérstök móttökuat- höfn fór fram í Long Beach í gær, sunnudag, kl. 16, og var íslenski fáninn þá dreginn aö húni á sigl- ingasvæöinu. Erfitt og dýrt aö fá bflastæði við völlinn Los AngaiM, 29. júli. Fré Þúrarni Ragnaruynl, Maúamanni Morgunblaúaina. ÞAÐ VAR strax upp úr hádegi á laugardag að fólk fór aö streyma aö Memorial-leikvang- inum i Los Angeles til aö vera viöstatt setningarathöfn Ólympíuleikanna. Þrátt fyrir aö búiö væri aó aðvara fólk um aö erfitt yröi aö fá bílastæöi viö völlinn tók ég þá áhættu aö fara akandi. Þegar um ein míla var eftir aö leikvanginum mátti viöa sjá bílastæói til leigu fyrir 100 dollara og fólk stóö vió hús sín meö spjöld þar sem sagt var aö hægt væri aö fá að leggja bílum sínum á lóðir þeirra fyrir ákveönar upphæöir. Á fyrsta bílastæöinu þar sem ég reyndi aö leggja var ekki nokkur leiö að hnika verölnu niöur, en þar átti aö kosta 50 dollara, þannig aö ég brá á þaö ráö aö fara í hliöargötu. Þar renndi ég upp aö húsi hjá svert- ingjafjölskyldu sem stóö öll úti í garöi og auglýsti verö á stæöinu fyrir 40 dollara en eftír mikiö karp tókst aö lækka verðiö um 10 dali þannig aö bílastæöiö kostaöi mig 30 dollara. Margir höföu brugðiö á þaö ráö aö leggja bílum sínum langt f burtu og hjóla síöan þaðan aö leik- vanginum. Fólk kom í leigubilum, strætisvögnum, á reiöhjólum, hjólaskautum, hjólastólum og gangandi og mesta furöa var hve umferöin gekk vel fyrir sig. Á hverju einasta götuhorni og meðfram götunum voru götusal- ar sem buöu minjagripi, skyrtu- boli, leikskrar og ýmislegt fleira og víöa mátti sjá prúttaö af mikilli hörku um verö á þessum hlutum. Þaö var mikil stemmning á svæöinu sem var skreytt í öllum regnbogans litum, fólk kom snemma á svæöiö og ætlaöi greinílega aö gera sér góöan dag. í stórum garöi rétt viö leik- vanginn haföi veriö komiö fyrir stórum pöllum og þar fóru ýmis skemmtiatriði fram. Fólk haföi nestaö sig vel, sat í grasinu og lét sér líöa vel, drakk og boröaöi. Þá var allsstaöar hægt aö kaupa sér hressingu og þaö notfæröu sér margir. Þaö var athyglisvert hve allt svæöiö var snyrtilegt og hreinlegt og allt starfsfólk klætt i sérstakan ólympíufatnað. Hundruö manna mátti sjá fyrlr utan leikvanginn f leit aö aö- göngumiöum. Ýmist bar fólkið stór spjöld sem á var letrað: „Mig vantar miöa" eöa þaö kallaöi og veifaöi þá um leiö búntum af dollurum. Fólkiö fór ekki aö tínast inn á sjálfan leikvanginn fyrr en klukkustund áöur en setningar- athöfnin hófst. Það fór sér í engu óöslega og kurteisi og prúö- mennska sat i fyrirrúmi í hví- vetna. GÍFURLEG ÖRYGGISGÆSLA Öryggisgæslan á ólympíuleik- vanginum og í kringum hann var gifurleg. Þúsundir lögreglu- manna, jafnt óeinkennisklæddir sem einkennisklæddir, voru á svæöinu. Þeir voru á hestum, mótorhjólum, í lögreglubifreiöum og gangandi. Jafnframt vorur 30 lögregluþyrlur til taks og þar af sex sem voru á sveimi yfir svæö- inu á meðan á athöfninni stóö. Leitaö var i töskum og á fólki þegar þaö fór inn á leikvanginn og í blaöamannastúkunni, sem var i námunda viö þaö svæöi þar sem forseti Bandaríkjanna sat, þurfti hver einasti blaöamaöur aö margleggja fram skilríki sín og ganga í gegnum sérstakt örygg- ishliö áöur en honum var hleypt inn í