Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 40
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 Minning: Guðrún Hallfríð- ur Pétursdóttir Fædd 4. október 1916. Dáin 20. júlí 1984. Móðir: Jóhanna Kristín, f. 16. apríl 1894 í Nýjubúð í Eyrarsveit, d. 1958, Guðmundsdóttir, Guð- mundssonar bónda í Nýjubúð, f. um 1863, Guðmundssonar f. um 1824 í Ingjaldssókn og Margrétar Þorsteinsdóttur f. um 1823. Móðir Jóhönnu Kristínar var Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 1863 í Helga- fellssókn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir, f. um 1813, og Hallgrímur Jónsson, f. um aldamótin 1800. Þau bjuggu í Vindási í Eyrarsveit. Faðir: Pétur f. 2. október 1893 á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, dáin 1942, Jóhannesson f. um 1859 og Pálína Jónsdóttir f. um 1860, bæði úr Bjarnarhafnarsókn. Guðrún Hallfríður fæddist í Hvammshúsi á Hellissandi á haustdögum 1916. Þar bjuggu for- eldrar hennar í þurrabúð fyrstu árin við þröngan kost, þar sem Pétur faðir hennar var við sjó- róðra. Árið 1920 flytja þau inn í Eyrarsveit og fá til ábúðar Hjarðarbrekku sem var smá grasbýli sem bauð upp á að hafa kú og örfáar kindur. Pétur varð því að halda áfram að sækja sjóinn og bera björg í bú. í Hjarðarbrekku bjuggu þau svo allan sinn búskap og með elju og einstökum dugnaði tókst þeim að koma öllum börnum sínum til manns, en þau voru auk Guðrúnar Hallfríðar: Jóhannes Páll f. um 1920. Dó uppkominn. Dagfríður f. Sautján ára japönsk stúlka: Kaori Oka, 1077 Higashishonai-cho, Suzuka-shi, MIE, 519-02 Japan. Frá Suður-Kóreu skrifar kennari í menntaskóla, sem 3.000 nemendur stunda nám við. Biður hann Morg- unblaðið að setja nafn sitt í blaðið ef ske kynni að íslenzkt æskufólk hefði áhuga á að skrifast á við jafnaldra sína í Kóreu. Mun hann koma bréfum á framfæri í skóla sínum: John Ahm, P.O. Box 20, Central, Seoul, Korea. Ellefu ára pólskur piltur með ís- landsáhuga: Piotr Patykiewics, Ul. Solna 7119, 43-300 Bielsko-Biala, Poland. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum, svo og íslandi: Kaori Matsumoto, 114 Namiki Sakura Chiba, 285 Japan. Nítján ára vestur-þýzk stúlka með margvísleg áhugamál. Starfar sem læknaritari: Diana Streicholz, Weingarten 25a, 4780 Lippstadt, W. Germany. 1922. Hallgrímur f. 1924. Jens f. 1927. Dó uppkominn. Áslaug f. 1930. Jón f. 1936. Vilhjálmur f. 1938. Guðrún Hallfríður var elst systkina sinna. Það mæddi því ekki svo lítið á henni við að hjálpa móður sinni, þegar heimilisfaðir- inn var á vetrarvertíðum, sem hann varð að stunda flest sín búskaparár. Sem ung stúlka var Guðrún Hallfríður hávaxin, grönn, með dökkt liðað hár, ljósan litarhátt og frítt andlit. Hendurn- ar voru grannar og fagurlega lag- aðar. Ég var þá rétt að komast af barnsaldri er ég sá hana fyrst og það var ekki frítt við að ég öfund- aði þessa fallegu stúlku. Henni létu flest störf vel og var ósérhlíf- in og einbeitt að hverju sem hún gekk. Hvort heldur hún aðstoðaði móður sína í sængurlegum, gætti barnanna, hirti skepnurnar eða sá um aðdrætti til heimilisins frá Grafarnesi. Hún minntist stundum á, að það hefði sér fundist erfiðast á vet- urna, að ganga út eftir hvernig sem færðin var, og fá í soðið þegar bátarnir komu að og þurfa að leggja byrðina á bakið og ganga svo alla leið heim að Hjarðar- brekku aftur, en um það þýddi ekki að fást. Það var oft matarlítið í kotinu og margir munnar svang- ir. Eins og þá var títt fóru börn að vinna svo fljótt sem kraftar leyfðu og systkini Guðrúnar Hallfríðar tóku við hennar störfum, en hún var ráðin