Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.08.1984, Blaðsíða 56
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlUI 11633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD INNSTRÆTI. SiMI 11340 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. KS neitar viðræðum við Hagkaup og Vörumarkaðinn — Telur þær ekki samrýmast samþykktum sínum STJÓRN Kaupfélags Skagfírðinga hefur synjað því að taka upp viðræður við Hagkaup og Vörumarkaðinn í Reykjavík um leigu þeirra síðar- nefndu á sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki í komandi sláturtíð. Seg- ir í bréfí stjórnarínnar til fyrirtækj- anna að samþykktir þess geri því skylt að taka á móti og selja fram- leiðsluvörur félagsmanna sinna og hafí stjórnin hvorki heimild né vilja til að ganga gegn samþykktum fé- lagsins með því að hætta þessari starfsemi og selja hana á leigu til utanaðkomandi aðila. í bréfinu segir að fréttir þær um að rekstur sláturhúss KS gangi erf- iðlega og ekki muni takast að greiða fullt grundvallarverð til bænda, sem Hagkaup og Vöru- markaðurinn vitnuðu til i bréfi sfnu, séu úr lausu lofti gripnar. Vel gangi nú með sölu kindakjöts og vaxtakostnaður sé nú léttari en á síðasta ári og því engin ástæða til að spá vöntun á grundvallarverði til bænda við uppgjör 1983. Ve- fengdar eru þær fullyrðingar Hag- kaups og Vörumarkaðarins að slát- urhús, sem þeir eigi aðild að hafi greitt fullt grundvallarverð til bænda því „samkvæmt áreiðanleg- Danir halda til loðnuveiða við Grænland: Gæti skert veiðihlut okkar og Norðmanna FJÖGUR nótaveiðiskip frá Hirtshals í Danmörku hafa nú haldið áleiðis á loðnumiðin við Austur-Grænland, þrátt fyrir að ekki hafí náðst samkomulag um veiðar Dana á þessu svæði. Auk þess hafa Danir ekki viðurkennt miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen og talið er að þeir muni hugsanlega stunda veiðar austan miðlínunnar. Taki Danir verulegt magn af loðnu á þessu svæði mun það skerða hlut íslendinga og Norðmanna í veiðum úr íslenzka loðnu- stofninum. Utanríkisráðuneytið hefur þegar lýst yfír miklum vonbrigðum við sendiherra Dana í Reykjavfk með það, að farið skuli út í þessar veiðar. Það skiptir miklu máli, að veiðar Dana fari ekki fram úr því, sem talizt getur sanngjarn hlutur sam- kvæmt skýrslu vfsindamannanna, Banaslys STTJÓRNANDI byggingarkranans við nýbyggingu Seðlabankans í Reykjavík féll úr krananum í gærmorgun og lést f sjúkrahúsi skömmu síðar af áverkunum, sem hann hlaut Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins liggur ekki ljóst fyrir með hvaða hætti slysið varð og vitni að atburðinum voru engin. Ljóst er þó, að fallið hefur verið allhátt. Ekki er hægt er að birta nafn hins látna að svo stöddu. Ívf fari svo getur það skert hlut slendinga og Norðmanna ef ekki á að ganga um of á stofninn. Ctgerðarmenn hér á landi telja, að loðnuveiðar svo fjarri heima- höfn eins og raun ber vitni við veið- ar Dana við Grænland geti ekki verið arðbærar. Þær hljóti því að vera styrktar af dönskum stjórn- völdum og slíkar aðferðir séu í fyllsta máta óeðlilegar, þegar þess sé gætt hve miklu loðnuveiðarnar skipta okkur. Þá telja sumir, að með þvf að viðurkenna ekki miðlinu milli Grænlands og Jan Mayen og krefjast 200 mflna lögsögu til aust- urs fyrir hönd Grænlendinga, séu Danir og EBE að reyna að auka möguleika sina á veiðiréttindum innan lögsögu Grænlands eftir að úrsögn þess úr EBE tekur gildi um áramót. um upplýsingum, sem stjórn KS hefur aflað sér, var vöntun á síð- asta ári á fullt grundvallarverð til bænda; afurðaverð auk vaxta, milli 6 og 7% hjá báðum þeim húsum, sem fyrirtæki ykkar eiga aðild að, sem er svipuð vöntun og var hjá KS“. Einnig segir: „Sé sú staðhæf- ing ykkar rétt að sláturhúsin hafí verið rekin með „góðum hagnaði* er það ljóst, að eigendur þessara húsa hafa haft verulegt fé af inn- leggjendum, sem þeir ættu að sjá sóma sinn f að leiðrétta, áður en óskað er eftir frekari viðskipum við bændur". Stjórn KS lýsir sig að lokum fúsa til viðræðna við fyrir- tækin um sölu á sláturafurðum eft- ir því sem ástæður leyfa. „Það virðist liggja fyrir að þetta kaupfélag að minnsta kosti hafi ekki áhuga á að lina tökin á einok- uninni og því sfður að afsanna þær fullyrðingar, sem settar hafa verið fram um að hægt sé að skila bænd- um fullu verði fyrir afurðir sínar,“ sagði Gísli Blöndal, framkvæmda- stjóri hjá Hagkaup, er álits hans á svörum stjórnar KS var leitað. „Við eigum eftir að skoða svarið betur en ég vona þó að þessi við- ieitni okkar eigi eftir að opna augu manna og verða þess valdandi að