Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 Formannaskipti í orðanefnd raf- magnsverkfræðinga Nýlega lét Jakob Gíslason fv. orkumálastjóri af formennsku í Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga. Bergur Jónsson rafmagnseftirlits- stjóri var kjörinn formaður nefndar- innar, er Ijóst var að Jakob gaf ekki kost i sér til endurkjörs. — Af þessu tilefni þykir rétt að greina dálítið fri störfum nefndarinnar i liðnum ir- um. Árið 1941 stofnuðu 13 raf- magnsverkfræðingar sérstaka deild í Verkfræðingafélagi ís- lands. Skömmu síðar var skipuð nefnd innan deildarinnar til að vinna að orðasöfnun og skráningu I raffræði. Nefndarmenn voru í mörg ár fjórir talsins, þeir Guð- mundur Marteinsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Gíslason og Stein- grímur Jónsson. Þeir Jakob og Steingrímur höfðu áður verið ráðunautar hinnar frægu Orða- nefndar Verkfræðingafélags fs- lands (Guðmundur Finnbogason, Sigurður Nordal o.fl.). Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga- deildarinnar safnaði orðum á þessu sviði og skráði þau. Orð, sem nefndarmenn þekktu eða mynd- uðu sjálfir, voru rædd á fundum og valin þau, sem æskilegust þóttu. Árið 1952 kom út Orðasafn nefndarinnar um „rafmagns- fræði“. Árin 1965 og 1973 kom út Raftækni- og ljósorðasafn, 1.—2. bindi. Aðrir aðilar komu hér einn- ig að nokkru við sögu. Við útgáf- una var stuðst við orðasafn IEC (Alþjóðlegu raftækninefndarinn- ar). í þessum þremur bókum eru um 6.400 uppflettiorð. Um 5.300 orð eru tilbúin til birtingar af hálfu nefndarinnar með litlum fyrirvara. Rúmlega 3.400 orð í safni IEC verða viðfangsefni nefndarinnar á næstu misserum. AIls eru þetta um 15.000 orð á þessu sviði. Orðanefndin hefur auk þessa sinnt ýmsum öðrum verkefnum. Hún hefur aðstoðað menn við þýð- ingar á tækniorðum á sviði sjón- varps- og kvikmyndagerðar, svo og um orð í raflæknisfræði. Nefndin hefur einnig veitt aðstoð um orð á sviði virkjunar, raf- magnseftirlits, rafveitna, o.m.fl. Að undanförnu hefur nefndin les- ið yfir og lagfært handrit að frum- varpi að íslenskum staðli um raf- Jakob Gíslason tæknitákn, en þetta er geysimikið verk í 16 hlutum. Orðanefndin hefur beitt ýmsum aðferðum í leit að hentugum orð- um. Fyrst er kannað hvort til séu traustar þýðingar. Vanti hér ís- lenskt orð er athugað hvort bein þýðing komi til greina, t.d. neista- bil (e. spark-gap). Stundum þykja önnur orð lýsa fyrirbærunum bet- ur, t.d. ónæmissvið. Algengt er að tækniorð séu mynduð úr orðum eða orðhlutum, sem fyrir eru í málinu, en þeim er þá gefin við- bótarmerking, t.d. spenna og við- nám. Stundum eru nýyrði mynduð af gömlum orðstofnum, t.d. hverf- ill og tíðni. Til er og að gömlum orðum um úrelta hluti sé gefin ný merking, t.d. skjár. Bergur Jónsson Ymsir hafa stutt starfsemi Orðanefndarinnar. Fundir hennar eru í húsakynnum Orkustofnunar og starfsmenn hennar hafa veitt nefndinni margvíslega aðstoð. ís- lensk málnefnd hefur og stutt Orðanefndina. Hefur Orðanefndin stundum leitað til hennar og málfræðingur á vegum hennar hefur starfað reglubundið með nefndinni hin síðari ár. Ýmsir aðrir hafa einnig reynst hjálplegir í þessum efnum. Lengi framan af urðu litlar breytingar á skipan manna í Orðanefndinni. Árið 1969 bættust þrír ungir vt kfræðingar í nefnd- ina. Árið 1971 hættu fjórir nefnd- armenn störfum, en fimm nýir komu þá í nefndina, kosnir á aðal- fundi RVFÍ. Af upphaflegu nefndarmönnun- um var Jakob Gíslason einn eftir. Hann hefur verið formaður nefnd- arinnar sl. 22 ár, en baðst undan endurkjöri nú í marslok. Jakob á að baki rúmlega hálfrar aldar fer- il við skipulega nýyrðasmíð og hann samdi fyrstu íslensku reglu- gerðina um raforkuvirki. Jakob á þó áfram sæti í nefndinni og njóta menn þar enn góðs af umfangs- mikilli reynslu hans i þessum efn- um. Orðanefndarmenn hafa orðið varir við mikinn áhuga fólks á að fá sem fyrst ný tækniorð, sem lýsi vel hugtökum eða fyrirbærum en lúti um leið lögmálum tungunnar. En til þess að íslensk tunga sigri í viðureign við erlend orð tækni- máls þurfa sérfræðingar á ýmsum sviðum og málfræðingar að vera fljótir að finna hentug íslensk orð. Einnig þarf að gera þeim kleift að koma hugmyndum sínum á fram- færi. Félagar í Orðanefndinni eru rafmagnsverkfræðingarnir Berg- ur Jónsson, formaður, Gísli Júlí- usson, ívar Þorsteinsson, Jakob Gíslason, Jón Þóroddur Jónsson, Ólafur M. Kjartansson, Sigurður Briem, Þorvarður Jónsson og Þórður Guðmundsson. Auk þess starfa með nefndinni Hreinn Jónasson tæknifræðingur og Ólafur Oddsson menntaskóla- kennari, en hann er málfræðilegur ráðunautur á vegum íslenskrar málnefndar. (Fréttatilkynning.) Það hefur hingað til ekki vafist fyrir sönnum íslenskum súkkulaðimanni að velja sér súkkulaði. Langflestir hafa valið Síríus rjómasúkkulaði. Til þess að leiða hina örfáu villuráfandi sauði á súkkulaðimarkaðnum á rétta braut, fylgir hér dálítill leiðarvísir. Veldu íslenskt. . . ef það er betra! Gljáfægður álpappír af vönduðustu gerð, fenginn frá fjallríkinu Sviss. Liturinn á dúllunni segir til um samsetningu súkkulaðisins. Eldrautt þýðir hremt og beint; vínberjablátt þýðir með rúsínum, grænt fullt af hnetum og fjólublávínrauðbleikt er með hnetum og rúsínum. Þetta er aðalsúkkúlaðið frá Sírius, — stjarnan í súkkulaðibransanum. Hver einasti biti er sérstaklega merktur framleiðandanum. Þannig ætti súkkulaðið örugglega að komast til skila ef það týnist. OOTT FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.