Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLl 1984 61 Bréfritari er ekki fullsáttur viö sjónvarpsdagskrána. Segjum upp sjónvarpsafnotum Sjónvarpsnotandi skrifar: Það er engan veginn að ástæðu- lausu, að lesendabréf þeirra dag- blaða, sem á annað borð leyfa slíka dálka (raunar eru þau ekki nema tvö, Morgunblaðið og DV), innihalda í síauknum mæli, gagn- rýni á hendur íslenska sjónvarp- inu og efnisval þess. Annars vegar fyrir val á þrautleiðinlegu og þunglyndislegu efni og hins vegar fyrir klámfengnar ofbeldismyndir, sem engan veginn eru við hæfi sjónvarps á borð við það sem við höfum yfir að ráða. öðru máli gegndi ef rásir sjónvarpsins væru fleiri. Það er einróma álit flestra þeirra sem um sjónvarpsmál ræða og rita, að valið á efni í íslenska sjónvarpinu sé (með einstaka und- Fólksekla og þrengsli 6455—7718 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Ég er hér með athugasemd við grein sem birtist í Velvakanda 25. júlí sl. og fjallaði um sóðaskap í Laugardalslaug. Ástæðan fyrir því hve oft er sóðalegt í búningsklefum laugar- innar er sú, að allt of fátt starfs- fólk vinnur í laugunum og það annar því hreinlega ekki að þrífa látlaust veggi og gólf. Auk þess eru þrengslin svo mikil í sturtu- klefum og á salernum, að erfitt er um vik og aðsóknin í laugina er svo mikil að starfsfólkið kemst hreinlega ekki til að þrífa eins oft ogþyrfti. Ég veit þetta af eigin reynslu, því ég starfaði eitt sinn í Sundlaug Laugardals. Óraunhæfur samanburður Jóhanna hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Mig langar til að koma hér með dálitla athugasemd varðandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 27. júlí um samanburð á verðlagi í tuttugu heimsborgum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi samanburður sé ekki nógu raun- hæfur. Fyndist mér miklu nær að taka einhverja vissa þjóðfélags- stétt fyrir, sem til er í öllum lönd- unum, og sýna fram á hvað það tekur fólk í viðkomandi löndum margar klukkustundir að vinna sér inn fyrir t.d. einum bensín- lítra. antekningum þó), með þeim hætti að engu líkra er en verið sé að skaprauna sjónvarpsáhorfendum með því að sýna efni, sem allur þorri manna hefur ímugust á. Þátturinn „Berlin Alexander- platz“ er dæmi um þetta. Þáttur sem er engan veginn hæfur til sýningar, hvorki sem afþreyingar- þáttur né fræðslumynd. Endur- tekningar á sýningum kvikmynda, gamalla og úreltra, er orðið dag- legt brauð í sjónvarpinu, og nú er ekki einu sinni borið við, að taka fram, að viðkomandi myndir hafi verið sýndar áður. Dæmi um þetta er myndin „Draugurinn og frú Muir“, sem búið er að sýna, senni- lega tvisvar ef ekki þrisvar. Þátturinn „Á döfinni" er eitt dæmið enn um efni sem flestir reyna að forðast sakir leiðinlegrar efnismeðferðar á, „sjónvarpi næstu viku“. Svo ég tali nú ekki um dagskrárkynningarnar, þar mættu þulurnar missa sín. Veður- fregnir eru leiðinlega fram settar, þurrar og þunglamalegar. Því standa mennirnir ekki og hafa stærra og skýrara kort, sem sýnir svæðin sem skipta máli fyrir okkur fslendinga. Landssvæði Ameríku t.d. því þaðan koma lægðirnar, en Évrópa og Skand- inavía skipta í þessu sambandi engu máli fyrir okkur, þaðan koma engar lægðir. Fréttir í sjónvarpinu er skásti dagskrárliður sjónvarpsins. Hins vegar er það oft æði skrýtið hvernig fréttamenn taka á frétta- efninu. Sem dæmi má nefna fréttaþátt um maðkaða skreið, sem nýlega var sýndur, og var í sjálfu sér þarfur. En hversvegna ekki talað við þann aðila eða þá, sem hlut áttu að máli, þ.e. eigend- ur skreiðarhjallanna? Fiskmats- maðurinn sem sat fyrir svörum, var ekki sá aðili, sem gat útskýrt málið. Hann er mats- og eftirlits- maður og gat einungis viðurkennt, að þetta væri ekki