Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 38
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLl 1984 Minning: Ingibjörg Ásta Blomsterberg Fædd 7. mars 1940 Dáin 17. júlí 1984 Himna-föður eilíf ást annist þig og geymi, okkur síðan unni að sjást í öðrum betra heimi. Jón Þorláksson frá Bægisá. Það eru ljúfar minningar, sem streyma um huga okkar við fráfall Ingu, kær vinur er kvaddur um stund, og skal þakkað fyrir birtu og yl, er hún gaf okkkur. Gfst er í huga umhyggja hennar og tryggð við sína stóru fjölskyldu og kunningjahóp, sem hún rækti svo vel að til fyrirmyndar var og einkenndi allt hennar líf. Mánu- ! daginn 9. júlí ræddumst við síðast saman í sima, þá var hún orðin mjög veik og átti erfitt um mál, en hugurinn var sá sami. Hún spurði um fólkið mitt norður á Sauðár- króki og bað fyrir kveðju til aldr- aðrar móður minnar, hún hafði áhyggjur af tengdaföður okkar, hafði um það orð hvað það væri langt fyrir hann að fara upp í kirkjugarð að leiði konu sinnar, en hún lést 20. júní sl. Svona var um- hyggja hennar takmarkalaus og hún sýnir bezt hvaða mann hún hafði að geyma. Hún var alltaf boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd, hafði alltaf nógan tíma. Hún var sú fyrsta er ég sá og kynntist úr minni tengdafjöl- skyldu, er hún kom með son sinn þá kornungan til min og frá þeirri j stundu til þessa dags hefur hún I ávallt verið gefandinn og ég farið j ríkari af hennar fundi. ; Hún var víðlesin, fylgdist vel j með veraldarmálum, var ljóðelsk j og hafði unun af lestri góðra bóka. é Hún var mjög söngelsk, starfaði í kórum frá barnsaldri, lék á hljóð- færi og þau hjón áttu mikið og gott hljómplötusafn. Hún var fé- lagslynd, starfaði mikið að félags- málum þau sl. tíu ár er hún starf- aði á bæjarskrifstofum Vest- mannaeyja, enda kosin þar til for- ustu og falin trúnaðarstörf. Inga var fædd í Reykjavík 7. mars 1940. Foreldrar hennar eru Ásta Hannesdóttir og Bjarni Blomsterberg, þau skildu. Eina al- systur á hún búsetta á Akureyri, alls á hún sjö hálfsystkini, þrjú frá móður og fjögur frá föður. Hún giftist Braga Ólafssyni 21. október 1961 og stóð heimili þeirra í Eyjum alla tíð að undanskildum ; smátíma eftir gos. Við þökkum ; fyrir samverustundirnar á heimili þeirra gegnum árin. Þar ríkti gleði * og hamingja, sem yljar okkur um j ókomin ár. Þau hjón voru mjög samhent um velferð barna sinna og hag heimilis síns, enda ber handbragð þeirra þess fagurt vitni. Söknuðurinn er sár, ekki síst einkasyninum, sem misst hefur ' móður sína og ömmu á svo stutt- um tíma, er hann hefur dvalið við i nám erlendis. Foreldrum hennar, mökum þeirra, systkinum, og öðr- ‘ um ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Kæri bróðir og mágur, Ásta Sig- rún, óli, Guðmunda og Bragi yngri. Guð styrki ykkur og styðji f ykkar mikiu sorg. Blessuð sé minning Ingibjargar Ástu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna Jóna og Siggi Inga frænka mín er dáin. Þvílíkt reiðarslag fyrir mig og fjölskyldu mína sem þótti svo vænt um hana. Það var auðvelt að þykja vænt um Ingu, því hún var alveg einstök, alltaf glöð og hress og til f aö hjálpa öðrum. Alltaf var fullt af fólki í kringum hana, því fólki leið vel i návist hennar. Heimili henn- ar og eiginmanns hennar stóð allt- af öllum opið og var þar að finna ólíkt fólk á öllum aldri. Þó ég væri 25 árum yngri en hún, leit ég á hana sem mína bestu vinkonu. Alla tíð hef ég litið upp til hennar og þráð að líkjast henni og er svo enn. Ég veit að ég mæli fyrir munn fjölskyldu minnar þegar ég segi að við söknum hennar sárt. En við eigum eftir minninguna um ein- staka manneskju og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, þó það væri of stuttur tíma. Án þess að hafa kynnst henni væri líf okkar tómlegra. Bið ég guð að styrkja og blessa ástvini hennar sem syrgja hana. Hún unni fjölskyldu sinni svo heitt og var okkur öllum svo góð. Hvíli hún í friði og hafi þökk fyrir allt. Við söknum hennar. Ása frænka Fyrstu kynni mín af