Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Á verði Líbanskur hermaður vopnaður M-16-riffIi á verði gegn leyniskyttum eftir bardaga í vesturhluta Beirút milli drúsa og sunníta. Þegar barizt hafði verið í nokkra klukkutíma fóru líbanskir hermenn út á göturnar til þess að koma á vopnahléi. Hermaðurinn á myndinni stendur hjá myndum af Nasser heitnum Egyptalandsforseta, sem sunnítar líta upp til. Svartamarkaðsbrask- arar myrtu sovéskan varaflotaforingja Moskru. AP. í FYRRA myrtu svartamarkaðs- braskarar sovéskan undirflotafor- ingja vegna þess að þeir höfðu ág- irnd á orðum og heiðursmerkjum, sem honum höfðu hlotnast fyrir störf í hernum. Þessi frétt kom fyrst fram í grein í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times, en hefur nú verið staðfest í fréttaviðtali í sovéska stjórnarmálgagninu Izvestiu. í Los Angeles Times var því haldið fram, að glæpamenn hefðu myrt sovéskan undirflotaforingja, Grigori N. Kholostyvkov, og var það ekki skýrt nánar. Nú hefur komið fram, að morðið var framið í því skyni að koma höndum yfir heiðursmerki hans til að selja þau söfnurum á svörtum markaði, þar sem hátt verð fæst fyrir sjaldgæf- ar orður og heiðursmerki. Kholostyvkov var myrtur 21. júli í fyrra, en greinin í Los Angel- es Times birtist í desembermánuði sl. Fyrir skömmu var saksóknari Sovétríkjanna spurður að því í fréttaviðtali í stjórnarmálgagninu Izvestiu, hvað honum þætti eftir- minnilegast úr starfi sínu í seinni tíð. Svaraði hann því þá til, að þar væri morðið á Kholostyvkov efst á blaði. Sagði hann ennfremur, að rannsóknin hefði leitt til upp- ljóstrunar í 40 svipuðum málum í 10 sovéskum borgum. ERLENT SIMI 18936 Ein sú albesta frá Columbia — kemur á óvart. Einn gegn öllum AGAINST ALL ODDS er nýjasta kvikmynd leikstjórans Taylors Hackfords, sem einnig leikstýröi An Officer and a Gentleman. Hún er gjörolík þeirri fyrri en ber greinilega merki hins fjölhæfa leik- stjóra. Aðalhlutverk: Rachel Ward, Jeff Bridges, James Woods og Richard Widmark. Sýnd í A-sal kl. 5, 7.30 og 10. DOLBY Sýnd í B-#al kl. 11. STEREO Bönnuö innan 14 ára. Hækkaö verö. Hugðust ræna Jósef Mengele Orlando, Flórída, 31. júlí. AP. EFNAMENN, sem lifðu af útrýmingarbúðir nasista, höfðu uppi áform árið 1977 um að ræna hinum alræmda þýska lækni Jósef Mengele frá Paraguay og selja hann ísraelskum yfirvöldum í hendur, samkvæmt banda- rísku blaði. Ránið á „Engli dauðans", eins og Mengele var tíðum nefndur, var skipulagt af kaupsýsiumönnum í Ohio í Bandaríkjunum, sem áttu sameiginlegt að hafa lifað af út- rýmingarbúðir nasista, en það strandaði á því að ísraelska leyni- Vilja bæta sambúð við Víetnam Bangkok, 31. júli. AP. KÍNVERJAR segjast reiðubúnir að bæta sambúð sína við Víetnama undir vissum skilyrðum að sögn for- sætisráðherra Thailands, Siddhi Savetsila, sem nýkominn er úr viku- heimsókn til Kína. Forsætisráðherrann sagði að Kínverjar settu það skilyrði að Ví- etnamar kölluðu herlið sitt burt frá Kambódíu. Hann sagði enn- fremur, að kinverskir ráðamenn teldu Kambódíu ekki vel fallna til sósíalísks þjóðskipulags, og ætti því að skipa sér í flokk hlutlausra og friðsamlegra ríkja eftir að ví- etnamskt herlið hyrfi þaðan. Sprengingar í Súez-skurði Kairó, 31. júlf. AP. Formaður félagsins, sem annast rekstur Súez-skurðar, Ezat Adel, staðfesti í dag að þrjár sprengingar befðu orðið við mynni Súez-skurðar um helgina, en vísaði á bug fréttum um að þrjú skip hefðu skemmst. ónafngreind heimild úr banda- ríska varnarmálaráðuneytinu hélt því fram að sprengingarnar hefðu sennilega verið af völdum tund- urdufla. Adel harðneitaði þessu og sagði að sprengingarnar mætti hugsanlega rekja til lítils magns af sprengiefni, sem sprungið hefði þar sem olíufélög væru að leita að olíu. Jósef Mengele þjónustan vildi ekki taka við Mengele eftir að honum hefði ver- ið smyglað frá Paraguay vegna þess hve ránið á Adolf Eichmann árið 1960 mæltist illa fyrir erlend- is, samkvæmt frásögn dagblaðsins Orlando Sentinel. Mengele er talinn bera ábyrgð á dauða 400 þúsund Gyðinga f út- rýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Fundu þýfi í dæluskúr Woburn, Knglandi. 30. júlí. AP. MEGNIÐ af því sem stolið var úr Woburn Abbey-ættarsetrinu í Woburn í mars síðastliðnum er nú komið í leitirnar eftir að starfsmenn vatnsveitunnar á svæðinu duttu um hluta þess í lítt notuðum dæluskúr fyrir fá- einum dögum. Við nánari eftir- grennslan fannst á sama stað og í nágrenninu megnið af þýfinu. Það var sem fyrr segir í mars síðastliðnum, að þjófar brutust inn í setrið, sem er minjasafn, og höfðu á brott með sér mikið af verðmætum; ættargripi, kertastjaka bikara og fleira. Vatnsveitumennirnir, Jack Hall og Bill Cartwright, komu að stórum málmkassa í dæluskúrnum sem er í smá- þorpinu Eaton Socon í Bed- fordshire. Þeir héldu helst að það væri sprengja í kassanum og kölluðu á vettvang eina lögregluþjón þorpsins og mætti hann umsvifalaust á reiðhjóli og svipti upp kassalokinu. Lá þá ekki í honum bikar úr skíra gulli, en ekki sprengja? Lög- reglan veit ekki hver eða hverj- ir stóðu að ráninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.