Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Flautað til leiks í einvíginu. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tón- listarskólans í Akureyrir si um þann hhita eigvígisins. Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum: Eitt íslandsmet fauk á kappreiðum mótsins Hestar Valdimar Kristinsson Um helgina héldu hestamannafé- lögin í Eyjafirði hestamót undir heit- inu „Hátíðisdagar hestafólks". Auk þess að vera með hefðbundnar keppnisgreinar var boðið upp á at- hyglisverðar nýjungar sem féllu áhorfendum vel í geð. Má þar nefna parakeppni og einvígi milli Reykvík- inga og Akureyringa í gæðinga- keppni. Auk þessa héldu íþrótta- deildir félaganna opið mót í hesta- íþróttum. Mótið hófst á laugardag og stóð yfir fram á kvöldmat á sunnudag. Á laugardagskvöldi var haldin kvöldvaka og var dansað í stóru tjaldi sem hafði verið reist á mótsstaðnum. Kalsaveður var báða dagana sem gerði það að verkum að aðsókn var frekar drsm. Eitt íslandsmet var sett I kappreiðum mótsins og var þar að verki Tvistur Harðar G. Alberts- sonar. Bætti hann metið í 300 metra stökki um eitt sekúndubrot. Tíminn var 21,5 sek. Spóla Harðar Þ. Harðarsonar náði sama tíma en var dæmd sjónarmun á eftir. Var metið sett i aukaspretti eftir kappreiðar og var það reyndar Spóla sem átti að setja metið en Tvistur látinn hlaupa með til að veita Spólu keppni. Framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum þó starfsaðstaða væri ekki sem allra best þvi tveir dómpallar sem settir höfðu verið upp á Melgerðismelum fuku síð- astliðið haust og þvi notast við bráðabirgðaskúra að þessu sinni. í einvíginu sem áður er minnst á kepptu efstu hestar úr gæð- ingakeppni Léttis frá því í vor og efsti hestur I B-flokki gæðinga hjá Fák og annar hestur í A-flokki. Fóru leikar þannig að Akureyr- ingar sigruðu i B-flokki og var það Kristall frá Kolkuósi sem keppti fyrir þeirra hönd en knapi á hon- um var Gylfi Gunnarsson. Fyrir Fák keppti Sðlvi frá Glæsibæ og knapi á honum var Gunnar Arn- arsson. í A-flokknum sigraði aftur Neisti frá Kolkuósi sem Sigur- björn Bárðarson sat. Voru þeir fulltrúar Reykvíkinga en fyrir Ak- ureyringa keppti í þessum flokki Sámur frá Vallanesi sem Reynir Hjartarson sat. Samanlögð stig eru Fák í hag þannig að reykvfkingar teljast sig- urvegarar I þessu fyrsta einvígi sinnar tegundar. Parakeppnin var einnig mjög skemmtileg á að horfa og er hér um ræða nýjung sem vafalaust á eftir að verða fastur liður á hesta- mótum framtíðarinnar. Verður henni gert frekari skil í föstudags- blaði Morgunblaðsins. En úrslit f öllum greinum móts- ins urðu sem hér segir: Sámur frá Vallanesi efsti hestur í A-flokki gsðinga. Eigandinn Reynir Hjartarson situr hestinn. Tvistur og Spóla (metsprettinum, Hér er Tvistur örlftið á eftir Spóhi en hann stal metinu á síðustu metrunum. Ljósm. — Sig. Sigm. Þeir Sölvi og Kristall heyja hér harða baráttu í einvíginu og mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. A-flokkur gæðinga 1. Sámur frá Vallanesi, eigandi og knapi Reynir Hjartarson. Eink.: 8,48. 2. Övar frá Hvassafelli, eigandi Gunnbjörn Arnljótsson, knapi Einar örn Grant. Eink.: 7,99. 3. Dýri frá Flugumýri, eigandi Guö- laugur Arason, knapi Baldvin Guð- laugsson. Eink.: 8,19. B-flokkur gæöinga 1. Kristall frá Kolkuósi, eigandi og knapi Gylfi Gunnarsson. Eink.: 8,67. 2. Aron frá Litlu-Gröf, eigandi Arndfs Björnsdóttir, knapi Birgir Árnason. Eink.: 8,59. 