Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 35 ferðir og gefið sundlaugafrf. Kennd var leikfimi og gerð tilraun til kennslu í frönsku, spænsku, hraðritun, skák og vöruþekkingu. Oddur er 4. í röðinni af 8 börn- um hjónanna Herdísar Jónsdóttur og Sigurðar Oddssonar skipstjóra, sem bjuggu lengst af á Laugavegi 30. Hann vann m.a. í Tóbaksversl- uninni London, heildversluninni Elding Trading og stofnaði árið 1958 Plastprent og síðan árið 1974 Plastos, þar sem nú vinna um 60 manns. Árið 1940 giftist hann Guðfinnu Björnsdóttur frá Vest- mannaeyjum og eiga þau tvo syni. Sigurð verkfræðing, sem hefur fyrir nokkrum árum gengið inn í fyrirtækið og aðstoðað Odd. Kona hans er Erla Aðalsteinsdóttir og eiga þau 3 börn. Yngri sonur þeirra er Björn, sem er doktor í jarðfræði. Hann er giftur Gabri- elle F. Richter þýskrar ættar og ætla þau hjónin að setjast hér að. Við bekkjarsystkinin höfum hist á 5 ára fresti og hefur það komið í hlut Odds, Viðars Thor- steinsson (sem nú er látinn), Ulr- ichs Richter og min að smala hópnum saman og hef ég þess vegna átt þess kost að kynnast Guðfinnu, konu Odds, töluvert ná- ið. Árið 1977 þegar við bekkjar- systkinin héldum upp á 45 ára af- mæli okkar, buðu þau Guðfinna og Oddur okkur að hittast á þeirra fallega heimili að Flókagötu 69 áð- ur en við fórum á nemendasam- komu skólans að Hótel Sögu og áttum við öll þar alveg ógleyman- lega stund. Þegar við áttum 50 ára afmæli 1982 var Oddur svo veikur að hann gat ekki mætt með okkur á Hótel Sögu og var hans vissu- lega saknað. Oddur hefur oft átt við mikla vanheilsu að striða en sem betur fer hefur hann náð sér furðu fljótt aftur og er nú hinn hressasti og ætla þau hjónin að taka á móti ættingjum og vinum að Hótel Holti kl. 4—6 i dag í til- efni sjötugs afmælisins. Ég vil fyrir hönd okkar bekkj- arsystkinanna óska afmælisbarn- inu innilega til hamingju með þennan áfanga og við vonum að við eigum eftir að eiga margar skemmtilegar stundir saman. Sigríður Pétursdóttir Blöndal Viðborgum meira, Sóttum vörumarþangað. Pvígeturþú valið iír Lundúnarvörum á útsölunni okkar hér í BankastrætL Strætó í miðbæinn kostar 30 krónur báðar leiðir, gisting, morgunmatur og leiðsógn óþörf, og ekki færðu popp. Efí ÞAÐ ER PEPP í UTSOLUmi OliKAR VORUIX3FTI SIGTUN 3 AUGLÝSIR NÝJA LEIÐ TIL SPARNAÐAR <UR . SKOR —IKFONG , . FATNAÐU •-OBUSAHOL flCO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.