Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGtJST 1984 Gíslum flugræningja bjargað á Curacao WillemsUd, Curacao, 31. júlí. AP. ÖRYGGISVERÐIR gerðu í dag skyndiárás á tvo flugræningja sem héldu 79 farþegum og flugmönnum í gíslingu um borð í farþegaþotu frá (lugfélagi Venezuela í 36 klukku- stundir. w Heppnaðist aðförin vel að því leyti, að öllum gíslunum var bjargað. Flugræningjarnir voru báðir felldir. Enginn gíslanna eða öryggisvarðanna særðist alvar- lega. Aðgerðirnar hófust er eiginkona eins ræningjans hafði um talstöð fengið mann sinn til að sleppa úr gislingu konu nokkurri sem virtist hafa misst fóstur í geðshræring- Frá járnbrautarslysinu í Skotlandi. Slmamynd/AP Olli kýr járnbraut- arslysinu mikla? Landúnum, 31. júlf. AP. LÍKLEGT er talið, að kú sem ráfað hefur upp á járnbrautarteina hafi vald- ið járnbrautarslysinu mikla sem varð í Skotlandi í gær. Lögreglumenn fundu í dag leifar af kúnni á svipuðum stað og vagnarnir þeyttust af sporinu. David Mitchell, samgönguráð- herra, færði þingheimi tíðindin í dag, en farið hefur verið fram á rannsókn hvernig á slysinu stóð. Mitchell sagði ekki sannað að kúin hafi valdið slysinu, á hinn bóginn unni. Er hurðin á þotunni opnað- ist, ruddust öryggisverðirnir inn í hana og drápu ræningjana. Dagblöð í Curacao greindu frá því að bandarískir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum. Tom Yeager, fulltrúi bandaríska varn- armálaráðuneytisins á staðnum neitaði því, en sagði Bandaríkin hafa lagt til nokkra tæknilega ráðgjafa. Don Martina, forsætisráðherra Hollensku-Antilla-eyja, lagði á það ríka áherslu að ríkisstjórn eyjanna hefði skipulagt og fram- kvæmt aðgerðirnar. Tunnurnar um borð í vestur-þýska skipinu. Símamynd AP. Gulleyjatil sölu Lundúnum, 31. júlí. AP. TIL sölu er eyjan Tanera More við strönd Skotlands. Þar höfðu víkingar bækistöð, sfðar smyglar- ar. Sagnir herma að fjársjóðir séu grafnir á eyjunni. „Þetta er trúlega þjóðsaga, en hver veit?,“ segir fasteignasalinn. Söluverð eyjunnar er 750.000 pund, en laxeldisstöðvar, sem henni fylgir, 350.000 pund. „Eyjan er fjársjóður, þar er veðursæld og einnig minjar um byggðir frá fyrri tímum,“ sagði fasteignasalinn. Tilboð streyma inn. Kjarnorkuúr- gangur í sjóinn Hamborg, 31. júlí. AP. TALSMENN grænfriðunga greindu frá því í dag, að þeir hefðu orðið vitni að því, er skipverjar á vestur- þýsku rannsóknarskipi veiddu þrjár tunnur af kjarnorkuúrgangi óvilj- andi úr hafdjúpinu norðaustur í Atl- antshafi, en vörpuðu þeim sam- stundis aftur í sjóinn þrátt fyrir að það stórsæi á þeim og þær væru fjarri því að vera tryggar að sjá. Greenpeace-menn höfðu heim- ildir sínar frá ónafngreindum skipverja, sem tók myndir af tunnunum. Að sögn huldumanns- ins var gat í gegn um eina tunn- una og voru þær allar örlítið geislavirkar og beyglaðar og skakkar. Öryggisráðstafanir voru engar og menn handléku tunnurn- ar eins og ekkert alvarlegt væri á seyði. Ekki var þess getið ná- kvæmlega hvar tunnurnar fund- ust. Samstöðuleiðtogar birta yfirlýsingu Vaniiá 31 iijlí AP ^ ^ hefði ekkert grunsamlegt fundist annað, teinarnir og lestin sjálf í full- komnu lagi. Þrettán manns létu lífið og 44 slösuðust alvarlega í þessu mesta lestarslysi í Bretlandi í 17 ár. Lestarstjóri í lest sem á móti kom afstýrði enn meiri harmleik með snarræði, hann kom tímanlega auga á flakið og náði að stöðva sína lest með neyðarhemli. Þrettán farþegar í lestinni slösuðust er hún stöðvaðist skyndilega. Enginn þó alvarlega. Varejá, 31. júll. AP. ZBIGNIEV Bujak, leiðtogi Sam- stöðu, hinna frjálsu verkalýðsfélaga, ásakaði í dag pólsk stjórnvöld um að ala á fjandskap og hatri í Póllandi þrátt fyrir loforð þeirra um sakar- uppgjöf pólitískra fanga fyrir skömmu. f yfirlýsingu Bujaks og