Alþýðublaðið - 07.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.11.1931, Blaðsíða 2
A LPÍÐUBLAÐIÐ Mvað er að? Málshátturinn „Bóndi er bú- stólpi, bú er landstölpi“ var einu sinni sannur. Þa'ð var pegar aðal- strit mannkynsins var öflun brauðsins. En petta er nú breytt. Kornyrkja er, þegar hún er rekin í stórum stíl, orðin svo auðveld, að fimm menn geta yfir sumar- tímann plægt, herfað, sáð, upp- skorið, þreskt og pokað korn, siem er nóg fæði í heilt ár handa 2000 manns, þar sem jarðvegur er hentugur. En af slíkum iöndum með hentugum jarðvegi eru geysi- stór svæði í Bandaríkjum, Ka- nada, Rússlandi og víðar, og geysistór landflamii, sem eru á- gætlega fallin til kornræktar, eru enn gersamlega ónotuð í Síbieríu, suðausturhluta Afríku og á ótal stöðum öðrum. T. d. eru í Síberíu samhangandi ónotuð svæði, sem eru ágætis kornræktarlönd, sem eru stærri en alt ísland. i Þar sem stór-kornræktin hefst verður framleiðsla þess svo ódýr, að búskapur bænda ber sig ekki og þeir yfirgefa jiarðir sínar, sem enginn vill kaupa, og þeir því fá ekkert fyrir, en halda snauðir og slyppir til borganna. Þannig eru í einu af miðríkjium Banda- ríkjanna 20 þúsund yfirgefin bændabýli (homestead). Þar eð nú kornræktin er undír- staða búpeningsræktar, siem sést af því, að fram undir 9/10 hlutar af öliu korni fara til skepnufóð- urs og ekki nema um 1/10 til manneidis, verður skiljanlegt, hvernig þessum nýju landbúnað- arvélum hefir tekist að skapa hina miklu og langvinnu iand- búnaðarkreppu. Enda er aíleiðing- Sln sú, að í öllum löndum eru þeir alt of miargir, sem stunda land- búnað, margfalt fleiri en þörf er fyrir, þegar nútíma-landbúnaðar- vélar eru notaðar. í Bandaríkjun- um mun t. d. 5 af hverjum 6 bændunr vera ofaukið, og nemur tala bændanna og skylduliðs þeirra geysimörgum milljónum, og er erfiðasta viðfangsefnið í þjóðlífi Bandaríkjamanna því at- vinnulaus lýðiur, sem streymir jafnt og þétt og það mjög ört úr sveitunum til borganna. En þetta sama fyrirbrigði má sjá í flestum löndum, og mun þetta verða örðugasta viðfangsefni sóvét-stjórnarinniar í Rússliandi, sem af miklum dugnaði innleiðir nýtízku-landbúnaðarvélar, en um leið hlýtur tugum milljóna bændalýðs að verða ofaukið í sveitunum. En ofan á kreppu þá, er í knnd- búnaðinum stafar af nýtízku komræktarvélum, bætast margs konar aðrar framfarix, er auka framleiðslu landbúnaðarafurð- anna. Skal hér að eins ein slík nýjung nefnd, sem er heyþurkun- arvélin. Miargir hafa verið að fást við tilbúning heyþurkunarvélu og — (Frh.) miðað við hinar margvíslegu sam- settu og hárfínu vélar, sem fundn- ar hafa verið upp síðustu áratug- ina, er uppfinning nothæfrar hey- þurkunarvélar tiltölulegá auðveld. Ég tek þetta fram af því eirnn af fjármálarithöfundum vomm sagði við mig, að slík vél myndi aldrei finniast upp. En þess konar vél mun þegar vera fundin upp í Bandaríkjum og það af tiltölu- lega einfaldri gerð. Er kolakynd- ing notuð, en notkun vélarinniar borgar sig ekki nema um töluvert mikla rækt sé að ræða. Þurkar hún heyiö og virbindur í harða bagga á 20 mínútum, en næring argildi heysins er hið sama og nýslegins. En jafnvel í bezta þurki