Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 50
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JUlI 1984 Athugasemd frá Framleiðsluráði landbúnaðarms: Uppgjör sláturleyf- íshafa við bændur Lára Davíðsdóttir, t.v., og Ásthildur Davíðsdóttir f nýju hárgreiðsiu- og sólbaðsstofunni á Bugöutanga 11 í MosfellssveiL Ný hárgreiðslu- og sól- baðsstofa í Mosfellssveit I Mosfellssveit hefur verið opnuð hárgreiðslu- og sólbaðs- stofa sem ber heitið Evíta. Stof- una rekur Lára Davíðsdóttir, hár- greiðslumeistari, en Ásthildur Davíðsdóttir hefur umsjón með ljósabekkjunum. Þeir eru danskir að gerð og eru mjög fullkomnir. telja m.a. klukkustundirnar, sem þeir eru í notkun, þannig að auð- velt er að sjá hvenær þörf er á að skipta um peru í þeim. Lára Davíðsdóttir hefur áður rekið hárgreiðslustofur, m.a. Ev- ítu og Aþenu og hefur sótt nám- skeið hérlendis og erlendis. (tlr rrétUtilkynningu) Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefjast miðvikudaginn 1. ágúst. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vólritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, sími 685580. Skóverslun Vorum að fá til sölu góða, vel staðsetta skóversl- un. Rúmgott húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika. Hagstæður leigusamningur. Góöur lager. Uppl. á skrifstofunni. S.62-1200 S.62-I20I Kéri Fanndal Guöbrand««on Lovíaa Kriatjánadótlir Björn Jónaaon hdl. GARÐUR Skipholti > VEGNA skrifa í Morgunblaðinu að undanförnu og umræðu um uppgjör sláturleyfishafa við bændur fyrir sl. verðlagsár vill Framleiðsluráð land- búnaðarins koma nokkrum athuga- semdum á framfæri. Á síðari hluta ársins 1983 var ljóst orðið að langflestir slátur- leyfishafar í landinu áttu í mikl- um örðugleikum með að greiða bændum fullt verð fyrir sauðfjár- innlegg frá haustinu 1982 svo og vexti af ógreiddum eftirstöðvum afurðanna. Endanlegt grundvallarverð kjöts var, að teknu tilliti til verð- hækkana brigða 1. des. 1982,1982, 1. mars 1983 og 1. júní 1983 en að frádregnum greiðslum bænda vegna kjötútsölunnar f september og október, eins og hér segir á hvert kg: pr. kg ( rvxlsflnkkur 82,05 1. verðflokkur 78,21 2. verðflokkur 72,85 3. verðflokkur 56,82 4. verðflokkur 38,30 5. verðfíokkur 29,79 6. verðflokkur 23,70 Haustgrundvallarverð 1982 á gærum og slátri var sem hér segir: DilkagKrur einlitar kr. 17,71 kg Dilkagærur tvflitar kr. 13,27 kg Gærur af fullordnu fé kr. 12,09 kg Slátur úr dilkum kr. 47.88 stk. Slátur úr fullorðnu fé kr. 25,37 stk. Gærur voru allar seldar vinnsluaðilum í nóvember 1982 og að hluta með greiðslufresti til janúar og/eða febrúarmánaðar. Engin birgðahækkun kom því á gæruverðið. Slátrið er að mestum hluta selt að haustinu og því var lítið um birgðahækkun hjá slát- urleyfishöfum á verð þess. Vaxtaákvörðun var ákveðin þannig að 42% (innstæðuvextir) væru greiddir á ógreiddar eftir- stöðvar haustgrundvallarverðs frá 15. okt. 1982 til greiðsludags, ef hann var fyrir ágústlok 1983, en 35% frá 1. sept. 1983 til greiðslu- dags, ef hann var eftir þann tíma. Á sama hátt átti að greiða vexti á hækkun grundvallarverðsins 1. des. 1982 til greiðsludags verð- hækkunarinnar og einnig á hækk- un verðs 1. mars til greiðsludags þeirrar hækkunar. Engin greiðsla var ákveðin vegna verðhækkunar 1. júní 1983. í vaxtaákvörðun Sex- mannanefndar var heldur ekki gert ráð fyrir vöxtum til framleið- enda frá 15. október 1982 til 1 nóv. 1982. Að jafnaði greiða sláturleyfis- hafar að haustinu 75—80% haust- grundvallarverðsins. Það er ýmist gert 15. október eða 1. nóvember. Dæmi eru til þess að einhver hluti sé greiddur strax við slátrun og líka að hlutfallið nái ekki 75%. Framleiðsluráð landbúnaðarins tók þessi uppgjörsmál sláturhús- anna til umræðu á fundum sínum í vetur og ákvað að óska eftir reikningum og greinargerð um greiðslutíma verðsins frá öllum sláturleyfishöfum. Lokið er úrvinnslu þessara gagna. Uppgjör einstakra aðila skv. upplýsingum þeirra sjálfra hafa verið bornar saman við áður- nefnd meðalverð á kjöti og haust- verð gæra og sláturs. Ekki þótti rétt að reikna með öðru en haust- verði