Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR L ÁGÚST 1984 43 Fjórdungsmót Vestur- lands á Kaldármelum Athuaasemd eftir Olaf Kristjánsson f Morgunblaðinu 10. júlí sl. er fyrirsögn, Góð hross á miður vel skiplögðu móti. Þegar svo greinin er lesin er kvartað yfir tölvuleysi á þessu móti. Á Kaldármelum er ekkert rafmagn, tölvufróðir menn sögðu mér að tölvan þyrfti jafnan straum og mikil áhætta væri að nota straum frá vél. Um þetta frekar en annað spurði fréttamað- urinn ekki. Á staðinn var lagður sími fyrir þetta mót og var það bæði nokkuð langsótt og dýrt, og treystum við okkur ekki til að taka rafmagn á staðinn að þessu sinni. Svo kemur grein II 21. júli. Þar gefur fréttamaður Morgun- blaðsins lýsingu á mótinu og framkvæmd þess. í þeirri lýsingu blaðamanns Mbl. er ekki einn ljós- an punkt að finna nema kannski hraunjaðarinn margrómaða og kannski flugvöllinn. Held ég satt að segja að ekki séu allir móts- gestir á sama máli og blaðamaður Mbl. og engan hef ég hitt sem var á þessu hestamannamóti, sem ber því sömu sögu og blaðamaður Mbl. Það er hughreysting fyrir það fólk, sem að þessu móti stóð og lagði nótt við dag í vikur og daga fyrir mótið og á meöan á mótinu stóð að fá svo góða umfjöllun sem fréttamaður Mbl. hefur af því að segja. Bg vona að þetta fólk missi ekki kjarkinn og hætti ekki að vinna fyrir þennan félagsskap i framtíð- inni. Það hefði verið skemmtilegra fyrir fréttamanninn að ræða við einhvern ábyrgan mann á móts- stað og spyrjast fyrir um mörg þau atriði er hann í umræddum greinum hefur fjallað um, heldur en að giska á þau. Fréttamaðurinn segir að dagskráin hafi farið úr böndunum strax á fimmtudag vegna þess hvað mótið byrjaði seint og frestað hafi verið tölt- keppni sem auglýst hafði verið kl. 20.00 um kvöldið. Búið var að dæma kynbótahryssur kl. 18.30 og þar átti töltið að fara fram. Því var ekki frestað vegna timaskorts en það voru aðrar ástæður sem ekki var hægt að ráða við, hins- vegar tafðist að hægt væri að byrja að dæma gæðinga af ástæð- um sem ég ætla ekki að ræða hér. Það er rétt að hátalarakerfið reyndist ekki nógu vel, sérstaklega á sunnudag, þar var þó ekki til sparað af mótsins hálfu, það var leigður maður með þessi tæki sem reynst hafa mjög vel á öðrum mót- um en allt getur bilað og maður- inn gerði allt sem hsegt var og svo heyrðist illa á móti vindi, en það var það sem skeði þegar hjálpar- tæki þurfti á sunnudeginum við sýningarvöllinn. Svo segir frétta- maðurinn að matsalan hafi verið illa rekin og litill matur. Undan litlum mat held ég að enginn hafi kvartað og ekki getað það þvi þar fengu allir eins mikinn mat og þeir vildu, þar til kl. 14.00 á sunnudag, en eftir það voru til nógar súpur og smurt brauð, kaffi og kökur. Þessi frásögn er meiri- háttar ósvífni. Þeir sem stóðu að Fjórðungs- mótinu á Melgerðismelum í fyrra- sumar voru svo vinsamlegir að lána okkur öll gögn yfir þeirra mót og þar á meðal lista yfir öll vörukaup í þeirra mötuneyti. Fyrir mótið á Kaldármelum voru öll þessi vörukaup tvöfölduð og svo bætt við það á laugardeginum því að salan varð svo miklu meiri en á Fjórðungsmótinu 1980. Og svo ætlar fréttamaðurinn að telja fólki trú um að illa rekin matsala og lítil matur sé til að auka söluna svona gífurlega, hann ætti að beina því til einhverra annarra en okkar. Mótsskráin seldist upp, segir fréttamaðurinn. Það er rétt hjá honum. Hann segir innihaldið ié- legt og útiitiö slæmt og þá spyr ég, Gustur frá Knerri. Knapi Ragnar Hinriksson. sedist hún upp vegna þess? Móts- skráin var prentuð í miklu meira upplagi en fyrir fjórðungsmótið 1980 og seldust núna helmingi fleiri skrár en þá. Ytra útlit móts- skrárinnar hannaði Magnús Ólafsson, arkitekt á Akranesi, ásamt mörgu öðru sem hann gerði fyrir okkur og öllum líkaði vel, þó það félli ekki undir smekk frétta- mannsins, en ég vil þakka Magn- úsi fyrir öll hans verk fyrir fjórð- ungsmótið og á meðan það stóð yfir. Svo þegar blaðamaður kemur að lýsingu á gæðingum, þá veit hann ekki hvaðan hestur númer einn, sigurvegarinn í A-flokki á mótinu, er, en það er nákvæmlega eins skýrt frá honum í mótsskrá og öðrum hestum. Gustur er frá Knerri í Breiðuvík, eigandi hans er Friðgeir Karlsson og hann keppti fyrir Snæfelling. Besta kynbótahryssan á mótinu var iíka frá Snæfellingi, það ættu allir að muna, henni var það mikið hrósað á mótinu, og það voru fleiri toppar frá Snæfellingi og til Snæfellings fóru 6 eignarbikarar af 12, þó fréttamaðurinn tæki ekki eftir því. Hestamannafélagið Snæfelling- ur lagði til þennan mótsstað og verður að taka við þeim dómum sem hann fær, þó öll félögin á Vesturlandi stæðu að rekstri mótsins. Ég vil svo að lokum þakka öllu starfsfólki og öllum þeim sem studdu okkur til þess að gera þetta fjórðungsmót mögu- legt. Ólafur Kristjínsson rtr fram- k ræmdastjóri fjórðungsmótsins í Kaldírmelum. Grænland hefur ótrúlega margt að bjóða stórkostlega náttúrufegurð, fjölskrúðugt dýralíf og skemmtilegt mannlíf. Flugleiðir hafa reglubundið leiguflug til Kulusuk um sumartímann, frá 18. júni til 30. ágúst, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Brottför frá Reykjavík er kl. 11.30, en til Kulusuk er aðeins um 2ja tima flug. Til Reykjavíkur er siðan komið aftur kl. 19.30. Dagsferð til Grænlands er tilvalinn ferðakostur fyrir hópa, vinnufélaga og félagasamtök. Takið með góða skó, og gleymið ekki myndavélinni! FLUGLEIDIR Gott lúlk h/á traustu félagt FÆRIR í FLESTAN SJÓ MEÐVISA ÍVEGANESTI OLYMPIUIANDSUÐIÐ í HANDKNATTLEIK ÁFRAM ÍSLAND 18 AÐILDARBANKAR OG SPARISJÓÐIR V/SA VISA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.