Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 45 Minning: Albertína 1. ísfeld Albertína Ingibjörg Alberts- dóttir Guðmundssonar dó á spit- ala í Canby, Minnesota, laugar- daginn 14. júlí 1984, og hefði hún orðið 88 ára 11. ágúst. Steingrímur Eiríkur ísfeld, maður hennar sem varð 91 árs snemma í júlí, á heima að 213 Oscar Street í Canby eftir æfilangt starf sem bóndi og eru börn þeirra fimm, barnabðrnin tíu og barnabarnabörnin fjórtán. Albertina var alltaf kölluð ína og var hún dóttir Alberts Guð- mundssonar sem var sonur Guð- mundar stýrimanns Guðmunds- sonar á Ytra-Nýpi í Vopnafirði. Voru þau fimm systkinin og er Carl sá eini sem lifir ínu, Stefán, Kristín og María öll látin. Una Þorkelsdóttir var móðir ínu, ætt- uð frá Snjóholti í Eiðaþinghá. ína og Steingrímur heimsóttu ísland fyrir fáeinum árum, tíminn of naumur til að heimsækja ættar- slóðir fyrir norðan og austan en ína gat þá hitt náfrænda, Guð- mund Albertsson, látinn fyrir nokkru eftir margra ára starf við fiskisölu á íslandi og i Amster- dam. Var móðir hans, Guðrún Guðmundsdóttir í Leiðarhöfn á Vopnafirði, systir Alberts föður Inu. Þau voru börn Guðmundar stýra eins og hann var oft kallaður frá þeirri tíð sem hann stjórnaði skipi í millilandasiglingum í 15 ár. Hann fór vestur með öðrum í fjöl- skyldunni, þá farinn talsvert að eldast, en bar lengst af merki styrkleika og skörungsskapar frá yngri árum. Ina var fædd og uppalin í Aust- urbyggð íslendinga nálægt Minn- eota, Minnesota, en Steingrímur í Vesturbyggð, sonur Guðjóns Guð- mundssonar Isfeld og Aðaibjargar Jónsdóttur konu hans, sem fluttu til Minnesota frá Grundarhóli á Hólsfjöllum 1879. Steingrímur var Thun, SriM. 30. júli. AP. GEORGE Gallup, brautryöjandi á sviöi skoðanakannana eins og al- kunna er, lézt um helgina ( Sviss. Hann varö 82ja ára gamall. Hann hefur veriö kallaöur faðir skoöana- kannana og fjölmargar aðrar stofn- anir hafa tileinkað sér aöferöir hans. Gallup aflaði sér fyrst verulegs orðs, þegar mjög nákvæmar niður- stöður um úrslit forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum 1936 voru birtar, en þá var Roosevelt kosinn forseti. Ein eftirminni- legustu „mistök“ Gallups voru spár hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 1948, þegar Gall- up-stofnunin spáði Dewey sigri yf- ir Truman. Nú starfa útibú frá Gallup- stofnuninni í 35 löndum og niður- stöður kannana stofnunarinnar birtast í um hundrað blöðum ( Bandaríkjunum einum. ATHYGU skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaðinu meö góö- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaöi, að berast (síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliö- stætt meö greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaöur. Þess skal einnig getiö, af marggefnu til- efni, aö frumort Ijóö um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíöum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og meö góöu línubili. látinn heita Steingrímur Eiríkur í höfuð á prestshjónunum á frum- býlisárunum, séra Steingrími Þorlákssyni frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og Eriku Rynn- ing frá Ósló, konu hans. Brúðkaup Steingríms og ínu var 20. september, 1916, og voru þau þannig í hjónabandi í nærri 68 ár. Fyrst kennari í sveitaskólum í tvö ár, varð ína leiðandi bóndafrú í Lincoln-héraði fyrir suðvestan Minneota frá þeim tíma þangað til Eugene sonur þeirra hjóna tók við búinu nálægt Porter, Minnesota, fyrir fáeinum árum. Hann var eini sonur þeirra en dæturnar eru fjór- ar og má með sönnu segja að ís- feld hjónin áttu alveg sérstætt barnalán — dæturnar við kennslu og hjúkrunarstörf; tvær giftar, Eunice, kona David Forbes nálægt Marshall, 13 mílur frá Minneota, og Arloine, kona Walter Wrolson, og eiga þau heima við Warren, Minnesota, rétt fyrir sunnan Kanada landamærin. Ruth og Jo- yce, ógiftar, eiga nú heima í Canby, 18 mílur fyrir vestan Minneota, hættar sínum störfum við kennslu og hjúkrun í St. Paul. Jarðarförin fór fram frá Our Saviour’s Lutheran church í Canby, mánudaginn 16. júlí. Barnabörn báru líkið og jarðað var í íslenzk lútherska kirkjugarð- inum fyrir suðvestan Minneota. Það má hiklaust fullyrða að Ina var al-íslenskust allra samlanda í Minnesota á þessum tíma. Hún talaði málið lýtalaust, með ekta hreim og mikinn orðaforða, skrif- aði bréf á góðri íslensku og mat allt sem íslenskt var. Hún var fjörug, glaðiynd, skemmtileg í við- ræðum og allra manna hugljúfi. Hún ól upp sérstaklega myndarleg börn, stundaði mann sinn í veik- indum en lést eftir langan og erf- iðan lasleika og fleiri skurðað- gerðir. Hennar verður lengi minnst, ekki eingöngu af stóru skylduiiði heldur líka ótal að- dáandi vinum. Valdimar Björnsson t Innilegar þakkir þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur vináttu, hlý- hug og samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur og afa, GUNNARS SIGURÐAR ÁSTVALDSSONAR, Suöurgötu 53, Hafnarfiröi. Svanfríður Eyvindadóttir, Sigriöur Benjamínsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNS SIGURÐSSONAR, Fossöldu 10, Hellu. Sérstakar þakkir til forráöamanna og starfsfólks Suöurverks. Sigurlaug Sasmundsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Alda Ólafsdóttir, Siguröur Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.