Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 59 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wr/Jsunm’UM-JU Kirkjukórar hornrek- ur guðsþjónustunnar Ingvar Agnarsson skrifar: „Nýjustu söng- og hljómleika- hallir íslendinga, og þær eru margar, eru byggðar með nokkuð undarlegum hætti: Allt söng- og hljómlistarfólkið er haft uppi und- ir þaki á bak við áheyrendur, svo enginn megi það augum líta. Hafið þið heyrt aðra eins full- yrðingu? Þið, sem þessar línur les- ið, haldið nú e.t.v. að ég fari hér með staðlausa stafi, en það er öðru nær, eins og raunar flestir ættu að vita. Lítið á allar kirkjurnar, sem byggðar hafa verið á undanförn- um árum. Þær eru að vísu guðshús og reistar í trúarlegum tilgangi meðal annars. En engu að síður eru þær einnig og ekki síður must- eri ræðulistar, sönglistar og tón- listar, svo sem vera ber. En með þessu fyrirkomulagi sem neytt er upp á kirkjugesti, er fyrir því séð, að áheyrendur geta engan séð, nema prestinn einan. Hvers á söfnuðurinn að gjalda? Hví er svo um hnútana búið, að enginn geti notið nema til hálfs, þeirrar listar sem flutt er í þessum veglegu hús- um? Allir vita, að fagurra hljóma getur enginn notið, nema þeir ber- ist úr réttri átt, þ.e. framan að áheyrendum. Allir snúa sér í þá átt, sem hljóðið kemur úr, sé þess nokkur kostur. Enginn temur sér að snúa baki í útvarp, sem hlustað er á og menn snúa ekki bökum hver í annan þegar þeir tala sam- an. Neir, þeir snúa hver að öðrum. Að þessu leyti er eðlilegum lög- málum tilverunnar snúið öfugt þegar um kirkur er að ræða, alla- vega flestar hverjar. Ef einhverj- um finnst eðlilegt að snúa baki í flytjendur söng- og hljómlistar, finnst þá ekki þeim sama að einn- ig ætti að snúa baki í prestinn, flytjanda guðsorðsins? Ég sé ekki mikinn mun á þessu tvennu. í báð- um tilvikunum er um flutning að ræða, sem áheyrendur eiga rétt á að njóta, án óþarfa hindrana. En hverjir stjórna þessu fárán- a a« Það er von bréfritara að er bygging Hallgrímskirkju lýkur, verði kirkju- kórnum þar gert hærra undir höfði en almennt hefur tíðkast í kirkjum landsins. lega fyrirkomulagi? Helst dettur manni í hug að hér komi einkum tii greina andlegur sljóleiki arki- tektanna (byggingarlistamann- anna), sem ekki geri sér grein fyrir tilgangi þessara húsa, og api svo hver eftir öðrum sömu vitleys- una án hugsunar. Ég get varla ímyndað mér að prestarnir eða safnaðarstjórnir eigi hér hlut að máli. Til þess er þeim of kunnugt álit þeirra sem kirkjurnar sækja. Einhvers staðar í stjórn eða skipulagi kirkjubygginga hlýtur að vera við ramman reip að draga. Einhverjir andlega steinrunnir yf- irmenn eða stjórnendur kirkju- mála, hljóta að vera hér Þrándur i Götu, fyrir eðlilegum breytingum til bóta. Nú er langt komið byggingu stærsta og veglegasta trúarmust- erins landsins, Hallgrímskirkju, i hjarta höfuðborgarinnar. Von mín er sú, að þar megi ríkja meiri frelsisandi i staðsetningu kirkju- kórs en í flestum öðrum kirkjum, sem risið hafa að undanförnu, svo allir gestir hennar megi njóta að fullu þeirrar listar, sem þar verð- ur flutt i búningi orða, söngs og tóna, en i öllum þessum greinum listarinnar er guðsþjónusta fólgin. Þessum skilningi má ekki gleyma. Og eitt vil ég benda á að íokum, atriði sem e.t.v. er hið mik- ilvægasta: Tilgangur guðsþjón- ustu er 8amstilling við hinn mikla mátt, hinn mikla verund alheims- ins, svo allir komi út úr helgistaðnum hlaðnir lífsorku, meiri en er þeir gengu inn. Því verður að haga svo til í slíku húsi að boðskapurinn sem þar er fluttur, nái tilgangi sínum sem best, verki samstillandi og magn- andi, hverjir svo sem flytjendurn- ir eru. En rétt staðsetning þeirra á áreiðanlega mikilvægan þátt i því að allir megi vel njóta. Kirkjukórar skyldu njóta verð- ugrar sæmdar, en ekki vera horn- rekur guðsþjónustunnar, svo sem nú tíðkast. Flytjum útimark- aðinn 7589-8109 skrifar: „Háttvirtu borgarráðsmenn. Hvenær ætlið þið að hreinsa til í Austurstræti? Er ekki mál að ósómanum linni? Okkur eldri Reykvíkingum er mikil raun að því að horfa upp á niðurlægingu þessarar aðalgötu borgarinnar. Við leggjum til að grjótgarðar, bekkir og moldarflag verði fjarlægt svo og sölutjöld. Væri ekki skömminni skárra að flytja útimarkaðinn upp á Arnar- hólstún og setja gamla söluturninn þar sem hann var áður, við hornið á Hverfisgötu og Arnarhóli? Fyrir nokkrum árum var hreins- un gerð á Arnarhólstúninu og var útigangsmönnum meinað að liggja undir blikkgirðingunni á hólnum, en nú er öllu liðinu stefnt niður í mitt Austurstræti og þar liggur það og flatmagar. Ég hef oft undrast umburðar- lyndi það er bankastjórar og bankaráðsmenn Útvegsbankans hafa sýnt undanfarin ár, horfandi á þessa fallegu byggingu niður- lægða með allskonar druslum hangandi um allt húsið, að ógleymdum hávaðanum sem glym- ur utandyra daglangt. Takið ykku nú taki og gerið úrbót á þessari vanvirðu hið bráðasta." Bréfritari er þeirrar skoðunar að fjarlægja eigi sölutjöldin úr Austurstræti og flytja þau upp á Arnarhólstún. 53? S\ú6A V/öGA í VLVZ.9AU Veriö velkomin. ópavogsbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokað á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Aðeins 14 sett efftir og koma ekki aftur Gættu þess að missa ekki af þessum eftirsóttu barnasamstæðum, sem eru allt í senn, rúm, hirslur og klæöaskápar. Verksmiöjan hefur skift um fram- leiösluvörur og við fáum samstæöurnar ekki meir. Lengd: 274 cm. Hæö 167 cm. Dýnubreidd 190x75 cm. Eigum skrifborð í stíl Aðeins 14.960.- með dýnum + 3 púðum K ^ Borgaöu útborgun meö greiölukorti HISGACNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REVKJAVÍK * 91-41199 oq 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.