Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 52
*T ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Nýmæli í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum: Innlánsstofnunum veitt frelsi til að ákvarða inn- og útlánsvexti FUNDALOTU stjórnarflokkanna um ráðstafanir í peningamálum og úrraeói til að greiða úr rekstrarranda útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja lauk á ríkisstjórnarfundi síðdegis í gær, þar sem ákvörðun var tekin um að veita innlánsstofnunum frelsi til sjálfstæðra ákvarðana um vexti inn- og útlána, innan marka er Seðla- bankinn setur. I samtali við Morg- unblaðið taldi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þetta mesta fráhvarf frá miðstýringu í ís- lenska peningakerfinu frá því að gripið var til viðreisnaraðgerðanna fyrir 25 árum. Um aðgerðirnar vegna sjávarútvegsins sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, að þær léttu undir með útgerðinni, endurgreiðsla skatta á olíuvörur bætti rekstrarstöðu útgerðarinnar um 2% og skuldbreyting lækkaði greiðslubyrði hennar verulega. 1 gærmorgun komu stjórnarlið- ar saman til þingflokkafunda og lágu þá fyrir hugmyndir forystu- manna flokkanna um aðgerðir í efnahagsmálum en þær hafa verið til umræðu um nokkurt skeið og var frá þeim gengið í endanlegri mynd um helgina. Eftir að sam- staða hafði náðst í þingflokkunum efndi ríkisstjórnin til fundar klukkan 14.30 og síðan var boðað til blaðamannafundar klukkan 18.00 þar sem Halldór Ásgríms- son, settur forsætisráðherra, Morgunblaðið/RAX. „Fæðing sálar“ afhjúpuð í Eyjum Lágmynd Einars Jónssonar, „Fæðing sálar“, var afhjúpuð í Vestmanna- eyjum um helgina. Myndin er gefin Vestmannaeyjakaupstað til að minn- ast þess æðruleysis og þeirrar bjartsýni, sem einkenndi Vestmanneyinga á gostímanum fyrir 10 árum. Á myndinni er Sigurgeir Ólafsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að afhjúpa listaverkið. Sjá nánar á miðsíðu blaðsins í dag. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, og Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, auk embættismanna gerðu grein fyrir niðurstöðunum. Samhliða því sem svigrúm inn- lánsstofnana til að ákveða inn- og útlánsvexti þannig að ekki leiði til aukins vaxtamismunar var þess farið á leit við Seðlabanka að hækka innlánsvexti tímabundið um 2%, og hvetja þannig til auk- ins sparnaðar. Venjuleg afurðalán viðskiptabankanna verða hér eftir ekki lægri en 75% af útflutnings- framleiðslu og munu vextir á þeim ekki hækka. Seðlabanka er nú veitt leyfi til að hækka innlánsbindingu um 5% í áföngum og í samráði við við- skiptaráðherra. Það fé sem þannig verður bundið á að nota til að veita sjávarútvegi nauðsynlega fyrirgreiðslu. Jafnframt er stefnt að því að afurðalán færist alfarið til viðskiptabanka og sparisjóða á komandi hausti, og að Seðlabanki hætti endurkaupum þeirra. I aðgerðum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að tryggja með samningum við lífeyrissjóðina nauðsynleg verðbréfakaup þeirra til þess að fullnægja fjárþörf íbúðalánakerfisins, ellegar verður dregið úr lánum til íbúða. Auk þessa verður leitað eftir þvf við lífeyrissjóði og tryggingafélög að þau kaupi skuldbreytingarbréf sj ávarútvegsfy rirtækj a. Ríkisstjórnin stefnir að því að koma á formlegum markaði fyrir opinber verðbréf og ríkisvíxla á vegum Seðlabankans, eins og það er orðað. Þá verða settar nýjar reglur um erlend viðskipti inn- lánsstofnana, er komi í veg fyrir að þær fjármagni lánveitingar sínar með erlendum lánum. Sjá viðtal við Þorstein Pálsson á bls. 2, fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni, fréttatilkynn- ingu frá Seðlabankanum og frétt um skuldbreytingu í sjáv- arútvegi á bls. 4 og 5. Efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar: Bæta stöðu útgerdar um 2 % og létta greiðslubyrðina - útgerðarmenn á Austfjörðum funda í kvöld um þýðingu að- gerðanna og hvort þeir senda skip sín á veiðar að nýju RÍKISSTJÓRNIN telur, að endur- greiðsla skatta á olíuvörum til útgerð- arinnar í formi 3% verðbóta úr Afla- tryggingasjóði bæti stöðu hennar um 2%. Ennfremur er talið að gengis- þróun í júlímánuði bæti stöðu vinnsl- unnar um 2%. Þá er áætlað að greiðslubyrði skipa af lánum minnki verulega með þeirri skuldbreytingu, sem nú er verið að vinna að. Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, telur, að frekari út- skýringar og útreikningar á þýð- ingu þessara aðgerða verði að liggja fyrir áður en útgerðir, sem lagt hafa skipum sínum, geti tekið ákvörðun um það, hvort skipin verði að nýju send til veiða. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að forsvarsmenn fyrirtækjanna myndu leitast við að afla fullnægj- andi upplýsinga í dag, þriðjudag, og koma síðan saman í kvöld til að ræða stöðuna í ljósi aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin telur að með núver- andi skuldbreytingu lausaskulda og skulda hjá stofnlánasjóðum lækki greiðslubyrði skipa keyptra árið 1977 og síðan úr 12,9 milljónum króna að meðaltali í 7,5 milljónir og að meðaltali lækki greiðslubyrði flotans úr 8,4 milljónum í 4,8. Alls mun ríkisstjórnin verja um 600 milljónum króna til skuldbreyt- ingar innan sjávarútvegsins og stefnt verður að því, að erlendar lántökur vegna þess verði í lág- marki eða engar. Talið er að endurgreiðsla á opin- berum gjöldum á smurolíu í gegn um hina almennu deild Aflatrygg- ingasjóðs muni nema um 30 millj- ónum króna. Þessari endurgreiðslu verður hætt innan þriggja mánaða enda er þá gert ráð fyrir að lokið verði endurskoðun á verðmyndun olíu og oliuvara og hún muni þá létta kostnaði af útgerðinni. Þá hefur ríkisstjórnin falið Framkvæmdasjóði, Byggðasjóði og viðskiptabönkunum að aðstoða fyrirtæki í sjávarútvegi við rekstr- arlega og fjárhagslega endurskipu- lagningu. Til þess að greiða fyrir aukinni hagkvæmni í rekstri mun ríkisstjórnin gera útvegsmönnum kleift að taka óhagkvæm skip úr rekstri á þann hátt, að greiðslu- byrði stofnlána verði létt af þeim, eftir því, sem um semst í hverju tilfelli. VR fellir upp- sögn samninga Trúnaðarmannaráðsfundur Versl- unarmannafélags Reykjavíkur sam- þykkti í gær með 32 atkvæðum gegn 8 að segja ekki upp kjarasamningi sín- um við Vinnuveitendasamband ís- lands frá og með 1. september. 41 af 50 meðlimutn trúnaðarmannaráðsins mættu á fundinn og var einn seðill auður. „Við munum óska eftir formleg- um viðræðum við vinnuveitendur strax í fyrramálið um breytingar á samningnum, sem tryggi það að sá 150 milljóna lækkun útgjalda vegna frestunar ríkisframkvæmda FRESTUN ríkisframkvæmda og lækkun útgjalda vegna þess um 150 milljónir króna er einn af þáttum að- gerða ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum, sem kynntar voru í gær. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sem gegnir embætti forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, eru stærstu þættirnir í þessu sam- bandi, að dregið verður úr fram- kvæmdahraða við byggingu Seðla- bankans, Útvarpshússins og á Kefla- víkurflugvelli. Þar verðnr dráttur á byggingu nýrra flugskýla. I fréttatilkynningu ríkisstjórnar- innar varðandi þetta er meðal ann- ars sagt, að ekki verði ráðizt í nýjar framkvæmdir eða framkvæmda- áfanga á vegum ríkisins, ríkisfyrir- tækja eða ríkisbankanna á þessu ári, hvort sem þær hafi verið ákveðnar í fjárlögum eða á annan hátt, nema ríkisstjórnin samþykki þær með sérstakri ákvörðun. Ríkisstjórnin mun við þessa frestun framkvæmda hafa hliðsjón af atvinnuástandi og leitast við að draga úr þenslu á vinnumarkaði. kaupmáttur haldist, sem stefnt var að með gerð samningsins í febrúar," sagði Magnús L. Sveinsson, formað- ur VR, í samtali við Morgunblaðið f gærkveldi. „Við vonum að það verði hægt að ná fram leiðréttingu á samningnum hvað snertir kaupmáttarstigið án þess að til uppsagna eða átaka komi. Forsendur samningsins voru að meðaltalskaupmáttur ársins 1984 héldist, miðað við fjórða árs- fjórðung ársins 1983. Að mati hag- fræðings Alþýðusambandsins þarf kaup að hækka nokkuð meira en um hin umsömdu 3% 1. september eigi það markmið að nást. Það er alveg ljóst að verðhækkanir hafa farið fram úr því sem menn áttu von á þegar samningurinn var gerður og það er mikil sanngirniskrafa að þessir annars lágu taxtar hækki um eitthvað umfram þessi 3%. Fólk sem er á þessum lágu töxtum hefur ekkert bolmagn til þess að taka á sig frekari kaupmáttarskerðingu en þegar er orðin, þannig að við verð- um að sameinast um það að kaup- máttur þessa fólks fari ekki niður fyrir það sem stefnt var að í samn- ingunum í febrúar," sagði Magnús L. Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.