Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 55 Sundið hapunkturinn: Annaö heims- met Gross Los Angelee, 31. júlí. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaösins. Hápunktur Ólympíuleikanna í g»r var án efa sundkeppni leik- anna. Keppnin þar var gíufurlega spennandi, jöfn og hörö. Vestur- Þjóðverjinn Michael Gross var fyrsti íþróttamaöurinn til aó vinna tvenn gullverölaun en hann setti jafnframt sitt annaö heimsmet í gær þegar hann sigraói í 100 metra flugsundi á 53.08 sekúnd- um. Þá var hann aðeins sentimet- er frá sínum þrióju gullverðlaun- um þegar vestur-þýska boö- sundsveitin tapaöi naumlega fyrir Bandaríkjamönnum í 800 metra boösundi. Kanadamenn unnu gullverölaun í gær, þau fyrstu í 72 ár, þegar Alex Baumnn sigraöi í 400 metra fjórsundi á nýju heimsmeti, 4:17.41. Þá var sett nýtt heimsmet í fjög- urra kílómetra hjólreiöakeppni og var þaö Bandaríkjamaöurinn Steve Hegg sem þaö geröi. I fimleika- keppninni vakti liö Rúmeníu mikla athygli og fengu rúmensku stúlk- urnar hærri einkunnir fyrir æfingar en áöur hefur þekkst á Ólymþíu- leikum. i körfuknattleikskeppni kvenna sigraöi liö Bandaríkjanna liö Júgó- slavíu, 83:55, eftir aó hafa gengiö mjög illa framan af leiknum. Kina vann Ástralíu 67:64 og Kórea vann Kanada 67:62. I karlaflokki sigraöi italía Vestur-Þýskaland 80:72, Brasilía vann Egyptaland 91:82 og Júgóslavía vann Ástralíu 94:64. Þá fór fram keppni í skotfimi, blaki og lyftingum og Kínverjar nældu sór í ein gullverölaun í lyftingakeppn- inni. Mjög mikill áhugi er á knatt- spyrnukeppni Ólympíuleikanna og rúmlega 78.000 áhorfendur sáu Bandaríkjamenn vinna Costa Rica, 3:0, Kanada og irak geröu jafntefli, 1:1, Júgóslavía sigraöi Kamerún, 2:1, Brasílía vann Saudi Arabíu 3:1 og Vestur—Þýskaland vann Mar- okkó 2:0. Rúmenar fá borgað Los Angeles 31. júlí. Frá Þórarni Ragnars- syni, blaöamanni Morgunblaðsins. Nú hefur verið gert opinskátt hór í Bandaríkjunum aö fram- kvæmdanefnd Ólympíuleikanna greiddí Rúmenum 60.000 dollara fyrir að koma til Bandaríkjanna og taka þátt í leikunum. Megin- hluti þess fjár fór í aö kaupa flugmiða fyrir þá rúmlega 200 keppendur sem Rúmenía sendir á leikana. Morgunblaðiö/Simamynd AP. S Michael Gross frá Vestur-Þýskalandi fagnar hér síöara heimsmeti sínu — (100 metra flugsundi. Hann synti á 53,08 sekúndum. Enn fékk rúmensk stúlka 10 Rúmensku stúlkurnar tóku for- ystu í sveitakeppninni í fimleik- um í gær, en úrslitakeppnin fer fram (dag, miövikudag. Enn gáfu dómararnir rúmenskri stúlku ein- kunnina 10 — „fullkomnun" — nú þar var það nýjasta stjarna þeirra Rúmena, Ecaterina Szabo, sem fókk 10 fyrir gólfœfingar. Menn bjuggust ekki viö því aö neinn keppandi í skylduæfingun- um hlyti 10, en er Szabo steig fram á gólfiö komu augljóslega i Ijós frá- bærir hæfileikar hennar. Hún leiö í gegnum æfinguna án þess aö gera minnstu mistök — og hljóp síöan brosandi af vellinum — vissi greinilega aö mistökin voru engin og aö hún myndi fá 10. Szabo fékk fimm sinnum 10 á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Budapest i október síöastliön- um. Mary Lou Retton, Bandaríkjun- um, hefur náö mjög góöum árangri í fimleikunum til þessa og er í þriöja sæti á eftir Szabo og Ag- ache frá Rúmeníu í einstaklings- stigagjöfinni. Lou Retton geröi gólfæfingarnar án mistaka í gær aö mati kínverska þjálfarans — „hún átti einnig aö fá 10,“ sagöi hann. Þjálfari rúmensku stúlkn- anna vildi ekki tjá sig um þaö. „Mitt verk er aö þjálfa stúlkurnar — ekki aö dæma dómarana.“ Þrátt fyrir böl og alheimsstríð verður haldin dagana 3., 4. og 5. ágúst STÆRSTA ÚTIHÁTÍÐ LANDSINS UM VERSLUNARMANNAHELGINA 60 DAGSKRÁRATRISI: Herjólfsferð fram og til baka með aðgangseyri á Þjóðhátíð aðeins kr. 1.569,- H.L.H. — Hálft í hvoru — Bobby Harrison — Daríus Stefán P. — Grettir Björnsson — Bjartmar Guðlaugsson Bjargsig — Stærsta flugeldasýning landsins ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Atlantik Hallveigarstíg 1 Ferðaskrifst. B.S.I. Umferðarmiðst. Keflavík: Nesgarður v/Faxabraut Þjóðhátíð er meiriháttar! DRÍFÐU ÞIG TIL EYJA Þorlákshöfn: Messinn Hveragerði: Vörumarkaður OLfS Selfoss: Suðurgarður Hellu: Kaupfélagið Þór á Hvolsvelli: Verslunin Björk FERÐASKRIFSTOFA ^ VESTMANNAEYJA V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.