Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 28
40__________ Norræna húsið: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JtJLÍ 1984 Sex norrænir textillistamenn sýna verk sín LAUGARDAGINN 28. júlí kl. 15.00 -•var opnuð sýning i verkum 6 nor- rænna textillistamanna í sýningar- sölum Norræna hússins. Það eru þær Wenche Kvalstad Eckhoff og Inger-Johanne Brautaset fri Noregi, Maj-Britt Engström og Eva Stephen- son-Möller frí Svíþjóð og Guðrún Gunnarsdóttir og Þorbjörg Þórðar- dóttir sem sýna ýmis konar textil- verk, vefnað, tauþrykk og verk unn- in með blandaðri tækni. inlegan bakgrunn í samvinnu norrænna textillistamanna, og sem hafa tekið þátt í norrænum textilsamsýningum og kynnst þannig. Hexagon hefur fengið styrk frá Norræna menningarsjóðnum til sýningarhaldsins. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14—19 til 12. ágúst. Fjórir listamannanna broshýrir fyrir framan eitt verkanna á sýningunni. HEXAGON er farandsýning, sem var fyrst opnuð í janúar sl. í Nol- haga-höllinni í Allingsás í Svíþjóð og hefur síðan verið sýnd í Gallerí F 15 í Moss og Listiðnaðarsafninu í Bergen og er Norræna húsið síð- asti viðkomustaður sýningarinn- ar. Peter Anker, listfræðingur frá Listiðnaðarsafninu í Bergen, er staddur hér á landi og flutti hann ávarp við opnunina á laugardag. Með honum eru einnig Inger-Jo- hanne Brautaset og Ma-Britt Engström og unnu þau að upp- setningu sýningarinnar ásamt ís- lensku þátttakendunum. Hexagon merkir sexkantur; listamennirnir sex mynda saman fast form. En það má leysa sex- kantinn upp í sex þríhyrninga — hver einstakur listamaður hefur sín sérkenni. Hér er sem sagt um að ræða hóp sex listamanna, sem hafa sameig- Sauðárkrókur: Vilja varðveita gamla læknishúsið NOKKRIR áhugamenn um verndun gamla læknLshússins á Sauðárkróki boða til fundar f Árbæjarsafni, hjá borgarminjaverði, miðvikudaginn 1. ágúst næstkomandi kl. 17, til þess að stofna með sér félag. í byrjun aldar var læknishúsið á Sauðárkróki talið glæsilegasta hús staðarins. Það var byggt af Steindóri Jónssyni árið 1901, en Steindór var merkur smiður og at- hafnamaður á Sauðárkróki. Þrír mætir héraðslæknar, þeir Sigurð- ur Pálsson, Jónas Kristjánsson og Torfi Bjarnason, bjuggu og störf- uðu í húsinu. Húsið er því merkur þáttur í menningarsögu bæjarins og sjónarsviptir að því ef það hverfur. Gerð þess og ástand er þannig, að það getur áfram gegnt menningarlegu hlutverki á Sauð- árkróki. Nú hefur verið ákveðið að húsið víki af lóð sinni, en bæjaryfirvöld á Sauðárkróki eru að kanna mögu- leikana á því að bjóða áhuga- mönnum um varðveislu hússins aðra lóð í gamla bæjarhlutanum fyrir húsið, svo hægt sé að flytja það. Þess vegna er boðað til fund- ar þar sem félag um verndun hússins yrði stofnað. Áhuginn á þessu máli kviknaði á ættarmóti Heiðarættarinnar, sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu mánaðamót. Allir sem vilja stuöla að vernd- un þessa merka húss eru velkomn- ir á fundinnþ (FréIUtilk;nniiig) Viðskiptavinir athugið Breytt símanúmer okkar er 611991 og 611933 Wrigley’s umboðið ÓLAFUR GUÐNASON HF. HEILDVERSLUN, AUSTURSTRÖND 3. LANDSSMKUAN Bikarkeppni — Undanúrslit Komið og sjáið spennandi leik í kvöld kl. 19.00 í síöustu umferð skoruðu þessi lið samtals 9 mörk. Hvað skora þau í kvöld? Hólmbert þjálfari KRR gerði Fram að bik- armeisturum 1979 og 1980, hvaö gerir hann í ár? Sverrir Einarsson Jósteinn Einarsson fyrirliði Fram fyrirliði KR KR FRAM Slipivélar Hersluvélar og fjöldi annarra tækja. i LANDSSMKUAN k. S' 20680 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.