3. Barón frá Stóra-Hofi, eigandi og knapi Baldvin Guðlaugsson. Eink.: 8,23. llnglingar 13—15 ára 1. Sonja Grant sem keppt á Drottningu frá Miklabæ. Eink.: 8,35. 2. Herdis Ármannsdóttir sem keppti á Sindra frá Árgerði. Eink.: 7,99. 3. Rósa Hreinsdóttir sem keppti á Blesa frá Hvassafelli. Eink.: 7,91. Unglingar 12 ára og yngri 1. Eiöur G. Matthíasson sem keppti á Funa fró Vlndheimum. Elnk.: 8,28. 2. örn Ólason keppti á Klúbb úr Eyja- firöi. Eink.: 8,26. Fréttabréf úr Breiðavíkurhreppi: tregur en fiskurinn góður Afli er Breiðavlkurhreppur, 21. júll. HÉR VAR vorið mjög gott og gróður kom snemma, og var sauðfé sleppt fyrr en venjulega. Sauðburður gekk yfirleitt vel, þó verða talsverð van- höld á lömbum og ám á sumum bæj- um, á einum bæ verða mikil vanhöld á lömbum vegna margskonar sjúk- dóma og einnig víða nokkur vanhöld á ám og lörabum, votheysveiki. Votheysveiki var með meira móti í sveitinni á liðnum vetrí. Kal var mikið í vor á suraura tímum og hefur aukist sumstaðar frá fyrri árum. Nokkrir bændur endurunnu kal- svæðin að hluta til og sáðu í það ýmist höfrum eða grasfræi. Þar sem ekki er kalið er mikið gras og er nú farið að stórskemm- ast því lítið hefur gengið að heyja vegna stöðugs votviðris og ekki einu sinni hægt að heyja f vothey og horfir því til vandræða með heyskap, ef ekki þornar fljótlega. Framkvæmdir Nú eru í smíðum tvö íbúðarhús á Arnarstapa, annað var reist á síðastliðnu hausti, en hitt var ver- ið að reisa nú í vikunni. Fólkið er flutt í húsið sem reist var á síð- astliðnu hausti. Þetta eru eininga- hús, annað frá Stykkishólmi og hitt frá Selfossi. Þeir sem eiga þessi hús eru bræður, Högni Högnason og Þorkell Geir Högna- son, synir Högna Högnasonar, sem bjó lengi á Bjargi á Arnar- stapa. Nú stendur til að lagfæra höfn- ina á Arnarstapa, það á að keisa grjót ofan á grjótgarðinn sem fyrir er og var gerður fyrir nokkr- um árum, en hefur nú horfið að miklu leyti í vetrarbrimum. Á síð- astliðnu hausti var losað talsvert mikið grjót í Laugarholti fyrir ofan Hellna sem á að fara í garð- inn. Þetta verk hefur verið boðið út og er meiningin að byrjað verði á þessu verki i ágúst. Útgerð Frá Arnarstapa og Hellnum hafa verið gerðar út trillur eins og undanfarin ár og hafa verið hér aðkomubátar frá Akranesi og Reykjavík. Fiskurinn hefur verið Iagður upp á Arnarstapa og flutt- ur þaðan á bíl til ólafsvfkur. Frystihúsið í ólafsvfk kaupir fiskinn. Nú hefur enginn fiskur verið verkaður f salt á Arnarstapa eins og undanfarin ár. Afli hefur verið tregur en góður fiskur. Vegamál Vegurinn fyrir Jökul, Útnesveg- ur frá Heiðarkasti að Gufuskál- um, hefur verið með afbrigðum slæmur í sumar og búinn að vera lengi næstum ófær, mjög holóttur og slæm hvörf, svo er víða, þar sem vegurinn liggur á krananum að ofanfburður er horfinn og klappirnar standa upp úr. Það er líkast stakkstæði á að keyra þar, þar er þvf ekkert til að hefla þó vegurinn sé heflaður og er því brýn nauðsyn að keyra ofan í veg- inn ef hann á að teljast vegfarend- um bjóðandi, en á þessum tíma árs er mikil umferð um veginn af ferðafólki. Marga vegfarendur hef ég hitt og hafa þeir kvartað mjög yfir veginum sem eðlilegt er, það er mál manna að hvergi á landinu sé eins slæmur vegur. Þessi umræddi vegur var nú heflaður á fimmtudag og föstudag sfðastliðinn og er það f annað skipti sem hann er heflaður á ár- inu. Hverig á þvf stendur að svona viðhald er á umræddum vegi veit ég ekki, en úr þessu þarf að bæta hið bráðasta og vonandi verður það gert. Finnbogi G. Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.