Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 33 frá Hong Kong, en á eftir okkar fólki gengu Indverjar. Fánaberi íslenska liðsins var Einar Vilhjálmsson og hópurinn allur tók sig mjög vel út, mjög snyrtilega klæddur í hvítum jökkum og meö hvíta hatta. Inn- ganga íslenska hópsins tókst eins vel og á var kosið. Þaö fór ekki á milli mála hvaöa liö var vinsælast af þeim hópum sem gengu inn á leikvanginn. Þaö var lið Bandaríkjamanna sem rak lestina, leikvangurinn hreinlega sprakk í ioft upp þegar sex hundruö manna hóp- ur þeirra gekk inn á leikvanginn. Tvær þjóöir fengu einnig áberandi góöar móttökur þegar þær gengu inn á leikvanginn. Áhorfendur risu úr sætum, klöppuöu óspart og hróp- uöu þegar þær gengu inn. Þessar þjóðir voru Rúmenar og lið Júgó- slavíu og var greinilegt aö áhorfend- ur kunnu aö meta þaö aö þessar austantjalsþjóöir skyldu ekki sitja heima eins og önnur ríki þar eystra. Þegar allir keppendur höföu gengiö inn á leikvanginn og komiö sér þar fyrir í sinni röö var leikvang- urinn oröinn mjög þéttskipaöur. Pet- er Ueborroth, forseti framkvæmd- anefndar Ólympíuleikanna, hélt því næst stutta ræöu og sagöi meöal annars aö hugur áhorfenda og fram- kvæmdanefndarinnar væri hjá því íþróttafólki sem sæti heima. Þessum oröum hans var ákaft fagnaö. Síöan talaöi Spánverjinn Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóöa ólympíunefndarinnar, og loks setti forseti Bandaríkjanna, Ronald Reag- an, leikana. Reagan kom ekki niöur á sjálfan leikvanglnn heldur talaði hann úr glerbúri því sem hann sat í efst á vellinum þar sem hans var tryggilega gætt. Því næst söng kór- inn Ólympíusálminn og aö því loknu kom ólympíueldurinn inn á leik- vanginn. Eftir aö eldurinn haföi verið tendr- aöur fóru fánaberar þeirra 140 þjóöa sem á leikunum keppa fram á hlaupabrautina. Þeir gengu einn hring aö heiöursstúkunni þar sem grindahlauparinn Edwin Moses fór meö ólympíueiöinn fyrir hönd íþróttafólksins. Þaö gekk ekki alveg slysalaust hjá Moses aö fara meö eiðinn. Hann var greinilega mjög taugaspenntur og fór ekki alveg rétt með eiöinn og þurfti hann aö byrja á honum þrívegis áöur en honum tókst aö fara meö hann alveg rétt. Því næst var leikinn Óöur til gleð- innar og var þaö alveg stórkostlegt, enda vöknaöi mörgum um augu þá. Aö leik hljómsveitarinnar loknum kom fram á leikvanginn söngkona sem söng lag þar sem sagöi í text- anum aö fóik ætti aö teygja sig út og snerta einhvern. Bæði áhorfendur og keppendur uröu viö þessari beiöni og mátti sjá eitt hundraö þús- und manns krækja saman höndum og rugga sér í takt viö tónlistina. Þegar þessu var lokið hófst skrúöganga sem 1700 manns tóku þátt í. Allt þetta fólk var klætt i þjóö- búninga og voru sýnishorn af þjóö- búningum allra þeirra ríkja sem þátt taka í leikunum, þar á meöal voru 25 konur sem klæddar voru í íslenska þjóöbúninginn. Skömmu síðar hófst heljarinnar flugeldasýning á leik- vanginum. Hvellbombur sprungu yfir leikvanginum og niður úr þeimm duttu litlar fallhlífar sem í voru þjóö- fánar ríkjanna og ólympíufáninn. Þegar setningarathöfninni var aö Ijúka var leikin létt tónlist og mátti þá sjá íþróttafólkiö dansa hrlng- dansa og aöra dansa á leikvangin- um. Stemmningin var gífurleg og minnti frekar á þá stemmningu sem er þegar Ólympíuleikum er aö Ijúka frekar en aö um setningu væri aö ræða. Setningarathöfnin einkenndist bæöi af miklum léttleika og skemmtilegheitum og jafnframt und- ir lokin mikilli viröingu og hátíöleik. Athöfn þessi fór eins vel fram og hugsast getur. * jp"" . • Michael Gross, sundkappi frá Vestur-Þýskalandi, setti heims- met í 200 metra skriösundi á Ólympíuleikunum á sunnudag. Tími hans var 1:47,44 mín. Hár sést hann eftir sundiö — þreytt- ur, en ánægöur. Thomas Fahrn- er, landi Gross, sem varö í þriöja sæti í sundinu, óskar honum hér til hamingju. • Fyrsti gullverölaunahafinnt Kínverjinn Wu Haifeng sigraöi í skotfimi meö skammbyssum á sunnudag, og varö þar meö fyrsti gullverölaunahafinn í leik- unum. Hér miöar hann „til gull- verölauna“. Ekki er annaö aö sjá en aö hann sé sallarólegur — miðar örugglega á skotmark- iö og árangurinn var frábær. Hann hlaut 566 stig af 600 mögulegum. Haifeng er tiltölu- lega nýbyrjaöur aö æfa skotfim- ina aö einhverju marki — og þykir skjótur frami hans meö ólíkindum. • HEIMSMETI Bandaríkjamaöur- inn Steve Lund- quist hoppar hér haaö sína (loft upp „í öllum herklæö- um“ eftir að hafa sett heimsmet í 100 metra bringu- sundi á sunnudag. Lundquist synti vegalengdina á 1:01,65 mín. • Þaö vakti gffur- lega athygli viö- staddra, er „geim- fari“ sveif inn á Memorial Colise- um-leikvanginn f Los Angeles á setningarathöfn- inni á laugardag. Hér sést „geimfar- inn“ svífa inn á leikvanginn í lausu lofti — Bill Soot heitir sá sem listir sínar sýndi þarna. Hann var meö þrýstiloftsmótor á bakinu. 23. Ólympíu- leikarnir í Los Angeles
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.