í vist í Stykkishólmi til þess að fata sig upp, því ekki voru tök á að klæða allan hópinn sóma- samlega heima. Þar kynntist hún ungum manni, Kristjáni, er síðar varð brúarsmiður, f. 12. nóvember 1908, dáinn 14. apríl 1965, Guð- mundssyni, Jónssyni er kenndur var við Narfeyri, smiður og skip- stjóri. Fyrri kona Guðmundar og móðir Kristjáns var Guðrún Ein- arsdóttir, bónda á Kálfsstöðum í Landeyjum síðar útvegsbónda í Garðsbæ í Gerðahreppi. Þau eign- uðust son er hlaut nafnið ölver og ólst upp í skjóli afa og ömmu í Hjarðarbrekku. Kynni okkar Guð- rúnar Hallfríðar hófust er hún fór að búa með elsta bróður mínum, Yngva Hraunfjörð, í húsi foreldra okkar. Það var á tímum atvinnu- leysis og kreppu. íbúðin var 2 lítil Fædd 18. janúar 1939 Dáin 20. júlí 1984 Jötuninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp. Kallar hann mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp.“ Öll erum við kölluð, einn í dag, annar á morgun. Kallið lætur mis- jafnt í eyrum. Tíðast fylgir þvi nístandi súgur, þó getur það borið með sér mildan tón. Nú var kallið helkalt og mis- kunnarlaust. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir," segir spak- mælið. Við sem eftir stöndum spyrjum hvers vegna, en svör fást engin. Torræði þeirrar gátu er ofvaxið mannlegri skynjun. 20. júlí síðastliðinn lést í Land- spítalanum í Reykjavík Þóra Har- aldsdóttir, Hellisbraut 20, Reyk- hólum. Þóra var fædd í Reykjavík 18. janúar 1939, ein af 12 börnum þeirra hjóna Herbjargar Andrés- dóttur frá Þórisstöðum í Gufu- dalssveit og Haraldar Jónssonar, fæddum á Álftanesi, en ólst upp á Bíldudal og þar kynntust þau Herbjörg. súðarherbergi og var eldað í öðru á kolavél sem leiddi til þess að ólíft var inni á sumrin meðan eld- amennska stóð yfir. Fyrst í stað þurfti hún að sækja allt vatn niður í kjallara og bera allt skólp sömuleiðis niður. Henni óx þetta ekki í augum, hún var svo glöð yfir litla heimilinu sínu að henni fannst erfiðleikarnir aðeins auka hamingjuna. Hún unni manni sín- um mjög heitt og í dag mundum við kannski segja að hún hafi ofdekrað hann, en hamingja henn- ar var í því fólgin að veita. Guðrún Hallfríður var alla tíð mikið nátt- úrubarn og þegar börnunum fjölg- aði, en ekki peningum fyrir mjólk, ákvað hún að kaupa kú og með yfirnáttúrulegum hætti tókst það. Síðsumars árið 1939 heyjuðu þau í Stífli í Þingvallasveit. Þetta var yndislegt sumar. Það var legið í tjöldum og ættingjar og vinir rétt- um þeim hjálparhönd og nutu jafnframt sumarblíðunnar. Guð- rún Hallfríður lét ekki deigan síga frekar en fyrr og stóð í teignum heilu daga og sló með orfi og ljá, og hjá henni beit vel. Hún hirti kúna sína vel og sá um hana eins og fjölskyldumeðlim. Heimsstyrjöldin skall á og breski herinn kom 10. maí 1940. Þá hófst nýr kafli í íslandssög- unni. Verkafólk fékk vinnu. Eng- inn þurfti lengur að knékrjúpa vinnuveitanda sínum. Það var komin vinna fyrir alla og það var eins og verkafólkið vaknaði af þyrnirósarsvefni og sæi nú fyrst hvað það var margt sem vantaði á hverju heimili til fæðis og klæðis. Á þessum tíma var vinnan mikil og engu mátti sleppa, en þar sem þau höfðu löngu fyrr ákveðið brúðkaupsdaginn, brá Yngvi sér í kaffitímanum og gekk í það hei- laga og hélt síðan áfram að vinna. Yngvi Hraunfjörð var fæddur 29. október 1914 í Stykkishólmi, sonur Péturs Hraunfjörð frá Hraunsfirði, skipstjóra og verka- manns í Reykjavík, og konu hans Kristjánsínu Sigurástar Krist- jánsdóttur frá Vindási í Eyrar- sveit. Árið 1943 festu þau kaup á sumarbústað, Heimahvammi í Blesugróf. Það var í þeirra