Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 30—50% afsláttur Kiizim Hafnarstræti 15 Laugavegi 66, sími 23577. Mikiö úrval af pilsum, bolum, kjólum, buxum, tæki- færisfatnaöi og fl. Þægilegur feröafatnaöur. Sendum í póstkröfu. Nína Wahlgren design Svíþjóð. Jane Wikström design Svíþjóö. Hvers vegna fækkar leiguíbúöum í einkaeign? sem næmi allt að 15% af tekjum. Slíkt fjármagnsstreymi hefði ekki áhrif á bindiskyldu í Seðlabanka fslands. Tilgangurinn með þessari till. er tvíþættur. Annars vegar hefur það almennt uppeldislegt gildi og holl áhrif í þjóðfélaginu að auka sparnað ungs fólks, stuðla að þvi með óbeinum hætti að það taki upp frjálsan sparnað til þess að búa betur I haginn fyrir seinni tíma. Ef þessi tilraun tekst getur þessi sparnaður sfðar auðveldað okkur fjármögnun húsnæðismál- anna. Eg vil i þessu sambandi vekja athygli á þeirri hugmynd, þótt hún sé ekki sett fram hér í þessari till. til þál., að mjög kemur til greina að taka upp sérstakan sparnað fyrir þá sem eldri eru, t.d. á árunum 45—60 ára. Fólk á þess- um aldri mætti taka upp sérstak- an sparnað sem undanþeginn yrði tekjuskatti, allt að 15 eða 20% af tekjum, en kæmi síðar til útborg- unar við 65 ára aldur. Þetta fé yrði að sjálfsögðu á verðtryggðum reikningum i bönkum. Ég er ekki i vafa um að með þessum hætti væri hægt að ná verulegu fé sam- an. Að sjálfsögðu yrðu reglur um innlegg að vera mjög strangar, fastar mánaðarlegar greiðslur, t.d. sem hlutfall af tekjum. Reynslan er sú, að einmitt á þessum árum hafa menn rúm fjárráð og menn eru reiðubúnir að leggja nokkuð á sig ef þeir sjá fram á þjóðfélags- lega þýðingu þess auk þess sem slíkur sparnaður mundi gefa fyrirheit um rýmri fjárráð f ell- inni. Sparnaður af þessu tagi hef- ur verið tekinn upp erlendis, a.m.k. sums staðar. Eg hef séð reglur um þetta t.d. i Danmörku og tel rétt að þessi nýbreytni verði tekin upp. Ef ríkissjóður gefur slíkri uppsöfnun fjár sérstök frið- indi í formi skattaafsláttar er eðlilegt að löggjafinn hafi einnig eitthvað um það að segja til hvers þessu fé skuli varið. Við getum líka sérstaklega rætt í því sambandi að slíkur sparnað- ur gæti staðið undir þvi að auð- velda öldruðum að kaupa íbúðir við sitt hæfi, þegar þeir vilja minnka við sig, selja sín gömlu hús, veita skammtímafyrir- greiðslu til þess að auðvelda slík umskipti, enda leggjum við til að sérstakt átak verði gert í byggingu þjónustuíbúða og verndaðra þjón- ustufbúða fyrir aldraða og fatl- aða.“ í lok greinargerðarinnar um stefnumörkun í húsnæðismálum er eftirfarandi þáttur, sem væri gott innlegg í hugmyndasam- keppni um aukna hagsýni i opin- berum rekstri. „Reynslan hefur sýnt að nokkur fjöldi fólks vill heldur búa i leigu- íbúð en ráðast í kaup á eigin ibúð. Þá hafa einstaklingar og fyrirtæki jafnan þörf fyrir leiguíbúðir til skamms tíma. óhyggilegt væri að svara þessari eftirspurn einungis með þeim hætti að þorri leigu- íbúða yrði í framtíðinni í eigu opinberra aðila, ríkis eða sveitar- félaga. Sú tilhneiging er rik hjá mörgum að umgangast slíkar íbúðir af kæruleysi og allt of oft hefur hent að þær hafa drabbast niður. Það er þess vegna hag- kvæmt fyrir þjóðfélagið í heild að einstaklingar eða fyrirtæki svo sem tryggingafyrirtæki hefji reks- tur leiguíbúða svo sem i ná- grannalöndum okkar." Húsaleigumálin í kosningastefnuskrám Hafandi í huga að nú er liðið á annað ár frá því að núverandi al- þingismenn voru kosnir til setu á Alþingi væri ekki úr vegi að rifja upp hverju stjórnmálaflokkarnir lofuðu um leiguíbúðir fyrir siðustu kosningar: Bandalag jafnaðarmanna lofaði engu um leiguíbúðir. Framsóknarflokkurinn lofaði engu um leiguíbúðir. Kvennalistinn lofaði: „Við vilj- um stórauka byggingu leiguhús- næðis annað hvort á vegum hins opinbera eða á vegum félagasam- taka. Við viljum að fólk geti i reynd valið um hvort það býr í leiguhúsnæði, byggir sjálft eða festir kaup á öðru húsnæði." Alþýðuflokkurinn lofaði: „Bætt löggjöf um byggingu leiguhúsnæð- is á grundvelli kaup/leigu-fyrir- komulags. Alþýðubandalag lofaði: „Ný eignaráform — kaup/leigusamn- ingar — hlutaeign." Sjálfstæðisflokkurinn