blaöamannastúkuna. Allt gekk þetta þó mjög vel fyrir sig en menn höföu þó á oröi aö öll- um öryggisráðstöfunum væri ofgert. • Einar Vilhjélmsson segist aðoins ætla sér að nota eitt kast i undan- úrslitum spjótkastsins — þaö eigi aö nægja sér til að komast í úrslit. Einar er í mjög góöri æfingu nú. Einar Vilhjálmsson í mjög góðri æfingu þessa dagana: „Ætla aðeins að nota eitt kast — það á að koma mér í úrslit“ — segir hann um undankeppnina á laugardaginn kemur Los Angeles, 29. júlí. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaötina „ÆFINGARNAR hafa gengiö alveg sérstaklega vel hjé mér aö undanförnu og ég er í mínu besta formi. Ég kastaöi í gær é æfingu og setti þé persónulegt met í spjótkasti én atrennu — kastaöi 64 metra. Síöan tók ég hélfa atrennu, sjö skref, og kastið reyndist 85 metrar en þaö er minn besti érangur meö hálfri atrennu," sagöi Einar Vilhjélmsson viö blm. Morgunblaðsins er viö spjölluöum saman í ólympíuþorpinu. Ég innti Einar eftir því hvernig hann myndi haga æfingum síöustu vikuna fyrir keppnina. Hann sagö- ist æfa létt á mánudag, þá tæki hann tækniæfingu. Hann sagöist hvíla sig á þriöjudaginn, á miöviku- dagsmorgun myndi hann fara út og æfa — taka þrjú köst, ná- kvæmlega eins og í undanrásunum á laugardag, en síöan væri hvíld og andleg slökun á fimmtudag og föstudag. Undanúrslitin í spjótkasts- keppninni fara fram árla á laugar- dagsmorgun. Til aö komast í úrslit- in þurfa menn aö kasta 83 metra og þegar ég spuröi Einar hvort erf- itt yröi aö komast áfram svaraöi hann mér svona: „Ég ætla aöeins aö nota eitt kast. Þaö á aö koma mór í úrslitin." Einar sagöi jafnframt aö þaö yrði mikil taugaspenna á spjót- kösturunum í undanúrslitunum og menn sem köstuöu kannski ekki nema 80 metra eða styttra gætu hæglega farið út á næsta völl hálf- tíma eftir undanúrslitin og kastaö þá léttilega vel yfir 85 metra — spennan drægi menn svo oft ótrú- lega mikiö niöur. Ég spuröi Einar hvaö hann vildi segja um spá bandaríska íþrotta- blaösins Sports lllustrated, en blaöiö spáir honum silfurverölaun- um i spjótkastskeppninni, eins og Mbl. hefur áöur greint frá, og jafn- framt spuröi ég hann um spá bandaríska frjálsíþróttablaösins Track and Field, en þaö virta blaö spáir honum fjóröa sæti í keppn- inni. Einar sagöi: „Bæöi þessi blöö fylgjast mjög vel meö öllu sem fram fer í heimi frjálsra íþrótta, en aö mínum dómi einblína þau um of á lengsta kastiö sem maður á. Bandaríski spjótkastarinn Duncan Atwood hefur kastaö 93,44 metra — en yfir höfuö kastar hann lítiö lengra en 84 til 85 metra. Þaö er mikiö af góöum spjótkösturum sem eru jafnari í keppni og kasta jafnan 85 til 88 metra sem eru ekki á þessum lista. Meira víl ég ekki um spária segja." Einar Vilhjálmsson var fánaberi íslensksa liösins viö opnunarat- höfnina og þegar ég spuröi hann aö því hvort þaö heföi ekki veriö erfitt í hinum mikla hita, svaraöi hann: „Þetta hjálpar mór ef eitt- hvaö er. Þaö var mór mikill heiöur aö fá aö vera fánaberi Islands viö setningarathöfnina og þaö veröur mér hvati til aö standa mig vel. Ég er aö vísu svolítiö þreyttur í hend- inni en fæ mér létt nudd á hana í dag til aö bæta úr því."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.