Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 48
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLl 1984 !“2Z ^ 1984 Universal Press Syndicate ginhvifii' blómasali ðendí hinyaS fulltaf lolómum cxf misghning'i." HÖGNI HREKKVÍSI HANM HEFUR LÉTST Um EITT KlLO." Gistiheimili mun ódýrari Óli Gunnarsson, Fögrubrekku 42, Kópavogi skrifar: Ingólfur Guðbrandssonl, for- stjóri Útsýnar skrifar grein í Morgunblaðið þann 24.7., þar sem hann ber sig upp undan umfjöllun fjölmiðla um kostnað ferðalaga Is- lendinga til útlanda að undan- förnu. í þessu sambandi birtir hann dæmi um kostnað fyrir mann, sem færi um Kaupmanna- höfn og þaðan suður á bóginn. Verðið hjá ingólfi á flugfarinu til Kaupmannahafnar og bílferðum milli flugvallar og gististaða er auðvitað rétt, en forstjórinn hlýt- ur að vita af ódýrari gistingu en þúsund krónum íslenskar fyrir nóttina í Kaupmannahöfn. Ef svo ólíklega skyldi vilja til að forstjórinn vissi ekki af ódýrari möguleika en áður greinir, þá leyfi ég mér að benda honum á nokkuð sem kallað er gistiheimili (pens- ion). Á gistiheimilum kostar gist- ing yfirleitt rúmar hundrað krón- ur danskar, eða rúmlega þrjú hundruð krónur íslenskar pr. nótt. Ég veit af fólki, sem er að fara til Kaupmannahafnar og þaðan suður á bóginn í sólina og ætlar að gista á gistiheimili fyrir hundrað og tíu krónur danskar pr. nótt eða þrjú hundruð krónur íslenskar. Gistikostnaður þessa fólks yrði því tvö þúsund þrjú hundruð og tíu krónur ísl. í sjö nætur stað sjö þúsund í dæmi Ingólfs. Það skal tekið fram að gistiheimili þessi eru upp til hópa hreinleg og hreint ekki síðri en svökölluð „Missions- hótel" sem ég reikna með að Ing- ólfur noti í sínu dæmi. Á gisti- heimilinu fæst morgunverður á mjög vægu verði og sums staðar er eldunaraðstaða. Almennt er hægt að komast mjög vel frá matarút- gjöldum í Kaupmannahöfn, ef fólk á annað borð kærir sig um það. Að lokum vil ég nefna það, að mér finnst óþarfi hjá Ingólfi að hnýta í Tjæreborg og Spies fyrir, að hans áliti, lakleg hótel og litla þjónustu við ferðamanninn. Allur sá aragrúi, sem með þessum ferða- skrifstofum ferðast, bendir greini- lega til annars. Það má reyndar teljast furðuleg þversögn, að Ing- ólfur skuli vera umboðsmaður fyrir Tjæreborg á fslandi, eins óhress og hann virðist vera með ferðamannapólitík danska prests- ins. Persónulega hef ég reynslu af ferðalögum, bæði með Spies og Tjæreborg og gef þeim bestu með- mæli mín. Þessir hringdu . . . III meðferð Halla Sveinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég fór i Sædýrasafnið í Hafnar- firði sl. sunnudag, 22. júlí. Blasti þar við mér vægast sagt hryllileg sjón, grindhoruð hross og illa hirt- ar kindur, enda standa öll þessi dýr á graslausum blettum. Mig langar til að spyrja for- ráðamenn Sædýrasafnsins í Hafn- arfirði, hvers vegna þeir séu með þessi dýr, fyrst þeir geta ekki hirt þau og fóðrað á mannúðlegan hátt? Varla getur það verið gest- um Sædýrasafnsins til ánægju að horfa upp á kvalin dýrin og því skil ég ekki ástæðuna fyrir þessu Mistök áttu sér stað Einar Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Bindindisfélags ökumanna, hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Mig langar hér til að svara fyrirspurnum Guðmundar Ólafs- sonar sem birtust í Velvakanda 27. júlí, varðandi ökuleiknikeppni í Garðinum. Bindindisfélag ökumanna hefur sl. sjö ár gengist fyrir ökuleikni- keppni á tuttugu til þrjátíu stöð- um á landinu og rúmlega þrettán hundruð ökumenn tekið þátt í þeim. Félagið hefur ætíð haft það eitt að leiðarljósi að sýna réttlæti í stjórn dómvörslu keppninnar. Þau mistök urðu þó í keppninni í Garðinum, að einn keppenda var látinn taka tímann hjá tveimur öðrum keppendum. Ástæða þess var sú að starfsmenn við slíka keppni þurfa helst að vera fjórir til fimm og í þessu tilviki vantaði starfsmann. Um leið og þessi mis- tök uppgötvuðust voru þau leiðrétt og tímavarsla sett í hendur lög- reglunnar. Við hörmum slík mistök og von- um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Við teljum ekki mögulegt að við- komandi keppandi hafi getað kynnt sér keppnisreglur betur en aðrir, því þær voru kynntar fyrir öllum keppendum í byrjun. Við teljum ekki, að hægt sé að meina nokkrum keppendum að keppa, þó að þeir búi ekki á sama stað og keppnin fer fram á, enda segir ekkert um það í reglum ökuleikni- keppninnar. Þetta er fyrst og fremst einstaklingskeppni sem er haldin á hinum ýmsu stöðum, til hagræðingar fyrir keppendur svo þeir þurfi ekki að hendast lands- horna á milli til að keppa. Guðmundur Ólafsson telur Hans V. Bragason sigurvegara keppninnar. Hans ók langferðabíl sínum mjög vel og stóð sig ekkert síður í akstrinum en hinir kepp- endurnir sem urðu efstir. Það sem felldi hann voru umferðarspurn- ingar en hann svaraði aðeins fimmtíu prósentum þeirra rétt. Þó að hann hafi setið inni í ökuleikni- bílnum og svarað þeim þar, þá er varla hægt að kenna því um slaka frammistöðu hans í prófinu. Þeir keppendur sem bættust við eftir að keppnin hófst, eins og Hans V. Bragason gerði, svöruðu allir spurningunum í umræddum bíl og frammistaða þeirra var ekk- ert síðri en annarra keppenda. Þetta voru krossaspurningar og umferðarmerki sem allir ökumenn eiga að kunna. Tilgangur þessarar keppni er fyrst og fremst sá að fá fólk til að íhuga þekkingu sína á nierkjum og almennum umferð- arreglum auk þekkingar á bílum sínum. Við vonum að þessi mistök verði ekki til þess að skaða þessa keppni því við teljum hana mikilvægt framlag í þágu umferðarmenning- ar á Islandi. háttarlagi Kindurnar í Sædýrasafninu eru ekki nógu vel hirtar að mati bréfritara. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.