mun sól- og vind-þurkað hey missa fjórða hluta af næringar- gildi sínu. Þar sem nú svo mlkill hluti af allri jiarðrækt er kornrækt, mætti ætla, að heyþurkunarvél gæti ekki að miklum mun breytt land- búnaði veraldarinnar, en svo er þó. Því eins og áður var frá greint, fer mestur hluti af korniniu, sem ræktað er, til skepnufóðurs. En það er ekki nálægt því eins mikið fóðurmagn sem fæst af einni dagsláttu i kornrækt (hvort heldur eru hafnar, rúgur eða maís) eins og fæst af sama svæði af beztu fóðurgrastegundum. Til dæmis fæst í BandiaTikjunum ein uppskera af mais, en þrjár upp- skerur af lúsernu, og hefir hver þeirra um- sig sama fóðurgildi o-g þessi eina maisuppskera. En af því bóndin-n á ekki víst að getia þurkaö lúsernuna verður hann að rækta miaisinn, nema í þ-eim af ríkjunum þar sem sólin alt af skín og jarðræktin grundvall-ast á vatnsveitum. Heyþurkunarvélin mun því, þe-gar hún v-erður alm-enn,, hafa þau áhrif, að kornrækt víkur að miklum mun fyrir fóðurjurta- rækt, en jafnfr-amt tvö- til þre- faldast fóðurmagnið, og afleið- ingin verður óhjákvæmilega að fcjöt og mjólk og afurðir þeirra hljóta að falla geysilega í v-erði á heimsmarkaöinum; að segja um helming er ekki of djúpt tekið í árinni, þ. e. um helming frá því lága verði, sem- nýjungar í kom- rækt og búnaði áður verða búnar að koma landb-únaðarafurðunium niður í. Það er ek-ki ætlunin að fara hér út í hvernig við eigum að v-erða við landbúnaðaikreppunni; það er nóg efni í sérstaka ritgerð. Hér nægir að b-enda á það, sem allir ættu að g-eta séð, að vonlaust er að ætla að mæta henni með sparnaði, enda munu bæn-dur lítið geta sp-ar-að við sig. Það er meiri og verðmætari framlieiðslia, sem þarf að korna, en það verður ekki hægt nema með skipulagsbundnr um rannsóknum og skipulags- bundinni rækt á þeim stöðum, þar sem skilyrðin eru mest fyrir hendi af hálfu náttúrunnar, en ekki með því að láta b-andvitlaust kj-ósendadekur ráð-a því hvemig landið byggist. Það má s-egj-a, að stóru stein- byggingarnar með láni af opin- beru fé og jarðabæturnar, sem beinlínis eru borgcið.ar úr l-ands- sjóði, og hvorutveggjú að miklu 1-eyti dreift út um afskektustu sv-eitir, sé dálagl-eg „ámælis-terta“, sem sparnaðarforkólfarnir Tryggvi, Jónas og Ásgeir em að færa þjóðinni, og ekki batnar þegar rjómafroðunni frá fjár- málaspekingnum Jóni Þorlákssyni er bætt ofan á, sem er Ioforðið um rafmiagn heim á hv-ern sveita,- bæ, alt á landssj-óðs kostnað, það er raunverulega á kostnað Reyk- víikinga og annara kaupstaðabúa. Verkin talia, v-erkin talia, v-erk- in tala! En ;það væri b-eíur aö þau steinþegðu, þ-egar þau kjafta tóma vitleysu! Þó margt sé likt viðvíkjandi landbúnaðarkreppunni o-g iðnað- arkreppunni, þá eru þær í eðli sínu ólíkar. Af iðnaðarvörum er nálega takmiarkalaust hvað hægt er að nota, ef kaupgeta er fyrir hendi, þ-ar eð -enn þá er ekkí n-ema lítill hluti af vinnandl hluta mannkyn-sins, sem á gott úr, góð- an sjálfblekung, góð-a ritvél, gott viðtæki, síma, bifreið o. s. frv., svo ekki sé n-efnt n-ema fátt af þvi, sem hver maður í m-enta- löndunum-, sem ráð h-efir á því, veitir sér. Af landbúnaðarafurð- um er aftur tiakm-arkað