augum sannkallaður sælureitur. Þau fegruðu hann og bættu eftir föng- um ræktuðu grænmeti, kartöflur og blóm. Bðrnin þeirra ólust þar upp umvafin ómengaðri náttúru. Guðrún Hallfríður hafði yndi af tónlist og dansi og þegar tónarnir ómuðu í viðtækinu, var oft stiginn dans á grasflötinni fyrir utan Heimahvamm. Guðrún Hallfríður saumaði á börnin sín og til gam- ans langar mig að geta þess að öll sængurföt á hennar heimili voru úr hveitipokum sem hún klóraði og sauð og saumaði svo fagrar rós- Þau Haraldur og Herbjörg bjuggu í Aðalstræti 16, Reykjavík, um þrjátíu ára skeið. Þar átti Þóra sín æskuspor í hópi tápmik- illa systkina. Leikvangur hennar var Grjótaþorpið og nágrenni. Ég þekkti ekkert til æskuheim- ilis Þóru heitinnar, kom þar að- eins einu sinni. En kunnugir hafa sagt mér, að þar hafi ríkt reglu- og nægjusemi. Haraldur var lengst af hafnarverkamaður og gefur auga leið að gæta hefur þurft fyllstu árvekni til að sjá þessari stóru fjölskyldu farborða. Þessa eðliskosti átti Þóra í ríkum mæli. Ég kynntist Þóru heitinni fyrst fyrir þremur árum er hún flutti að Reykhólum ásamt heitmanni sín- um, Guðmundi Hjartarsyni frá Fossi í Saurbæjarhreppi, Dala- sýslu. Guðmundur hafði þá nær lokið byggingu íbúðarhúss. Þar skyldi framtíðin ráðast. Því miður réðst hún á annan veg en hugir stóðu til. í okkar litla samfélagi vakti þessi geðþekka kona strax athygli með einarðri og hispurslausri framkomu og ekki síður með þeim Þóra Haralds- dóttir - Kveðja ir í öll koddaver og sængurver. Sömu skil gerði hún náttfötum barna sinna. Þau voru öll drifa- hvít með fögrum útsaumi. Hún var listræn og elskaði hið fagra i lífinu. Þegar yngsta barn þeirra hjóna var aðeins fárra vikna, missti hún mann sinn, eftir 18 ára farsæla sambúð, á voveiflegan hátt, en hann lést af áverka er hann hlaut af ókunnum manni haustið 1955, þar sem hann var á kvöldgöngu. Yngvi var mikill verkalýðssinni og harður baráttumaður fyrir bættum hag alls verkafólks. Hlífði sér hvergi og ætlaðist aldrei til umbunar fyrir sjálfan sig, þó hann hefði vissulega átt það skilið. Guðrún Hallfríður stóð ávallt við hlið hans í verkalýðsbarátt- unni og í verkföllum mæddi ekki svo lítið á húsmóðurinni. Þessa haustdaga var þungur harmur í Heimahvammi en Guðrún Hall- fríður sá fljótt að ekki mátti láta deigan síga. Á starfsferli sínum stundaði hún alla þá vinnu sem til féll. Hún fór mörg sumur á síld bæði sem ung stúlka og einnig eft- ir að hún missti manninn sinn. Hún gekk í hús og þvoði. Hún fór einnig í þvottalaugarnar og þá ekki síst fyrir sjálfa sig því kolin voru dýr. Þá gerði hún hreint fyrir fólk. Þegar eiginmaður Guðrúnar Hallfríðar féll frá, stóð hún uppi fyrirvinnulaus með 6 börn innan 16 ára aldurs svo róðurinn var þungur en elstu börnin og reyndar öll börnin sem eitthvað gátu lagt af mörkum, gerðu allt hvað þau gátu til þess að hjálpa móður sinni. Á sjöunda áratugnum bjó Guðrún Hallfríður um skeið með Þórði Þorgrímssyni ekkjumanni með 3 börn á sínum vegum. í Heimahvammi hafði frá upphafi geislandi lífskrafti sem frá henni stafaði. Skaphöfn hennar heil- brigð og þroskuð. Viðhorfið raun- sætt og opinskátt. Ég sagði áðan, að Þóra hefði al- ist upp í Grjótaþorpinu. En rætur hennar stóðu víðar. Sem barn og unglingur var hún á hverju sumri í sveit hjá móðurfólki sínu og full- tíða kom hún í sveitina í fríum sínum. Þekking hennar á borg og sveit hélst í hendur. Hún var beggja vinur og báðum trú. Þó fannst mér sveitin höfða meira til lífsstíls hennar. Gróandin, lífið og víðáttan féll svo vel að vílleysi hennar og hetjulund. Þóra