Ingu voru sumarið 1982, þegar ég kom sem sumarstarfsmaður til Eyja og kom sem gestur inn á heimili hennar og Braga. Þau tóku mér opnum örmum og dvaldist ég þar sem einn af fjölskyldunni. Mér líkaði vel í Eyjum og vel fór um mig. Jólin þar á eftir sendi Inga mér lopapeysu, sem hún hafði prjónað handa mér. Gjöf þessa þykir mér afar vænt um. Sagan endurtók sig næsta sumar þegar ég fór aftur til starfa í Eyjum um mánaðartíma. Mér leið alltaf eins og ég væri heima hjá mér I návist Ingu og Braga. Inga átti við erfiðan sjúkdóm að stríða en aldrei heyrði ég hana kvarta undan heilsufari sínu. Það eina sem ég heyrði að henni mis- líkaði var hversu oft var ófært milli lands og Eyja. Ég vil aðeins sýna virðingu mína og þakklæti með þessum fáu orðum um yndislega konu, sem ég hafði aldrei annað en gott af að segja. Innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra, sem um sárt eigið að binda. Davíð Másson Hratt flýgur stund. Fyrir 25 ár- um kom Bragi í. ólafsson, um- dæmisstjóri Flugleiða, með brúði sína heim til Eyja. Þessi glæsilega kona var Ingi- björg Blomsterberg, sem við kveðjum i dag frá Landakirkju. Hún fékk kallið, sem okkur allra bíður, í blóma lífsins, 17. júli sl. 44 ára að aldri. Enginn má sköpum renna, en sárt er að sæta þeim örlögum að sjá á eftir eiginkonu, móður og ömmu, þegar allt leikur í lyndi. Ekki er nema hálft ár, er ljóst var, að Inga yrði að leita sér lækn- inga vegna blóðsjúkdóms, sem gert hafði vart við sig. Engum sem þekkti þessa táp- miklu og tignarlegu konu datt i hug, að neitt alvarlegt væri á seyði. Hún bar sig með reisn að vanda, öll uppgjöf fjarri, enda af svo miklu að taka. Inga bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili, sem bar glöggt vitni óvenju smekkvísi og nærfærni. Inga og Bragi eignuðust son, Ólaf, sem nú stundar flugnám í Bandaríkjunum, er hann kvæntur Guðmundu Magnúsdottur, og var sonur þeirra Bragi augasteinn ömmu sinnar. Dóttur átti Inga, Ástu Erlingsdóttur, sem er i heimahúsum. Um árabil starfaði Inga á barnaheimilinu Sóla. Börnin hændust að þessari kátu og lífs- glöðu konu, sem tók gjarnan gítar- inn fram spilaði og söng, enda var Inga hrókur alls fagnaðar í starfi og leik. Sl. 10 ár vann Inga á skrif- stofu kaupstaðarins og tók virkan þátt i félagsmálum. Eiga sam- starfsmenn hennar á þeim vett- vangi nú að baki að sjá formanni Starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar, en þá stöðu hafði Inga skipað síðustu árin og sýnir það gleggst hve mikils hún var að verðleikum metin. Þá var Inga aðaldriffjöðrin í Málfreyjudeildinni Hafrót, er stofnuð var fyrir nokkrum árum. Svo sem iauslega er að vikið, kveðjum við í dag konu, sem full var af lífsorku og starfslöngun fyrir samferðafólk sitt, en fyrst og fremst vini sína og fjölskyldu. Inga stóð við hlið Braga við dán- arbeð móður hans, Sigrúnar Guð- mundsdóttur, í síðasta mánuði. Nú stendur hann yfir moldum ástkærrar eiginkonu, sem svo óvænt er horfin yfir móðuna miklu. Allt hefur sá, sem trúna hefur, og við treystum því, að á þessum örlagatímum í lífi Braga og fjöl- skyldu hans hljóti þau styrk Guðs, sem öllu ræður til þess að bera það sem á þau er lagt. Á þessari stundu streymir hug- ur hluttekningar og samúðar til Braga og ástvinanna allra, er svo mikið hafa misst, en jafnframt eiga fyrir svo mikið að þakka. Guð blessi minningu Ingu Blomsterberg. Jóhann Friðfinnsson Það er erfitt að setjast niður og skrifa þessar línur. Ástæðan er sú að hún hefur alltaf verið nærri og og alltaf verið hægt að hafa sam- band fyrirvaralaust. Við áttum svo margt órætt og enn var margt ógert. Hún ætlaði að fara í ferð til Ameríku strax og hún væri laus af sjúkrahúsinu og hitta augastein- inn sinn, „litla" Braga, sem hún þráði svo heitt að fá að hafa hjá sér. En langvarandi veikindi breyttu því og hún fór í aðra ferð, ferðina sem við eigum öll eftir að fara. Við töluðum oft um þessa ferð og líka það hve óviðbúin við erum þegar einhver kveður og leggur af stað. Svo er einnig nú þegar