Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 62
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 Umdeilt sigurmark VEÐUR var hiö besta á Sauðár- króki þegar heimamenn tóku á móti Húsvíkingum 2. deildar- keppninni á íslandsmótinu f knattspyrnu á laugardaginn, logn og frekar svalt, eða eins og knattspyrnuveður gerist best. Leiknum lauk með sigri Völsunga sem skoruðu tvö mörk gegn einu marki heimamanna. .Viö vorum betri aðilinn í leiknum, en Gunnar Straumland, markvörö- ur Völsungs átti góöan leik og okkur tókst ekki aö skora nema eitt mark hjá honum þannig aö viö fengum ekkert stig út úr þessum leik,“ sagöi Árni Stefánsson þjálf- ari Tindastóls eftir ieikinn. Staðan í 2. deild STAÐAN í 2. deiid eftir leiki helg- arinnar og fyrir sumarfrí er nú þessi: FH Völsungur Víðir Njarðvík Skaliagrímur ísafjöröur Vestm.eyjar Siglufjörður Tindastóll Einherji 12 8 12 6 11 5 12 5 1 25:10 27 4 18:17 20 18—17 18 4 13:12 18 19:16 17 19:17 17 15:12 16 14:13 16 8 13:26 8 10 8:22 2 Tindastóll - Völsungur 1:2 Leikurinn var mjög fjörugur og spennandi. Hvorugu liöinu tókst aö skora mark lengi framan af leikn- um en þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum skor- uöu Völsungar tvö mörk meö stuttu millibili og staöan því 2:0 fyrir þá þegar flautaö var til leik- hlés. Þaö var Kristján Olgeirsson sem skoraöi fyrra mark Völsungs. Hann fékk góöa sendingu inn fyrir vörn Tindastóls, rakti boltann nokkur skref og skoraöi meö þrumuskoti af nokkuö löngu færi. Féiagi hans, Helgi Helgason, skoraöi skömmu síöar og töldu margir aö þaö mark hafi ekki veriö löglega skoraö því aö brotiö var á markveröi Tinda- stóls þegar þaö var skorað. Ekkert var dæmt á þaö og því var staöan 2:0 fyrir gestina í hálfleik. Strax í byrjun síöari hálfleiks skoruöu heimamenn eina mark sitt í leiknum. Sigurfinnur Sigurjóns- son skoraði þaö og var þaö vel gert hjá honum. Fallegt mark sem Gunnar Straumland réöi ekki viö. Gunnar og Kristján voru bestu menn Völsungs í þessum leik en hjá Tindastóli var Birgir Rafnsson og Sigurfinnur Sigurjónsson best- ir. Enn vann FH • Páll Björnsson skoraöi eina mark Einherja en þaö dugði ekki til sigurs gegn FH. FH-INGAR sigruðu Einherja á Vopnafiröi í 2. deildinni á laugar- daginn meö tveimur mörkum gegn einu marki heimamanna og er FH nú komiö með örugga for- ystu í 2. deildinni en Vopnfirö- ingar viröast algjörlega lánlausir. Þeir leika oft og tíöum vel en tekst illa að halda fengnum hlut þegar þeir ná forystu í leikjum sínum. Þaö voru Einherjar sem náöu forystinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var þaö Páll Björnsson sem skoraöi markiö eftir sendingu frá Gísla Davíössyni og réö Halldór Halldórsson markvöröur FH ekki viö skot hans, en Halldór haföi Einherji - FH 1:2 staöiö sig vel í leiknum og haft nóg aö gera því heimamenn sóttu grimmt. í síöari hálfleiknum fengu FH-ingar vítaspyrnu sem Guö- mundur Hilmarsson skoraöi af ör- yggi úr og þaö var síöan þjálfari Hafnfiröinganna, Ingi Björn Al- bertsson, sem tryggöi liði sínu öll þrjú stigin meö marki skömmu síö- ar. Varamennirnir tryggðu ísfirðingum jafntefli ísfiröingar og Njarövíkíngar geröu jafntefli í 2. deildinni í knattspyrnu um helgina þegar liöin mættust á ísafjaröarvelli. Leiknum lauk þannig aö hvoru liöi tókst að skora tvö mörk, en í leikhléi var staöan 1:0 fyrir heimamenn. Þaö voru Njarövíkingar sem hófu leikinn en þeir misstu knött- inn strax til heimamanna og barst boltinn til Atla Einarssonar þar sem hann var rétt utan vítateigs. Atli var ekkert aö tvínóna viö hlut- ina heldur skaut glæsilegu skoti sem hafnaði í netinu og staöan þvi 1:0 eftir aöeins 23 sekúndur. ísfiröingar voru betri aöilinn fyrsta hálftímann en eftir þaö kom- ust Njarövíkingar meira inn í leik- inn án þess þó aö skapa sér hættuleg marktækifæri. Mppi ’ilfj | \ '< 'h“'l SmWmt , , V’ . H' ■ '"“ir mm. mmm mwWsLÉ* ** síöari hálfleik sóttu heimamenn mun meira en Njarövíkingar áttu hættulegar skyndisóknir og úr ein- ni slíkri skoraöi Skúli Rósantsson eftir góöan undirbúning Freys Sverrissonar. Njarövíkingar náöur síöan forustunni á 75. mínútu þeg- ar Jón Halldórsson féll meö mikl- um tilburöum innan vítateigs ÍBI. Úr vafasamri vítaspyrnu skoraöi Haukur Jóhannsson af öryggi. Heimamenn sóttu nú án afláts aö marki UMFN, sem uröu meðal annars aö bjarga á línu skoti frá Guömundi Magnússyni og nafni hans Jóhannsson skallaöi hárfínt yfir skömmu síöar. Þaö voru síöan varamenn