alvöruumræða skapist um þessi mál, það er að bændur fái fullt verð fyrir vörur sínar og þessari lög- skipuðu einokun Sambandsins og Sláturfélagsins verði aflétt," sagði Gísli Blöndal einnig. Morjfunblaðið/Júlíus Sumarkartöflurnar komnar Sumarkartöflurnar eru komnar f búðir sunnanlands og norðan. Myndin var tekin við útimarkað Vfðis í Austurstræti f gærdag. Nýjar íslenskar kartöflur: 39 kr. 47 til Akureyri 31. júlí. NÝJAR fslenskar kartöflur komu á markað á Akureyri í dag — og það sem meira er, þær kosta aðeins 39 krónur kflóið, á sama tíma og fréttir berast um að verðið sé ekki undir fímmtíu krónum á sömu vöru í versl- unum f Reykjavík. kflóið á Akureyri 51 í Reykjavík Kartöflubændur, pökkunaraðil- ar og smásöluaðilar hér leggjast allir á eitt til þess að ná þessu verði niður, kartöflubændur slá af verði, pökkunaraðilar, þ.e. KEA og Kaupfélag Svalbarðseyrar, slá af og smásöluaðilar leggja aðeins Austfjarðatogararnir halda til veiða á ný: rúmar 9 krónur á hver tvö og hálft kíló. GBerg ÍSLENSKAR kartöflur eru komn- ar í verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Kartöflurnar eru seldar óflokkaðar í 4 kg. öskjum og á svokölluðu sumarverði, sem er um helmingi hærra en verðið á þeim innfluttu kartöflum sem verið Spor í rétta átt en engin framtíðarlausn — segja útgerðarmenn um aðgerðir ríkisstjórnarinnar Pri S.emi Cuijóivwjni, btaóamnnni Morgunblaóninn. ÚTCERÐARMENN á Austfjörðum ákviðu í gær að senda skip sín aftur á miðin eftir að hafa fliugað þýðingu þeirra aðgerða, sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til á fundi sínum á mánudaginn. Er hér um að ræða útgerð 11 togara, sem legið hafa bundnir við bryggju síðan um miðja síðustu viku. En útgerðarmenn ákváðu að grípa til stöðvunar vegna rekstrarerfíðleika f útgerðinni. Nokkrir togaranna fóru aftur til veiða þegar f gærkvöldi, en aðrir eru að búa sig til veiða og halda á miðin í dag eða á morgun. Austfirzkir útgerðarmenn, sem Morgunblaðið hafði samband við f gær voru sammála um, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru spor í rétta átt, þótt hér væri ekki um neina framtíðarlausn að ræða að þeirra dómi. ólafur M. ólafsson á Seyðisfírði sagði, að lfta mætti á þessar aðgerðir sem jákvæða við- leitni og hefði hann ákveðið að halda útgerðinni áfram um sinn á meðan áhugi stjórnvalda á raun- hæfum aðgerðum væri fyrir hendi eins og aðgerðir þessar bæru með sér. Hins vegar teldi hann, að þess- ar aðgerðir einar og sér dygðu skammt. Til að togaraútgerð gæti þrifizt hér á landi í framtfðinni, yrðu að koma til önnur viðhorf og gjörbreytt vinnubrögð í útgerð- armálum. Nefndi hann sérstaklega olfuverðið og þá vaxtapólitík, sem rekin hefði verið á undanförnum árum, sem helztu meinsemdir tog- araútgerðar á íslandi. „Það er búið að eyðileggja sjávarútveg á Islandi og árin fram að næstu aldamótum duga ekki til að rétta hann við nema strax verði gripið til gjör- breyttra vinnubragða og róttækra aðgerða," sagði ólafur. Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að togar- arnir Hólmatindur og Hólmanes myndu báðir halda til veiða þá um kvöldið enda væru aðgerðir ríkis- stjórnarinnar spor í rétta átt. Að- alsteinn lagði þó áherzlu á, að hér væri ekki um framtíðarlausn að ræða og myndu næstu vikur og mánuðir skera úr um það, hversu lengi hægt yrði að halda áfram. Hallgrímur Jónasson á Reyðar- firði sagði, að verið væri að búa Snæfugl á veiðar og myndi hann líklega halda út f dag eða á morg- un. „Við reynum að halda eitthvað áfram að öllu óbreyttu, þetta er þó engin framtíðarlausn og mfn skoð- un er sú, að ekkert geti bjargað útgerðinni nema skaparinn gefi okkur meiri afla. Hér er um svo gífurlegar fjárhæðir og mikil vandamál að ræða, að það ræður engin ríkisstjórn við þau,“ sagði Hallgrímur. hafa á markaðnum. Grænmetið selur 4 kg. öskju af þeim íslensku á 166 krónur í heild- sölu, það er 41,50 kr. kílóið, en heildsöluverðið á þeim erlendu kartöflum sem Grænmetisversl- unin hefur verið með að undan- förnu var á bilinu 18,86 til 20,94 krónur kflóið. Samkvæmt upplýs- ingum sem blm. Mbl. fékk í nokkr- um verslunum á höfuðborgar- svæðinu f gær er smásöluverð ís- lensku kartaflnanna á bilinu 47 til 51.50 kr. kílóið en smásöluverð þeirra erlendu kartaflna sem til voru í verslununum var á bilinu 20.50 til 27,30 kr. kílóið. Jafntefli við Júgóslava Landslið íslands í handknatt- leik gerði jafntefli, 22:22, við Júgóslava á Ólympíuleikunum í Los Angeles í gærkvöldi. ísland var yfír, 12:8, í leikhléi. Sjá nánar bls. 53.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.