sláturs í þessum saman- burði. Vextir voru reiknaðir svo sem áður er greint með þvi fráviki að vextir af verðhækkun 1. des. 1982 eru aðeins reiknaðir frá 15. janúar 1983 og vextir á verðhækkun 1. mars eru reiknaðir frá 15. apríl. Þessi frávik eru byggð á því að vaxtagreiðslur til sláturleyfishafa drógust nokkuð í bæði þessi skipti og greiðslur fyrir seldar vörur koma yfirleitt ekki nema að litlum hluta til skila fyrr en í næsta mánuði eftir sölumánuð. Ekki var unnt að taka tillit til mismunandi greiðslutíma fyrstu útborgunar af því að upplýsingar um það efni voru ófullnægjandi. En greiðslu- hraði skipti bændur mestu máli, ekki síst í mikilli verðbólgu. Niðurstaða þessa samanburðar er sú að á sjálft afurðaverðið vant- ar mikið og líka vantar á að vextir séu greiddir sbr. framangreinda viðmiðunarreglu. Þessu til viðbót- ar hafa allmargir aðilar, ca. 20 talsins, fært tap á höfuðstóls- reikning og er sú fjárhæð á milli FERÐATFYGGING ÓMETANLEG V£RND FYRIR FÁAR KRONUR Njóttu sumarleyfisins áhyggjulaus. Á ferðalagigeturlítið skyndilegtóhapp sett stórt strik íreikninginn. Sýnduforsjálni, taktu ferðatryggingu. ORYGGISKORT fylgirmeð í kaupunum án aukagjalds. Það erómetanleg vernd. Þú færð jú aðeins eitt sumarfrí á ári. jjjá HAGTRYGGING HF Suðurlandsbraut 10,105 Reykjavik, sími 685588. TAKTU TRYGGINGU - EKKI ÁHÆTTU 15 og 20 milljónir króna. Aöeins tveir aðilar greiða að fullu sbr. fyrrnefnda reglu en 43 greiða skert verð eða skert verð og vexti. Meðal- vöntunin er um 9,5 af samanlögðu verði og vöxtum. Þeir tveir aðilar sem skv. frá- sögn Morgunblaðsins eru taldir hafa skilað fullu verði til fram- leiðanda, verslunin Höfn hf. á Selfossi og verslun Friðriks Frið- rikssonar hf., Miðkoti, eru báðir með vöntun skv. þessum saman- burði og er sú vöntun að mestu leyti á vaxtaþættinum. Hjá Höfn hf. er vöntunin 6,27% af saman- lögðu verði og vöxtum, og hjá Friðriki Friðrikssyni hf. 6,10%. Framleiðsluráð landbúnaðarins réð löggiltan endurskoðanda, Guð- jón Eyjólfsson, til að yfirfara og samræma niðurstöður í uppgjöri tólf aðila og meta af hvaða ástæð- um vöntunin væri. Niðurstaða úr þeirri athugun er sú að vegna örrar verðbólgu og mikilla kostnaðarhækkana hjá sláturleyfishöfum hafi ákvarðanir Sexmannanefndar um slátur- og heildsölukostnað við afurðasöl- una, svo og ákvörðun hennar um endurgreiðslu vaxta, ekki dugað til að mæta kostnaði við geymslu og sölu afurðanna þetta verðlags- ár. Stórir þættir í því efni eru: 1. Að sala kjöts gekk óvenju seint á síðasta verðlagsári m.a. vegna óvenju lítils útflutnings. Geymslutíminn á kjötinu varð því með allra lengsta móti. 2. Vextir fengust ekki fyrir 15 daga í októbermánuði og ekki fékkst nein hækkun á vaxta- gjaldi 1. júní 1983, en þá hækk- aði verð kjöts í heildsölu um 18,37% og grundvallarverð til bænda um 22,5%. 3. Mestur halli er að jafnaði hjá þeim, sem urðu að geyma kjötið lengst eða fram í september og seldu mikið á útsöluverðinu. 4. Rýrnun birgðanna varð tiltölu- lega mest hjá þeim aðilum sem geymdu kjötið lengst. Þess er óskað að greinargerð þessi verði birt í heild. Reykjavík, 30. júlí 1984. F.h. Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Gunnar Guðbjartsson. Heimsókn vestfirsks sjálfstæðis- fólks til A-Barða- strandasýslu Mióhúsum, 30. júlí. UM SIÐUSTU helgi heimsótti vest- firskt sjálfstæðisfólk Austur-Baröa- strandarsýslu undir fararstjórn Eng- ilberts Ingasonar, bónda á Tyrðils- mýri. Á Reykhólum skoðaði hópur- inn Þörungavinnsluna undir leið- sögn Kristjáns Þórs Kristjánssonar. Síðan var gengið til kirkju og þar höfð smádvöl með sóknarpresti og organista. I hófi sem haldið var á Reykhól- um á vegum sjálfstæðisfólks í A-Barðastrandarsýslu, hélt Ingi Garðar Sigurðsson erindi um til- raunastöðina og sýndi hann vörur, sem unnar eru úr ull og gærum af Reykhólafénu. Á laugardags- kvöldið var svo kvöldvaka í Króks- fjarðarnesi, sem sjálfstæðismenn úr heimabyggð stóðu fyrir og svo var dansað fram eftir nóttu. Formaður sjálfstæðisfélagsins í A-Barð. er Guðjón Dalkvist, bóndi í Mýratungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.