lofaði: „Leiguíbúðum sé markaður ákveð- inn rammi innan húsnæðislána- kerfisins. Sérstakar skattaívilnan- ir verði veittar þeim einstakling- um sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Sú aukning frjáls sparnaðar, sem af þessu hlýst sé notuð til að standa undir auknum þörfum húsnæðislána- kerfisins." Mettaöur markaöur Það er kunnara en frá þurfi að segja það álit að fiskiskipastóllinn á íslandi sé nú of stór, þannig að ekki þurfi að fjárfesta í nýjum fiskiskipum á næstu árum. At- hafnamenn í sjávarútvegi hafa látið það álit í Ijós að við núver- andi ástand sé fyrir hendi allt of mikið af húsum og mannvirkjum sem hafa verið byggð yfir íslenzk- an sjávarútveg, þannig að í sjáv- arútvegi sé í mörgum tilfellum fyrir hendi húsnæði fyrir iðnfyr- irtæki framtíðarinnar. Sigurður E. Haraldsson, for- maður kaupmannasamtakanna, sagði í Morgunblaðinu 26. okt. 1983, að allt of mikið sé byggt af verslunarhúsnæði. Formaður Arkitektafélags Is- lands, Harald Helgason, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblað- ið 14. sept. 1983, þar sem hann ályktaði að ibúðamarkaður væri mettaður. Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur, hefur starfað að rannsóknum á íslenzkum fasteignamarkaði í nær tvo áratugi hjá Fasteignamatinu. Hann hefur skrifað fjölda greina um fasteignamarkaðinn þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að íslendingar búi í einu stærsta húsnæði í Evrópu, 38 m2 pr. íbúa, að húsnæði sé illa nýtt og að vitað sé um að íbúðir standi auðar. I grein í Húseigandanum ’84 kemst Stefán m.a. þannig að orði: „Is- lendingar stefna í offjárfestingu í íbúðarhúsnæði, sem gæti numið meiru en svaraði til heildarupp- hæðar einna fjárlaga á næsta ára- tug, á sama tíma og stórir hópar fólks búa við verulegt húsnæðis- vandamál. Ef ekki verður stungið við fót- um við stækkun fbúðarhúsnæði fylgir því yfirfjárfesting eins og fyrr segir. Slíkt hefur í för með sér verðfall á íbúðarhúsnæði og sumar tegundir þess kunna að verða illseljanlegar. Hér eru því augljóslega miklir hagsmunir í húfi, bæði þjóðfélags- ins alls og fasteignaeigenda. Það er því tímabært að stjórn- málaflokkarnir og opinberir aðilar taki tillit til þessa þátta í stefnu- mörkun um húsnæðismál," voru lokaorð Stefáns Ingólfssonar í til- vitnaðri grein. Frá stofnun leigjendasamtak- anna 18. maí 1978, hafa samtökin bent á að íbúðarhúsnæði sé látið standa autt, stefna samtakanna með tilliti til auðra ibúða birtist i Morgunblaðinu 9. sept. 1981, en þar segir m.a.: „Leigjendasamtö- kin telja það valdniðslu að notf- æra sér úthlutun lóðar í bæjarfé- lagi, alla fyrirgreiðslu sem lóðar- úthlutun fylgir og jafnvel fjár- magn úr sameiginlegum sjóðum allra landsmanna, til þess eins að láta svo húsnæðið standa autt. Hér þurfa borgar- og bæjaryfirv- öld að grípa í taumana." Af ályktun leigjendasamtak- anna má draga þá niðurstöðu að þjóðhagslega hagstætt væri að finna leiðir til að fá hið auða hús- næði inn á markaðinn, frekar en að fara í offjárfestingu á íbúðar- húsnæði. Lokaorö Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál samtaka leigjenda, húseigenda, rfkis og sveitarfélaga að húsaleigutekjur fengju sömu skattalega meðferð og vaxtatekj- ur, því að með slíkri ráðstöfun myndi stöðvast sala og fækkun leiguíbúða í einkaeign og þá kæmu á markaðinn hinar fjölmörgu íbúðir sem nú eru taldar standa auðar og aðrar lítt notaðar íbúðir utanbæjarmanna í Reykjavík vegna þess að húseigandinn telur i mörgum tilfellum að hagkvæmara sé að hafa íbúðir sínar auðar en að lúta núverandi ofsköttunarmeð- ferð. Með slíkri lausn væri jafnvel búið að leysa vandamál um skort á leiguíbúðum. Eyþór Þórðarson er vélstjóri, sem er eigandi leiguíbúða. Hann er búsettur í Njarðvík. T M Y N SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219; 1 Í HÚSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þfnum framkallast og kóplerast á 60 mlnútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráðfært þig við okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekiö betri myndir. Opiö frá kl. 8 — 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.