ÍBI sem sáu um aö tryggja heimamönnum eitt stig úr þessari viöureign. Gunnar Níels- son átti góöa sendingu inn fyrir vörn UMFN og þar náöi Guöjón Reynisson knettinum og skoraði. Bestu menn ÍBÍ voru þeir Ingv- aldur Gústafsson og Kristinn Kristjánsson og Guöjón Reynisson lék vel eftir aö hann kom inn á sem varamaður. Hjá Njarövík var Freyr Sverrisson yfirburöamaöur. HJ IBI lék með sorgarbönd Áöur en leikur ÍBÍ og UMFN hófst á ísafjaröarvelli á laugar- daginn var stutt minningarathöfn vegna fráfalls Skarphéöins Magnússonar eins aöalstuön- ingsmanns ÍBÍ í Reykjavík. Liö ís- firðinga lék með sorgarbönd um handlegginn til aö sýna hinum látna viröingu sína og þakklæti fyrir dyggilegan og góöan stuön- ing í gegnum árin. Langþráöur sigur ÍBV EYJAMENN unnu langþráöan sigur á heimavelli á laugar- dagskvöldiö þegar þeir báru sig- urorö af Skallagrími úr Borgar- nesi, 3—2, eftir að staðan í hálf- leik haföi veriö 1—0 ÍBV í vil. Leikiö var á malarvellinum því báöir grasvellirnir í Eyjum eru eins og svampar sem ekki einu sinni halda sláttuvél eftir linnu- litla rigningartíð nær allan júlí- mánuð. Leikurinn var á köflum hinn fjörlegasti og ágætlega leikinn af báöum liöum en þess á milli datt leikurinn niöur á plan ónákvæmra sendinga og miöjuþófs sem oft vill einkenna malarleiki. Þaö var mikil Morgunblaðlð/Arnór. • Víöir jafnar á síöustu mínútu leiksins eftir aö dæmt haföi verið tvígrip á Ómar markvörö KS í 1—2ja metra fjarlægö frá marki. -------------------- Víðir jafnaði á síöustu mínútu KS FRÁ Siglufiröi og Víöir í Garði geröu jafntefli, 2—2, á Skagavelli í Garöi sl. laugardag. KS var aö- eins einu hænufeti frá sigrí í leiknum en Víöismenn jöfnuöu á síðustu mínútu leiksins. KS skoraöi fyrsta markiö á 6. mínútu eftir slæm mistök Marteins Geirssonar þjálfara Víöis. Fram- herjar KS fygldu vel eftir í sóknar- lotu sem endaöi meö því aö þeir náöu aö pota knettinum yfir mark- línuna. Á 18. mínútu jafna Víöis- menn meö glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu. Á 13. minútu síöari hálfleiks Víöir - KS 2:2 skorar KS eitt fallegasta mark sem sést hefir i áraraöir. Skotið var af löngu færi utan vítateigs og hafn- aöi knötturinn í samskeytunum, al- gjörlega óverjandi fyrir Gísla markvörö. í þessari stööu tók Marteinn þjálfari djarfa ákvöröun, tók varnarmenn útaf og setti sókn- arleikmenn af varamannabekknum inná á meöan þjálfari KS styrkti vörnina. Hvorki rak þó né gekk hjá Víöi aö jafna leikinn þar til á síö- ustu mínútu leiksins aö Ómar KS-markvöröur geröi sin einu mis- tök í leiknum. Var dæmt á hann tvígrip réttilega af Kjartani Más- syni línuverði. Aukaspyrnan var dæmd aöeins um metra frá marki þar sem KS-liðiö raöaöi sér á lín- una. Allt kom þó fyrir ekki. Boltinn rataöi í markið og úrslit leiksins voru ráöin, sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Dómari leiksins, Þorgeir Pét- ursson, er einhver sá slakasti sem sést hefir í Garöinum í áraraöir. Hann missti tökin á leiknum strax á fyrstu mínútunum og lá oft viö slagsmálum einkum í fyrri hálfleik og í leikslok. Þá uröu siglfirskir áhorfendur og leikmenn KS sér til skammar í leikslok þegar þeir réö- ust aö línuverði og dómara með óbótaskömmum. Mörk KS skoruöu Baldur Ben- ónísson og Jakob Kárason en mörk Víöis geröu Vilberg Þor- valdsson og Klemens Sæmunds- son. AR. IBV - UMFS 3:2 og góö barátta í liðunum en drengilega leikið. Borgnesingar voru atkvæöameiri í fyrri hálfleik en Eyjamenn tóku vel viö sér í síð- ari hálfleik. Eyjamenn skoruöu fyrsta mark- iö á 19. mín. Lúðvík Bergvinsson sendi þá þrumuskot úr aukaspyrnu á vítateigslínu beint í netiö. Þaö var svo strax á 50. mín. sem Gunn- ar Jónsson, sprækasti sóknar- maöur Skallagríms, jafnaöi metin og fór þá aö fara um áhorfendur. En Eyjamenn tóku nú viöbragö og Kári Þorleifsson skoraði gullfallegt mark á 65. mín. Fékk góöa send- ingu fram völlinn, renndi sér af harðfylgi fram hjá varnarmönnum og skoraöi meö góöu skoti út við stöng. Kári var svo enn á ferðinni sex mín. síöar, var kominn á fullri ferö í gott færi á markteigshorninu þegar honum var skellt og víta- spyrna umsvifalaust dæmd. Jó- hann Georgsson skoraöi úr vítinu af öryggi. Garöar Jónsson minnk- aöi svo muninn skömmu fyrir leikslok þegar hann renndi boltan- um í netiö af stuttu færi eftir aö markvöröur IBV haföi misst bolt- ann fyrir fætur Garöars eftir fast skot á markið. — hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.