útflutningsvara og því voru allir sammála. Hvar var hinsvegar sökudólgurinn, sem sem heimtar lán út á skreiða- birgðir í ríkisbönkum? Sú grein er birtist í DV þann 25. júlí, eftir blaðamann þar, var góð og skilmerkileg. Blaðamaðurinn, sem var kona, gerði ýtariega út- tekt á vanköntum íslenska sjón- varpsins og kom inn á þann þátt sem flestir furða sig einna mest á þ.e. fyrirlitningu ráðamanna sjón- varpsins eða útvarpsráðs á óskum hinna almennu sjónvarps/út- varpsnotenda, með því að svara aldrei kvörtunum og gera engar úrbætur. Dæmi um það má nefna fjölmörg lesendabréf sem birst hafa í DV og Morgunblaðinu með fyrirspurnum um, hvort og þá hvers vegna, ekki hefðu verið sýndir þættir frá fegurðarsam- keppninni Miss World, sem fjallað var um á sínum tíma. Einnig hef- ur verið spurt um það, hvers vegna ekki hefði verið sýndur þáttur Ei- leen Ford, sem sjónvarpinu bauðst til sýningar og staðfest var af um- boðsmanni Eileen Ford á íslandi. Eina svar einhvers ónafngreinds aðila hjá sjónvarpinu var, að sá þáttur hefði aldrei verið boðinn sjónvarpinu! Það hefur aldrei verið upplýst, hver það er sem sér um val á sjón- varpskvikmyndum og skemmti- þáttum til sýningar hjá sjónvarp- inu. Er það formaður lista- og skemmtideildar eða fulltrúi hans, eða jafnvel útvarpsráð? Auðvitað fást ekki svör við þessu frekar en endranær. Besta svar almennings er að taka sig saman og segja upp sjón- varpsafnotum og þvinga þannig ráðamenn stofnunarinnar til að bæta úr þessum óviðunandi ástandi. Annars er ekki víst að ís- lenska sjónvarpið þurfi að njóta við svo mikið lengur. Það verður knúið á um samninga við varnar- liðið um afnot af sjónvarpi þeirra fyrr en varir og ekki seinna en þegar þing kemur saman næst saman. Um það hefur myndast samstaða hjá stórum hjópi fólks og þúsundir nafna á undirskrift- arlistum liggja nú fyrir til afhend- ingar á Alþingi, og eru þar kjós- endur úr öllum landshlutum á ferðinni. Er ekki verið að tala um að við eigum að notfæra okkur varnar- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli og semja um frekari þjónustu og samskipti við þá? Eru afnot af sjónvarpi þeirra þar fráleitari en not af flugvellinum sjálfum? Ekki byggðum við hann. Eða er það fráleitara en að ætlast til þess að Bandaríkjamenn breyti lögum hjá sér, svo að við getum fengið flutn- inga frá þeim til varnarliðsins? Eða flugvélar fyrir Flugleiðir? Um þetta hefur verið rætt við tvo ráðherra Bandaríkjastjórnar. hver er annars munurinn á fyrir- greiðslu og afnotum. Ekki var rætt við ráðherrana um afnot af sjónvarpi. Það var þó í almennings hag og honum til hugarléttis. Stjórnmálamenn eru skamm- sýnir hér á landi. Þeir sjá ekki samspil milli upplausnar vegna óánægju fólks með niðurnjörvað þjóðfélag með bönnum og höftum, og úrbóta sem komið geta í veg fyrir slíka upplausn. Þótt ekki væri nema gjörbreytt sjónvarp, að ekki sé nú talað um frelsi á því sviði, t.d. með tilkomu Keflavík- ursjónvarps, þá yrði mikil breyt- ing á daglegu hugarfari fólks í þessu illviðrasama og andlega niðurbælda þjóðfélagi. En það er kannski ekki þörf mikilla breyt- inga á þessu sviði. það eru mikil tímamót framundan hvort eð er, og þau skammt undan. WRANGLER JEPPADEKK Aðeins 33 sett eftir og koma ekki aftur Gættu þess aö missa ekki af þessum eftirsóttu barnasamstæöum, sem eru allt í senn, rúm, hirslur og klæöaskápar. Verksmiðjan hefur skift um fram- leiösluvörur og viö fáum samstæöurnar ekki meir. Lengd: 274 cm. Hæð 167 cm. Dýnubreidd 190x75 cm. Eigum skrifborð í stíl Aöeins 14.960.- með dýnum + 3 púöum ^^^orgaöu útborgun meö greiölukorti HDSCAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK * 91-81199 og 81410 PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.