var traustur verkmaður, verið opið hús fyrir skyldfólk hús- móðurinnar og vini úr Grundar- firði og allir höfðu verið velkomn- ir á nóttu sem degi. Svo það taldist ekki nein goðgá þó fjölgaði í litla húsinu. Það varð líka önnur fjölg- un á þessum tíma. Börnin kölluðu það dýragarðinn. Guðrún Hall- fríður var mikill dýravinur og þarna sá hún þann draum rætast að geta umgengist húsdýrin sín, sem voru hestur, kýr, kindur, hænsni, hundur, köttur og mýs, allt saman drifahvítt. Þetta var svo sérkennilegt að ég efast um að það hafi annars staðar verið til. Síðasti vinnustaður hennar var í mötuneyti Breiðholts hf. þar sem hún var matráðskona. Börnin urðu alls níu. Ölver f. 28. desember 1933, verkamaður. Guð- mundur f. 18. júlí 1936, málari, maki Hrafnhildur Sigurðardóttir. Lést árið 1980. Guðrún Lára f. 23. júlí 1938, húsmóðir, maki Gunnar Eyjólfsson. Yngvi f. 1. janúar 1940, vörubílstjóri, maki óla Þor- bergsdóttir. Atli f. 5. júlí 1951, málari, maki Sigríður Guð- mundsdóttir. Ásta Hallfríður f. 8. apríl 1943, húsmóðir, maki Njáll Sigurjónsson. Pétur f. 25. sept- ember 1944, strætisvagnastjóri, maki Þóra Lóa Óskarsdóttir. Jó- hanna Kristín f. 31. október 1953, myndlistarmaður, maki ívar Val- garðsson. Guðmundur Yngvi f. 7. ágúst 1955, leigubílstjóri, maki Þrúður Gísladóttir. Fyrsta og eina ferðin sem Guð- rún Hallfríður fór út fyrir land- steinana til þess að skoða heiminn var er hún heimsótti Jóhönnu Kristínu dóttur sína til Hollands 1977, þar sem hún stundaði myndlistarnám. Þar upplifði hún slíka undraheima á meðal lista- fólksins, að það hvarf henni ekki úr huga. Síðar á því sama ári lam- aðist hún og eftir harða baráttu á sjúkrahúsi og endurhæfingardeild dvaldi hún ein í húsinu sínu Heimahvammi, vetrarlangt. Það voru oft daprir 'og kaldir dagar. En öll él birtir upp um síðir og hún fékk vistun 1 Hátúni lOa þar sem hún naut frábærrar hjúkrun- ar. Þá má ekki gleyma öllum þeim fögru munum sem hún hefur unn- ið úr tágum, málað og saumað undir leiðsögn handmenntakenn- ara. Svo sannarlega getur list- hneigð blómgast, þó aðeins önnur höndin starfi. Öllu þessu fólki vil ég færa þakkir fyrir að bera birtu og yl inn í líf allra fatlaðra og þá sér í lagi Guðrúnar Hallfríðar sem andaðist 20. júlí. Við hjónin vottum börnum hennar og öðrum ástvinum inni- lega samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir áhugasöm og ósérhlífin. Áður en hún kom hingað hafði hún um tuttugu ára bil unnið við verslun- ina Vogue hf. Mér er tjáð að þar hafi hún notið trausts og virð- ingar. Sama var að segja þegar hún gekk að landbúnaðarstörfum í sumarleyfum sínum. Hér var hún fljótlega kvödd til starfa. Eftir ársdvöl var hún kosin í hreppsnefnd Reykhólahrepps, og Kaupfélag Króksfjarðar réði hana í sína þjónustu og hugði gott til að njóta reynslu hennar og þekk- ingar. Ég veit það að allt fjas og harm- atölur við brottför Þóru er gagn- stætt lífsmáta hennar og skap- gerð. Henni var æðruleysið og lífs- gleðin í brjóst borið. Það kom best fram í baráttu hennar við hinn harðhenta sjúkdóm. En mér finnst ég verði að þakka Þóru fyrir þessi alltof stuttu kynni. Allan þann ferska andblæ sem fylgdi nærveru hennar. Við höfðum vænst þess að fá að njóta hæfileika Þóru og mannkosta langa stund. „Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið." Þótt við tregum öll Þóru, er okkar söknuður smár móti harmi þeirra sem næstir standa, unnusta og systkina. Þeirra huggun er minningin um mikilhæfan vin. Öllum þeim votta ég samúð mína og minna. Jens Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.