hvað hægt er að auka neyzlun-a, jafnvel þó einnig þar sé um mikla aukningu að ræða, þegar þær þjóðir, sem n-ú eru aðal lega brauð- eða grjóna-ætur, fara að éta meira kjöt (ef þróunin þá ekki af öðr- um ástæðum fer þar hin-a leið- ina). Að-almunurinn á landbúnaðar- og iðnaðar-kreppunni er þá þ-essi, að sú fyrri stafar aðal-lega af of- framleiðslu, en hin síðari aöallega af vantandi kaupgetu. Or hvor- ugri er hægt að bæta með kaup- lœkkun, og eru greindari menn úr borgaraliegu flokkunum farnir að skilj-a, að kauplœkkun er ekki ráð við kreppunni. Það er fróð- legt í þessu samb-andi að heyra hvað Ford segir um kaupgetu og launalækkún í bók sinni „Moving Forward“ og eins að heyra hvað Macmillan-nefndin brezka sagði um þ-etta. En hér hjá okkur virðist sem bæði Framsóknarmenn o-g íhalds- menn álíti kauplækkun eina ráðiö til þess að bæta úr fjárhags- og framleið slu-v:and ræðunum. Dettur imér í því samb-andi í hug saga, er heildsali einn hér í borginni sagði mér. Han-n var eitt sinn í ungdæmi sínu verkstjóri yfir Kínverjum, er unmt við laxniður- suðuverksmiðju í Aias-ka, og, kuunu þ-eir ekki nema eitt ráð við þvi ef vélarnar gengu stirt, og komu því með olíukönnuna og báru á í hvert skifti þegar tönn brotnaði í hjóli. En íslenzku framlei'ðslukrepp- una verðum við að ræða I sér- stakri grein. Ólafur Friðriksson. Atlandshafsflegferðir yfir ísiand og Grœnland. Berlín, 6. növ. UP.—FB. D anska leiðangur smanninum Lauge Koch hefir verið boðið að koma hingað á fund til þess að ræða um skilyrði til flugferða milli Evrópu og Ameríku, yfir ísland og Grænland. Fundur þes-si er haidinn að tilhlut-an „Norður- hafa-f]ugfélagsins“. I skeyti frá fréttaritara FB. í Kaupmiannahöfn um sama efni segir: „Norðurhafia-flugfélagið" á- formar að s-enda loftskipið „Zep- pelin greifa“ til Grænlands á sumri komanda. Áf-ormin verða nánar rædd á fundi í Berlín, sem haldinn verður einhvem næstu daga. Brezka stjórmn. Mannaskifti nokkur hafa orðið í brezku stjórn-inni. McDonald er forsætisráðherra áfram-. Snowden er einnig í stjórninni, en ekki er hann fjármálaráðberm lengur. M-eiri hluti stjórnarinnar er í í- haldsflokknum. Verkin tala. Staðarbygð í Eyjafirði er rétt; inn af Akureyri, en austan ár- innar. Þar bjó á landsþektri jörð myndarbóndi, einn af forkólfum, Framsóknarflokksins í Eyjafirði. Maður þessi bygði hús á jörð- inni, er kostaði m-illi 40 og 50- þús. krónur, en.brátt kom Í ljós, að húsið bar jörðina gersamlega ofurliði. Að lokum varð eigandi jarðarinnar feginn að selja hana fyrir hú-sverðið, o-g gaf pannig jörðina til pess áð losna vio hús- ið. Því miður er þessi saga ekki n-ema ein af átján. Atvinnaleysið á Eshifirði. Skeyti til Alþýðublaðsins. Skráning atvinnul-ausra m-anna fór fram hér í síðast liðnum mánuði, 86 létu skrá sig, þar af 50 fjölskyldufeður með 274 menn á framfæri. Síðast liðinn mánuð hefir hreppurinn haft 16 menn í fastri vinnu og nokkria fl-eiri síð- ustu vik-u. 20. september sótti hreppsnefndín um atvinnubóta- styrk, en hefir ekkert svar fengið Haraldur Guðmiundsson er full- trúi hreppsins í: atvinnubótanefnd- inni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.