Inga hverfur á braut. Við vissum að sjúkdómur hennar var alvarlegur og gat snúist á báða vegu, en við vonuðum og báðum um að hún fengi heilslu sína á ný. Það var mikill sorgardagur í Vest- mannaeyjum 17. júlí þegar fréttist að hún kvaddi þann morgun. Hér átti hún svo marga vini og kunn- ingja sem sakna hennar. Hún sem átti sérstaklega auðvelt með að eignast vini og var trygg þeim. Það var gott að leita til Ingu með vandamál sín. Hún reyndi alltaf að hjálpa til og hressa upp á ef eitthvað var að. Alltaf var tekið vel á móti fólki hvernig sem á stóð og allir voru velkomnir. Félags- lyndari manneskju hef ég ekki kynnst. Hún vildi lifa lífinu lif- andi og ósjálfrátt var hún ætíð orðin miðpunkturinn hvar sem hún kom. Oft vildi hún gera eitthvað skemmtilegt, breyta til og koma með nýjar hugmyndir. Það var líka alltaf sagt ef gera átti eitthvað sérstakt, gefa gjöf eða halda skemmtun, „við tölum við Ingu, hún kemur með hugmynd". Inga var mjög dul manneskja og flíkaði ekki tilfinningum sinum, hugsaði alltaf vel um þá sem voru minnimáttar og varði þá sem hall- að var á. En hún gat líka orðið sár óvægum ummælum og ósanngirni. Hún var mjög ljóðelsk og músík- ölsk og þær voru margar ánægju- stundirnar sem við áttum með henni við söng og spil, á þann hátt tókst henni svo vel að sameina fólk. Ég og fjölskylda min munum sakna Ingu mikið og við þökkum henni fyrir tryggð og vináttu. Við höfum nú eftir 14 ára kunnings- skap og vináttu eignast margar minningar um vin og erum rik af reynslu þeirri að hafa fengið að kynnast henni. Við sendum Braga og börnum svo og foreldrum og systkinum innilegar samúðar- kveðjur. Að lokum eru hér ljóðlín- ur úr kvæði eftir Gunnar Dal, eft- irlætis höfund Ingu, en þessar lin- ur finnst mér eiga við nú. „Þú skilur ekki augnablikið fyrr en það er farið. Það skilur engin nýja sköpun, fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin.“ Fari hún í friði. Lovísa Jónsdóttir. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því í dag verður til moldar borin félagi okkar, Ingibjörg Ásta Blomsterberg, aðeins 44 ára að aldri. Fráfall hennar kom okkur á óvart þrátt fyrir að við vissum að hún var haldin alvarlegum sjúk- dómi, lífsgleði hennar blindaði okkur. En eins og skáldið segir: Það grípur enginn fallandi stjörnu, það stöðvar enginn hjól forlaganna, og það flýtir enginn opnun blómsins. (Gunnar Dal) Allar málfreyjur stefna að auknum sjálfsþroska í samfélagi við aðra sem vilja læra með ástundun og æfingum. í þessum anda starfaði Inga. Hún gerði sér glögga grein fyrir grundvelli og ávinningi málfreyjustarfsins. Hún var alltaf reiðubúin til að takast á við erfiðari og þyngri verkefni, hún vildi aldrei skerast úr leik, jafnvel eftir að sjúkdóm- urinn var farinn að ná tökum. Við fengum að njóta hugmynda- ríki hennar og sköpunargáfu og kynntumst hennar innra manni. Allt var gert með reisn, hvort heldur móttaka erlendra gesta eða undirbúningur sérstakra funda. Fordómalaus umræða um mannlífið var henni að skapi og hún bar virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún hafði ekki starfað lengi með okkur þegar hún var valin í stjórn sem ritari og síðan 2. vara- forseti. Að lifa er að elska, allt hitt er dauði, og allt sem lifir er fætt af ástinni, því að veröldin er sköpun hennar. (Gunnar Dal) Þessar ljóðlínur lýsa Ingu betur en mörg orð. Frá henni streymdi Iíf og elska og þannig ávann hún sér vináttu og virðingu mjög margra. Hún kunni þá list að gefa af sjálfri sér. Kæri Bragi, börn og ættingjar, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við vitum að minningin um hrífandi konu sem sárt er saknað mun lengi lifa. Leggðu þvi sál þína að fótum jarðarinnar, í læknandi hendur himinsins og í faðm hins mikla djúps. Þegar stund mannsins er komin, mun lífið sjálft leiða hann heim. (Gunnar Dal) Hafi Ingibjörg Ásta þökk fyrir allt og allt. Málfreyjur í Hafróti Laufin falla, dökknar draumaborgin. Dísir mínar safna bleikum rósum. Minningin og systir hennar — Sorgin. (Gunnar Dal) Ingibjörg Ásta Blomsterberg er öll. Einstakur starfskraftur og frábær félagi er horfinn frá vinum og vandamönnum í blóma lífsins. Fyrir tæpum tíu árum hóf hún störf á skrifstofu Vestmannaeyja- bæjar og þar hefur aðalstarfs- vettvangur hennar verið síðan með vaxandi ábyrgð ár frá ári. Inga var mjög félagslynd og vann ötullega að framgangi hinna ýmsu framfaramála í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyjabæj- ar, og valdist hún snemma til hinna ýmsu trúnaðarstarfa á veg- um félagsins og gegndi m.a. for- mannsstarfi frá árinu 1981 til dauðadags. Glæsileiki einkenndi Ingu og var löngum eftir því tekið, þar sem hún fór, hvort sem var á vinnustað eða mannamótum. öll framkoma hennar og fas féll okkur vinnufélögunum mjög í geð og munum við minnast ánægju- legra samfunda með Ingu með söknuði og trega. í hvers kyns tilbreytingu frá erli starfa okkar í Ráðhúsinu var Inga ævinlega tilbúin og frum- kvöðull í að gera sér og vinnufé- lögunum dagamun. Verður þess ævinlega minnst að ávallt sá hún skoplegu hliðarnar, hvort sem var í leik eða starfi, og skopaðist þá jafnt að sjálfri sér sem vinnufélögum. Eins var ef um var að ræða inn- kaup og val tækifærisgjafa, s.s. af- mælisgjafa o.s.frv., á tímamótum einhverra vinnufélaganna, að Inga dreif þau mál í gegn og er viðbúið að einhvern tíma hefðu þessir þættir drabbast niður ef ekki hefði komið til atorka og frum- kvæði hennar. Inga var höfðingi heim að sækja og bauð til veislu á stórhátíðum, eða til notalegra húsakynna í kaffi og spjall. Hún var söngelsk og naut góðr- ar tónlistar á vinnustað sem einkaheimili og greip oft í gítar eða hljómborð við ýmis tækifæri. Minnug mjög á lagatexta og virt- ist ævinlega kunna milliröddina i hverju lagi sem raulað var. Var hún um tíð söngfélagi í Samkór Vestmannaeyja og naut þess fé- lagsskapar i hvívetna. Auk þess sótti hún leiklistarnámskeið og leitaðist við að túlka hverja tján- ingu, sem best hún gat og lék á tíðum atriði, sem borið höfðu á góma, fyrir vinnufélagana á vinnustað. Einnig var hún í Mál- freyjufélaginu Hafróti og kynnti rækilega framlag vinnu sinnar og þeirra, sem hlut áttu að máli hverju sinni, ýmist fyrir eða eftir fundi. Inga var einkar barngóð og hændust krakkar mjög að henni og þóttu þar i góðum höndum. Minntist hún ævinlega dýrðardag- anna á barnaheimilinu á Sóla, er hún vann þar að gæslustörfum og duldist okkur aldrei að milli henn- ar og krakkanna á Sóla eða krakka vinnufélaganna, sem hún umgekkst, var ekkert kynslóðabil. Inga var heimskona og naut þess að ferðast um víða veröld og voru áningarstaðir margir á lífsleið- inni, en síðasta utanför hennar var í vor sem leið, til elskulegs sonar, tengdadóttur og barna- barns, ömmudraumsins Braga Ingibergs, þar sem þau dvöldu við nám í Bandaríkjunum. Sjaldnast kom Inga tómhent úr utanferðum sínum og nutu stelp- urnar þess í hvívetna nær alltaf og strákarnir einatt, því gjafmildi var eitt af hennar aðalsmerkjum og var svo jafnan aðgjafir hennar, smáar sem stórar, hittu svo sann- arlega í mark. Inga var víðlesin og hafði eink- um yndi af lestri ljóðabóka og vitnaði oft til margra helstu ljóðskálda okkar, en mest dáði hún Gunnar Dal. Þá hafði hún einnig gaman af spakmælum og málsháttum og átti gott safn slíkra bóka og hafði oft uppi við hin ýmsu tækifæri. Var snaggara- leg og glúrin að finna viðeigandi lesningar, þegar við átti. Með Ingu er horfinn einstakur starfsmaður og félagi. Félagi sem Ijúft er að minnast. Megi góður Guð gefa ástvinum öllum styrk og hvatningu í söknuði þeirra sam- kvæmt lífsviðhorfi Ingu, að lifa lífinu lifandi. Samstarfsfólk Ráðhúsi Vest- mannaeyjabæjar. f dag felldu blómin mín blöðin sín og húmið kom óvænt til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sól- skin. Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar komu upp í huga okkar í starfsmannafélagi Vest- mannaeyjabæjar er við fréttum að formaður okkar væri látinn, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.