Wlad- yslaw Frasyniuks, sem hvarf á föstudag eftir að hafa verið látinn laus af pólskum stjórnvöldum, segir að með þvi að náða pólitíska fanga, haldi valdaklíka landsins áfram að berjast á móti þjóðfé- lagsöflum. Þar segir ennfremur að Frans- yniuk hafi tekist að komast undan útsendurum stjórnvalda, sem hafi beðið hans fyrir utan fangelsið.. Bujak, sem ásamt Fransyniuk er einn af stofnendum Samstöðu, hefur neitað að ganga að þeim skilmálum, sem sakaruppgjöfinni fylgja, og tekið þann kost að vera áfram í felum. í yfirlýsingunni segir, að pólska stjórnin hafi neyðst til að lýsa yfir sakaruppgjöf pólitískra fanga vegna hinnar einörðu stefnu Sam- stöðu, sjálfstæðra félaga og hópa í landinu, páfans og pólsku kirkj- unnar og stjórnvalda á Vestur- löndum. Loks segir í yfirlýsingunni að sakaruppgjöfin gæti markað upp- haf nýs tímabils í sögu þjóðarinn- ar, en samt sem áður sé hún veitt til að þjóna hagsmunum stjórn- valda. Þurrkar hafa valdið því að vatnsbirgðir Plymouth-borgar í suðvesturhluta Englands eru aðeins um helmingur af því sem er í meðalári. Yfirvöld vatnsöflunarmála í þessum landshluta halda fram, að birgðirnar séu minni en í þurrkunum 1976, sem álitnir voru versta þurrkatímabil í þessu votviðrasama landi í 500 ár. Bann við ónauðsyn- legri vatnsnotkun Plyroouth, 31. júlí. AP. BRETLAND sviðnar nú í mestu þurrkum frá árinu 1976 og f suð- vesturhluta landsins, sem verst befur orðið úti, hefur bflaþvottur verið bannaður, svo og vatnsnotk- un í gosbrunnum og vökvun einka- garða og almenningsgarða. Þetta er í fyrsta skipti sem lagt er bann við vatnsnotkun annarri en þeirri er nauðsyn ber til og kemur það fyrst og fremt niður á héruðunum Devon og Cornwall, og þar með Plym- outh-borg. Viðurlög við brotum eru allt að eitt þúsund punda sektargreiðslur. Stjórnvöld hafa farið fram á það við þá íbúa landsins, sem nú mega ekki nota garðslöngur sín- ar, að þeir virði bannið, svo ekki þurfi að grípa til alvarlegri stjórnunaraðgerða. Áætlanir hafa verið gerðar um að grípa til vatnsskömmtunar, ef þörf krefur, í öllu Cornwall- héraði og mestum hluta Devon- héraðs. Howe í Hong Kong eftir Pekingförina Hong Kong, 31. júlí. AP. BRESKI utanríkisráðherrann, Sir Geoffrey Howe, kom hingað í dag eftir að hafa átt viðræðufundi með kfn- verskum ráðamönnum, þar sem fram kom vilji beggja aðila til að ná sam- komulagi um framtfð Hong Kong. Howe dvaldist í fjóra daga f Peking og ræddi við æðsta leiðtoga Kfnverja, Deng Xiaoping, Zhao Ziyang, forsætis- ráðherra, og Wu Xueqian, utanríkis- ráðherra. Wu sagði snemma i dag, þriðju- dag, að þeir hefðu náð saman um lausn nokkurra vandamála, en við komu sína til Hong Kong sagði Howe, að viðræðurnar í Peking hefðu verið „mjög árangursrikar". Howe mun gera þinginu í Hong Kong grein fyrir viðræðunum og á morgun, miðvikudag, heldur hann blaðamannafnd, áður en hann snýr heim til Lundúna. Þetta er önnur ferð Howes til Kína á þremur mánuðum. Það var hann sem tilkynnti það formlega hér í aprílmánuði sl., eftir fyrri ferð sína, að Bretar myndu leggja niður völd í Hong Kong eftir að leigumáli þeirra væri útrunninn árið 1997. Breskir og kínverskir embættis- menn í Peking vildu ekki gera grein fyrir því hvort af undirritun samkomulagsins gæti orðið áður en frestur Kínverja rynni út f septem- ber. En Wu, utanríkisráðherra, sagði Sir Geoffrey Howe. við fréttamenn, áður en viðræðulot- an hófst í Peking, að af undirritun ætti að geta orðið „ef við höldum áfram viðleitni okkar til að vinna saman í gagnkvæmu trausti". Sáttfýsi málsaðila og vinsamlegur tónn í viðræðunum þykja hafa aukið vonir um að samkomulag, sem báðir aðilar geta sætt sig við, náist áður en Kínverjar taka við Hong Kong eftir 13 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.